Morgunblaðið - 01.12.1993, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 01.12.1993, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 1. DESEMBER 1993 Grýla gerir víðreist íslenskir jólasveinar kynna íslenska listmuni og iðnvarning út um heim GERÐUR Pálmadóttir kaup- kona vinnur nú að því að mark- aðsselja Grýlu og allt hennar hyski í útlöndum undir vöru- merki Hulduheima. Gerður er búsett í Hollandi og rekur þar fyrirtækið Freezing Point (Frostmark). Hún hefur fitjað upp á ýmsu í gegnum tíðina og verið ódeig við að framkvæma nýstárlegar hugmyndir. Gerður hyggur á útflutning íslenskra listmuna og fleira í tengslum við kynninguna á íslensku jóla- sveinunum og Grýlu gömlu. Þá er hugmyndin að stofna sér- stakan Grýludag 11. desember. Á hvetju ári hefur Gerðf Pálma- dóttur runnið til rifja hve umkomu- laus útlendi jólasveinninn er og stendur stutt við í mannheimi. „Þetta er munaðarlaust grey,“ seg- ir Gerður. „í mörgum löndum sting- ur hann inn nefinu rétt sem snöggv- ast á Nikulásarmessu, 6. desember, og þá er mikið um dýrðir, bömin fá gjafir og jólasveinar eru út um allt. Svo er bara ekkert fram að jólum!“ Úr þessu hyggst Gerður bæta með því að kynna til sögunn- ar íslensku jólasveinana sem tínast til byggða síðustu 13 dagana fyrir jól; fjölskrúðuga persónuleika sem lausir eru við alla væmni - og ekki síst, eiga Grýlu fyrir mömmu! Vegna ferðaáætlunar íslensku jólasveinanna er ekki hætta á að þeir flækist fyrir jólasveininum sem fyrir er í Evrópu, heldur bæta þeir úr tilfínnanlegum jólasveinaskorti frá Nikulásarmessu til aðfangadags. Ólíkur bakgrunnur Þegar leið á síðustu öld fóru hugmyndir manna um íslensku jóla- sveinana að breytast og eftir alda- mót tóku þeir að líkjast æ meira heilögum Nikulási hvað varðaði klæðaburð, útlit og hegðun. Kaup- menn áttu ekki hvað síst þátt í þessari breyttu ímynd, enda jóla- sveinarnir gjarnan fengnir í lið í árlegu markaðsátaki jólavertíðar- innar. Jólasveinakvæði Jóhannesar úr Kötlum, með myndum Tryggva Magnússonar, átti mikinn þátt í að þjóðin tók jólasveinana endanlega í sátt um 1930. Nú voru þeir orðn- ir skrítnir karlar, jafn hrekkjóttir, stelnir og stríðnir og áður, en þrátt fyrir það bestu skinn. Þótt útlitið sé nú orðið því sem næst staðlað eftir fyrirmynd jólasveinsins sem gjaman er kenndur við kókakóla, kynna þeir sig enn fyrir íslenskum börnum með gömlum nöfnum Grýlusona. Ný myndasaga víða. En er ekki varasamt að hrófla við svo rót- grónum hugmyndum sem sögunni um íslensku jóla- sveinana? „Það er engin ein saga til um þetta efni,“ Gerður. „Engir tveir eins, þetta er samtíningur úr ýms- um áttum. Þetta er bara mín saga og ég segi hana til að samræma okkar hugmyndir um jólasveina að einhveiju leyti við þá jólasveina sem þekktir eru í útlöndum. Við ætlum að kynna til sögunnar nýja hefð og tökum okkur visst skáldaleyfí." Ekki verður svipt um of hulunni af myndasögunni, en víst er að ýmislegt kemur skemmtilega á óvart. Nú fæst til dæmis skýringin á því hvernig íslensku jólasveinam- ir fengu jólafötin, rétt eins og mannaböm fá jólaföt. Grýludagur 11. desember ur klæðast í larfa, veitingahúsin bjóða upp á Grýlumatseðil og ýmis- legt fleira. Þetta myndi lífga vem- lega upp á jólamánuðinn," segir Gerður. Hún hefur þegar fengið til liðs við sig veitingahús í Reykjavík og Hafnarfirði sem munu bjóða upp á Grýlumat hinn 11. desember. Hulduheimar mörgu undir einum hatti Huldu- heima. „íslensk vara verður ekki markaðssett ein og sér, í einhveiju tómarúmi, þannig að hún geti keppt við útlenda vöru. Hún verður að hafa einhvern stuðningsramma, sögulega hefð, eða eitthvað sérstakt sem gerir hana eftirsóknarverða." Fjöldaframleidda muni á borð við ýmsa gjafavöru, kerti o.fl. hyggst Gerður láta gera erlendis, enda hefur hún viðskiptasambönd bæði Asíu og Suður-Ameríku þar sem hægt er að framleiða í miklu magni með litlum til- kostnaði. Listmunir, bæði úr leir, tré og eðalmálmum, verða framleiddir hér á landi. Einnig er ætlunin að gera bækur og sjónvarpsefni um Grýlu og jólasveinana. Þá eru ótaldir möguleikar á mark- aðssetningu íslensks sælgætis í gluggaskó útlendra barna. íslensk jólasveinajól 1994 Morgunblaðið mun birta í desem- ber myndasögu um Grýlugengið, það er Grýlu og syni hennar. Sagan er eftir Gerði og myndskreytt af frægum hollenskum teiknimynda- höfundi, Leendert Jan Vis að nafni. Vis er m.a. höfundur teiknimynda- fi'gúrunnar Macho Mouse, sem út- leggst Karlrembumús, og er þekkt Ætlunin er að halda Grýludag hinn 11. desember, 13. dögum fyrir jól, einskonar öfugan þrettánda. Þá kemur Grýla í bæinn, með álfum, jólasveinum og öðrum íbúum Hulduheima. Gerður segir að hefðir hafi orðið til á öllum tímum og árið 1993 sé ekkert verra ár en hvað annað til að hleypa nýrri hefð af stokkunum. „Hugmyndin er að fara í skrúðgöngur, þar sem þátttakend- Gerður hefur í hyggju að mark- aðssetja íslenska listmuni, klæðnað og jafnvel matvöru í tengslum við jólasveinana. í öllum tilvikum yrði um íslenska hönnun að ræða og íslenskt hugvit. Nú starfa listamenn hver í sínu horni og sjá margir ekki langt út fyrir veggi vinnustof- unnar þegar um markaðssetningu er að ræða. Hugmynd Gerðar er að markaðssetja listsköpun hinna GRV(JÚ6£M6tt>. Búið er að gera samninga við stórar verslunarkeðjur, bæði á meginlandi Evrópu og á Norður- löndum, um markaðssetningu á Grýlu- og jólasveinavarningi fyrir jólin 1994. Búðirnar verða skreyttar með myndum af Grýlugenginu og varningurinn boðinn til sölu með áberandi hætti. „Við eigum að nýta hugvitið og það sem við eigum úr okkar sögulegu hefð,“ segir Gerð- ur. „Það er ekki nóg að hrópa: Kaupum íslenskt! Það þarf ekki síð- ur að segja: Seljum íslenskt! Við eigum svo ríkulegan efnivið í hefð okkar, hugviti og listamönnum. Það er ekki síður mikilvægt að virkja sköpunarkraftinn til útflutnings en að hrúga orkuverum um allt land!“ GE © Heilagur Nikulás er fyrirmynd jólasveinsins víða um heim. Sagan segir að Nikulás hafi verið biskup í Litlu-Asíu á 4. öld og rauði jóla- sveinabúningurinn dregur dám af biskupsskrúðanum. Nikulás varð einn dáðasti dýrlingur kaþólskra á miðöldum, verndari fátækra, bama og sjófarenda og gjafmildur með afbrigðum. í Evrópu var víða sú trú, og er enn, að hann birtist á messudegi sínum og færi þægum bömum góðar gjafír en hirti þau óþægu. Fyrr á öldum var heilagur Nikulás í miklum metum á íslandi og 44 kirkjur honum helgaðar. íslensku jólasveinarnir em ekki jafn göfugir að uppmna og heilagur Nikulás. Gömul saga segir að þeir séu í raun púkar sem kölski fékk Grýlu til fósturs, aðrar sögur segja þá afkvæmi Grýlu og Leppalúða, sem bæði em hin ófrýnilegustu. Sammerkt gömlum sögnum er að jólasveinarnir hafí verið vondir og komið í illum tilgangi til byggða. Grýlu, móður þeirra, er lýst sem hræðilegum óvætti. Ein sagan segir að hún hafi haft þrjá hausa og þijú augnráð í hveijum, eða 18 augu. Með 6 eyrum hvomm megin heyrði hún hrinur óþekkra krakka langt að. Grýla var með þijá hala og 100 belgi á hveijum. Hún sá jafn vel og hún heyrði svo það var eins gott fyrir krakkana að haga sér vel. Grýla lét enga óþekkt framhjá sér fara. Þegar leið að jólaföstu skriðu jólasveinarnir úr fylgsnum sínum og hræktu í pottinn hennar Grýlu, sú gamla og bóndi hennar lágu heldur ekki á hrákum sínum. Gums- ið var síðan látið malla og þegar nóg var soðið var því skipt í skjóð- ur handa jólasveinunum. Eftir að jólasveinunum hafði ver- ið þvegið úr skít og þeir klæddir í svört skinnföt, ekki ósvipað og mótorhjólatöffarar nú til dags, héldu þeir til byggða til að klína gumsinu úr skjóðunum á óþekka krakka og sækja þá handa Grýlu. Breyttir og betri J mörp hundrub ár hoAx- - Lfgor verur buið L huLcLum hefml Zslavrcls• EiNMirrJ Vi'ð hoUurrt þennan, heim- haUnn vegncc þess a% rrtevm. getcu ehki seð hanvt. lr X B CL&A 4k ÖSÚ/nlLegu verurnar eru aZ c/msum Jíscrðum. TrdLLln Qeta. verih á stXrb ufS -feLk. K/sar ^ru tnikLu SixrrL. Iúvergcir rrtikLu minnL Mennim'trgeta~ eJckL set -PÓLkiS i hulduheimi^ -nema 30 daga, d árí. TU ergömuL 'csLensk þjúhsaga. um {jöLskyfctu. at troLLaJajviL. FjóLskijlcLtL G/yLu.. ■ 1 I 1 fe
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.