Morgunblaðið - 01.12.1993, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 01.12.1993, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 1. DESEMBER 1993 19 ar þess ef miklir fólksflutningar yrðu úr sveitum í bæi, og fleiri til að keppa um atvinnu," segir Gunnar Helgi. í umræðum um landbúnaðarmál nú á tímum þarf að fara allt aftur til þess- ara ára til að átta sig á eðli þeirrar stefnu, sem nú er að breytast með alþjóðasamningum um aukið frelsi í viðskiptum með landbúnaðarvörur. Er mikil einföldun fólgin í fullyrðing- um um að Alþýðuflokkurinn hafi jafnan haft einhveija sérstöðu sem málsvari frelsis í viðskiptum með landbúnaðarvörur. Eins og áður sagði vilja fræðimenn í stjórnmála- og félagsfræði geta nýtt sér hugtök við skilgreiningar sínar. „Fyrirgreiðsluflokkur" er eitt þessara hugtaka. Flokkamir fá mis- jafna dóma við þessa skilgreiningu. Verstan dóm fær Alþýðuflokkurinn. Um hann segir Gunnar Helgi: „Al- þýðuflokkurinn hafði þegar á síðari hluta ijórða áratugarins fengið orð á sig fyrir að vera bitlingaflokkur og fyrirgreiðsla hefur jafnan síðan verið fyrirferðarmikill hluti af starfi hans.“ Svanur Kristjánsson segir: „Alþýðuflokkurinn varð fyrst og fremst flokkur höfðingja og skjól- stæðinga þar sem forystumenn (höfðingjar) beittu völdum sínum yfir opinberum stofnunum til að veita fyrirgreiðslu." Gunnar Helgi skilgreinir hugtakið þannig: „Fyrirgreiðsluflokkar, eins og þeir íslensku, eru eðlilega ákafir í að komast í ríkisstjórn vegna þeirra fyrirgreiðslumöguleika sem ríkis- stjómaraðstöðu fylgja. Eftir því sem ríkisafskiptin jukust á millistríðsár- unum harðnaði samkeppni flokkanna um að komast í ríkisstjómaraðstöðu. Sú harða samkeppni er ein helsta skýringin á því að Alþingi hefur ekki liðið minnihlutastjómir til lengdar, ólíkt því sem gerist í flestum nálæg- um löndum, frá því að minnihluta- stjóm Framsóknarflokksins sat 1927-1931. Flokkamir hafa frekar verið tilbúnir til umfangsmikilla póli- tískra hrossakaupa við myndun sam- steypustjóma, þar sem ýmis af stefnumálum þeirra hafa verið látin lönd og leið, heldur en að láta stjórn- araðstöðuna öðmm eftir.“ Þetta er mikil einföldun á íslensk- um stjórnmálahefðum og þeirri kröfu, sem gerð hefur verið til þess hér, að þingræðisstjómarhættir væra tryggðir með því að meirihluti þing- manna stæði á bakvið ríkisstjóm á hveijum tíma. Urðu átök um þetta atriði milli fyrsta forseta íslands og stjómmálamanna á fyrstu áram lýð- veldisins. Ef litið er á þær deilur væri miklu nær að huga að lögfræði- legum'sjónarmiðum og stjómskipun- arrétti við mat á myndun samsteypu- stjóma hér en einhveijum óljósum fullyrðingum um þrá stjómmála- manna og flokka til sitja yfir hlut landsmanna og ráðskast með opin- bert fé og aðstöðu. Þess er ti! dæm- is að minnast, að forseti Islands veit- ir umboð til stjómarmyndunar og það er í hans valdi að binda slíkt umboð skilyrðum, svo sem um það að mynd- uð sé meirihluta- eða minnihluta- stjóm. Þá gætir ekki skilnings á því í hinum tilvitnuðu orðum hér að of- an, að stjómmálabarátta snýst að veralegu leyti um að ná svo miklu fylgi í kosningum, að ekki verði gengið framhjá flokki eða einstakl- ingi við myndun ríkisstjómar. Það þurfa því ekki að vera nein annarleg fyrirgreiðslusjónarmið að baki bar- áttu flokka að loknum kosningum við að komast í ríkisstjóm. Gunnar Helgi bendir á staðreynd, sem kemur á óvart, þegar hlustað er á umræður um skárðan hlut Al- þingis. Hann segir: „Alþingi hefur gegnt virkara löggjafarhlutverki heldur en flest önnur löggjafarþing Vestur-Evrópu, í þeim skilningi að það hefur oftar haft frumkvæði að löggjöf heldur en önnur þing. Það þýðir væntanlega einnig að fram- kvæmdavaldið og stjómsýslan hafa átt minni hlutdeild í almennri stefnu- mótun og lagasetningu heldur en annars staðar.“ Ófullgerð ritsmíð í ritgerð sinni um stjómmála- flokka, ríkisvald og samfélagið 1959-1990 talar Svanur Kristjáns- son um fyrirgreiðsluflokka og „and- ófsflokka", en það hugtak notar hann yfir flokka, sem hafa „byggt á hug- sjónum, hugmyndum, fremur en fyr- irgreiðslupólitík". Það er fráleitt, að allir stjómmálaflokkar á íslandi hafi ekki viljað ná því markmiði, sem Gunnar Heigi notar í skilgreiningu sinni á fyrirgreiðsluflokki, það er að komast í ríkisstjórn. Hlýtur að vekja furðu, að Svanur telur Alþýðubanda- lagið ekki fyrirgreiðsluflokk, að minnsta kosti ekki hreinræktaðan, þó hefur enginn flokkur á íslandi fórnað eins miklu af baráttumálum sínum fyrir þátttöku í ríkisstjóm, um flokkinn hefur verið notað hugtakið „ráðherrasósíalismi", sem stjóm- málafræðingamir nota að vísu ekki. í upphafi ritgerðar sinnar segist Svanur Kristjánsson hafa verið að vinna að bók um flokkakerfið á áran- um 1959-1991 og þar komi fram niðurstöður hans. í ritgerðasafninu tekur hann fyrir einn þátt í rannsókn- um sínum vegna bókarinnar. Þetta er furðuleg kynning á ritgerð í þessu safni, en almennur lesandi þess hlýt- ur að gera kröfu um að það, sem hann les þar standi fyrir sínu og þurfí ekki að skoða í samhengi við eitthvert óbirt efni höfundar. Svanur ritar ekki skýran og einfaldan texta, heldur endurtekur hann skoðanir sín- ar í nýjum myndum hvað eftir annað í ritgerðinni, þar sem hann veltir fyrir sér hugtökunum „fjöldaflokkur" og „kjamaflokkur". Hann týnir til nokkur dæmi úr stjórnmálasögu lið- inna ára máli sínu til stuðnings og leggur sérstaka lykkju á leið sína í neðanmálsgreinum til að geta beint spjóti sínu gegn Davíð Oddssyni for- sætisráðherra. Athyglisvert er, að í upptalningu sinni á dæmum um óstjórn og óráðsíu minnist Svanur hvergi á skaðvænleg áhrif setu ráð- herra Alþýðubandalagsins í iðnaðar- ráðuneytinu í upphafí níunda áratug- arins, þegar markvisst var unnið að því að spilla áhuga útlendinga á að fjárfesta hér í stóriðju. Nýlega var kallað á Svan Krist- jánsson í sjónvarpið til að skýra nið- urstöðu í skoðanakönnun á vegum Félagsvísindastofnunar og notaði hann það tækifæri til að gefa póli- tískar yfirlýsingar um nauðsyn þess að vinstrimenn í Reykjavík tækju höndum saman gegn Sjálfstæðis- flokknum. í ritgerð sinni kemst Svanur svo að orði, þegar hann fjall- ar um framsóknaráratugina tvo: „Hér verður því haldið fram, að und- anfama tvo áratugi hafí íslensk stjómmál þróast þannig að nú erum við verr undir það búin að stjóma þjóðfélaginu með vitrænum og lýð- ræðislegum hætti en við voram fyrir 20 áram. Við glötuðum tækifæri til nýsköpunar." Hæfa slíkar almennar yfírlýsingar í ritgerð, sem á að vera fræðileg? Undir lok ritsmíðar sinnar segir Svanur: „Rökkrið ríkir í vera- leika og í vitund... Þokukenndar hug- myndir og þokukenndur veruleiki fara saman.“ Þetta hefðu getað ver- ið einkunnarorð ritgerðar Svans, efnistök hans mótast af þessum skilningi hans. Sú spuming vaknar, hvort annar ritstjóri en Svanur sjálf- ur hefði samþykkt, að þessi ófull- gerða ritgerð birtist í bókinni — fyrir- greiðslan tekur að vísu á sig margvís- legar myndir og er ekki síður stund- uð innan háskóla en á öðram vett- vangi. Tímabært framtak Síðasta ritgerðin er um þróun vel- ferðarríkisins og þar greinir Stefán Ólafsson frá hugmyndunum, sem búa að baki velferðarríkinu og hvem- ig þeim hefur verið hrandið í fram- kvæmd. Hann bendir á, að menning- ararfleifð íslendinga sameinar þá þætti lífsskoðunar, sem lúta að sjálfs- bjargarviðleitni einstaklinga og fé- lagslegri samhjálp. Nýsjálendingar vora fremstir í flokki við að lögfesta ýmsa þætti, sem eru einkenni vel- ferðarríkisins. Nú era þeir komnir hvað lengst í því að tileinka sér þá stjómarhætti, sem kenndir era við frjálshyggju. Verða þeir öðram einn- ig fordæmi í því efni? Hér hefur verið farið mörgum orð- um um þetta ritgerðasafn. Efni þess snertir mörg atriði, sem setja sterkan svip á stjórnmála- og þjóðfélagsum- ræður líðandi stundar. Ber að fagna því tímabæra framtaki að sagnfræð- ingar og stjórnmálafræðingar taki höndum saman með þessum hætti. Viðfangsefnið er alls ekki tæmt. Raunar vekur furðu, að í bókinni skuli ekki vera nein ritgerð um þátt- töku íslands í alþjóðlegu samstarfí og áhrif þess á þróun íslensks þjóðfé- lags á þessum áram. Ritstjórar hefðu í sumum tilvikum mátt gera meiri kröfur og óhjákvæmilega er um nokkra endurtekningu á efnisatrið- um að ræða. Nafna- og atriðisorða- skrá hefði aukið gildi bókarinnar. í heimildaskrá er Benedikt Gröndal, fyrrverandi ráðherra og sendiherra, eignuð ritgerð eftir alnafna sinn, sem rituð var árið 1900. arnsskórnir voru úr sauðskinni, þeim sleit hann suður i Höfnum. Klœddur skinnstakki fór hann á sjó og ætlaði að verða sjómaður. Hann var látinn ganga menntaveginn og hóf læknisnám. í miðju lœknisnámi kom áfallið mikla: hann veiktist af berklum. Honum var ekki nóg að sigrast á eigin veikindum, svo margir þurftu hjálp. Hagsmunir sjúkra og öryrkja urðu honum óþrjótandi œvistarf. Kraftur, hugmyndir, fórnfýsi, bjartsýni, áræði - ótal einkunnarorð áttu við hann. Hann beitti sér víða og mótaði brautina: Styðjum sjúka til sjálfsbjargar. Drengurinn á sauðskinnsskónum varð síðar aðalhvatamaður tölvuvœdds LOTTÓS. Oddur Olafsson var gæfusamur hugsjónamaður semfékk hugsjónir sínar til að rœtast. Það var gœfa r Islendinga að eiga slíkan mann. Ævisaga afreksmanns ísafold Austurstrœti 10 Opið til 22 öll kvöld
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.