Morgunblaðið - 01.12.1993, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 01.12.1993, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 1. DESEMBER 1993 7 Kynning á debet- kortum að hefjast 87 þúsund kynning- arbréf sendút KYNNING á debetkortakerfinu fyrir almenna viðskiptavini hefst af hálfu banka, sparisjóða og kortafyrirtækjanna um næstu helgi. Þessir aðilar eru nú að ganga frá bréfi ásamt upplýsingarbæklingi sem serit verður til allra tékkareiknings- eigenda á landinu sem eru um 87 þús. talsins. Starfsmann þeirra bankastofnana sem standa að kortunum, um 3.000 talsins, verða fyrstir til að fá kortin og greiða þeir ekki ár- gjald af þeim. Áætlað er að kynningarbréfin berist til viðtakanda föstudag eða mánudag, en einnig hefjast almenn- ar auglýsingar í fjölmiðlum um helgina er miðast við að gera „við- skiptavinum grein fyrir að debet- kortin eru komin og verða ekki umflúin,“ segir Þórður Sverrisson forstöðumaður markaðsdeildar ís- landsbanka. Eftir helgi geta menn síðan sótt um kortin en nú hafa um 300 kaupmenn hafa gerst aðilar að debetkortakerfinu. Þórður segir að hinir 3.000 starfsmenn bankastofnana sem fá forskot á kortin muni ekki þurfa að greiða árgjaldið og sú síripan mála muni að öllum líkindum vera til frambúðar. „Starfsmenn banka og sparisjóða hafa fengið frí tékk- hefti hingað til eins og landsmenn vita,“ segir Þórður og kveðst telja líklegt að sami háttur verði viðhafð- ur vegna debetkorta. 90 hross fluttutan FLUGLEIÐIR fljúga í dag með um 90 hross til Svíþjóð- ar, Litháens og Þýskalands. 63 hross verða afhent í Vil- nius en fyrirtæki um hrossa- ræktarbú, tamningastöðvar, sölustöðvar og ferðamanna- þjónustu hefur verið stofnað þar í sameign Islendinga og Litháa. Stuðningur til stofnunar sam- eignarfyrirtækisins, ISASVA, sem er í meirihlutaeign íslend- inga, fékkst frá NOPEF (Nor- ræna áhættusjóðnum) sem fjár- magnaði undirbúningsstarf og aðdraganda félagsstofnunar- innar. Auk þess var leitað til Norræna fjárfestingabankans um lán úr sérstökum sjóði sem Norðurlöndin stofnuðu til að fjármagna sameiginleg verkefni Norðurlanda og Eystrasalts- þjóða. Nú eru þó taldar hverf- andi líkur á að það lán fáist. Því hefur verið leitað til aðila hér innanlands þar sem um sér- stakt viðfangsefni er að ræða. í frétt frá Félagi hrossabænda segir að það geti skipt sköpum um aukna sölu íslenskra reið- hesta til Finnlands, Svíþjóðar og austurhluta Þýskalands. Litháíski samstarfsaðilinn er búgarðurinn Krasuona í Utena- héraði, um 70 km frá Vilnius en af hálfu íslendinga stóðu Reynir Sigursteinsson, Hlíðar- bergi, A-Skaftafellssýslu, og fleiri bændur að stofnun IS- ASVA. Morgunblaðið/Þorkell Minnt á íslenskt á fullveldisdaginn SALOME Þorkelsdóttir, forseti sameinaðs Alþingis, sagði nokkur orð og félagar úr Kór Öldutúns- skóla sungu fáein lög við stutta athöfn á vegum kynningarnefndar fyrir átakið íslenskt, já takk! í Alþingishúsinu í gær. Við sama tækifæri afhentu forvígismenn þeirra heildarsamtaka sem _að átakinu standa - ASÍ, BSRB, ís- lensks landbúnaðar, Samtaka iðn- aðarins og VSÍ - þingmönnum barmmerki til að minna á íslensk- ar vörur, þjónustu og atvinnu. Með athöfninni var annars vegar árétt- að markmið átaksverkefnisins um að hvetja fólk til að velja íslenskt, hins vegar var þess minnst að í dag eru liðin 75 ár frá því íslend- ingar urðu fullvalda þjóð. Pepsi og Diet Pepsi til 1. Það er jólagjöf sem vert er að opna - og það strax. j/f'jj/eð þessu viljum við þakka frábærar viðtökur á Pepsi frá því Ölgerðin hóf framleiðslu á því, fyrr á þessu ári. Það er ljóst að íslendingar kunna vel að meta íslenskt Pepsi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.