Morgunblaðið - 01.12.1993, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 01.12.1993, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 1. DESEMBER 1993 11 Nýjar bækur ■ Ung og bálskotin — og kunn- um ekkert að passa okkur nefn- ist nýútkomin kynfræðslubók fyrir unglinga. „Þetta er alhliða fræðslu- rit samið í takt við áhuga og þarf- ir unglinganna sjálfra, en einnig hagað svo að handhæg sé til kyn- fræðslu í skólum“ stendur í kynn- ingu útgefanda. Þorsteinn Thorarensen rit- stýrði verkinu og aðlögun þess með ráðgjöf Jónu Ingibjargar Jóns- dóttur kynfræðings og ábending- um frá nemendum í unglingaskól-. um. í bókinn eru nýjar upplýsingar um kynsjúkdóma og alnæmi. Smokkur fylgir hverri bók. Útgefandi er Fjölvaútgáfan. Ung og bálskotin er 112 bls. í stóru broti með fjölda teikninga. Hún er unnin í G. Ben Prent- stofu og kostar 2.250 krónur. ■ Stormar á skeri nefnist ný bók eftir Sverrir Stormsker. í bókinni eru frumsamdir málshættir „að hætti Hússeins bornir fram á Ara- fati“. í kynningu stendur „að meist- arinn hafi tekið sig til eina kvöld- stund og aukið 1.240 nýjum máls- háttum við íslenska tungu og þann- ig slegið við og þannig farið fram úr heimstungumálunum, svo ís- lenskan er nú komin í fremstu röð.“ Útgefandi er Fjölvaútgáfan. Bókin Stormur á skeri er í stóru broti 192 bls. með fjölda teikn- inga eftir Sigurð Val Sigurðsson, titilmynd gerir Sigmund og kápumynd Helgi Sigurðsson. G. Ben Prentstofa vann bókina, sem kostar 2.250 krónur. ■ Út er komin bókin Ævi mín, sjálfsævisaga körfuboltamannsins Earvin „Magic Johnson“. í kynn- ingu útgefanda segir: Ævi mín varpar nýju ljósi á stórkostlegan körfuboltaferil Magic Johnson. Hann segir frá meistaratitli sínum með Michigan, gullaldarárunum með Lakers og síðustu afrekunum með úrvalsliðinu í All-Star kejjpn- inni og með „draumaliðinu" á Olup- íuleikunum í Barcelona. Magic seg- ir hreinskilnislega frá samheijum sínum, þjálfurum, vinum og mót- hetjum, svo sem Kareem Abdul- Jabbar, Pat Riley, Larry Bird, Michael Jordan og Isiah Thomas. Útgefandi er bókaútgáfan Hjari. Bókin er 302 bls. og kost- ar 2.490 krónur. ■ Við Urðarbrunn heitir ný skáldsaga fyrir ungt fólk eftir Vil- borgu Davíðsdóttur og er þetta fyrsta bók hennar. Sagan segir frá Korku, dóttur írskrar ambáttar, sem sættir sig ekki við líf í ánauð og berst fyrir betra lífi. í kynningu frá útgefanda segir: „í heimi heið- inna manna eru goðunum færðar blóðugar fórnir, „mjöður flóir í blót- veislum og ftjósemisguðinn er blót- aður ótæpilega". Útgefandi er Mál og menning. Bókin er 204 bls., unnin í Prent- smiðjunni Oddá hf og kostar 1.880 krónur. ■ Dýrgripir eftir Danielle Ste- el. í kynningu forlagsins segir: „Sara Whitfield er fædd í New York og alin upp þar, falleg, ung stúlka með góðar gáfur. Þegar hjónabandi hennar við bernskuvin lýkur eftir eitt ár, finnst henni það slík smán að hún dregur sig í hlé. í einu af fjölda heimboða hittir hún William hertoga af Whitfield. Hon- um tekst að vekja áhuga hennar og fær hana til að hlæja á ný.“ Útgefandi er Setberg. Skúli Jensson þýddi bókina sem er 224 blaðsíður og kostar 1.980 krón- ur. ■ Nýlega kom út bókin Fyrir austan sól og vestan mána. Anna Vilborg Gunnarsdóttir mynd- skreytti ævintýrið og endursagði þýðingu Steingríms Thorsteins- sonar. Sagan segir frá stúlku sem lætur tilleiðast og giftist hvítabirni og kemst fljótlega að því að hann er kóngssonur í álögum. Útgefandi er Mál og menning. Bókin er 32. bls. skreytt Iitmynd- um og var prentuð í Hong kong. Bókin kostar 1.390 krónur. ■ Mýsla Ieikur sér.íslenskur texti: Stefán Júlíusson. Þetta er bók um Mýslu sem leikur sér á leikvellinum. Hún rennir sér í renni- brautinni, buslar í tjörninni, rólar sér og þeysir á rugguhestinum. Setberg gefur út. Bókin kost- ar 990 krónur. ■ Út er komin ný barnabók eftir Andrés Indriðason og nefnist hún Tröll eru bestu skinn. Bækur Andrésar hafa jafnan notið vin- sælda meðal les- enda og hann hefur hlotið ýms- ar viðurkenning- ar fyrir ritstörf sín. í kynningu útgefanda segir: „Tröll eru bestu skinn er sprellfjörugt æv- intýri úr nútím- anum. Þar segir frá Sigga, sem fer með mömmu og pabba að velja jólatré fyrir jólin og kynnist þá tröllastráknum Dusa, sem er búinn að týna mömmu sinni.“ Útgefandi er Iðunn. Teikningar eftir Brian Pilkington. Hún er prentuð í Prenttækni hf. Verð hennar er 1.590 krónur. ■ Út er komin barnabók eftir Jón Hjartarson og nefnist hún Snoð- hausar. Þetta er fyrsta bók Jóns, sem löngu er orðinn landsþekktur leikari, en lætur hér til sín taka á nýju sviði. í kynningu útgefanda segir: „Snoðausar er fjörug og skemmtileg saga um allt það sem athafnasamir krakkar geta tekið sér fyrir hendur þegar sólin hækk- ar á lofti og kvöldin verða björt. í bókinni segir frá Elvari, Óla, Simba Jóni, Döllu, Matthildi, Týra og hin: um krökkunum í nýja hverfinu. í sumarbyijun létu þau snoða sig eins og körfuboltakappa og svo tóku ævintýrin við...“ Útgefandi er Iðunn. Brian Pilkington myndskreytti bókina, sem er prentuð í Prenttækni hf. Verð hennar er 1.590 krónur. ■ Beinagrindin eftir Sigrúnu Eldjárn er komin út. Hún er hefur jafnframt myndskreytt sögu sína með mörgum litmyndum. I kynn- ingu útgefanda segir: „Þessi ævin- týralega saga segir frá vinunum Birnu og Asgeiri sem stofnuðu leynifélagið Beinagrindina með systkinunum Beina og Gusu. Ekki líður á löngu þar til þau flækjast inn í æsispennandi ævintýri sem engan endi ætlar að taka - ævin- týri af því tagi sem alla krakka dreymir um.“ Útgefandi er Forlagið. Beina- grindin er 93 bls. Bókin er prent- uð í Hong Kong. Verð 1.380 krónur. I Út er komin bókin Barnanna hátíð blíð sem hefur að geyma sögur, söngva og margvíslegan fróðleik um jólin. Vilborg Dag- bjartsdóttir og Þorvaldur Krist- insson völdu efnið og bjuggu það til útgáfu, Hlín Gunnarsdóttir myndskreytti bókina. í kynningu útgefanda segir: „Aldreijyrr hefur íslenskum börnum verið boðin jafn Andrés lndriðason íbúðarmikil og litrík bók um jólin. í henni er að finna skemmtilegar og heillandi sögur eftir nokkra af okkar bestu höfundum, Guðberg Bergsson, Iðunni Steinsdóttur, Pétur Gunnarsson, Ragnheiði Jónsdóttur og Þórarin Eldjárn. Flestar þeirra eru samdar sérstak- lega fyrir þessa útgáfu. Einnig eru í bókinni sígildar erlendar jólasög- ur, fróðleiksþættir um jólin sem Þórunn Valdimarsdóttir samdi, svo og mikill fjöldi jólasálma og jólasöngva með nótum.“ Útgefandi er Forlagið. Barn- anna hátíð er 128 bls. í stóru broti. Grafít hf./Halla Helga- dóttir hannaði útlit bókarinnar sem er prentuð í Hong Kong. Verð 2.480 krónur. ■ Út er komið Stafrófskver eftir Sigrúnu Eldjárn. Þórarinn Eld- járn ljóðskreytti bókina. í kynn- ingu útgefanda segir: „Með litrík- um myndum sínum leiðir Sigrún Eldjárn yngstu lesendurna inn í undraveröld bókstafanna og Þórar- inn Eldjárn skreytir myndirnar með vísum sem ríma við stafina." Útgefandi er Forlagið. Staf- rófskver Sigrúnar Eldjárn er 32 bls. Bókin er prentuð í Hong Kong. Verð 980 krónur. ■ Út er komið barnaævintýrið um Stein Bollason. Sagan kom fyrst út á íslensku 1903, en þessa nýju útgáfu prýðir 'mikill fjöldi litmynda eftir Hauk Halldórsson myndlistar- mann. I kynningu útgefanda segir: „Sagan segir frá Steini og konu hans sem voru barnlaus þar til einn dag að Guð gaf þeim þijár óskir, og þá báðu þau um börn. Brátt voru hundrað svöng börn í kotinu svo þá hélt Steinn af stað út í heim í matarleit og lenti í ótrúlegum ævintýrum, en allt fór vel að lokum eins og sæmir í góðum ævintýrum." Útgefandi er Forlagið. Steinn Bollason er 32 bls. Bókin er prentuð í Hong Kong og kostar 980 krónur. ----♦ ♦ ♦ Nýlistasafnið Saatana Perkele Upprisa holdsins Til 5. desember stendur yfir sýning í Nýlistasafninu við Vatns- stíg 3b sem ber yfirskriftina Saat- ana Perkele. Alþjóðlegur hópur einstaklinga úr fjöltæknideild MHÍ hefur að undanförnu verið með til- raunastarfsemi með eigin líkama og sett saman verk úr hlutum og umhverfi. Um helgar eru framdir gjörningar en virka daga geta sýn- ingargestir m.a. skoðað myndbönd og hlustað á ósýnileg hljóðverk. Dagskráin um helgar hefst klukkan 14, báða dagana með ýrrisum uppákomum en safnið er opið frá 14-18 alla daga. Nýjar bækur Yá! Ástir og átök í unglingaheimi ÚT ER komin unglingaskáld- sagan Vá!, en þau Ingibjörg Einarsdóttir, 15 ára og Þor- steinn Eggertsson unnu að bók- inni í sameiningu. í kynningu útgefanda segir: „Jökull og Smári eru á margan hátt. ósköp venjulegir strákar í 10. bekk þó þeir séu svolítið sérstakir. En þeir flækjast inn í óvenjulegt mál þegar þeir óveðurskvöld eitt bregða sér inn á almenningssal- erni. Samhliða því að reyna að greiða úr óskiljanlegum flækjum í hinu dularfulla máli lenda þeir í ýmsum ógöngum í ástarmálum sínum þar sem sambönd rofna og endurnýjast og ung hjörtu bresta og titra. Persónur bókarinnar og tungumál þeirra er sótt í heim unglinganna og atburðarásin er hlaðin lífi og fjöri.“ Útgefandi er Almenna bók- afélagið. Bókin er prentuð hjá Odda hf. og er um 200 blaðsíð- ur. Vá! kostar 1.790 krónur. Kammersveit Reykjavíkur „Jólatónleikar44 ágeisladiski í TILEFNI 20 ára starfsafmælis Kammersveitar Reykjavíkur hefur Kammersveitin gefið út á geisladisk sem ber heitið „Jólatónleik- ar“. Barokktónlistin hefur frá upphafi skipað háan sess hjá Kamm- ersveitinni og hafa jólatónleikar hennar í desember ár hvert verið helgaðir verkum meistara barokktímabilsins. Fjölmargir hljóðfæra- leikarar hafa þar fengið tækifæri til að koma fram sem einleikar- ar, sumir í fyrsta sinn og hafa jólatónleikar Kammersveitarinnar unnið sér sess í hugum margra sem fastur liður í undirbúningi jólanna. Á geisladisknum eru verk sem voru á jólatónleikum Kammer- sveitarinnar 1992. Einleikarar eru Eiríkur Örn Pálsson trompetleik- ari, Rut Ingólfsdóttir fiðluleikari, Bijánn Ingason fagottleikari og Hólmfríður Þóroddsdóttir óbóleik- ari. Verkin sem þau leika eru eftir Fasch, Albinoni og Vivaldi en á geisladisknum er einnig leikinn „Jólakonsertinn“ eftir Corelli. Nýtt heiti Framkvæmdadeildar Xnnkaupastofnunar ríkisins Framkvæmdadeild Innkaupastofnunar ríkisins fer meö yfirstjórn verklegrar framkvæmdar skv. lögum nr. 63 / 1970 um opinberar framkvæmdir. Nafni Framkvæmdadeildar hefur verið breytt og heitir hún nú Framkvæmdasýslan. Breytingin er gerð til samræmis við nýja tíma og vegna breyttra áherslna hvað varðar starfsemi stofnunarinnar. Aukin áhersla er nú lögð á undirbúning framkvæmda, útboðum beitt við val hönnunar - og framkvæmdaaðila auk þess að lokaskil framkvæmda verða undantekningalaust innt af hendi. Því er nafni stofnunarinnar breytt í hentugra og þjálla orð. FRAMKVÆMDASÝSIAN Framh'cemdadeild Innkaupastofnunar ríkisins Borgartúni 7 - 105 Reykjavík Kt.: 510391- 2259 Sínti: 91 - 623 666 Bréfasími: 91 - 623 747
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.