Morgunblaðið - 01.12.1993, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 01.12.1993, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 1. DESEMBER 1993 21 Morgunblaðið/Þorkell í hvíld á 330 metra dýpi GANGAGERÐ er erfið vinna og hér hvíla þeir Þorsteinn Árnason og Pétur Oddsson lúin bein á Hard Rock Café á gatnamótum gang- anna. Þau eru á um 330 m dýpi. 450 metrar eftir BJÖRN bendir á að 450 metrar séu eftir í gegnum Botnsheiði. Forseti ASI segir lækkun VSK á mat- væli skila varanlegustum árangri Stjórnvöld ekki líkleg til að hækka matarskattinn aftur BENEDIKT Davíðsson forseti Alþýðusambands íslands segir, að þótt lækkun virðisaukaskatts á matvæli sé ef til vill ekki besta að- ferðin til tekjujöfnunar sé hún líklegust til að skila launafólki varan- legustum árangri því stjórnvöld séu ekki líkleg til að hækka þennan skatt á nýjan leik. Þau aðildarfélög Bandalags starfsmanna ríkis og bæja, sem gert. hafa kjarasamninga við ríkið að undanförnu, hafa lýst sig reiðubúin til að endurskoða grundvöll kjara- samninganna þannig að í stað lækk- unar virðisaukaskatts á matvæli komi aðrar ráðstafanir sem tryggi betur hag launafólks. Þá hefur Morgunblaðið birt upplýsingar úr gögnum sem unnin voru í stjórnar- ráðinu og sýna að aðrar aðferðir, svo sem beinar fjölskyldubætur eða lækkun á almenna virðisaukaskatt- þrepinu, komi tekjulægri fjölskyld- um betur en lækkun matarskattsins. Kjarasamningar Alþýðusambands Islands í vor byggðust meðal annars á því loforði stjórnvalda að virðis- aukaskattur á matvæli yrði lækkað- ur um næstu áramót. Þegar Bene- dikt Davíðsson var spurður hvort hann teldi koma til greina að endur- skoða þetta atriði sagðist hann ekki hafa heyrt neinar ábendingar í þá veru af hálfu ábyrgra aðila. „Ég hef séð mikið skrifað um þetta núna en ummæli þeirra BSRB-manna eru aðeins afturgöngur frá því í vor, nánast sömu ummæli og þeir við- höfðu þá. Þessar upplýsingar frá fjármálaráðuneytinu eru heldur ekki nýjar af nálinni. Það var mjög vel farið yfir þessi mál í vor, og þetta var þá metið sem besti kosturinn af þeim sem í boði voru fyrir okkar fólk. Það var svo farið aftur yfir málið í vetur, þegar metið var hvort tilefni væri til að segja upp samning- unum, og enn var niðurstaðan sú sama. Það þarf þá eitthvað nýtt að koma til ef fara á að skoða málið aftur,“ sagði Benedikt. Aðrar leiðir gáfust misjafnlega Benedikt sagðist aðspurður geta tekið undir þær ábendingar, að lækkun matarskattsins væri ekki besta leiðin til tekjujöfnunar. „En þetta var sú leið sem við mátum í vor líklegasta til að skila varanleg- ustum árangri. Aðrar leiðir sem hafa verið reyndar, til dæmis breytingar á barnabótum eða vaxtabótum og tilfærsla á skattleysismörkum, hafa þótt gefast misjafnlega vegna þess að stjórnvöld eru fljót að grípa til ráðstafana sem fela í sér breytingar á þeim. Hins vegar mátum við það svo, að ef lækkun á matarskattinum næði fram að ganga væru ekki mikl- ar líkur til að stjórnvöld færu að hræra í því aftur eftir fáa mánuði. Auk þess töldum við, að með þessum hætti næðum við best til okkar allra tekjulægstu hópa sem eru langt fyr- ir neðan skattleysismörk og við hefð- um því ekki náð til með hækkun skattleysismarka,11 sagði Benedikt. Hann sagði einnig, að sjálfsagt væri það rétt að lægra virðisauka- skattþrep á matvæli kallaði á meiri vinnu við skatteftirlit og innheimtu. „En ég held að hvort sem þessi breyting verður eða ekki, þurfi í raun að sinna þessum málum betur en gert hefur verið hingað til. Sam- kvæmt upplýsingum frá fjármála- ráðuneytinu þá erum við aðeins hálf- drættingar í mannafla á við til dæm- is Dani hvað þetta eftirlit varðar," sagði Benedikt. Forvigismaður bardagakeppm seg- ir ekki um hnefaleika að ræða Ekkí verður keppt aftur í yngri flokkum KEPPNIN í bardagalistum sem er í skoðun hjá lögreglunni í Reykja- vík er ekki hnefaleikar, segir Guðni Guðnason, eigandi æfingarstöðv- arinnar Colob sem stóð fyrir keppninni. Skýrsla var tekin af Guðna í gær hjá lögreglunni í Reykjavík. Hann segir muninn á iþróttunum vera þann, að í hnefaleikum sé alltaf slegið af fullum krafti í höfuð andstæðings til að berja hann niður, en greinar þær sem kenndar eru hjá Colob byggist á sk. léttsnertingu þar sem högg eru látin stöðvast á líkamanum. Guðni segir að innan Colob hafi verið ákveð- ið að halda ekki aftur samskonar keppni í bardagalistum fyrir yngri aldursflokka. Guðni segir að keppendur hafi verið á aldrinum 12-13 ára og þeir hafi ekki orðið fyrir neinum meiðslum, utan þess að einn þátt- takanda fékk blóðnasir og kepp- andi sem kastað hafi upp eftir högg í magann hafi verið veikur fyrir af kveisu. Engin tengsl við júdó- og karatesambönd Hann segir að þeir hanskar sem notaðir voru í keppninni séu al- gengir í bardagaíþróttum erlendis, og séu þeir gerðir fyrir áðurnefnda léttsnertingu. Þeir séu bæði mýkri og minni en hnefaleikahanskar og sérgerðir fyrir högg sem eiga að stoppa. Sumir hanskanna sem notaðir voru séu einnig þannig búnir að hægt er að opna greipina og kasta með þeim. Guðni kveðst fagna rannsókn lögreglunnar. „Leiði hún í ljós að við höfum gert eitthvað rangt munum við að sjálfsögðu beygja okkur undir íslensk lög. En við getum ekki séð ástæðu til að banna þetta,“ segir Guðni. Júdósamband Islands og Kar- atesamband íslands sendu í gær frá sér yfirlýsingar þar sem segir að Guðni Guðnason tengist hvor- ugu sambandinu og hafi ekki hlot- ið gráður í íþróttunum á þeirra vegum. Samböndin telja einnig það sem sýnt hafi verið frá keppni Colob opinberlega eiga lítið skylt við kennsluhætti félaga innan sambandanna. Máser bómullarpeysur Margir litir. Dömu- og herrastærðir. Verð m/rúllukraga kr. 3.150 Verð m/rúllukraga og rennilás kr. 3.520 Útsölustaðir Versl. Rafsjá, Bolungarvík Sporthlaðan, ísafirði Siglósport, Siglufirði Skíðaþj. Viðars, Akureyri Versl. Sún, Neskaupstað K-sport, Keflavik 5% staðgreiðsluafsláttur, | einnig af póstkröfum greiddum innan 7 daga. mmúTiLíFmm OLÆSIBÆ. SÍMI 812922 3M Tannfylliefni MARGT SMATT GERIR EITT STÓRT! • v;; mcð |)inni hjálp i
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.