Morgunblaðið - 01.12.1993, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 01.12.1993, Blaðsíða 48
ITTTl I II IIIIIIIC Einingastœröir: 40, 50, 60, 80 og lOOcm. BÆJARHRAUNt S, HAFNARFIRÐI, SlMI 651499 STUTTUK AFGREIÐSLUTÍMI GÓÐ GREIÐSLUKJÖR ';í;MOÍtÖÍMéLAÖIÐ MlÖVlkllÖKÖÖK í!,ÖÉáÉMÖEÍÍi,í993 félk í fréttum Antonov AN-2 með merkjum Aeroflot komin með vetursetu við flug- minjasafnið á Hnjóti, vík- ingaskipið frá þjóðhátíð- inni 1974 sést í baksýn. Egill Ólafsson bóndi af- hendir Reshetov sendi- herra Rússa Vestfjarða- bók Hjálmars R. Bárðar- sonar sem þakklætisvott fyrir aðstoð hans við kaupin á flugvélinni. FLUG Antonov kominn á leiðarenda Júríj Reshetov, sendiherra Rúss- lands, bauð Agli Ólafssyni bónda og safnverði á Hnjóti í Örlygshöfn og hjálparhellum hans til móttöku í tilefni þess að geng- ið var frá kaupum Egils á An- tonov AN-2 flugvél til varðveislu á flugminjasafni hans. Antonov tvíþekjunni hefur nú verið komið fyrir á Hnjóti. Þar verður hún til sýnis, ásamt öðrum safngripum. Egill sagði að sér þætti mikill fengur í þessari vél. „Flugsaga okkar er hluti af flug- sögu heimsins og íslendingar hafa alla tíð staðið framarlega í flug- málum. Við vorum til dæmis fyrst- ir til að stofna félag um flugrekst- ur,“ sagði Egill. Hann sagði að mótoramir í Anotonv-vélunum hefðu verið tæknibylting í flugi og hernaði á sínum tíma. Hægt væri að tengja fjórar vélbyssur við þá og skjóta af öllum í einu á milli skrúfublaðanna. Egill sagðist ekki hafa getað ráðist í kaup og varðveislu flug- vélarinnar nema með hjálp góðra manna. Nefndi hann þar Pétur Einarsson fyrrverandi flugmála- stjóra, Harald Snæhólm flug- mann, Sigurð Helgason forstjóra Flugleiða, Sverri Hermannsson bankastjóra Landsbankans og Matthías A. Mathiesen fyrrver- andi alþingismann. Morgunblaðið/Frosti Ragnar Lár slær golfkúlu að mynd sem hann málaði á vegg í golfæf- ingastöðinni Golfheimi. GOLF Slegið í átt að afmælisgj öfinni Haldið var upp á tveggja ára afmæli Golfheima, æfinga- stöðvar fyrir kylfínga fyrir skömmu. Eigendur stöðvarinnar fengu þó fyrstu afmælisgjöfina viku fyrr þegar myndlistarmaður- inn Ragnar Lár málaði stórt mál- verk á einn vegginn í húsnæði stöðvarinnar í Skeifunni. Verkið er um fímm metrar á hæð og sex metrar á breidd og er ekki eingöngu gestum til augnayndis heldur gegnir einnig því hlutverki að vera skotmark fyrir kylfínga. Skjóta þeir í net sem strengt er fyrir framan mynd- ina. Arnar Már Ólafsson og Martin Knipe áttu hugmyndina Hugmyndin að þessari sér- stæðu golfholu kom frá Arnari Má Ólafssyni golfkennara úr Keili sem ásamt Martin Knipe kennara úr Golfklúbbi Garðabæjar er með aðstöðu í æfíngastöðinni. „Holan á sér ekki fyrirmynd frá neinum golfvelli en miðað við hlut- föllin á myndinni er hér um að ræða holu mitt á milli par þijú og par fjögur," sagði Ragnar Lár, sem er einn fastagesta Golfheims. Verkið tók tvo dagparta Ragnar, sem byijaði ekki að leika golf fyrr en á fímmtugsaldri en er með nítján í forgjöf, sagðist hafa gert eins og Erró og aðrir stórmálarar þegar hann bjó verkið til; haft aðstoðarmenn, en eigend- ur staðarins, Jóhann F. Valgarðs- son og Sævar Egilsson, hjálpuðu við að mála og tók verkið tvo dagparta, að sögn Ragnars. Nokkrar breytingar hafa verið gerðar á æfíngastöðinni að undan- fömu. Stöðin býður nú upp á að- stöðu fyrir stutt innáskot auk fjöl- margra bása til að æfa sveifluna. Þá er á staðnum átján holu pútt- völlur og golfhermir. Þeir kylfíng- ar sem áhuga hafa á erlendum golfmótum geta líka litið við, en hægt er að fylgjast með gervi- hnattastöðvunum Sky Sport og Eurosport. Happdrætti bókaútgefenda DREGIÐ hefur verið fyrsta sinni í happdrætti Bókaútgef- enda, en á baksíðu íslenskra bókaatíðinda er happdrættis- númer. Númer dagsins, sem kom upp er 09954 og getur hinn heppni vitjað vinnings síns, bókaúttektar að andvirði 10 þúsund krónur, í næstu bókabúð.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.