Morgunblaðið - 01.12.1993, Page 48

Morgunblaðið - 01.12.1993, Page 48
ITTTl I II IIIIIIIC Einingastœröir: 40, 50, 60, 80 og lOOcm. BÆJARHRAUNt S, HAFNARFIRÐI, SlMI 651499 STUTTUK AFGREIÐSLUTÍMI GÓÐ GREIÐSLUKJÖR ';í;MOÍtÖÍMéLAÖIÐ MlÖVlkllÖKÖÖK í!,ÖÉáÉMÖEÍÍi,í993 félk í fréttum Antonov AN-2 með merkjum Aeroflot komin með vetursetu við flug- minjasafnið á Hnjóti, vík- ingaskipið frá þjóðhátíð- inni 1974 sést í baksýn. Egill Ólafsson bóndi af- hendir Reshetov sendi- herra Rússa Vestfjarða- bók Hjálmars R. Bárðar- sonar sem þakklætisvott fyrir aðstoð hans við kaupin á flugvélinni. FLUG Antonov kominn á leiðarenda Júríj Reshetov, sendiherra Rúss- lands, bauð Agli Ólafssyni bónda og safnverði á Hnjóti í Örlygshöfn og hjálparhellum hans til móttöku í tilefni þess að geng- ið var frá kaupum Egils á An- tonov AN-2 flugvél til varðveislu á flugminjasafni hans. Antonov tvíþekjunni hefur nú verið komið fyrir á Hnjóti. Þar verður hún til sýnis, ásamt öðrum safngripum. Egill sagði að sér þætti mikill fengur í þessari vél. „Flugsaga okkar er hluti af flug- sögu heimsins og íslendingar hafa alla tíð staðið framarlega í flug- málum. Við vorum til dæmis fyrst- ir til að stofna félag um flugrekst- ur,“ sagði Egill. Hann sagði að mótoramir í Anotonv-vélunum hefðu verið tæknibylting í flugi og hernaði á sínum tíma. Hægt væri að tengja fjórar vélbyssur við þá og skjóta af öllum í einu á milli skrúfublaðanna. Egill sagðist ekki hafa getað ráðist í kaup og varðveislu flug- vélarinnar nema með hjálp góðra manna. Nefndi hann þar Pétur Einarsson fyrrverandi flugmála- stjóra, Harald Snæhólm flug- mann, Sigurð Helgason forstjóra Flugleiða, Sverri Hermannsson bankastjóra Landsbankans og Matthías A. Mathiesen fyrrver- andi alþingismann. Morgunblaðið/Frosti Ragnar Lár slær golfkúlu að mynd sem hann málaði á vegg í golfæf- ingastöðinni Golfheimi. GOLF Slegið í átt að afmælisgj öfinni Haldið var upp á tveggja ára afmæli Golfheima, æfinga- stöðvar fyrir kylfínga fyrir skömmu. Eigendur stöðvarinnar fengu þó fyrstu afmælisgjöfina viku fyrr þegar myndlistarmaður- inn Ragnar Lár málaði stórt mál- verk á einn vegginn í húsnæði stöðvarinnar í Skeifunni. Verkið er um fímm metrar á hæð og sex metrar á breidd og er ekki eingöngu gestum til augnayndis heldur gegnir einnig því hlutverki að vera skotmark fyrir kylfínga. Skjóta þeir í net sem strengt er fyrir framan mynd- ina. Arnar Már Ólafsson og Martin Knipe áttu hugmyndina Hugmyndin að þessari sér- stæðu golfholu kom frá Arnari Má Ólafssyni golfkennara úr Keili sem ásamt Martin Knipe kennara úr Golfklúbbi Garðabæjar er með aðstöðu í æfíngastöðinni. „Holan á sér ekki fyrirmynd frá neinum golfvelli en miðað við hlut- föllin á myndinni er hér um að ræða holu mitt á milli par þijú og par fjögur," sagði Ragnar Lár, sem er einn fastagesta Golfheims. Verkið tók tvo dagparta Ragnar, sem byijaði ekki að leika golf fyrr en á fímmtugsaldri en er með nítján í forgjöf, sagðist hafa gert eins og Erró og aðrir stórmálarar þegar hann bjó verkið til; haft aðstoðarmenn, en eigend- ur staðarins, Jóhann F. Valgarðs- son og Sævar Egilsson, hjálpuðu við að mála og tók verkið tvo dagparta, að sögn Ragnars. Nokkrar breytingar hafa verið gerðar á æfíngastöðinni að undan- fömu. Stöðin býður nú upp á að- stöðu fyrir stutt innáskot auk fjöl- margra bása til að æfa sveifluna. Þá er á staðnum átján holu pútt- völlur og golfhermir. Þeir kylfíng- ar sem áhuga hafa á erlendum golfmótum geta líka litið við, en hægt er að fylgjast með gervi- hnattastöðvunum Sky Sport og Eurosport. Happdrætti bókaútgefenda DREGIÐ hefur verið fyrsta sinni í happdrætti Bókaútgef- enda, en á baksíðu íslenskra bókaatíðinda er happdrættis- númer. Númer dagsins, sem kom upp er 09954 og getur hinn heppni vitjað vinnings síns, bókaúttektar að andvirði 10 þúsund krónur, í næstu bókabúð.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.