Morgunblaðið - 01.12.1993, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 01.12.1993, Blaðsíða 40
40 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 1. DESEMBER 1993 Metsölublað á hverjum degi! húsanna. í fimmta lagi væri í sögu- legum og hugmyndafræðilegum skilningi ótvíræður kostur að hafa hlið við hlið tvö minnismerki um stórhug. Gamla húsið væri áfram helsta minnismerki landsins um drauma aldamótakynslóðarinnar um landbúnað og vélvæðingu. Nýja húsið yrði minnismerki um stórbrot- ið listamannseðli nútíma stjórn- málamanna á Islandi. Og þar sem tvö hús nokkurn veginn eins væru á nær sama staðnum þyrfti að að- greina þau með mismunandi nöfn- um; gamla húsið héldi auðvitað áfram sínu upprunalaga nafni en nýja húsið fengi nýtt nafn með til- liti til nýs notagildis t.d. „Erró- björg“ (sbr. Hnitbjörg). Eins gæfist hér, ef í það færi, gott tækifæri til að efna til samkeppni meðal al- mennings um nafn á þetta nýja hús. í sjötta lagi myndu Korpúlfs- staðir og „Erróbjörg“ sem stæðu hlið við hlið vekja mun meiri at- hygli, umtal og forvitni en eitt hús sem auk þess væri á vafasömum aldri (því samkvæmt núverandi hugmynd á að reisa nýtt hús en á gömlum merg) og kannski næðist jafnframt um leið eitt af megin markmiðum verkefnisins: Heimsat- hygli! I áttunda lagi væri augljóst að í sjónrænum skilningi væru tvö hús helmingi tilkomumeiri en eitt, auk þess sem frumleikinn og dirfsk- an sem fælist í framkvæmd þessar- ar hugmyndar hefði svo hvetjandi áhrif jafnt á skapandi listamenn sem listunnendur, að auðvelt myndi reynast að fylla bæði húsin af ólg- andi listalífi. Eins mætti sjá fyrir sér að þegar gamla húsið byrjar smám saman að sligast og hrynja samkvæmt eðli gamalla mannvirkja yrði það sjálft að stórbrotnum „pict- uresque“-skúlptúr þrungnum ang- urværum fortíðaranda. Og hefur hér fátt eitt verið talið af kostum ofangreindrar lausnar enda köstum við nú boltanum til Korpúlfsstaða- nefndar og borgarstjórnar. Þegar listamannseðli stjómmála- manna og annarra leitar útrásar, þá er ekki við öðru að búast en þeir vinni verk sín með beinni skír- skotun til listamannanna, sérfræð- inganna í meðhöndlun og beitingu þessa eðlis. Höfundar eru myndlistarmenn. NÝLEGA héldu þessir hraustu krakkar á Hólmavik hlutaveltu til styrktar björgunarsveit SVFÍ á staðnum og söfnuðu 4.900 krónum. Á myndinni eru Smári, Þórunn, Sara, Ásdís, Valdís, Árný, Hildur María, Skúli, Guðný, Ósk og Guðmundína. Endurbyggjum „Korpúlfsstaði“! Korpúlfsstaðir þá er það þeim mun mikilvægara að listamenn standi saman og hjálpi hver öðrum. Lausnin fundin Til að flýta fyrir því að þetta menningarævintýri verði sem fyrst að veruleika viljum við deila með nefndarmönnum og almenningi hugmynd sem hvorki viðkomandi nefndarmenn né ráðgjafar virðast hafa komið auga á. Þegar borgaryf- irvöld sögðu loksins frá því opinber- lega, að nú hefði verið ákveðið að jafna gamla bæinn hans Thors Jensens við jörðu til þess að auð- veldara yrði að varðveita hann, þótti okkur sem enn fallegri og skynsamlegri lausn blasti við, lausn sem einnig hefur þann mikilvæga kost að vera líkleg til að geta á skömmum tíma leitt til samstöðu og jafnvel almennrar ánægju með þetta viðkvæma mál: Einfaldlega að láta Korpúlfsstaðabæinn standa óhreyfðan í sinni núverandi mynd, en reisa annað nýtt hús nákvæm- lega eins við hliðina á því gamla. Ótvíræðir kostir Ef farið yrði eftir þessari tillögu, sem við sannarlega vonum og mælum þar vafalaust fyrir munn flestra listamanna í landinu, yrði eftir Hannes Lárusson ogKristinn E. Hrafnsson Listamenn standi saman Talsmenn einnar af nefndum borgarstjómarmeirihlutans hafa nú svo oft lýst því yfir opinberlega að þeir ætli að reisa a.m.k. 7.400 fer- metra og 1.500 miljóna listamiðstöð að landsmenn er farið að gruna að hér sé í rauninni alvara á ferðum. Þess vegna sagði við okkur maður á dögunum að hann hefði áður haldið að loftkastala af þessari stærð áræddu engir að byggja sér "nema unglingar og listamenn. Við bentum honum þá á að sýnilega væri listamannseðlið í hávegum haft, jafnt í Korpúlfsstaðanefnd sem og menningarmálanefnd Reykjavíkurborgar, og svo virtist sem mest mark væri tekið á þeim í þessum nefndum sem mestur þættist listamaðurinn. En ákafinn sem oft hleypur í listamennina þeg- ar þeir sökkva sér ofan í stórvirkin á það til að valda óútskýranlegum meinlokum svo þeim yfirsést stund- um einföldustu og snjöllustu lausn- imar í útfærslu þeirra. Þegar jafn margbrotið verk er í deiglunni og af henni um margt ótvíræður ávinn- ingur auk þess sem hún sýnist upp- fylla öll skilyðri fyrri ráðagerða. í fyrsta lagi sparaðist hér það fjármagn, líklega ekki minna en 200 milljónir, sem það kostaði að rífa og fjarlægja gömlu húsin. í öðru lagi mætti nýta gamla húsið áfram sem geymsluhúsnæði og/eða undir tilfallandi starfsemi svo sem hingað til. Að auki tryggði aldur hússins því sögulegt gildi sem nýtt hús á sama grunni hefði ekki. í þriðja lagi væri afar hentugt við byggingu nýja „Korpúlfsstaðahússins" að hafa það gamla á staðnum til fyrir- myndar. Hér myndi vafalaust spar- ast umtalsverðar upphæðir í vinnu arkitekta og annarra hönnuða því það hefur augljósa ókosti að reisa eftirmynd húss eingöngu eftir ljós- myndum, mælingum og minni fram yfir það að hafa fyrirmyndina sjálfa til hliðsjónar. í fjórða lagi væri afar lærdómsríkt að hafa bæði húsin hlið við hlið því þá gætu gestir virt fyrir sér tvær megin stefnur í húsa- friðun: Þá að láta gömlu húsin standa og gera við þau, og hina að reisa ný frá grunni. Einnig væri þessi samanburður lærdómsríkur út frá þróun byggingaraðferða enda yrðu um 70 ár á milli byggingartíma Kristinn E. Hrafnsson Hannes Lárusson „Láta Korpúlfsstaðabæinn standa óhreyfðan í sinni núverandi mynd, en reisa annað nýtt hús nákvæmlega eins við hliðina á því gamla.“ Jólahlaðborð í hádeginu og á kvöldin alla daga fram til 22. desember SJAVARRETTIR Kryddsíld með lauk og eggi* Marinemð síld með lauk • Karrýsíld með grænmeti • Reyksoðinn fiskur með graslaukssósu • Sjávarréttasalat • Graflax • Reyktur lax Grásleppuhrogn • Sardínur • og fleira KJOTRETTIR Hangikjöt • Reykt grísakjöt • Lambasteik - Kalkúnn Lifrarkæfa og paté • Pottréttir með gæsa- anda- eða hreindýrakjöti • Reyksoðinn lundi og svartfugl • Ofnsteikt gæsabringa • Litlar kjötbollur • Tartalettur • og fleira EFriRRETTIR Jólasmákökur • Amerísk ávaxtakaka • Ris a la mandel • o.fl Verð í hádeginu kr. 1.500 en kr. 2.100 á kvöldin. Vinsamlegapantið tímanlega • sími 22321, fax 627573 Jólaheimur Hótel Loftleiða erfyrirþig og alla fjölskylduna Jólasöngvar og lifandi tónlist hljóma alla daga og skapa hina réttu jólastemningu. Jólaheimur út affyrir sig i ' Matargestir eru sjálfkrafa þátttakendur í feröahappadrætti
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.