Morgunblaðið - 01.12.1993, Blaðsíða 60

Morgunblaðið - 01.12.1993, Blaðsíða 60
Gæfan fylgi þér í umferðinni SlÓVÁgpALMENNAR RAFRÆNT REIÐUFE SlMÍ 691100, SÍMBRÉF 691(81, 'pÓSTHóLfYoÍÖ'/ AKUREYRI: HAFNARSTRÆTI 85 MIÐVIKUDAGUR 1. DESEMBER 1993 VERÐ I LAUSASOLU 125 KR. MEÐ VSK. * Onýt pera Morgunblaðið/RAX ALDREI er mikilvægara en í dimmasta skammdeginu að götulýsing sé í góðu lagi og hvergi sjáist ónýt pera. Til þess er að sögn Aðal- steins Guðjohnsen, rafmagnsstjóra, haft reglulegt eftirlit með allri lýsingu og oft skipt um perur í ljósastaurum í heilu götunum í einu. Hver ljósapera endist að jafnaði í um 2 ár og eru ljósastaurar á svæði Rafmagnsveitu Reykjavíkur um 26.000. Sjálfvirk stýring sér um að kveikja og slökkva á staurunum eftir birtuskilyrðum. Utsöluverð á fituminni mjólkurafurðum hækkar í dag- Smjör lækk- ar um 28% ÚTSÖLUVERÐ á mjólkurvörum breytist í dag. Verð á fitulitlum og próteinríkum vörum lækkar en verð á fitumeiri vörum hækkar. Þannig hækkar verð á undanrennu um 38%, skyri um 23% og fituminni osti um 9% en smjörverð lækkar um 28%. Nýmjólkurlítrinn lækkar um eina krónu en Fjörmjólk hækkar um 2 krónur. Fimmmannanefnd, sem ákveður verður á búvörum í heildsölu, ákvað breytingar á útsöluverði mjólkurvara í kjölfar breytingar á verðlagningu mjólkur til bænda, þar som meira er greitt út á próteininnihald framleiðsl- unnar en minna út á fitu. 75% af verði afurðastöðva til bænda verður í framtíðinni miðað við prótein í mjólkinni og 25% miðað við fitu. Fitan safnast fyrir Vilhelm Andersen, skrifstofustjóri Mjólkursamsölunnar í Reykjavík, seg- ir að nauðsynlegt hafi verið að breyta verðlagningunni vegna þess að birgð- ir af fítu séu orðnar vandamál. Hann segir að nú sé verið að færa verð til bænda og neytenda nær því sem tíðkast í nágrannalönd- unum og einnig nær því sem fram- boð og eftirspurn á íslenskum mark- aði kalli eftir. Gert sé ráð fyrir að heildartekjur mjólkuriðnaðarins verði óbreyttar. Vilhelm segir að gert sé ráð fyrir samdrætti í sölu þeirra afurða sem nú hækki verulega í verði og því taki mjólkuriðnaðurinn á sig nokkra áhættu með þessum tilfærslun, en þær hafi verið taldar nauðsynlegar. ff Vv - % Verð- ■ breytingar feÉÉtí jL á mjólkur- ffiul afurðum m jp V E R Ð I Ð % var kr. er nú breyt. Undanrenna, 11 45 62 +37,8 Skyr, 1 kg 120 148 +23,3 Ostur 17%, 1 kg 592 647 +9,3 Fjörmjólk, 11 66 68 +3,0 Nýmjólk, 11 66 65 -1,5 Léttmjólk, 11 66 65 -1,5 Rjómi, V4I 136 134 -1,5 Ostur26%, 1kg 709 696 -1,8 Smjör, 1 kg 532 382 -28,2 Starfsfólk Landakots vann biðlaunamálið SEX konur, fyrrum starfsmenn St. Jósepsspítala á Landakoti, fengu í gær viðurkennda með dómi Héraðsdóms Reykjavíkur kröfu sína til biðlauna í 6 mánuði frá því að uppsagnir þeirra tóku gildi þann 1. maí 1992. Þær fjár- hæðir sem sjúkrahúsið var dæmt til að greiða hverri konu voru á bilinu 77-482 þúsund krónur. Fyr- irhugað er að kveða upp dóma í málum tveggja kvenna til viðbótar í dag í Héraðsdómi Reykjavíkur. Konurnar voru félagsmenn í Starfsmannafélagi ríkisstofnana og gegndu ýmsum störfum, svo sem skrifstofustörfum og starfi læknarit- ara eða ræstingastjóra. Landakot er sjálfseignarstofnun en konumar töldu sig eiga rétt til biðlauna eins og um starfsmenn ríkisins væri að ræða þar sem SFR var tilgreint sem stéttarfélag þeirra í ráðningarsamn- ingi og réttindi starfsmannanna skil- greind með tilvísun til kjarasamninga þess félags. í niðurstöðum dómsins þar sem fallist var á allar kröfur þeirra kem- ur fram að SFR og stjóm St. Jós- epsspítala hafi gert samning í maí 1987 þar sem samið hafi verið um að réttindi og skyidur félagsmanna SFR í starfi hjá sjúkrahúsinu skuli vera hliðstæð þeim sem kveðið sé á um í lögum um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins en þar er ríkis- starfsmönnum tryggð biðlaun séu störf þeirra lögð niður án þess að þeim bjóðist annað sambærilegt starf eins og dómarinn taldi við eiga í þessu tilviki. Kvikmynd Stal- lones tekin að hluta hér á landi ALLAR líkur eru á því að hluti næstu stórmyndar sem kvikmynda- leikarinn Sylvester Stallone leikur í verði tekinn hér á landi á næsta ári, en um er að ræða spennumynd sem byggð er á teikni- myndasögunni Judge Dread sem gerist í framtíðinni. Leikstjóri myndarinnar verður breski leikstjórinn Danny Cannon sem leik- stýrði The Young Americans sem nú er sýnd í Háskólabíói. Tök- ur á kvikmyndinni fara að mestu leyti fram í Englandi, en kvik- myndagerðarmennirnir áætla að tökur hér á landi standi yfir í 2-3 vikur næsta haust. Að sögn Sigurjóns Sighvats- sonar hjá Propaganda Films í Los Angeles var Danny Cannon ásamt fleirum staddur hér á landi í síðustu viku að kanna aðstæður fýrir tökur myndarinnar, en þeir eru væntanlegir til landsins á nýjan leik um áramótin. Áætlað- ur kostnaður við gerð myndar- innar er, að sögn Sigurjóns, 50 millj. dollarar, en framleiðandi myndarinnar er sá sami og fram- leiddi mynd Olivers Stone, Wall Street, með Michael Douglas í aðalhlutverki. Augu kvikmynda- gerðarmannanna beinast fyrst og fremst að Landmannalaugum og Sprengisandi, en gert er ráð fyrir að um 150 manna hópur komi hingað til að vinna að gerð myndarinnar, og er talið full- víst að Sylvest- er Stallone verði í þeim hópi. Einnig víkingamynd Fleiri erlend- staiione ir kvikmynda- gerðarmenn hyggja á tökur hér á næsta ári, en bandaríski leikstjórinn Mich- ael Chapman hyggst gera hér víkingamynd á vegum New Line Cinema. Hann var staddur hér á landi fyrir skömmu á vegum Sig- uijóns Sighvatssonar til að kanna aðstæður. 13 manns hafa setið í varðhaldi vegna rannsóknar á máli fíkniefnahrings Framsals krafist yfir Islend- ingi með sænskan borgararétt ÍSLENDINGUR með sænskan ríkisborgararétt er í gæsluvarð- haldi í Stokkhólmi þar sem til umfjöllunar er krafa íslenskra yfir- valda um að maðurinn verði framseldur hingað til lands vegna rannsóknar á starfsemi umfangsmikils fíkniefnahrings, sem talinn er hafa flutt inn a.m.k. hátt á annan tug kílóa af hassi og 3 kg af amfetamíni á árunum 1992 og 1993. Maðurinn er grunaður um aðild að innflutningi fíkniefnanna í málinu en þau voru jafnan keypt í Ámsterdam og send flugleiðis til landsins þaðan eða frá Lúxemborg. Gæsluvarðhald yfir meintum höfuðpaur þessa máls var framlengt til 27. desember í Héraðsdómi í fyrradag. Hann hefur verið í gæsluvarðhaldi frá 1. september og mun sitja einn í haldi eftir að einum vitorðsmanninum verður sleppt úr haldi í dag. Alls hafa gæsluvarðhaldsúrskurðir yfir 13 aðilum verið upp kveðnir hér á landi vegna rannsóknarinnar. Fíkniefnalögreglan varðist í gær frétta af rannsókn málsins og því hve mikið magn og hversu margar smyglferðir væru komnar upp á yfirborðið en fyrrgreindar tölur um á annan tug kílóa af hassi og 3 kg af amfetamíni komu fram í Morgunblaðinu í septem- ber, fljótlega eftir handtöku meints höfuðpaurs fíkniefna- hringsins í september og fjögurra af þeim „burðardýrum“ sem hann er talinn hafa notað í viðskiptum sínum. Niðurstöður rannsóknar máls- ins bíða samkvæmt upplýsingum Morgunblaðsins m.a. úrslita fram- salsmálsins. Meðal þeirra þrettán sem setið hafa í gæsluvarðhaldi hér á landi vegna rannsóknarinnar er annar íslendingur búsettur í Svíþjóð. Sá hafði íslenskan ríkis- borgararétt og gekk því greiðlega að fá hann framseldan. Hæstiréttur felldi í upphafi vik- unnar úr gildi gæsluvarðhaldsúr- skurð yfír konu sem Héraðsdómur hafði gert að sitja í viku varðhaldi vegna rannsóknarinnar. í dag verður látinn laus maður sem set- ið hefur inni í 10 daga vegna rann- sóknarinnar og situr þá einn eftir hér á landi meintur höfuðpaur málsins sem er 38 ára gamall maður. Rannsókn máls þessa hófst þann 25. júlí síðastliðinn þegar tveir menn, voru handteknir á Keflavík- urflugvelli með um 3 kg af hassi og 1 kg af amfetamíni í fórum sín- um.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.