Morgunblaðið - 01.12.1993, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 01.12.1993, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 1. DESEMBER 1993 35 um það að velja, hvort þeir vilji slíta sambandinu við Dani nú þegar eða semja um það. „Ef þessi samningur ... verður samþykktur þá verður það gert fyrst og fremst vegna þess, að þjóðin vill ekki segja skilið við Danmörku að svo stöddu, þykist ekki við því búin.“ Og skýring Vísis er þá sú, að þjóðin þykist ekki hafa nógu góða stjórnendur í i'nnanlandsmálum, hvað þá ef utanríkismálunum verði bætt við. Muni því flestir una því, að Danir fari með utanríkismál vor um sinn. Aðalgallann telur Vísir verajafn- réttisákvæðin, en kostirnir séu svo yfirgnæfandi, að ekki geti komið til mála að hafna samningnum, jafnvel þó að vér yrðum að gefa eftir um svo mikilsvert atriði sem þegnajafn- réttið. „Þegar tveir aðilar semja, er þess ekki að vænta, að annar fái allar sínar fyllstu kröfur uppfylltar, og þá sízt sá veikari. En í þessum samningum verður ekki sagt, að hlutur hins veikari hafi verið fyrir borð borinn, heldur hefur verið hald- ið fast og drengilega um allar að- alkröfur vorar, og má vel muna þeim mönnum það, sem fremstir stóðu í þessum samningum af vorri hálfu.“ Nefnir blaðið þár sérstaklega til undimefndarmennina Einar Amórs- son og Bjama frá Vogi. Fjórða Norðurlandaríkið En bregðum okkur nú snöggvast til Danmerkur. Þar eru samninga- mennirnir farsællega heim komnir, og árangurinn af starfí þeirra vekur geysilega athygli. Berlingske Tid- ende gefa út aukablað með frum- varpinu kvöldið 26. júlí og birta auk þess langa og vingjarnlega grein um starf samninganefndanna. Stjórnarblaðið Politiken segir daginn eftir, að einn höfuðkostur frumvarpsins sé skýrleikinn, svo að það leysi glöggt úr öllum vafaatrið- um, sem undanfarið hafi valdið óánægju og flokkadráttum. Þá leggur blaðið mikið upp úr því, að Danmörk einmitt nú viðurkenni kröfur tímans um sjálfsákvörðunar- rétt þjóðanna. Blaðið er sérstaklega ánægt með 6. grein, þar sem hald- ið sé við kröfu Dana um þegnajafn- réttið, og 16. grein, sem bendi fram á við til víðtækari samvinnu Norð- urlanda. Sárt hafi verið, er Finnland ijarlægðist, en nú standi vonir til, að ísland fái skipað sæti sem fjórða ríki á Norðurlöndúm í góðri og ein- lægri samvinnu við hin ríkin. Social-Demokraten flytur Zahle- ráðuneytinu heillaóskir sínar um þessi málalok. Tekur jafnframt skýrt fram, að fulltrúi Vinstri manna, J. C. Christensen, hafi án tillits til flokkssjónarmiða lagt dijúga og dugmikla hönd á plóginn til að binda enda á það verk, er mistókst stjórn hans 1908, þótt ekki væri það honum að kenna. Jörundur Brynjólfsson segir, að ekki hafi verið auðvelt að mynda stjórn, þegar Jón Magnússon tókst það á hendur svo óflokksbundnir sem margir þingmenn voru. „En þegar andstæðingar hans héldu, að þeir væru búnir að ná frá honum einum þingmanni', var hann búinn að ná tveimur frá þeim.“ Lýkur svo þessu yfirliti og að- eins ástæða að bæta því við, að íslendingar búa enn og vonandi ávallt að störfum, ættjarðarást og frelsishugsjón þeirra manna sem hér hafa komið við sögu - sjálf- stæði íslands er sá bautasteinn sem þeir reistu sér. Okkur, sem nú lifum, hefur greint á um leiðir til að viðhalda því. Líf þeirra og barátta sýnir að frjálsum mönnum er ekki ætlað að hafa allir eina skoðun. En störf þeirra, sem komu fullveldi íslands í höfn, vísa veg- inn. Vonaridi á sá fáni, sem er tákn þess íslands, sem þeir óskuðu sér, eftir að blakta um ókomna framtíð yfir fijálsri þjóð og frjálsu landi, með æ sterkari bakhjarl efnahags og menningarlegs sjálf- stæðis. Þá hafa verk þeirra ekki verið unnin fyrir gýg. Og raunar er okkur og þeim, sem eftir koma, ekki annað hlutverk ætlað en standa vörð um þann veruleik, sem óx úr draumsýn þeirra og hugsjón. jólamynstri E “ 39(]/ni Forræðismál Sophiu Hansen í Tyrklandi Handtökuskipun á hendur Halini A1 HANDTÖKUSKIPUN var gefin út á hendur Halim Al, fyrrum eigin- manni Sophiu Hansen, eftir að hann kom ekki til réttarhalda vegna brota sinna á umgengnisrétti Sophiu i Istanbúl á mánudagsmorgun. Ekki höfðu borist fréttir um hvort til hans hefði náðst í gærdag. Hins vegar sagði Sophia í samtali við Morgunblaðið í fyrrakvöld að allar líkur væru á að hann hefði verið í Istanbúl á sunnudag. Mannréttinda- dómstóllinn í Strassborg ætlar að taka til meðferðar kæru á hendur tyrkneskum yfirvöldum vegna umgengnisréttarbrotanna og slæmrar meðferðar á dætrum Sophiu. hafa unnið betur og verið meir á verði en hinn hægláti forsætisráð- herra íslands, og sennilega hefur hann oft talað við dönsku nefndar- mennina og sannfært þá um, að þeir yrðu að ganga að mestu leyti að kröfum íslendinga, ef samningar ættu að takast.“ „Ég álít, að hann hafi verið einn lagnasti samninga- og stjórnmála- maður á sínum tíma, hann var vit- maður, góðgjarn og réttsýnn. Það var ekki litið á hann sem neinn skörung, hann var mjög varfærinn maður og stundum borið á brýn, að hann væri óákveðinn í skoðun- um, en ég hygg það orð hafí kom- izt á vegna varfærni hans og samvizkusemi. En á úrslitastundum var hann ákveðinn og einarður for- ingi. Þótt hann væri ekki mælsku- maður, tel ég, að -enginn þingmaður hafi verið beinskeyttari en hann, ef á þurfti að halda. Ekki var gott að hrekja röksemdir hans, enda þótt hann væri ekki skörulegur ræðumaður.““ í bókarlok segir höfundurinn, Gísli Jónsson: „Alla tíð síðan 1918 hefur fyrsti desember vakað í vitund þjóðarinn- ar sem dagur frelsis og hátíðar. Ekki hvað sízt hafa stúdentar helg- að sig deginum og sér daginn, og hann hefur orðið þeim og þjóðinni allri brýning um að gæta fengins frelsis. Svo efldi og fullveldisviður- kenningin með landsmönnum sjálfstraust, bjartsýni og framtak og bjó þá undir frekari sókn í sjálf- stæðismálum sínum. Þó miklum áfanga væri náð með sambandslög- unum, voru ærnir meinbaugir þeirra frá íslenzku sjónarmiði, ef mælt er við fyllsta sjálfstæði þjóðar. Margir Danir munu hafa vonað, að íslendingar myndu una óbreyttu sambandinu við þá um langa fram- tíð. Þær vonir hafa þó verið blandn- ar óttanum við, að sambandslögin yrðu aðeins áfangi á leið íslendinga til fulls skilnaðar, enda í lögunum fóigin þau ákvæði, er greiddu leið- ina til lýðveldis á Islandi. „Mannréttindadómstóllinn hefur staðfest að hann ætli annars vegar að taka til meðferðar kæru vegna aðgerðarleysis tyrkneskra stjórn- valda á framgangsmáta umgengnis- réttarins, að þau hafí ekki látið hann fram ganga, og hins vegar kæru vegna meðferðar á börnum. Stúlk- urnar hafa sjálfar sagt frá þessu en tyrknesk stjórnvöld hafa ekkert gert,“ sagði Sigurður Pétur Harðar- son stuðningsmaður Sophiu. Hann sagði að dómstóllinn hefði óskað eft- ir því að greinargerð tyrkneskra stjórnvalda vegna málsins bærist innan eins mánaðar. Eftir að það yrði málinu flýtt eins og kostur yrði. Halim A1 mætti ekki á fund dóm- ara og saksóknara í Istanbúl þegar dæma átti í 24 brotum hans gegn umgengnisrétti Sophiu á mánudags- morgun. Allt að sex mánaða fangels- isvist er við hveiju þessara brota og hægt er að dæma fólki í allt að eins mánaða fangelsi fyrir að vanvirða réttinn með því að mæta ekki til réttarhalda. Gefin var út handtöku- skipun á hendur Halim í kjölfar fjar- vistar hans í réttinum í dag. Eiginkona Halims barnshafandi Ekki hafði frést hvort til Halims hefði náðst í gærdag. Hins vegar sagði Sophia að allar líkur væru til þess að til hans myndi nást. Hann hefði verið í Istanbúl á sunnudag og færi tæpast langt frá fyrirtæki sínu um þessar mundir. Þar að auki væri eiginkona hans barnshafandi og myndi væntaniega verða léttari fyrir áramót. Hún sagðist afar ánægð með að Mannréttindadómstólinn í Strassborg ætlaði að taka fyrir kærur á hendur tyrkneskum stjómvöldum. Trúlega hefði það líka haft áhrif á að tyrk- neska ríkissjónvarpið sýndi nú máli hennar áhuga. Talsmenn stöðvarinn- ar höfðu áður gefið út yfirlýsingu um að hún fjallað ekki um einkamál. Erindi um sorg FJÖLSKYLDAN í sorg á jóla- föstunni er efni erindis, sem Gunnlaugur Stefánsson prest- ur og alþingismaður flytur hjá Nýrri dögun annað kvöld. Fundur Nýrrar dögunar verð- ur í safnaðarheimili Grensás- kirkju og hefst klukkan 20 ann- að kvöid, fimmtudagskvöld. Skeifunni 13 Auðbrekku 3 Reykjavík Kópavogi Noröurtanga 3 Akureyri Reykjarvíkurvegi 72 Hafnarfiröi Samningur þessi ætti að verða ófriðarþjóðunum fyrirmynd, þegar að friðarsamningum komi. í langri grein, sem Borgbjerg skrifar undir nafni, segir hann það opinbert leyndarmál, að Alexander Foss hafi barið það í gegn, að íhaldsmenn áttu engan fulltrúa í samninganefndinni, þvert ofan í vilja Johans Knudsens og fleiri for- ystumanna þeirra. Hánn telur, að dönsku fulltrúarn- ir hafi notið öfiugrar aðstoðar ís- lenzkra Jafnaðarmanna, sem hafi haldið því fram, að það væri fjarri nútíðarkröfum verkalýðsins, að hreint konungssamband væri það eina, sem knýta ætti þjóðirnar sam- an, svo sem stækir þjóðræknismenn héldu fram. Nei, það, sem mestu varðaði frá sjónarmiði verkamanna, væri þjóðasamband og þá m. a. sameiginlegur ríkisborgararéttur. íslenzkir verkamenn vildu fá kosn- ingarétt í Danmörku og aðgang að félagslegum gæðum til jafns við danska verkamenn, og sama gilti um danska verkamenn á íslandi. Takmarkið væri að færa út kvíarn- ar, ekki þrengja þær samkvæmt einkunnarorðunum ísland fyrir ís- lendinga. Um sjóðina sagði hann, að það gæti orðið eitt af verkefnum þeirra að veita fé til að ljósmynda skjöl og bækur í Árnasafni og stúdentum við Háskóla íslands þannig gefinn kostur á að ganga rakleitt að þeim. Friðsamleg sambúð Dagens Nyheder segir það aug- ljóst, að íslendingar hafi haft ein- lægan vilja á að ná samkomulagi, og beri að fagna því, að frumvarpið hafi í sér fólgna möguleika á auk- inni samvinnu landanna og meira samræmi í löggjöf. Munurinn sé ekki mikill frá 1908, og leggi dönsku samningamennirnir áherzlu á, að íslendingar hafi samþykkt þegnajafnréttið, og ætti því Dönum að vera óhætt að staðfesta samn- ingana. I svipaðan streng tekur Hoved- staden, þó að viðurkennt sé, að ýmis atriði samninganna séu öðru- vísi en blaðið hefði kosið. Kristeligt Dagblad hyggur, að ganga megi að því vísu, að samn- ingurinn muni ekki standa lengur en til ársloka 1940, því að margt geti enn gefið efni og átyllu til nýs ágreinings. En geti Island og Dan- mörk lifað saman, þó ekki sé nema 22 ár, nokkurn veginn friðsamlega, þá sé svo mikið unnið, að Danir megi ekki leggjast á móti samning- unum... Dómur Þorsteins M. Látum nú Þorstein M. Jónsson dæma. Hann var aldrei flokksbróðir Jóns Magnússonar og löngum and- stæðingur hans í stjórnmálum. „Á bak við tjöldin mun enginn Vikublaðið Ihuga út- gáfu 3-4 sinn- um í viku FLOKKSSTARFSNEFND sem starfaði á landsfundi Alþýðu- bandalagsins um helgina telur að stefna beri að áframhaldandi út- gáfu Vikublaðsins en felur fram- kvæmdastjórn flokksins jafnframt að íhuga mögnleika á að gefa út blað 3-4 sinnum í viku. Fram kom í áliti nefndarinnar á landsfundinum að efla þurfi fjár- hagsstöðu Vikublaðsins og að ein- ungis helmingur skráðra flokks- manna kaupi blaðið. Unnur Krist- jánsdóttir, fráfarandi gjaldkeri, sagði á landfundinum að blaðið stæði í raun undir sér en ef fjárhagsstaða þess yrði bætt um 5-10 millj. kr. Að dómi flokksstarfsnefndar er ekki grundvöllur til þátttöku flokks- ins í Mótvægi hf. sem gefur út Tím- ann nema aðstandendur félagsins geti sýnt fram á að þar geti orðið fyrir hendi traustur og starfhæfur meirihluti en lýsir þó Alþýðubanda- lagið enn jákvætt í garð slíkrar til- raunar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.