Morgunblaðið - 01.12.1993, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 01.12.1993, Blaðsíða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 1. DESEMBER 1993 Þjóðleikhúsinu Listdanskóli íslands verður með sérstaka hátíðarsýningn í Þjóðleik- húsinu miðvikudaginn 1. desember kl. 20, til fjáröflunar fyrir skólann. í fréttatilkynningu Listdansskól- ans segir, að auk Qölmargra atriða með nemendum skólans og dönsur- um íslenska dansflokksins verði sérstakir gestir sýningarinnar Mar- ía Gísladóttir listdansstjóri, sem dansar tvídans úr Svanavatninu ásamt Eldar Valiev, söngvararnir Bergþór Pálsson og Egill Ólafsson ásamt píanóleikaranum Jónasi Þóri. Kennarar skólans, Ingibjörg Björnsdóttir, Auður Bjarnadóttir, Nanna Ólafsdóttir og Ólöf Ingólfs- dóttir, hafa samið dansatriði og æft dansa fyrir nemendur, meðal ann- ars úr Hnotubrjótnum. Þess má geta að tónlistin við verk Nönnu Olafsdóttur, Intermesso, er flutt af Olgu Braginu píanóleikara. Alan Howard ballettmeistari hefur samið syrpu af dönsum við söngleikjatón- list sem er dönsuð af nemendum Listdanskólans og nokkrum dönsur- um úr íslenska dansflokknum. Þá hafa dansararnir Lára Stefánsdótt- ir, Hany Hadaya og David Green- all samið sérstaklega fyrir sýning- una, verk Davids, „Útskúfun", verður flutt af Ríkarði Þórhallssyni trommuleikara og Unu Svein- bjamadóttur fiðluleikara. Auk ofan- taldra dansara íslenska dansflokks- ins taka þátt í sýningunni þau Birg- itte Heide, Þóra Guðjohnsen, Lilia Valieva, Paola Villanova, Janine Noelle Bryan, Mauro Tambone, Andrew Mitchell, Jóhann Björg- vinsson, Katrín Ingvadóttir og Guð- mundur Helgason, þau sýna meðal annars atriði úr Don Kíkóta og „Who Cares?“. Sýningarstjóri verður Jóhanna Norðfjörð og ljósahönnun verður í höndum Páls Ragnarssonar. Nýjar bækur Einar Pálsson ritar um þríhyrninginn fræga Ný bók eftir Einar Pálsson, fyrsta bókin sem hann ritar og frumsemur á ensku, er komin út. Bókin nefnist The Sacred Triangle of Pagan Iceland. Fjall- ar hún um tengsl íslenskrar menningar í öndverðu við forn- menningu Grikkja, Steinaldar- menningu Bretlandseyja, rætur í Egyptalandi og hin miklu fræði sem kennd voru við spekinginn Pýþagóras. Einar Pálsson hefur unnið lengi að rannsóknum á táknmáli fornald- ar og miðalda. I þessari bók rann- sakar hann eitt tiltekið meginatriði hinna fomu lærdóma, þríhyrninginn fræga sem kenndur er við Pýþagó- ras. í kynningu útgefanda segir: „Ameríski goðfræðingurinn Jos- eph Campbel! lýsti því yfir í and- legri „erfðaskrá“ sinni sem birt var 1992, að Einar Pálsson hefði sann- að tengsl hins heiðna íslenzka sam- félags og pýþagórskrar speki. Séu flestar eldri áslyktanir um „germ- önsk“ trúarbrögð því úreltar." Útgefandi er Mímir. Mynd- Einar Pálsson skreytingar eru eftir Robert Guillemette. Bókin er 176 blað- síður prentuð í Odda. Hún kostar 2.666 krónur. Nýjar bækur ■ Litlu ævintýrabækurnar ís- lenskur texti: Stefán Júlíusson. Þetta em sex litprentaðar ævintýra- bækur - eitt ævintýri í hverri bók með sígildum ævintýmm. Ævintýr- in eru Gosi, Ljóti andarunginn, Rauðhetta, Jói og baunagrasið, Öskubuska og Einfætti tindátinn. Setberg gefur út. Bókin er 27 blaðsíður og kosta 399 kr. hver bók. 9 Margt að sjá og skoða íslensk- ur texti: Stefán Júlíusson. Harð- spjaldabók. Börn hafa gaman af að skoða myndir af dýmm. í þessari bók em þau í fylgd með Lilla bangsa og Mörtu mús og kynnast mörgu utan dyra og innan. Á hverri blaðsíðu eru margar litmyndir. Setberg gefur út. Bókin kostar 490 krónur. ■ Fimm óþekkar mýs - Fimm svangar mýs harðspjaldabækur fyrir yngstu lesenduma. Islenskur texti: Stefán Júliusson. „Þegar fimm óþekkar mýslur finna körfu fulla af óhreinum þvotti og þegar fimm svangar mýslur komast inn í eldhús fulit af góðgæti, verða til skemmtileg ævintýri" segir í kynn- ingu útgefanda. Setberg gefur út. Verð 490 krónur hvor bók. ■ Söng og píanóbók barnanna. Árni Elfar útsetti og valdi lögin. í þessari bók em tólf þekkt lög sem allir geta spilað og sungið. Bókin er með hljómborði sem hægt er að leika á. Lögin eru þessi: Máninn hátt á himni skín, Nú er sum- ar..., Litlu andarungarnir, Fyrr var oft í koti kátt, Heims um ból, Göngum göngum, Kibba Kibba, komið þið greyin, Allir krakkar..., Nú er frost á Fróni, Meistari Jakob, Frjálst er í fjalla- sal og Hann Tumi fer á fætur. Setberg gefur út. Bókin kostar 1.250 krónur. ■ Kata kanina og refurinn - kata kanína og úlfurinn. Islenskur texti: Stefán Júlíusson. Margar sögur em til af Kötu kanínu og viðureign hennar við refínn og úlf- inn. „Þeir eru alltaf að reyna að ná henni og gera úr henni góðan mat. En kanína sér alltaf við rebba og úlfinum," segir í kynningu útgef- anda. Setberg gefur út. Bókin kostar 490 krónur. ■ Út eru komnar íjórar nýjar bæk- ur í flokki svonefndra mánaðarbóka. Áður eru komnar út bækur fyrir janúar, febrúar, mars og apríl og nú bætast við Skógarfylgsnið fyrir maí, Galdranornin fyrir júní, Báts- ferðin fyrir júlí og Á ströndinni fyrir ágúst. Söguhetjurnar eru Erla og Kobbi'sem em perluvinir og lenda stöðugt í óvæntum hversdagsævin- týmm. Bækurnar em skreyttar lit- myndum á hverri síðu og letur valið fyrir byijendur í lestri. Útgefandi er Mál og menning. Bækurnar eru hver um sig 24 síður. Verð hverrar bókar er 495 krónur. ■ Einn og tveir inn komu þeir er gömul íslensk þula sem flest ís- lensk böm lærðu á ámm áður. Nú er komin út bók með myndskreyt- ingum eftir Þóru Sigurðardóttur. Þulan hjálpar bömum að læra að telja. Útgefandi er Mál og menning. Bókin er 20 bls. og kostar 1.290 krónur. B Út era komnar þrjár nýjar bæk- ur um Andra og Eddu og þar með kynntur nýr bókaflokkur eftir norska verðlaunarithöfunda, þá Thor Áge Bringsværd og Anne Holt. Andri og Edda em 4 ára og em bæði að byija í leikskóla. Andri hlakkar mikið til að bytja í leikskól- anum, en er líka kvíðinn. Fyrsta daginn í leikskólanum kynnist hann Eddu, sem er líka nýbyijuð. Bókin er skreytt fjölda litmynda. Bækurnar um Andra og Eddu hafa hlotið mikið lof gagnrýnenda í þeim löndum sem þær hafa komið út. Bækur fyrir börn á aldrinum 2-5 ára. Útgefandi er Almenna bókafé- lagið. Bækurnar eru um 32 síður hver og kosta 690 krónur. Gils Guðmundsson Nýjar bækur Oddur Ólafsson Gils skrifar um ævi Odds á Reykjalundi ÚT ER komin bókin Þegar hugsjónir rætast - ævi Odds á Reykja- lundi. I bókinni, sem er rituð af Gils Guðmundssyni ritstjóra, er rakin ævi Odds Ólafssonar, sagt frá æskii hans og uppvexti námsár- anna, baráttu við berklasjúkdóminn og síðast en ekki síst frá starfi hans á Reykjalundi, við SÍBS og I bókinni er rætt við ýmsa sam- ferðamenn hans. Bókin er skreytt myndum sem margar hveijar hafa ekki birst áður. í kynningu útgefanda segir: „Oddur Ólafsson var Suðurnesja- maður. Forfeður hans vom at- kvæðamiklir útvegsbændur og afla- sælir sjóvíkingar. Ungur ætlaði hann að feta í fótspor þeirra og gerast formaður, örlögin ætluðu honum annað hlutverk. Hann gekk Öryrkjabandalag íslands. menntaveginn, en í miðju læknis- námi veiktist hann af berklum og komst í návígi við „hvíta dauðann". Lífíð sigraði, Oddur varð læknir og gerðist brátt forystumaður í hópi þeirra sem ólu í bijósti sér þá hug- sjón að styðja sjúka til sjálfsbjarg- ar.“ Útgefandi er ísafold. Bókin er unnin hjá ísafoldarprentsmiðju hf. og kostar 3.490 krónur. Frá sýningu Halaleikhópsins á Rómeó og Ingibjörgu, H Halaleikhópurinn hefur að undanförnu sýnt leikritið „Rómeó og Ingibjörg“ eftir Þorstein Guð- mundsson í Sjálfsbjargarhúsinu, þar sem hann hefur fengið inni og innréttað leikhús. Halaleikhópurinn var stofnaður í sept. 1992 og er þetta annað leikritið sem leikhópur- inn setur á svið. Markmið leikhóps- Burtfar- arprófs- tónleikar GUÐRÚN Jóhanna Jónsdóttir sópransöngkona heldur tónleika í Hafnarborg í Hafnarfirði fimmtudaginn 2. desember nk. kl. 20.30, og eru tónleikamir síð- asti hluti burtfararprófs hennar í einsöng frá Söngskólanum i Reykjavík. Á efnisskránni eru sönglög og aríur eftir Haydn, Mozart, Hugo Wolf, Richard Strauss, Joaquin Rodrigo, Karl O. Runólfsson og Jón Ásgeirsson. Undirleikari verður Ólafur Vign- ir Albertsson. Guðrún Jóhanna er fædd og upp- alin í Reykjavík og lauk stúdents- prófi frá Menntaskólanum í Hamra- hlíð 1986. Hún hóf píanónám 10 ára gömul og lauk píanókennara- prófi vorið 1992 frá Tónskóla Sigur- sveins D. Kristinssonar. Aðalkenn- arar hennar þar voru Guðríður St. ins er að fatlaðir og ófatlaðir geti stundað leiklist. Síðasta sýning verður sunnudaginn 5. des, en sýningartímar eru sem hér segir: Miðvikudag 1. des. kl. 20.30. Laugardag 4. des. kl. 16.00. Sunnudag 5. des. kl. 16.00. Guðrún Jóhanna Jónsdóttir Sigurðardóttir og Brynja Guttorms- dóttir. Guðrún hóf nám við Söngskólann í Reykjavík 1983, hjá Katrínu Sig- urðardóttur, en frá hausti 1985 hefur Dóra Reyndal verið aðalkenn- ari hennar, og auk þess hefur hún notið leiðsagnar píanóleikaranna Kolbrúnar Sæmundsdóttur og Ólafs Vignis Albertssonar. 'C ( í £ ■ 9 \í I i k í í I i t I
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.