Morgunblaðið - 01.12.1993, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 01.12.1993, Blaðsíða 46
46 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 1. DESEMBER 1993 Minning Jón Þorgilsson fv. sveitarstj. á Hellu Fæddur 31. mars 1931 Dáinn 29. desember 1991 Af öllum þeim aragrúa manna sem fyrir augu ber á lífsleiðinni eru það nokkrir einstaklingar sem eins og standa uppúr mannhafinu. Það er sama hvar þeir fara, að alls stað- ar er eftir þeim tekið. Einn slíkra manna var Jón Þorgilsson. Hann var líka þeirrar gerðar að um hans skoðanir hlaut að standa nokkur styr. Menn skiptust í afskaplega afgerandi fylkingar varðandi af- stöðu sína til hans. Annað hvort voru menn andstæðingar hans eða eindregnir stuðningsmenn og þessi afstaða manna til Jóns fór hvergi nærri alfarið eftir því hvort menn höfðu sömu stjómmálaskoðanir og hann eða ekki. Ævistarf Jóns tengdist stjórnun, stjórnmálum og félagsmálum. Frá bamsaldri starfaði hann fyrir Sjálf- stæðisflokkinn, flest hans aðal- áhugamál tengdust stjómmálum og þar var hann brennandi í andanum. Þótt Jón sæti aðeins um eitt skeið sem varamaður á Alþingi var hann svo á kafí í þessum málum að ég vil réttilega nefna hann stjórnmála- mann. Á vettvangi stjórnmálanna vann hann sína sigra og beið einnig ósigra. Þessar minningar mínar um hann em því fyrst og fremst ágrip af pólitískri sögu hans. Jón ólst upp hjá foreldrum sínum að Ægissíðu í Djúpárhreppi. Þau voru Kristín Filippusdóttir norð- lensk kjarnorkukona og Þorgils Jónsson atorkusamur búhöldur. Faðir Þorgils, Jón Guðmundsson, var þar bóndi og mikill fræðimað- ur. Eftir hann liggur nokkurra binda ættfræðihandrit á Lands- bókasafninu. Tveir bræður Jóns gamia vom ágætir fræðimenn, þeir Skúli á Keldum og Vigfús í Engey. Þeir vom í beinan karllegg af Bjarna Halldórssyni ættföður Vík- ingslækjarættarinnar. Móðir Þor- gils var af Reynifellsættinni. Á Ægissíðu bjó einnig Torfí, föður- bróðir Jóns Þorgilssonar. Hann var víðfróður maður um lönd og sögu af lestri bóka einna. Það fyrst fréttu ókunnugir af Jóni Þorgilssyni að hann átti það stundum til að fylgja Torfa hvert fótmál og láta spurn- ingamar dynja á honum. Þess er ekki getið að Torfí þyrfti að svara spömu spumingunni í tvígang. Að bamaskólanámi loknu hóf Jón nám í Héraðsskólanum á Laugarvatni. Þar tók hann landspróf vorið 1949. í stað þess að fara til frekara náms er það eitthvað sem hefur togað Jón austur í átthagana. Sama ár og hann útskrifaðist frá Laugar- vatni ræðst hann sem starfsmaður Kf. Þórs á Hellu og starfar til árs- ins 1963. Þá gerðist hann fulltrúi skattstjóra Suðurlandsumdæmis og ennfremur framkvæmdastjóri Tré- smiðjunnar Rangár hf. Þegar Jón réðst að Kf. Þór var þar kaupfélags- stjóri Ingólfur Jónsson alþingismað- ur. Jón var þá löngu orðinn gall- harður sjálfstæðisflokksmaður og mjög pólitískur eins og títt er með ungt fólk sem á annað borð gengur ákveðinni stjórnmálastefnu á hönd. Pólitískar skoðanir Jóns_ mótuðust í uppeldinu í föðurgarði. Á uppvaxt- arámm Jóns hafði Ægissíða verið í þjóðbraut og það hefur ekki dreg- ið úr pólitískum áhuga hans að þar á heimilinu var þjóðmálaumræða oft í gangi. Þar voru og haldnir pólitískir framboðsfundir vegna al- þingiskosninga og ungur var hann þegar hann laumaðist fyrst inn á slíkan fund. Löngu fyrir tvítugt er Jón farinn að starfa af fullum krafti í pólitík- inni í Rangárvallasýslu sem þá var eitt kjördæmi. Ungur sat hann í stjóm Fjölnis, félags ungra sjálf- stæðismanna (lengi sem formaður), í stjóm Sjálfstæðisfélagsins og í stjóm fulltrúaráðs sjálfstæðisfélag- anna í Rangárvallasýslu og formað- ur þar um árabil. Hann var fulltrúi á landsfundum flokks síns. Formað- ur kjördæmisráðs sjálfstæðisfélag- anna í Suðurlandskjördæmi var hann 1966-68 og 1977-78. í mið- stjórn Sjálfstæðisflokksins 1977-78 og sat lengi í flokksráði. Hann var í stjórn Jarðefnaiðnaðar hf. og um skeið formaður Samtaka sveitarfélaga í Suðurlandskjör- dæmi. Frá 1978 skipaði hann jafnan sæti á framboðslista sjálfstæðis- manna til alþingiskosninga. Á þessum árum mun Jón hafa þekkt eða vitað deili á fólki af flest- öllum heimilum í Rangárvallasýslu. Á áratugunum 1950-1970 litu margir á það sem sjálfsagðan hlut að Jón færi inn á Alþingi þegar Ingólfur Jónsson drægi sig í hlé, enda hafði samstarf þeirra alla tíð verið náið og gott. Oft mun Jón hafa ráðfært sig við Ingólf, en hitt vita færri að Ingólfur leitaði til Jóns þegar honum þótti mikið við liggja í pólitískum átökum heima í héraði. Kosið var til alþingis vorið 1978. Áður hafði Ingólfur Jónsson til- kynnt flokksmönnum sínum að hann hygðist ekki fara í framboð á ný. Sjálfstæðismenn í Rangárvalla- sýslu boðuðu til prófkjörs til úr- skurðar um það hveijir skyldu skipa sæti Rangæinga á framboðslista flokksins í Suðurlandskjördæmi. Auk Jóns buðu þrír aðrir sig fram. Þeirri skoðun var komið á framfæri að þessar kosningar væru einvígi milli Jóns og Eggerts Haukdal og að menn gerðu atkvæði sitt ónýtt með því að kjósa annanhvorn hinna tveggja. (Gamalt kosningaáróðurs- bragð.) Úrslit urðu þau að fylgi við Eggert varð laundrýgra en margir bjuggust við og vann hann prófkjör- ið með fáeinum tugum atkvæða fram yfír Jón. Ingólfur studdi Jón í orði en ekki í verki. Hefði hann beitt sér til stuðnings Jóni hefðu úrslitin vafalaust orðið önnur. Ekki virtist afstaða Jóns til Ingólfs fölna við það, en sumum stuðningsmönn- um Jóns þótti Ingólfur launa Jóni slælega áratuga þjónustu. Svo virð- ist sem Ingólfur hafí verið orðinn pólitískt þreyttur þegar hér var komið sögu (?) (Kannski segir það eitthvað um réttláta niðurstöðu prófkjöra almennt að sá maðurinn sem fékk fæst atkvæðin í prófkjöri þessu er göfugmenni sem flestum öðrum mönnum væri hæfari til að takast á við þau erfíðu úrlausnar- efni sem nú er reynt að ráða fram- úr á Alþingi. Þetta er ekki sagt til að kasta rýrð á þá sem nú sitja þar.) Hafí þessi prófkjörsúrslit valdið Jóni einhverjum vonbrigðum, þá urðu menn ekki varir neinna sár- inda hjá honum vegna úrslitanna, enda sagði hann einhveiju sinni: „Þess vegna eru menn saman í pólitísku félagi, að þeir vilja vinna að framgangi sameiginlegra póli- tískra markmiða. Til að velja menn til trúnaðarstarfa, þ.e. á framboðs- lista, er eðlilegast að hafa prófkjör. Og ef menn ætla að starfa áfram í sama flokksfélaginu, hljóta þeir sem verða undir í slíku prófkjöri, að styðja þann sem vinnur prófkjör- ið.“ Um þetta leyti (1978) verða nokkur pólitísk þáttaskil í lífsstarfi Jóns, því að þetta ár gerist hann sveitarstjóri Rangárvallahrepps. Hann hafði áður setið í hreppsnefnd 1961-1974, þar af síðast sem odd- viti í tvö kjörtímabil. Mér er næst að halda að nú hafí Jón lagt hug- myndir um þingmennsku endanlega á hilluna og í sveitarstjórastólnum undi hann sér afskaplega vel. í því starfí hafði hann aðstöðu til að hafa veruleg áhrif á framvindu stórra og smárra mála. Á sveitar- stjóratímabili Jóns var unnið að ýmsum stórframkvæmdum: Sund- laug var byggð og tekin í notkun, Erfidrykkjiir Glæsileg kaífi- lilaðborð fídlegir síilir og injög gpð j)joniista. lipplýsingar í síniai 2322 FLUGLEIÐIR IÉTIL LtmilIII ennfremur dagheimili fyrir börn. Þá var steypt upp hjúkrunarálma við Lund — dvalarheimili aldraðra — í samvinnu við önnur sveitarfélög læknishéraðsins. Þá setti það mik- inn svip á þorpið — til fegrunar — að lokið var við að leggja bundið slitlag á allar götur íbúðarhverf- anna. Ein síðasta framkvæmda- ákvörðunin sem tekin var í stjórn- artíð Jóns var viðbygging grunn- skólans á Hellu. Sú nútímalega bygging var að hluta til tekin í notkun sl. haust. Sveitarstjómarkosningar fóru fram vorið 1990. í því augnamiði að skapa einingu um framboðslista sinn efndu sjálfstæðismenn í Rang- árvallahreppi til prófkjörs. í fram- haldi af þessu prófkjöri lögðu nokkrir sjálfstæðismenn fram ann- an lista sem þeir nefndu „Nýtt framboð". Úrslit sveitarstjómar- kosninganna urðu þau að að sjálf- stæðismannalisti Jóns hlaut tvo af fimm og tapaði þar með meirihluta er hann hafði fyrir. Andstöðulistar Jóns mynduðu nýjan meirihluta. Jón mátti taka töskuna sína, hætta sem sveitarstjóri og þar með hverfa af þeim starfsvettvangi þar sem hann hafði lengst af verið mestur áhrifa- maður í þijá áratugi eða frá árinu 1961 þegar hann kom fyrst inn í sveitarstjóm. Orsakir þessara kosn- ingaúrslita voru margþættar og verða þær ekki krufðar hér. Get ég þess þó, að atvinnuástandið í byggðarlaginu hafði einhver áhrif á kosningaúrslitin. Eðlilega sámuðu Jóni þessi kosn- ingaúrslit. Ekki hvað síst vegna þess að þau mátti rekja til nokk- urra flokksbundinna sjálfstæðis- manna, manna sem hann hafði áður litið á sem samheija sína. Jón hafði sinnt starfí sveitarstjóra af óskipt- um áhuga — greitt götu margra og látið margt gott af sér leiða. Áhugi hans á starfinu og vinnusemi var slík, að oft vann hann á skrif- stofunni fram á nætur og um helg- ar. Eg gat ekki sagt annað við hann en það, að nú stæði hann í sömu sporum og mikilmennið Wins- ton Churchill þegar hann tapaði bresku kosningunum 1945 eftir að hafa staðið í eldlínu styijaldarinnar og bjargað þjóð sinni frá nasisman- um. Launin eru ekki alltaf þakk- læti. Nú stóð Jón uppi án atvinnu og þar með lífsbjargar. Hann hóf nú eigin skrifstofurekstur hér á Hellu. Á skömmum tíma virtist mér sem það hlæðust á hann mikil verk- efni: Hann var umboðsmaður fyrir Vátryggingafélag íslands (VIS), hann tók að sér skattframtöl og bókhald fyrir menn. Það varð hon- um gleðidagur þegar hann var ráð- inn framkvæmdastjóri fyrir Héraðs- nefnd Rangæinga. Þar með var hann aftur kominn á kaf í sveitar- stjómarmálin, og nú fyrir alla sýsl- una. Þá sat hann í bankaráði Lands- banka íslands. Auðvitað voru lands- ijármálin mjög þar til umræðu, en seta í bankaráði var um leið hápóli- tísk staða. Á reglulegum fundum bankaráðsins kynntist Jón persónu- lega og náið áhrifamönnum flestra stjórnmálaflokka. Utan dagskrár komu þar til umræðu alþjóðamál og stjómmálin almennt. Þessir fundir juku honum víðsýni og gerðu honum kleift að skynja þjóðmála- þróunina nánast um leið og atburð- irnir gerðust. Sem ungur maður var Jón, póli- tískt séð, fordómafullur. Allt hafði þetta breyst. Á seinni tímum sá hann eitthvað gott við allar stjórn- málakenningar og flesta flokka. Framsóknarmenn vom meir að segja orðnir — margir hveijir — hinir vænstu drengir. Þá vildi hann fræðast um hina raunverulegu starfshætti sósíalista og um persón- una Einar Olgeirsson. Þar vakti margt undran hans. Lúðvík Jóseps- son mat hann mikils eftir að hafa kynnst honum í bankaráði Lands- bankans. En Jón var eftir sem áður eindreginn stuðningsmaður síns flokks, eða eins og hann orðaði það: „Pólitískt séð verð ég náttúr- lega aldrei annað en sjálfstæðis- maður.“ Það sem mælti með Jóni sem stjómmálamanni var brennandi áhugi hans á þjóðmálunum og dugnaður og vinnukapp hans við þau mál sem hann tók að sér. Hann var frábærlega vel máli farinn og í opinberam kappræðum var hann mjög fundvís á brotalamir í máli andstæðinga sinna. Hann fylgdist afskaplega vel með því sem gerðist fjær og nær. Hann hafði og mikinn áhuga á fólki sem persónum, vildi vita um afkomu fólks og störf þess. Þótt hann ynni ekki allar kosning- ar, naut hann mikils persónufylgis. (Kannski hefði hann átt að beita sér fyrir ennþá meiri framkvæmd- um á Hellu á fyrri hluta síns áhrifa- ferils?) Það sem gerði suma að andstæð- ingum hans, var að þeim þótti hann of hvatskeyttur í orðum og ráða einn of miklu. Vissulega var hann geðríkur maður, stefnufastur, óvæginn og mun stundum hafa knúið fram sín sjónarmið. Menn vissu líka í hans sveitarstjóratíð hver það var sem réð og tók flestar ákvarðanirnar. Þó gat hann verið fljótur að fallast á annarra tillögur. Hann hafði mikla þekkingu á sveit- arstjórnarmálum og það var reisn yfír honum sem sveitarstjóra. Margir leituðu til hans og reyndist hann þeim ráðagóður. Jón var maður athugull, minnug- ur og hafði mikinn áhuga á ótrú- lega mörgu. Hann var orðheldinn en vildi líka láta aðra standa við töluð orð. Hann var vasklegur mað- ur í framgöngu og velútlítandi að vallarsýn en það er einkenni margs fólks sem er af Ægissíðuættinni. Ungur gekk Jón að eiga myndar- lega konu með heilbrigð áhugamál, Gerði Þórkötlu Jónasdóttur ættaða frá Vetleifsholti í Ásahreppi. Hún bjó þeim fallegt og menningarlegt heimili. Þótt Gerða hefði ekki alltaf sömu skoðanir á málunum og Jón, var hún það bjarg í lífi hans sem hann gat alltaf reitt sig á. Synir þeirra era Sævar húsasmíðameist- ari í Garðabæ og Þorgils Torfí slát- urhússtjóri á Hellu, kvæntur Soffíu Pálsdóttur. Á síðasta áratug fóram við Jón að taka okkur tíma í að hittast. Við ræddum um fólk, fræði forn og alþjóðamál. í eitt skiptið talaði hann um nútímamenningu og listir. Þá varð ég aðeins áheyrandi. Stjórnmálin vora oft rædd. Stund- um voru við ósammála en miklu oftar sammála. En þegar ég fór að tala um þann erlenda óþverra sem fótum treður land okkar á Keflavík- urflugvelli felldi Jón talið. Á seinni tímum var hann orðinn það mikill „diplomat" að hann hefur talið að umræður um þetta heilaga mál mitt væru tilgangslausar. Þessar samverastundir urðu mér mikils virði og veittu mér oft mikinn fróð- leik. Það var stundum komið fram á nótt þegar annar okkar fylgdi hinum heim. Fyrir nokkrum árum varð Jón fyrir hjartaáfalli. Fljótlega virtist hann ná fullu starfsþreki á ný og hann hlífði sér hvergi. Ég hélt að hann ætti langa ævi fyrir höndum og að e.t.v. ætti hann enn á ný eftir að verða forystumaður sveitar- stjórnar í Rangárvallahreppi. En kallið kom óvænt á heimili hans við árslok 1991. Við áttum margt órætt og ferðin á jeppum um Búðarháls, með honum, og Einari í Mosfelli varð ekki farin. Þó að bráðum séu liðin tvö ár frá láti Jóns er ég ekki enn hættur að sakna hans. Gunnar Guðmundsson frá Heiðarbrún. t HJÖRDÍS S. KVARAN, 27.10.1904 - 26.11.1993, verður jarðsungin frá Dómkirkjunni fimmtudaginn 2. desember kl. 13.30. Þeim, sem vildu minnast hennar, er bent á samtök um byggingu tónlistarhúss, Geysishúsinu. Ásdfs Kvaran Þorvaldsdóttir, Hjördfs Einarsdóttir. t Minningarathöfn um HALLDÓRU VALGERÐI BRIEM EK, sem lést í sjúkrahúsi í Stokkhólmi 21. nóvember sl., verður í Áskirkju fimmtudaginn 2. desember nk. kl. 13.30. Útför hennar fer fram sama dag frá Kirkju Maríu Magdalenu í Stokkhólmi. Að ósk hinnar látnu er þeim, sem vilja minnast hennar, bent á hjálparsjóð Móður Theresu. Vandamenn. t Eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi, HARALDUR GUÐJÓNSSON, sem lést í sjúkrahúsi í Svíþjóð þann 23. nóvember, verður jarð- sunginn frá Fíladelfíukirkjunni, Reykjavík, föstudaginn 3. desem- ber kl. 13.30. Hertha Haag Guðjónsson, Dóra Lydfa Haraldsdóttir, Árni Arinbjarnarson, Páll Haraldsson, Haraldur Haraldsson og barnabörn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.