Morgunblaðið - 01.12.1993, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - 01.12.1993, Blaðsíða 45
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 1. DESEMBER 1993 45 ( ( ( i Minning Sigríður Viktoría Einarsdóttír frá Hvoli Fædd 18. ágúst 1902 Dáin 26. nóvember 1993 Enn einn dag, þegar skammdegið er hvað harðast og dimmast og lægð- ir koma eins og hraðlestir yfir land- ið, kveður móðir mín tilvist hér á jörð, eftir giftusaman vinnudag, háan aldur og baráttu við veikindi hin síðari ár. íslensk sjómannskona var öllum veðrum vön, þolgæði og jafnvægri hugans var hennar aðalsmerki. Það hafði lífið kennt henni frá barns- aldri. Vafalaust hefur einhvern tíma tekið á þegar faðir hennar, skútu- karlinn, frændur og síðar eiginmað- ur, synir og sonarsynir, háðu ójafna baráttu við Ægi og dætur hans. Þrek, þrautseigja, áræði og feng- sæld voru einkenni sjómanna frá Akranesi, sem eftir var tekið nú sem fyrr og skipin sigldu með aflann, hvort heldur var stríð eða friður. Móðir mín hét fullu nafni Sigríður Viktoría Einarsdóttir. Hún var auga- steinn föður síns, sem hét Einar Tjörvason sjómaður, ættaður úr Landeyjum, fæddur 18. desember 1864, dáinn 26. júní 1922, og móður sinnar, Sigríðar G. Sigurgeirsdóttur, fædd 1. mars 1956, sem ættuð var úr Dölum og Vestur-Húnavatns- sýslu. Bræður hennar voru Árni Yngvi Einarsson, fæddur 1907, fyrrv. framkvæmdastjóri á Reykja- lundi, og Sigurgeir Einarsson, kaup- maður í Reykjavík. Þeir eru báðir látnir. Hlín Ingólfsdóttir, kona Árna, lést 8. nóvember 1993, svo að það var skammt stórra högga á milli. Mamma var fædd 18. ágúst 1902 í vestri sjóbúð, sem stóð á eyrinni neðst á Skaga. Fluttist svo í nýtt hús, sem heitir Hvoll, sem nú stend- ur við Krókatún 1, Akranesi. Eins og títt var í þá daga, gekk hún að- eins þrjá vetur í barnaskóla Akra- ness og lét þar við sitja, en mjög algengt var að ungar stúlkur fóru í kaupavinnu eða í vist til fólks sem taldist til efnafólks. Fljótlega eftir fermingu hleypti hún heimdraganum og réðst í kaupavinnu austur í Flóa og Borgarfjörð. Aðeins fór hún í fisk- vinnu, en hugur hennar stefndi ávallt suður til Reykjavíkur, það var henn- ar borg. Þangað fór hún ung og glæsileg stúlka full af lífsgleði, með hug til góðra verk og það vega- nesti, sem hún brýndi svo oft fyrir börnum sínum, að standa sig vel. Þegar hún minntist bernskudaga sinna í Reykjavík voru dagar hennar í vistinni hjá Svavari Svavars kaup- manni og frú Jónu Bjarnadóttur jafnan hugstæðastir. Þar lærði hún sín heimilisfræði og frábæran köku- bakstur. Vissuiega var þetta góð viðbót við það, sem hún hafði lært í heimahúsi og má líkja við fram- haldsnám stúlkna sem fæddar voru um aldamót. Móðir mín vann í öl- gerð Egils Skallagrímssonar í ein fimm ár. Þar kynntist hún góðum vini, Tómasi Tómassyni, sem síðar átti eftir að verða mömmu minni mikill velgjörðarmaður, þegar mikið á reyndi. Hún minntist hans alltaf með mikilli virðingu, sem góðs manns. Langmest hafði hún þó sam- band við bræður sína og móður, eft- ir að faðir hennar dó og fjölskyldan fluttist til Reykjavíkur. Árni bróðir hennar veiktist af berklum aðeins 16 ára og dvaldist á hælum og sjúkrahúsum frá 1925-1933. Alian þann tíma reyndi móðir mín að gera það sem í hennar valdi stóð til að létta honum byrðina, enda afar kært með þeim systkinum. Árni náði heilsu á ný og varð mikill frumkvöð- ull á Reykjalundi. Sigurgeir var yngstur systkinanna, fæddur 1913. Hann fór snemma að vinna fyrir sér eins og títt var með fólk á þessum tíma og ekkert var mulið undir. Hinn 8. október 1929 giftist móð- ir mín Elíasi Guðmundssyni skip- stjóra, ættuðum frá ísafirði. Hann var þá við nám í Stýrimannaskólan- um. Þau hjón hófu sinn búskap í leiguhúsnæði í Reykjavík. Fljótlega bar hjónaband þeirra ávöxt og urðu börnin átta talsins. Þau eru Einar Tjörvi, Gunnar Hafsteinn, Hreinn, Ólafur Tryggvason, Edda, Iðunn, Guðrún og Sigríður. Nú eru börn og barnabörn orðin 92 og hópurinn stækkar óðum. En blítt og strítt hvíslast á með ýmsu móti á löngu lífshlaupi dugn- aðarkonu. Fyrstu árin var kreppa og erfitt fyrir barnafjöldskyldur að fá leigt húsnæði. Þó sæmilega fiskaðist var ómögulegt að losna við aflann. Stríðið skall á og föður mín- um bauðst bátur frá Akranesi, svo að það varð úr að mamma varð að yfirgefa borgina og flytjast upp á Akranes árið 1939. Þetta var mikið átak fyrir móður mína, því að henni líkaði svo vel dvölin í Reykjavík, eins áður hefur komið fram. En þessi vel gerða kona var ekki vön að æðrast yfir smámunum, og faðir minn sótti sjóinn grimmt í ein 50 ár. Árið 1942 var miklum áfanga náð. Þau byggðu húsið sitt í Heiðargerði 9 og áttu Minning Guðbjartur Magnason Lipurð og glaðlyndi ásamt góð- vild voru aðaleðlisþættir Guðbjarts Magnasonar í leik og starfi. Bjartur, en svo var hann ævin- lega nefndur, hafði einstakt lag á að vinna með börnum. Það sýndi hann svo glögglega í starfi sínu, sem þjálfari ungra drengja í knatt- spyrnu hér í Neskaupstað. í hans augum voru allir jafnir, hvort sem þeir kunnu lítið eða mik- ið, því að á sérhverri æfingu og í hverjum leik fengu allir að spreyta sig. Börn sem eru næm fundu fljótt hvað þessi tími, sem þau fengu að njóta með honum, var þeim einkar lærdómsríkur og kær. Um leið og ég þakka, fyrir hönd sonar míns, þessar ánægjustundir með Bjarti, votta ég unnustu hans, foreldrum og öðrum ástvinum mína innilegustu samúð. Blessuð sé minning hans. Sveinn Benediktsson. Okkur langar í fáum orðum að minnast góðs vinar. Orðin virðast lítilsmegnug á stundum sem þess- ari, þegar sorgin ber að dyrum. Hann Bjartur okkar var engum öðrum líkur, lífsglaður, traustur og hress með eindæmum. Alltaf var hann boðinn og búinn ef eitthvað bjátaði á einhvers staðar. Bjartur var mikill stuðningsmað- ur kvennaliðs ÍS í blaki enda fer þar fremst í flokki Þórey unnusta hans. Eigum við ÍS-stelpur honum mikið að þakka því að þeir voru ófáir sigrarnir sem hann stuðlaði að með hvatningu sinni. Bjartur átti það til að vera óhemju stríðinn og uppátækjasam- ur. Hvetjum öðrum hefði dottið í hug að senda tilvonandi tengdafor- eldrum sínum sprelllifandi kalkún sem nú er þar geymdur í kjallaran- um og skilur eftir sig töluverðan óþrifnað? Svo ekki sé nú minnst á snjókarlinn sem hann bjó til handa sinni heittelskuðu og staðsetti beint fyrir utan stofugluggann, klæddan íþróttaskóm með trefil og hatt, haldandi á stærðarinnar veifu sem á stóð „áfram ÍS“. Bjartur hafði sérstakt lag á að fá fólk til að trúa ólíklegustu hlutum og lenti annar undirritaðra oft í þeirri aðstöðu að láta blekkjast og heyra hann síðan skella uppúr skömmu síðar. I sumar voru Þórey og Bjartur aðskilin vegna vinnu. Hann var í Niels PeterKnud sen - Minning Fæddur 20. ágúst 1953 Dáinn 5. nóvember 1993 Við kynntumst Niels fyrir 14 árum en hann var þá nýkominn til landsins. Hann langaði til að stunda hestamennsku á íslandi, enda hafði hann kynnst íslenska hestinum í heimalandi sínu Danmörku. Niels fór að vera með vinkonu okkar Elínu og með þeim var hestamennskart" stunduð af kappi. Þar stendur þó uppúr ferð á hestum til Þingvalla sem var öllum ógleymanleg. Það var höfðingjabragur á Niels þegar hann var á hestbaki enda var hann alltaf óaðfinnanlega klæddur og kom vel fyrir. Við eigum margar góðar minningar tengdar Niels enda var hann skemmtilegur og afslapp- aður í umgengni og vildi hafa gam- an af hlutunum. Niels hafði kynnst fleiru á sínum lífsferli en flestir aðrir og þótti manni oft nóg um þegar hann var að rifja upp liðna tíð. Níels hafði ríka sam- kennd með öðrum og gat hjálpað á erfiðum tímum, en það vill því miður oft gleymast að hugga þá sem hugga. Við viljum senda sambýliskonu hans, syni og vinum innilegustu samúðarkveðjur. Lena og Guðmundur. Fregnin af ótímabæru láti Niels kom á óvart, þrátt fyrir að erfiður sjúkdómur hafði lengi hijáð hann. Fyrir tæpum þremur árum kom Niels til dvalar í Krýsuvík og vonir vöknuðu um að hann hefði sigrast á erfiðleikum sínum og það birti upp í lífi hans. Þó að Niels væri ekki allra komu bestu eiginleikar hans fram í Krýsuvík. Tryggð við vini sína og ást á náttúrunni. Sá sem mest hefur misst er litli drengurinn hans, Þráinn. Hann ólst upp hjá móður sinni en Niels tók hann til sín eins oft og hann gat. Hann útbjó herbergi handa honum í Krýsuvík og þar komst Þráinn í nána snertingu við sveitina og oft mátti sjá þá feðga koma hlaupandi og gleðjast í leik. Fyrir nokkrum mánuðum stofnaði Niels heimili með góðri stúlku Elísa- betu Hjaltested og framtíðin blasti við. En hætturnar lágu í leyni og Niels gat ekki umflúið þær. Hann lést á heimili sínu 5. nóvember sl. Við starfsfólkið í Krýsuvík vottum unnustu hans og litla drengnum og ættingjum í Danmörku samúð okk- ar. Vinir í Krýsuvík. þar heima til ársins 1989 þegar fað- ir minn dó. Skömmu síðar fór móðir mín á Sjúkrahús Akraness og lést þar 26. nóvember síðastliðinn. Upp í hugann koma þakkir til þessarar góðu og aðdáunarverðu mömmu, sem öllum vildi gott gera. Hún barðist, venju þögul, frá unga aldri hlífðarlausri baráttu við lífið og tilveruna. Löngum þegar ég var barn að aldri, sá ég speglast í augum hennar vonina, tryggðina og kjark- inn. Fátt var sannara en vináttan og fátt sterkara en æðruleysi. Hún átti líkamlegt og andlegt atgervi í sjaldgæfu samræmi. Ég bið góðan guð að varðveita minningu hennar um ókomin ár. Að endingu vil ég þakka starfs- fólki sjúkrahúss Akraness frábæra umönnun um móður mína á liðnum árum. Ólafur Tr. Elíasson. í dag, 1. des., verður amma mín, Sigríður Viktoría Einarsdóttir, jarð- sett frá Akraneskirkju. Amma mín fæddist 18. ágúst 1902 og var því nýlega orðin 91 árs. Hún Silla amma mín, eins og við krakkarnir kölluðum hana, var fal- leg kona, fínleg, kvik í hreyfingum og alltaf að snúast. Aldrei var það svo þegar komið var við á Heiðó að fengi maður heitar vöfflur eða eitthvað heimabakað. Alltaf var amma til staðar í bláa eldhúsinu sínu. Ég kynntist henni ömmu minni vel þegar ég bjó niðri hjá henni í nokkur ár og mun ég alltaf minnast þess þegar ég fór upp til hennar í kaffi og vöfflur og við ræddum um Neskaupstað, auk þess sem hann spilaði fótbolta með Þrótti, en hún í Reykjavík, nýorðin lyfjafræðingur. Þau hittust þó oft og áttum við þá með þeim margar góðar stundir. Fannst þeim aðskilnaðurinn erfiður, enda sérstaklega samrýnd og sjálf- um sér nóg. Þegar Bjarti fannst hann hafa verið of lengi í burtu fékk hann „óvart“ rautt spjald og þar af leiðandi Ieikbann sem þýddi að hann komst í helgarfrí til Þóreyj- ar. Það fór ekki framhjá neinum að það sem Bjartur og Þórey áttu saman var eitthvað alveg sérstakt. pijónaskap eða hún sagði mér sögur frá gömlu dögunum sínum þegar hún kom fyrst til Akraness eða frá þeim tíma þegar hún var ung stúlka í Reykjavík. Amma mín giftist honum Ella afa, Elíasi Guðmundssyni skip- stjóra, og átti með honum átta börn. Ég spurði ömmu einu sinni hvort ekki hefði verið erfitt að ala upp svona mörg börn. „Nei,“ sagði hún, „þau voru alltaf svo góð.“ Svona var hún, sá alltaf það góða. Það er svo margt sem rifjast upp, t.d. afi og amma á jólunum í jólaboði hjá mömmu og pabba, þegar ekki var hægt að setjast að jólaborðinu fyrr en amma var búin að smakka sós- una og alltaf þurfti að bæta við, „aðeins meira salt“. Eins í sláturtíð- inni, mamma og amma tóku alltaf saman slátur, þá var hún amma í essinu sínu og þá fengum við syst- urnar að heyra sögur um gömlu góðu dagana hennar ömmu. Eftir að amma hætti að taka slátur var hún samt alltaf heiðursgestur hjá okkur og ekki mátti setja í keppina fyrr en amma væri búin að koma og smakka og alltaf þurfti að salta svolítið meira. Þetta eru bara smá minningabrot um ömmu mína sem mér þótti svo vænt um. Ég veit það núna, amma mín, að þér líður vel og afi tekur örugglega vel á móti þér. Guð geymi þig, elsku amma mín. Vertu, guð faðir, faðir minn í frelsarans Jesú nafni, hönd þín leiði mig út og inn svo allri synd ég hafni. (H.P.) Sigríður Ellen Blumenstein. Elsku Bjartur, við kveðjum þig með sárum söknuði en minnumst góðmennsku þinnar og glaðværðar að eilífu. Við biðjum góðan Guð að styrkja Þóreyju okkar og alla hans ætt- ingja og vini í þungri sorg þeirra. Dýpsta sæla og sorgin þunga svífur hljóðlaust yfir storð, þeirra mál ei talar tunga, tárin eru beggja orð. (Ólöf frá Hlöðum.) Þínir vinir, Metta og Jón. Guðjón Kr. Emils- son - Minning Fæddur 30. ágúst 1932 Dáinn 30. október 1993 Vinur minn og mágur, Guðjón Kr. Emilsson, er látinn eftir stutta og harða sjúkdómslegu og hefur útför hans farið fram í kyrrþey. Guðjón Kristinn fæddist í Reykja- vík 30. október 1932, sonur sæmdar- hjónanna Margrétar Guðjónsdóttur og Emils A. Siguijónssonar málara- meistara, sem nú eru bæði látin. Er Guðjón hafði aldur til fór hann að starfa með föður sínum og lauk sveinsprófi með sæmd. Störfuðu þeir feðgar saman um áratugaskeið, en nú hin síðari ár var Guðjón hægri hönd og verkstjóri hjá vini sínum og félaga, Guðmundi G. Einarssyni málarameistara. Á íþróttasviðinu starfaði Guðjón á vegum íþróttafélags Reykjavíkur, í sunddeild þess félags, sem starfaði blómlega áður fyrr. Hin seinni ár var hann dómari á öllum helstu sund- mótum landsins. Einnig var hann leiðbeinandi sunddómara og naut virðingar í öllum störfum sínum. Kynni okkar Guðjóns hófust er ég kynntist systur hans og síðan eiginkonu minni, Emilíu. í framhaldi af því urðum við samrýndir félagar og fórum í hin ýmsu skemmtilegu og fræðandi ferðalög um landið okk- ar, sem hann unni svo mjög. Einnig var hann hinn góði frændi og leið- beinandi barna okkar. Minnisstæð eru mér þau ár þegar við áttum saman sumarbústað við Krókatjörn hér í nágrenni Reykjavíkur og sam- verustundir okkar á þeim kyrrláta stað. Þannig hafa minningar hrann- ast upp um góðan dreng og félaga. Augasteinn Guðjóns var sonur hans, Bjarni, er hann eignaðist þeg- ar hann var í sambúð með Sigríði Bjarnadóttur um skeið. Þeir feðgar voru samrýndir og ferðuðust vítt og breitt um landið okkar, svo og er- lendis, en ferðalög og fræðsla voru Guðjóni hugleikin. Með þessum fátæklegu orðum vil ég að Iokum þakka Guðjóni fyrir þær samverustundir er við áttum saman svo og þá vináttu, sem hann sýndi mér og fjölskyldu minni, um leið og ég votta syni hans samúð mína. Kristján Friðsteinsson.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.