Morgunblaðið - 01.12.1993, Blaðsíða 59

Morgunblaðið - 01.12.1993, Blaðsíða 59
MORGUNBLAÐIÐ IÞROTTIR MIÐVIKUDAGUR 1. DESEMBER 1993 59 URSLIT Valur-IA 92:89 Hlíðarendi, úrvalsdeildin í körfuknattleik, þriðjudaginn 30. nóvember 1993. Gangur leiksins: 0:2, 4:2, 14:14, 14:22, 23:32, 39:46, 42:50, 54:50, 54:54, 58:62, 66:66, 66:72, 76:72, 80:79, 87:81, 87:87, 89:89, 92:89. Stig Vals: Franc Booker 39,' Ragnar Þór Jónsson 29, Brynjar Karl Sigurðsson 10, Bjöm Steffensen 8, Bjarki Guðmundsson 4, Guðni Hafsteinsson 2. Stig ÍA: Einar Einarsson 22, Dwayne Price 22, Eggert Garðarsson 17, ívar Ásgrímsson 11, Haraldur Leifsson 9, Jón Þór Þórðarson 6, Dagur Þórisson 2. Dómarar: Leifur Garðarsson og Kristján Möller. Dæmdu vel. Áhorfendur: Um 120. UMFT-KR 65:62 Sauðárkrókur: Gangur leiksins: 5:6, 9:10, 13:16, 21:23, 25:25, 29:27, 34:29, 39:35, 45:43, 50:47, 54:53, 61:58, 65:62. Stig UMPT: Ingvar Ormarsson 15, Röbert Buntic 14, Lárus Pálsson 11, Hinrik Gunn- arsson 10, Ómar Sigmarsson 8, Páll Kol- beinsson 5, Pétur Vopni Sigurðsson 2. Stig KR: Mirko Nikolic 15, Guðni Guðna- son 14, Lárus Árnason 9, Davið Grissom 8, Ólafur Ormsson 8, Hermann Hauksson 4, Benedikt Sigurðsson 4. Dómarar: Kristinn Albertsson og Kristinn Óskarsson. Áhorfendur: Tæplega 500. 1. deild kvenna: ÍS-UMFG.........................51:46 Stig ÍS: Ásta Óskarsdóttir 21, Helga Guð- laugsdóttir 13, Hafdís Helgadóttir 10, Krist- ín Sigurðardóttir 3, Elínborg Guðnadóttir 2, Unnur Hallgrímsdóttir 1, Sólveig Páls- dóttir 1. Stig UMFG: Stefanía Jónsdóttir 14, Svan- hildur Káradóttir 8, María Jóhannesdóttir 8, Anna Dís Sveinbjömsdóttir 6, Kristjana Jónsdóttir 5, Hafdís Hafberg 3, Christine Buchholz 2. BStúdínur réðu ferðinni í fyrri hálfleik og höfðu 23:18 yfir í leikhléi en í siðari hálf- leik mættu Grindavíurdömur ákveðnar til leiks og allt var í jámum og þegar flautað var til loka venjulegs leiktíma var jafnt, 40:40. Mikil barátta var í framlengingunni en ÍS náði undirtökunum þegar rúm minúta var eftir og hélt þeim. B í frásögn af leik fBK og KR í gær féll niður nafn Hönnu Kjartansdóttur í liði ÍBK, en hún var stigahæst í liðinu með 24 stig. NBA-deildin Leikir í fyrrinótt: Sacramento - Indiana..........103:105 Eftir að hafa verið undir lengst af, 88:77 í upphafi síðasta leikhluta, tókst Indiana að sigra. Dale Davis gerði 20 stig fyrir gestina en Walt Williams, Lionel Simmons og Mitch Richmond gerðu 63 af 88 stigum heimamanna í fyrstu þremur leikhlutunum. Richmond gerði alls 26 stig en hinir tveir einu stigi færra hvor um sig. San Antonio - Milwaukee........102:95 Davis Robinson gerði 34 stig og Dale Eliis 22 fyrir San Antonio. Heimamenn höfðu undirtökin allan leikinn en Milwaukee gerði heiðarlega tilraun í þriðja leikhluta til að jafna og þar fór Todd Day fremstur með 10 stig. Hann nái hins vegar ekki að skora í síðasta leikhluta. LA Clippers - New Jersey.......118:94 Ron Harper gerði 14 stig í þriðja fjórð- ungi og 36 stig alls fyrir Clippers. Clippers var 71:66 undir f þriðja hluta en gerðu síð- an 22 stig gegn fimm. Danny Mannig gerði 20 stig og Loy Vaught tók fleiri fráköst en hann hefur áður gert, 21 talsins. Armon Giiliam gerði 25 stig fyrir New Jersey. Ameríski fótboltinn NFL-déildin f fyrrinótt: Indianapolis - San Diego.........0:31 Íshokkí NHL-deildin í fyrrinótt: Ottawa - Hartford.................2:4 Toronto - Buffalo.................0:3 Edmonton - Dallas.................5:6 Vancouver - Chicago...............2:1 OTveir síðustu leikimir voru framlengdir. FELAGSLIF Aðaffundur Knatt- spymufélags ÍA Aðalfundur Knattspymufélags ÍA verður haldinn í kvöld, miðvikudag 1. desember, kl. 20 í félagsaðstöð- unni að Jaðarsbökkum. Aðalfundur Hand- knattleiksdeildar KR Aðalfundur Handknattleiksdeildar KR verður haldinn fimmtudaginn 9. desember n.k. og hefst kl. 20 í félags- § heimili KR við Frostaskjól. Dagskrá: Venjuleg aðalfundarstörf. | Sigurður leikur með Grosswallstadt I Sigurður Bjamason, handknatt- leiksmaður, leikur með Grosswall- stadt í Þýskalandi, ekki Gumm- ersbach, eins og ranghermt var í blaðinu í gær. Beðist er velvirðingar á mistökunum. KORFUKNATTLEIKUR Franc Booker og félagar í Val fengu mikilvæg stig í gær. Valsmenn höfðu betur í slagnum í botnbaráttunni Sveinsson skrifar Valsmenn fengu tvö dýrmæt stig í botnbaráttu úrvals- deildarinnar í gærkvöldi er þeir unnu Skagamenn 92:89. Þetta var ■HHHBHI annar af fjórum Skúli Unnar leikjum liðanna í vetur en ÍA vann fyrri leikinn 89:88 þannig að Valur á tvö stig til góða þegar og ef kemur að útreikning- um um hvort liðið verður neðar í deildinni. Leikurinn bar þess raunar ekki merki að um fallbaráttu væri að ræða því bæði lið léku nokkuð vel. Reyndar var um tíma í fyrri hálfleik eins og um þriggja stiga skotkeppni væri að ræða enda gerðu Valsmenn þá 9 þriggja stiga körfur en Skagamenn sjö. IA leiddi allan fyrri hálfleikinn en fór illá að ráði sínu undir lok hans því Valur gerði síðustu 12 stigin og leiddi með fjórum í leikhléi. Skaginn hafði einnig frum- kvæðið í síðari hálfleik en um hann miðjan fóru Valsmenn að gefa sér örlítinn meiri tíma í sókn- inni og leika ákveðnari vörn og það skilaði sér fljótt. Þeir náðu forystunni en LA jafnaði þegar um þijár mínútur voru eftir, 87:87. Þannig var staðan lengi og taugar leikmanna greinilega stór þáttur í leik þeirra. Valur skoraði þegar hálf mínúta var eftir, 89:87, og ÍA svaraði- þegar 13 sekúndur voru eftir. Valsmenn fóru í sókn og boltinn barst út í vinstra hornið til Ragn- ars sem skoraði sína sjöundu þriggja stiga körfu í leiknum. Það fór vel á því að Rangar kláraði leikinn því hann hafði verið „heit- ur“ allan tímann og skoraði mikið úr þessu horni, en þetta er samt sem áður ekki sá staður sem menn vilja helst ljúka sókn, hvað þá á síðustu sekúndunum. Booker og Ragnar voru at- kvæðamestir Valsmanna og Brynjar lék ágætlega í vöminni. Hjá IA var Einar mjög „heitur“ í fyrri hálfleik en gerði aðeins 2 stig í þeim síðari. Price lék ágæt- lega og Eggert var grimmur, bæði í vörn og sókn. Haraldur og ívar áttu ágæta spretti. FOLK ■ MANCHESTER United hefur mesta aðdráttaraflið hjá Sky sjón- varpsstöðinni bresku. Liverpool hefur verið í efsta sæti hjá Sky gggggggRI undanfarin ár, en nú Frá Bob er bað United sem Hennessy fólk vill horfa á. ÍEnglandi ■ TERRY Butc- her, framkvæmda- stjóri Sunderland, hefur verið rek- inn frá félaginu, en liðinu hefur gengið afar illa. Butcher, sem er fyrrum landsliðsmaður Englands, tók við liðinu af Malcolm Crosby í febrúar og var því aðeins níu mánuði í starfi. Butcher fékk einn- ig að tapa pokann sinn hjá Co- ventry í byrjun síðasta keppnis- tímabils. ■ JOHN Lyall, framkvæmda- stjóri Ipswich, sem hefur verið orð- aður sem næsti landsliðsþjálfari Englands, segist ekki hafa áhuga á starfinu. Það sama segja Don Howe og Steve Coppell. ■ ARSENAL vígði nýju stúkuna í norðurendanum á Higbury um síðustu helgi, en þar komast 12.000 manns fyrir í sætum og alls 39.000 á vellinum. Nýja stúkan kostaði 16,5 millj. pund (um 1.770 millj. kr.), en framkvæmdimar á vellinum í heild, sem stóðu yfir í 21 mánuð, kostuðu 22,5 millj. pund. ■ DA VID Rocastle, sem var í liði Leeds, þegar Gordon Strachan var frá vegna meiðsla, missti ekki aðeins sæti sitt við endurkomu Strachans um helgina, heldur datt útúr hópnum. Rocastle var allt annað en ánægður með gang máia: „Eru lög gegn því að ég og Gordon Strachan leikum saman? Ef Leeds vill mig ekki vildi ég fá að vita það.“ ■ GRAHAM Taylor, sem hætti sem landsliðsþjálfari Englands í síðustu viku, sagði í gær að han vildi ekki taka við stjóminni hjá Birmingham, en félagið hafði sam- band við hann vegna starfsins. ■ NIALL Quinn, miðheiji írska landsliðsins og Manchester City, sleit krossband í hné um helgina og er óttast að hann verði frá í allt að átta mánuði. - Naumt hjá Tindastóli Bjöm Björnsson skrifar Tindastóll sigraði KR 65:62 í gærkvöldi í leik þar sem vam- arleikurinn var í hávegum hafður en minna bar á frum- leghpitum í sókna- raðgerðum leik- manna. KR-ingar tóku strax forystuna en bæði liðin léku geysisterka vörn. Sóknarleikurinn var fremur fálm- kenndur, enda fengu skyttur liðanna lítinn frið. Um miðjan síðari hálfleikinn kom ömurlegur leikkafli hjá báðum liðum. Ekkert gekk upp og menn skiptustu á um að gera mistök. Allan seinni hluta hálfleiksins munaði örfáum stigum og þegar 28 sekúndur vom eftir var staðan 64:62 og Tindastóls- menn með boltann. Þeir reyndu að nota tímann en brotið var á Páli og skoraði hann úr fyrra skotinu en heppnin var ekki með KR-ingum sem klúðruðu síðustu sókninni. Bestu menn í liði Tindastóls voru Ingvar, Buntic, Hinrik og Lárus en hjá KR voru Nikolic og Guðni bestir og Davíð Grissom var grimmur í fráköstum en Hermann hins vegar víðsfjarri sínu besta. GOLF O’Connor á Sögu Kylfiugurinn Christy O’Connor frá Irlandi kom til landsins í gærkvöldi og heldur sýningu í Súlnasal Hótel Sögu í kvöld. O’C- onnor er hingað kominn á vegum íþróttadeildar Samvinnuferða- Landsýnar og er sýningin á Sögu fyrst og fremst fyrir meðlimi Golf- klúbbs S-L en þeir sem ekki eru í honum geta einnig komið og fylgst með þessum fræga kylfingi en þurfa að greiða 500 krónur í aðgangseyri. O’Connor hefur verið lengi að. Hann keppti í aldarfjórðung á mótaröðinni í Evrópu en keppir nú á mótaröð eldri kylfinga. Þrátt fyrir að O’Connor hafi slegið mörg glæsileg högg um æfina þá muna trúlega flestir eftir hinu glæsilega höggi á lokadegi Ryder- mótsins árið 1989. Þá. var leikið á Belfry-vellinum og O’Connor lék við Fred Couples og með öðru höggi inná 18. flöt tryggði hann sigur Evrópu. O’Connor sigraði einnig á opna breska meistara- mótinu í fyrra áður en hann snéri sér að mótaröð eidri kylfinga. Sýning hans á Sögu hefst kl. 20.30 í kvöld og er gert ráð fyrir að hann verði að í eina og hálfa klukkustund. Auk þess að sýna sveifluna og leiðbeina einhveijum ætlar hann að sýna myndir frá golfvöllum á írlandi og kynna fyrir íslendingum möguleikana á golfiðkun í heimalandi sínu. URSLIT Knattspyrna England Deildarbikarkeppnin, 4. umferð: Arsenal - Aston Villa.............0:1 Dalian Atkinson 5. ■Þetta var 10. mark hans á tímabilinu og annar sigur Villa á Highbury síðustu þijár vikur. Everton - Manchester United.......0:2 Mark Hughes 27., Ryan Giggs 46. Peterborough - Portsmouth........0:0 Tranmere - Oldham................3:0 Brennan 2, John Aldridge. Enska úrvalsdeildin, mánudag: Southampton - West Ham...........0:2 - Trevor Morley 31., Lee Chapman 38. 13.258. Þýskaland 8 liða úrslit bikarkeppninnar: Carl Zeiss Jena - Rot-Weiss Essen.0:0 ■Eftir framlengingu. Essen vann 6:5 i vftakeppni. Handknattleikur M kvenna f Noregi lilliriðill 1: ioregur- S. - Kórea.........21:18 'ngverjaland - Rússland.....24:24 lanmörk - Pólland...........30:25 Staðan: 3 0 0 62:49 6 3 0 0 83:71 6 1 1 1 73:73 3 0 2 1 64:67 2 0 1 2 66:78 1 Noregur 3 3 Rússland 3 3 3 S.-Kórea 3 MilliriðiII 2: Svíþjóð - Bandaríkin Þýskaland - Tékk/Slóv Staðan: Svfþjóð 3 Austurríki 3 Tékk/Slóv 3 Þýskaland 3 Rúmenfa 3 Bandaríkin.............3 0 1 65:45 0 1 56:42 0 1 60:55 0 1 60:60 0 2 56:57 0 3 42:80 BLAK Náðugt hjá KAgegn ÍS Lið KA átti tiltölulega náðugan dag þegar liðið fékk Stúdenta í heimsókn á sunnudagskvöldið og unnu 3:1. Norðan- menn unnu í fyrstu tveimru hrinunum án teljandi erfið- leika. í þriðju hrinu var eins og ÍS fengi vítamínsprautu Guömundur H. Þorsteinsson skrifar þegar þjálfarinn, Zdravko Demirev, skipti sjálfum sér útaf. Stúdentar náðu góðum leik og unnu. Stúdent- ar byijuðu betur í fjórðu hrinu en þegar staðan var 7:7 sprungu gest- imir á limminu. Bjarni Þórhallsson var bestur í liði KA og Haukur Valtýsson átti ágæta sprettti sem glöddu augað. Stúdentar voru nijög staðir í aftari línunni og Jón Ólafur Bergþórsson notaði Zdravko mikið í sókninni en þeim gekk brösuglega að ná saman. Stúlkumar í Sindra frá Höfn léku tvo leiki um helgina og töpuðu báð- um 3:0, fyrst fyrir HK og síðan fyrir Víkingum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.