Morgunblaðið - 01.12.1993, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 01.12.1993, Blaðsíða 24
24 f.set jiaaMiaaan t íiuoAauxivaiM aia/uaviuoaoM MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 1. DESEMBER 1993 H Morgunblaðið/Þorkell Rannsóknin kynnt ÓLAFUR G. Einarsson menntamálaráðherra og Sigríður Þ. Valgeirs- dóttir, fyrrverandi forstöðumaður Rannsóknastofnunar uppeldis- og menntamála, kynna niðurstöður alþjóðlegrar rannsóknar á læsi barna. Ný alþjóðleg rannsókn á læsi skólabarna Myndlæsi íslenskra unglinga er fyrir neðan meðallag SAMKVÆMT niðurstöðum alþjóðlegrar rannsóknar á Iæsi barna eru 9 ára íslensk börn áttundu í röð 27 landa og 14 ára nemendur urðu fimmtu í röð 32 landa. í lestri á sögum eru íslenskir unglingar þriðju i röðinni og í lestri fræðsluefnis er ísland hæst allra landa. Hins veg- ar stóðu íslenskir unglingar sig fremur illa í að lesa úr myndefni og leita upplýsinga í töflum, en á því sviði urðu þeir í nítjánda sæti. Umsjón með rannsókninni hér á landi hafði Sigríður Þ. Valgeirsdótt- ir, fyrrverandi forstöðumaður Rannsóknastofnunar uppeldis- og menntamála, og hafa niðurstöður rannsóknarinnar verið gefnar út í skýrslu á vegum menntamálaráðuneytisins, Rannsóknastofnunar í uppeldis- og menntamálum og Kennaraháskóla íslands Megintilgangur rannsóknarinnar sem nær til 32 þjóða í öllum heims- álfum var í heild að kanna læsi barna í heiminum með því að athuga með- alárangur 9 og 14 ára barna í lestri og tengsl læsis við kyn, umhverfi í skólanum, á heimilinu og lestrar- venjur, en jafnframt að vinna að gerð alþjóðlegra lestrarprófa. Annar tilgangur var síðan að rannsaka þessa sömu þætti í hveiju landi fyr- ir sig, en rannsakað var læsi sam- tals um 210 þúsund bama. í rann- sókninni var hugtakið læsi skilgreint sem „hæfni/kunnátta til að skilja og nýta sér ýmsar myndir ritaðs máls sem þjóðfélagið krefst að fólk hafi vald á eða kýs sjálft að nota“. Lögð var áhersla á að kanna bæði skilning á samfelldu rituðu máli og beitingu þess, til dæmis með því að fylgja leiðbeiningum og leita upplýs- inga. Prófað var úr þremur flokkum lestrarefnis; sögutexta, fræðsluefni og myndrænu efni, sem var töflur, myndir, kort og línurit. Hæfastir í lestri fræðsluefnis Nálægt 63,4% íslenskra 9 ára barna náðu alþjóðlegum meðalár- angri á lestrarprófínu, þ.e. 500 stig- um eða meira. Þau eru jafnvíg á allar þrjár tegundir lestrarefnis, en í heild eru þau áttundu í röð þátt- tökulanda. Meðaltal íslensku bam- anna var 518 stig, en samkvæmt áætluðu efnahags- og menningar- stigi var hins vegar áætlað að þau næðu að meðaltali 532 stigum. Fjórtán ára nemendur standa sig tiltölulega betur en yngri bömin og betur í tveimur af þremur hlutum prófsins en samkvæmt áætluðu efnahags- og menningarstigi. í heild eru þeir fímmtu í röð 32 landa og em þijú þeirra, Finnland, Frakkland og Svíþjóð, marktækt hærri en ís- land. I lestri á sögum eru íslenskir unglingar þriðju í röðinni og í lestri fræðsluefnis er ísland hæst allra landa. Arangurinn í töflu- og mynd- hluta prófsins þar sem nemendum var ætlað að leita upplýsinga var hins vegar slakur miðað við árangur í hinum hlutum prófsins, en þar lentu þeir í 19. sæti og lækkaði það meðal- tal þeirra verulega. I ljós kom að nokkur munur er á árangri íslenskra nemenda eftir Vinna við Breiðadals- og Botnsheiðargöng gengur vel Botnsheiðargöngin verði notuð í neyð síðla vetrar STEFNT er að því að endar nái saman í Botnsheiðargöngum í byijun febrúar. Björn A. Harðarson, umsjónarmaður Vestfjarðaganga fyrir hönd Vegagerðarinnar, segir að Súgfirðingar séu þegar farnir að spyij- ast fyrir um hvort óhætt verði að fara um göngin síðari hluta vetrar. Ekki verði því komið við að taka á móti almennri umferð. Hins vegar séu líkur til að göngin verði notuð í hugsanlegum neyðartilfellum. Á síðustu 10 árum hafa Breiðadals- og Botnsheiðar verið lokaðar vegna spjóa 60-90 daga á ári að meðaltali. Svipaðan dagafjölda hefur aðeins verið opið hluta úr degi. Framkvæmdir við Vestfjarðagöng hófust haustið 1991. Byijað var á 2 km löngum göngum inn Tungudal en innst í dalnum sveigja göngin inn Breiðadal annars vegar og Botns- heiði hins vegar. Áætlanir gerðu ráð fyrir að framkvæmdir héldu áfram Breiðadalsmegin en þær voru stöðv- aðar tímabundið þegar komið var að vatnsmiklum fossi um 800 m inn í göngunum 1. júlí sl. Aðspurður sagði Bjöm að um 1.100-1.200 lítrar kæmu nú úr foss- inum á hverri sekúndu og væri ætl- unin að stúka hann af og leiða vatn- ið í stóru röri út úr göngunum. Heild- arvatnsmagn út úr göngunum er hins vegar um 1.600 lítrar á sekúndu og má til samanburðar geta þess á að sama tíma er vatnsþörf ísfirðinga. 100 lítrar á sekúndu. Gert er ráð fyrir að bærinn fái allt að 200 I neysluvatns á sekúndu úr göngunum í framtíðinni. Varlega farið Hvað hinn gangaendann varðaði sagði Bjöm að komið væri 1,5 km inn í fjallið Súgandafjarðarmegin og 500 m frá Tungudal. Þar færu menn hins vegar mjög varlega vegna reynslunnar hinum megin og væri bergið jafnan þétt með sementi áður en sprengt væri. Verkið fer þannig fram að sementsblöndu er dælt inn í bergið til að þétta það. Því næst er merkt fyrir 70 til 80, 4,5 m borhol- um í stafninum, dínamiti komið fyrir í þeim og sprengt. Að því loknu er stjakað úr loftunum, gijóti ekið í burtu, veggimir hreinsaðir með vatni og þunnri steypu, um 5 sm, sprautað fyrir. Alls tekur vinnsluferillinn á bilinu 8 til 9 tíma. Göngin iengjast á biiinu 30-90 m á viku eða nálægt 50 m að meðaltali. Mikið vatnsmagu hefur haft nokk-. ur áhrif á framkvæmdir í göngunum en að sögn Bjöms hefur verið lokið við þann metrafjölda sem gert var ráð fyrir í fyrstu áætlun. Lengdin’ er hins vegar ekki á þeim stöðum sem gert er ráð fyrir í áætlun. Alls starfa á bilinu 40-45 manns, um 70 á sumrin, við jarðgangagerðina. fræðsluumdæmum og eru börn í Reykjavík marktækt hæst á lestrar- prófinu í báðum aldurshópum. Lægst em 9 ára börn á Vesturlandi og 14 ára nemendur á Vestfjörðum. Þá skiptir búseta einnig nokkru máli og standa börn í Reykjavík sig marktækt betur en börn úr öðmm byggðarlögum, einkum í samanburði við börn úr kauptúnum eða sjávar- þorpum. Hins vegar er ekki mark- tækur munur á árangri barna eftir því hvort þau búa í kaupstað eða sveit. Stúlkur standa sig betur Samkvæmt niðurstöðum rann- sóknarinnar standa stúlkur allra þátttökulanda sig betur en drengir í yngri aldurshópnum og í hópi 14 ára nemenda standa stúlkur flestra landa sig betur. Hér á landi er meiri munur á árangri 9 ára drengja og stúlkna en í nokkm öðru landi utan Danmerkur þar sem hann er aðeins meiri. Kynjamunur kemur einnig fram í tómstundalestri á öllum teg- undum lesefnis og lesa 9 ára stúlkur mun meira en drengir. Þá kom í ljós að böm í báðum aldurshópum sem tala annað tungumál en íslensku heima hjá sér standa sig marktækt verr í lestri en þau sem tala íslensku heima hjá sér, og er meiri munur á þessu í yngri hópnum. Áverkum eftir ofbeldi fjölgað um 20% frá 1980 Áverkar á brjóstholi og kvið stöðugt algengari FRÁ 1980 til dagsins í dag hefur orðið um 20% aukning á áverkum eftir ofbeldi ef miðað er við skráningu á slysadeild Borgarspítala. Þangað leituðu yfir 2.000 manns vegna slíkra áverka á seinasta ári, mest ungt fólk á aldrinum 15-19 ára og flestir innan við þrítugt. Hátt í 200 þeirra sem komu á slysadeild sl. ár voru börn á aldrinum 10-14 ára, eða tæp 10%. Á sama tíma hefur orðið breyting á alvariegum áverkum þeirra sem hafa þurft að leggjast inn eftir ofbeldi. Áður voru höfuð- og andlitsáverkar algengasta orsökin en nú eru áverkar á brjóstholi, kvið og kynfærum orðnir sífellt algengari. Einnig færast stungusár í vöxt og að sparkað sé í andstæðing eftir að hann er fallinn. Þetta kom fram í fyrirlestri sem andstæðinginn flatan heldur sparka Brynjólfur Mogensen, yfírlæknir á bæklunardeild Borgarspítala, hélt á ráðstefnu um ofbeldi sem Foreldra- samtökin og Heimdallur stóðu fyrir sl. helgi. Biynjólfur segir að 100% aukning hafi orðið á alvarlegri áverk- um á seinustu 10-15 árum, og e_r þá miðað við innlögn á sjúkrahús. Á sama tíma hafi orðið breyting á mynstri áverka. „Á árum áður virð- ist sem menn hafí mestmegnis verið slegnir og fengið þannig áverka á andlit og höfuð, en nú hætta menn ekki að lemja þegar búið er að slá í hann sem var óþekkt og meðal annars í kynfæri sem var óþekkt, eða stinga jafnvel sem var einnig óþekkt," segir Brynjólfur. Drukkin börn Brynjólfur telur að umræðu þeirri um ofbeldi ungmenna sem spratt í kjölfar voðaverka í miðb'æ sé ábóta- vant, þar sem ekki sé spurt megin- spuminga eins og af hveiju böm og unglingar safnist saman í miðbænum og hvort þau eigi nokkurt erindi þangað. „Mér finnst það athyglisvert Hátíðarhöld stúdenta á full veldisdaginn 1. desember Með hefðbundnu sniði HÁTÍÐARHÖLD stúdenta í dag, 1. desember, verða með hefð- bundnu sniði og hefjast þau kl. 11 með messu I kapellu Há- skóla íslands. Þar þjónar sr. Krislján Valur Ingólfsson fyrir altari, Bára Friðriksdóttir predikar og Hörður Áskelsson leikur á orgel. Að lokinni messu bjóða guðfræðinemar til kaffi- drykkju. Blómsveigar verða lagðir á leiði Jóns Sigurðssonar kl. 12.30 og flytur Sigmundur Guðbjarnason minni Jóns. Gestir mæta við gamla kirkjugarðinn við Suðurgötu. Klukkan 15 hefst dagskrá í skóla íslands, ávarp. Háskólakór- Háskólabíói sem sett er af Páli inn syngur og Flosi Ólafsson, leik- Magnússyni, formanni Stúdenta- ráðs Háskóla íslands. Þá flytur Sveinbjörn Björnsson, rektor Há- ari, flytur hátíðarræðu. Gert verð- ur hlé eftir ræðu Flosa og verður boðið upp á veitingar við undir- leik tónlistarmanna í hléi. Að því loknu verður sýndur leikþátturinn Út úr myrkrinu eftir Valgeir Skagfjörð, en leikendur eru Steinn Ármann Magnússon, Ingrid Jónsdóttir, Ólafur Guð- mundsson og Ingvar Sigurðsson. Kynnir á dagskránni er Hrafn- hildur Brynjólfsdóttir, nemi í landafræði, og verður fyrri hluta dagskrár útvarpað beint af Ríkis- útvarpinu, Rás 1. að í allri þessari umræðu virðist eng- inn spyija sig þessara einföldu spurn- inga; hvað em unglingar að gera niður í miðbæ, hvað er að í okkar þjóðfélagi? Er eðlilegt að 12-14 ára krakkar séu að vafra dmkknir niður í bæ? Ég held að eitthvað sé að hjá okkur sem eigum að gefa tóninn þegar þau fá að komast upp með þessa vitleysu," segir Brynjólfur. Hann telur að sveitarfélögin eigi að hafa fmmkvæði að samræmingu aðgerða til úrbóta, en þær eigi síðan að byggja á „grasrótinni", þ.e. for- eldrafélögum skóla, nemendaráðum skóla og skólunum sjálfum. Þannig eigi t.d. að nýta skólana betur sem miðstöðvar á kvöldin og opna þá fyrir alhliða starfí bama og unglinga. Réttarkerfið máttlaust Hann segir freistandi að telja að sjónvarp, myndbönd, tölvuleikir og kvikmyndir eigi talsverða sök á þró- un ofbeldis og áverka seinasta áratug til verri vegar. Mikið myndefni sé til sem fjalli um hliðstæða ofbeldisglæpi og þótt það sé ætlað fullorðnum hafí börn og unglingar oftar en ekki aðgang að því og eitt leiði af öðru. „Réttarkerfið grípur síðan svo seint inn í að þeir sem em orðnir ungling- ar og búa yfir ofbeldishneigð komast upp með ofbeldi í langan tíma áður en þeir em teknir fyrir. Þeir sem verða fyrir barðinu á þeim kæra ekki því þeir óttast að verða öðru sinni fyrir ágjöf frá viðkomandi eða vinum hans. Foreldrar þora ekki að kæra, jafnvel af ótta við að eignir verði skemmdar, og kerfíð sem slíkt er máttlaust.“ Hann segir að flestir komi til slysa- deildar um helgar frá miðnætti til morguns og flestir þeirra séu drukknir. „Þeir sem hafa meiðst bera að flestir árásaraðila séu einnig dmkknir, svo að áfengi virðist líka vera stór þáttur í þessari neikvæðu þróun,“ segir Brynjólfur.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.