Morgunblaðið - 01.12.1993, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 01.12.1993, Blaðsíða 41
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 1. DESEMBER 1993 41 Gömul og ný jólakaka | ólakaka, hvað er svo sérstakt við hana? Fæstum finnst það hátíðarkaka og tengja hana alls ekki jólum. • I Fyrir nokkrum árum bökuðu íslenskar húsmæður mjög oft jólaköku og fannst raunar alls ekki hægt að ” bjóða gestum kaffi nema hún væri á borðum. En af hveiju er þessi kaka kölluð jólakaka? Svarið er einfalt. Hér áður var hún sjaldan bökuð nema á jólunum. Nú má segja að við íslendingar borðum jólamat og jólakökur allt árið. Það var heldur ekki svo auðvelt fyrir einni öld að baka kökur, hvort sem það var jóla- kaka eða önnur kaka. Fyrsta eldavél kom til landsins árið 1860 og þá til Reykjavíkur og það liðu mörg ár þar til fólk á ís- landi eignaðist almennt eldavél og það voru auðvitað kolakyntar elda- vélar. Fram að þeim tíma voru not- aðar hlóðir. Við fínni bakstur voru notaðir háir bökunarpottar. Bökun- in fór fram á þann hátt að pottinum var sökkt í svarðarglóð upp til miðs, og plata lögð yfir pottinn einnig með glóð. Heldri manna heimili áttu þó lokpönnu, sem var eins konar pottur á þremur fótum. Á honum var lok og upp úr lokinu var strompur. Undir pottinn og ofan á lokið var sett glóð, til þess að bæði fengist undir- og yfirhiti. Mik- ið var haft fyrir hlutunum í þá daga. í bökunarpottinum og lokpönn- unni voru bæði bakaðar formkökur og smákökur, og getum við bara hugsað okkur hversu erfitt hefur verið að fylgjast með bakstrinum á smákökunum. í þá daga var yfir- leitt ekki sett lyftiduft í jólaköku heldur pressuger eða búið til súr- deig. Oft létu húsmæðurnar deigið lyfta sér í volgum rekkjuvoðunum þar sem víðast var mjög kalt í hús- unum. Enn þann dag í dag þurfa ýms- ir að hafa mikið fyrir að fá kökur, sem þeir mega borða, sykursjúkir og aðrir sem hafa ofnæmi t.d. fyrir eggjum eða hveiti, baka sér kökur, sem erfitt er að móta, og telja ekki eftir sér erfiðið. Hér er uppskrift af jólaköku (jólabrauði) úr bók Þóru Andreu Nikolínu Jónsdóttur frá árinu 1858, en sú kaka er með pressugeri og Umsjón: KRISTÍN GESTSDÓTTIR Teikningar: SIGURÐUR ÞORKELSSON önnur uppskrift vorra daga með lyftidufti. Mælieiningar í jólabrauði Þóru Andreu Nikólínu eru framandlegar okkur í dag, en þar eru notuð pund, lóð og matspænir. Pund er 500 g, en 32 lóð eru í einu pundi. Uppskriftin er hér færð á nútímalega íslensku. Jólakaka (jólabrauð) 50 g pressuger 2'/2dl ylvolg mjólk 4 lítil egg 'h dl sykur 250 g smjör 500 g hveiti 6 kardimommur í hýði (1 tsk kardi) 125 g rúsínur 45 g saxaðar möndlur 60 g súkkat 2. Hrærið smjör, egg og sykur saman. 3. Setjið hveitið og mjólkina með gerinu saman við og hrær- ið saman. Þetta á að verða frekar lint deig. Breiðið stykki yfir skálina og látið deigið lyfta sér & volgum stað í um 1 klst. 4. Setjið deigið á hveitistráð borð, afhýðið og steytið kard- imommur og setjið saman við ásamt smátt söxuðum möndl- um, rúsínum og súkkati. Hnoð- ið með hveiti þar til deigið verð- ur seigt. 5. Smyrjið kringlótt djúpt form, þrýstið deiginu þétt ofan í formið. Smyijið að ofan með v *'•..$ eggjarauðu, skerið síðan nokkra - ■ C -■•. ■ áf skurði ofan í brauðið. Leggið stykki yfir formið og látið lyfta sér í 30 mínútur. 6. Hitið bakaraofn í 180°C, blástursofn í 160°C. Setjið form- ið neðarlega í ofninn og bakið í IV2 klst. 7. Kælið örlítið en losið þá úr forminu. Athugið: Þetta brauð geymist vel í frysti. 1. Velgið mjólkina í 37°C, svo að hún verði fingurvolg. Leysið pressugerið upp í henni. Jólakaka vorra daga 400 g lint smjör eða smjörlíki 5 dl sykur 5 eggjarauður 1 dós sýrður ijómi 7 'h bolli hveiti ‘A-l tsk sódaduft 2 tsk allrahanda safi úr 2 appelsínum, U/2-2 dl 200 g saxaðar möndlur 400 g rúsínur 200 g kúrenur 200 g súkkat 5 þeyttar eggjahvítur 1. Hrærið lint smjör (smjörlíki) smástund, setjið sykur út í, hrærið síðan 1 eggjarauðu í senn út í. Hrærið vel saman. 2. Blandið saman hveiti, sódadufti og allrahanda, setjið helming út í, hrærið lauslega saman með sleif. Setjið þá sýrða ijómann og appels- ínusafann út í og loks það sem eft- ir er af hveitiblöndunni. Hrærið ekki mikið eftir að hveiti er komið saman "við. 3. Saxið möndlurnar, setjið út í ásamt rúsínum, súkkati og kúr- enum. 4. Þeytið eggjahvíturnar og blandið varlega saman við. 5. Smyijið aflangt eða kringlótt mót, setjið deigið í mótið. 6. Hitið bakaraofn í 190°C, blástursofn í 170°C, setjið í miðjan ofninn og bakið í 50-60 mínútur. Athugið: Þessi kaka sígur oft saman í miðjunni. Losið hana ekki úr mótinu fýrr en hún hefur kólnað nokkuð. Stuðninqur þinn gæti forbab mörgum frá slysi! Heildarverðmæti vinninga 16.854.OOO, m.a. flaggskipið frá Hyundai og 4 aðrar bifreiðar, vélsleðar, vöruúttektir o.m.fl. Ágœtibifreiðarei^dn Við höfum sentþér happdrœttismiða þar sem fram kemur bílnúmer þitt og hvert hílnúmer hefur sitt ákveðna lukkunúmer. íboði eru 678 vinningar. Þátttaka og stuðningur þinn getur leitt tilfœkkunar slysa á bömum í umferðinni. Það er vinningurinn sem við sœkjumst öll eftir. Endurskinsborði er einfalt öryggistæki - hjálpið okkur að láta ljós barnanna skína ✓ 70 678 6/0 krónur BANDALAG ÍSLENSKRA SKÁTA Landsátak um velferb barna í umferbinni LATUM LJOS OKKAR SKINA « SPARISJOÐU R REYKJAVÍKUR OC NÁCRENNIS
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.