Morgunblaðið - 01.12.1993, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 01.12.1993, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 1. DESEMBER 1993 „Heimtar ekki fósturlands ins freyja eilífan trúnað?“ Bókmenntir Soffía Auður Birgisdóttir Rúnar Helgi Vignisson: Strand- högg. Forlagið 1993. 204 bls. Rúnar Helgi Vignisson er að gera tilraunir sem varða bæði form- og efnislega þætti sagnagerðar í þess- ari nýju bók. Bókin skiptist í þijá hluta sem nefnast fyrri, flugan og seinni. Fyrri og seinni hluti, sem hvor um sig samanstendur af fjórum sögum, ramma inn miðhlutann en þar er ein saga: Badmintonfélagið Strandhögg. Þessar níu sögur eru hver um sig sjálfstæð heild, hver með sínum sögumanni og söguefni. En þær éru tengdar innbyrðis á tvo vegu, annars vegar efnislega og hins vegar í gegnum átthaga- og fjöl- skyldubönd persónanna. Þannig sko- rast verkið undan hefðbu.ndinni skil- greiningu sagna; það er smásagna- safn sem jafnframt er skáldsaga, níu smásögur sem saman mynda eina stóra sögu. í Strandhöggi er Rúnar Helgi Vignisson að fjalla um „það að vera íslendingur". Það er efnið sem teng- ir allar sögurnar og er skoðað frá ýmsum sjónarhornum, þó er fyrir- ferðamest efnið íslendingur í útlönd- um. Sögusviðið er ýmist Ástralía, Bandaríkin, Evrópa eða ísland. Sögumenn þessara sagna eru allir frá ísafirði og tilheyra sömu kyn- slóð. Þetta er fólk á þrítugsaldri sem hefur yfirgefið ísland af ýmsum ástæðum í mismunandi langan tíma. Flestir sögumenn eru karlmenn, það eru þeir og feður þeirra sem mynda persónusafn bókarinnar. Rúnar Helgi leiðir fram fimm feður, átta syni og eina dóttur og er þannig einnig að skoða kynslóðabil - eða þreyttan hugsunarhátt og lífsmáta þessara tveggja kynslóða sem fyrir- ferðamestar eru í bókinni. Titill bók- arinnar, Strandhögg, vísar í tvær áttir, til íslendinga sem eru að „gera strandhögg" í ókunnum löndum (við misjafna frægð) og til badminton- klúbbs á ísafirði sem ber þetta nafn. Badminton er einmitt sá leikur sem tengir saman feðurna fímm: Fjórir þeirra eru mikilsmetnir menn í bæj- arfélaginu, bæjarstjóri, skólastjóri, kaupfélagsstjóri og frystihússeig- andi og hafa þeir spilað badminton saman í yfir tuttugu ár. Hinn fimmti er hins vegar húsvörður í íþróttahús- inu þar sem þeir koma saman til að spila. Feðurnir fjórir, félagarnir í badmintonklúbbnum Strandhöggi, fá aldrei sjálfir orðið í bókinni. Það er í gegnum húsvörðinn Harald sem við fáum nokkra innsýn í þeirra líf. Persóna húsvarðarins er ein skemmtilegasta persónulýsing bók- arinnar og minnir á köflum á karlf- auskinn í Tómas Jónsson: Metsölu- bók eftir Guðberg Bergsson. Harald- ur er orðinn gamall, er kynslóð eldri en Strandhöggsfélagar (kenndi þeim leikfimi í barnaskóla) og man tímana tvenna. Það er hann sem er sögu- maður í miðkafla bókarinnar og er frásagnarhátturinn nokkuð í takt við þankagang hans, hann veður úr einu í annað á nokkuð óskipulegan hátt. Haraldur hugsar um fortíð og nútíð, um erfíða tíma og mótlæti, um konu sína og börn, um badmintonspilar- ana fjóra og þeirra fjölskyldur. Har- aldur safnar blaðaúrklippum og skrifar niður hjá sér eitt og annað - og er frásögnin krydduð með vísun- um í þetta dund. Þessi aðferð minnir mig um margt á Tómas Jónsson, eins og áður er sagt, þó Haraldur sé reyndar ekki enn orðinn eins „sen- ill“ og geðvondur og Tómas. Eins og Tómas er Haraldur fulltrúi gam- alla (úreltra) viðhorfa og í hans frá- sögn er fiandur ungdómsins til ann- arra landa harmað: „Hvurnig getur nokkur maður unnað á annarlegri tungu, mér er spurn, er þetta æ lov jú nema tillært hvak, eins og hvurt annað búbbillibúbb eða gaggalagú? Mín tilgáta er: Saltkjöt upp úr pækli verður aldrei matur á borðum amerí- skra drósa, ekki heldur kútmagar eða hrútspungar. Heimtar ekki fóst- urlandsins freyja eilífan trúnað?“ (131-132). En þótt persóna Harald- ar verði sprelllifandi og skemmtileg í þessum texta er það nokkuð á kostnað hinna feðranna fjögurra sem aldrei ná að lifna í sögunni og vilja reyndar renna saman í eitt, svo Rúnar Helgi Vignisson keimlíkir eru þeir í brölti sínu og brambolti. Þótt saga feðranna sé sá öxull sem frásagnirnar snúast um, byggingar- lega séð, er það yngri kynslóðin sem er þungamiðja bókarinnar. Þær átta sögur sem segja af „börnunum" eru æði .misjafnar að gæðum. Bókin byijar mjög vel með sterkum sögum sem eru afbragðsvel skrifaðar. Benda má sérstaklega á sögurnar Strandstöð og Hendur sundurleitar. Sögurnar í seinni hlutanum eru hins- vegar lakari bæði hvað varðar efni- stök og stíl. Það er eins og höfundur hafi misst „dampinn" og það má teljast táknrænt fyrir þennan gæða- mun að síðasta sagan er samsett af „fullunnum texta“ rithöfundarins (sem jafnframt er sögumaður) og „óunnum glósum" hans. Lélegasta sagan hér, Systralag, fellur fremur undir skilgreininguna „lélegur brandari" en bókmenntir - að mínu mati. Þar er sagt af ungum íslend- ingi sem verður fyrir því óláni að giftast amerískri konu (Mörtu) sem reynist vera án legganga og kostar þessi skortur konunnar miklar hjónaraunir þar til systur hennar (María og Malla) hlaupa undir bagga (eða úndir Bigga öllu heldur) og all- ir lifa „happily ever after“. Þessi saga er full af biblíuvísunum sem þjóna engum tilgangi utan þess að vera vísanir (auka ekki merkingu). Þessi gæðamunur á fyrri og seinni hluta skapar óneitanlega slagsíðu á bókina sem dregur úr áhrifamætti heildarinnar. Að lokum má benda á að Rúnar Helgi Vignisson er undir sterkum áhrifum frá skáldverki Amy Tan, Leikur hlæjandi láns, sem hann þýddi í fyrra. Uppbygging þessara bóka er svipuð og sama hugmynd liggur til grundvallar efni þeirra beggja. Bók Amy Tan fjallar um fernar mæðgur, kínverskar mæður og bandarískar dætur þeirra. Mæð- urnar eru tengdar í gegnum spila- klúbb sem þær voru í þegar þær bjuggu í Kína. Amy Tan er að skoða sambönd mæðra og dætra, stöðu kvenna í austri og vestri, og það sem gerist þegar tveir ólíkir menningar- heimar mætast í lífi einstaklinga. Þetta gerir hún með því að segja margar sögur af mörgum konum sem tengjast aðeins í gegnum klúbb mæðranna. Rúnar Helgi Vignisson sækir því bæði formleika og efnis- lega þætti til þýðingar sinnar. Þann- ig hafa íslenskar þýðingar á erlend- um bókmenntum oft áhrif á íslensk- ar bókmenntir - og auðga þær. 1994 SPÁSTEFNA haldin i 1 löi'da. Hotel I.oftleiöiim. mic'u ikudaginii S. desember 1993. kl. 14,00-17.30 Efnahagshorfur 1994 - „íslensk framtíðarsýn“ aðarráðherra. úrhagfræðings, íjármálastjórá Kl. 15.10 Kl. 15.45 Kl. 16.05 Kl. 14.00 Setning spástefnui^íðn Ásbergsson, formaður SFÍ KJ. 14.10 Framtíðarsýn Sighvats ft.. Björgvinssonar, viðskipta- og iðn Kl. 14.25 FramtíðarSýBPf^junnSf Pálsdóttur, verkfræðings og rekstra hjá fstaki hf. m A Kl. 14.40 Fraratiðscrsýn Hreggviðs Jónssonar, MBA, McKinsey & Co, Stokkhólmi. Kl. 14.55 Framtíðarsýn Ragnars Kjartanssonar, framkvæmdastjóra Aflvaka Reykjavíkur hf. Framtíðarsýfr Benedikts Davíðssonar, forseta AlþýðusambandS íslands. Kaffihlé Spá fyrirtækja um efnahagsþróun 1994. Hagstærðir, kjarasamningar, ríkisbúskapurinn, langtímahorfur. Umsjón Sigurður Ágúst Jensson, viðski KI. 16.25 1994 - Pallborðsumræður: Sighvatur Bjötgvinsson, Þórunn Pálsdóttir, fireggviður Jónsson, Ragnar Kjartansson, Benedikt Davíðsson og Thomas MöHer.'framkvæmdastjóri rekstrardeildar Olís hf., sem jafnframt stýrir umn_______ Spástefnustjóri: Árni Sigfússon, framkvæmdastjóri Stjórnunarfélags íslands KJ. 17.30 Spástefnu slitið. fæðingur. Skráning er hafin í síma 621066 Sighvatur R. Björgvinsson Þórunn Pálsdóttir Ragnar Kjartansson Sigurður Ágúst Jensson Thomas Möller Arni Sigfússon Stjórnunarfélag íslands Ánanaustum 15, sími 621066 Jón Ásbergsson Benedikt Davíðsson Gylfi Árnason og Helgi Pétursson með mynd Garðars „Skarðsheið- in“ á milli sín á fyrstu sýningunni sem haldin er í nýja galleríinu. Gallerí Listinn Fyrsta listgalleríið í Kópavogi FYRSTI sýningarsalurinn fyrir myndlist hefur verið ópnaður í Kópavogi. Salurinn er til húsa að Hamraborg 20a og heitir Gall- erí Listinn. Stofnendur og rekstraraðilar gallerísins eru þeir Helgi Pétursson og Gylfi Árnason. Þeir hafa rekið rammagerð og sýningarsal að Síðumúla 32. Sá staður ber sama nafn þ.e. Gallerí Listinn. í framtíðinni er áætlað að öll starfsemin flytjist til Kópavogs, en þar er nú einungis rekinn sýning- arsalur. Salurinn hóf starfsemi sína með sýningu á pastelmyndum eftir myndlistarmanninn Garðar B. Sig- valdason. Verkin eru landslags stemmningar sprottnar útfrá hug- leiðingum um haustið. Sú sýning stendur til 4. desember. Ætlunin er að opna nýja sýningu aðra hveija helgi. Þannig að gestir staðarins geti gengið reglubundið að nýjum sýningum í Hamraborg- inni. Nýjar bækur Viðburðarík flugmannsævi Eftir Þorstein E. Jónsson í FYRRA kom út bókin „Dansað á háaloftum". Þar sagði Þor- steinn E. Jónsson frá æskuárum og þátttöku sinni í heimsstyrjöld- inni síðari sem orustuflugmaður í breska flughernum. Nú birtist síðara bindi endurminninga hans, „Viðburðarík flugmanns- ævi“. Þorsteinn segir frá því hvernig var umhorfs í innanlandsfluginu þegar hann hóf störf hjá Flugfélagi Islands í janúar 1947 og ýmsum ævintýrum sem hann lenti í á byij- unarárum millilandaflugsins. Síðan frá lífi í flugmannsstarfí erlendis, Setberg gefur út. Bókin kostar 3.350 krónur. Þorsteinn E. Jónsson % % ; l I I I i I I i i i i ! =T
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.