Morgunblaðið - 01.12.1993, Blaðsíða 56

Morgunblaðið - 01.12.1993, Blaðsíða 56
56 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 1. DESEMBER 1993 OLAFIA HRÖNN JONSDOTTIR Varfeimin eins og flestir unglingar Eg ólst upp á Höfn í Hornafirði og ég held ég hafi nú verið frekar hress unglingur. Við vorum alltaf að fíflast, ég og Anna Lú vinkona mín. Við unnum í frystihúsinu á sumrin og við bara fífluðumst í gegnum vinnuna. Við vorum eiginlega gangandi skemmtikraftar. Ég var samt auðvitað feimin eins og flestall- ir unglingar eru. Mér fannst til dæmis voða- lega erfitt að þurfa að tala fyrir framan allan bekkinn í skólanum. Þegar ég var í svona ræðutímum var ég svo hrædd um að það kæmi að mér að ég fékk stundum svima. Svo var maður líka alveg hræðilega feiminn við fólk sem maður bar virðingu fyrir. Ef einhver manneskja sem ég leit upp til heilsaði mér, þá roðnaði ég. Það þurfti ekki meira. En ég var voðalega misjöfn. Ég gat verið ofsalega opin einn daginn, en þann næsta var ég skriðin inn í skel. Vandræðalegt atvik Verdur Saddam kona? Nafn: Sigríður Vigdís Þórðardóttir. Heima: Njarðvík. Aldur: 15 ára. Skóli: Holtaskóla Keflavík. Sumarstarf: Ég vann í ungl- ingavinnunni og fór svo í sveit. Helstu áhugamál: Leiklist, íþróttir, björgunarsveitastörf og rök- ræður. Uppáhalds hljómsveit: SSsól. Uppáhalds kvikmynd: Dalalíf. Besta bókin: Bækurnar um ísfólkið. Hver myndir þú vilja vera ef þú værir ekki þú? Nilla vinkona mín. Hvernig er að vera unglingur í dag? Það er ógeðslega skemmtilegt, en samt er alltaf verið að efast um ungl- inga og við erum öll sett undir sama hatt. En það skiptir kannski ekki öllu máli, ég skemmti mér rosalega vel. Hverju myndir þú vilja breyta í þjóðfélaginu? Atvinnuleysinu, ég vildi það burt. Og nýja ríkisstjórn skipaða ungl- ingum. Hvað er það skemmtilegasta sem þú gerir? Mér finnst skemmtilegast að vera í fijálsum íþróttum. Hvað er það leiðinlegasta sem þú gerir? Mér finnst ekki margt leiðinlegt, ætli mér finnist ekki leiðinlegast að rífast við Stínu. Hvað ætlar þú að verða þegar þú verður stór? Skartgripahönnuður. Hvað gengur þú með í vösunum? Lykla af handjárnunum mínum og skápnum í skólanum, hálsmen sem er lukkusteinninn minn og tyggjóbréf. Viltu segja eitthvað að lokum? Mun- ið geimbúann '94. STJÖRNUR.CG <5 F FISKAR * Ég var frekar seinþroska líkamlega. Maður næstum því vaknaði upp einn daginn með bijóst. Svo var það einhvern daginn að ég fór inn í bekkinn hjá eldri krökkunum í frímínútum. Ég hef verið eitthvað óvenju opin þennan dag vegna þess að þetta tíðkaðist ekki. Það vogaði sér enginn inn í bekk til þeirra sem voru eldri. En ég fer semsagt þarna inn og Grétar Örvarsson sem var nemandi í þessum bekk snýr sér við, pikkar í bijóstið á mér og segir: „Nei sko, Lolla bara komin með bijóst.“ Ég get svar- ið það að ég leystist upp í frumeindir. Þetta var svo ofboðslega viðkvæmt mál, sérstak- lpga þar sem ég var svona seinþroska. Og ég hataði hann í langan tíma eftir þetta. Ákvað að verða leikkona Ég ákvað mjög snemma að verða leik- kona. í fyrsta skipti sem ég sá leikrit á sviði fann ég að þetta var eitthvað fyrir mig. Þetta var eitthvað sem ég gat gert, ég bara fann það. Nú, við vinkonurnar vor- um alltaf að búa til leikrit og tókum þátt í öllum skemmtunum sem við mögulega gátum. Mér var skítsama um skólann og vildi miklu frekar vera að æfa í einhveijum leikritum. Og þá hugsaði ég með sjálfri mér: Af hveiju ekki að fara að vinna við þetta fyrst þetta er það skemmtilegasta sem ég geri. En það fóru mörg ár í einhveijar ijndarlegar áhyggjur um að ég gæti aldrei orðið leikkona. Ég man eftir því að í hverri einustu rútuferð á Laugarvatn þegar ég var þar í menntaskóla horfði ég þunglynd út um gluggann og hugsaði um hvað ég ætti að gera ef ég gæti ekki farið í leiklist. Þegar ég var 18 ára reyndi ég fyrst við leik- listarskólann en komst ekkert áfram. Ég held ég hafi hálfpartinn ver- ið með einhveija stæla allan tímann. Svo ákvað ég að klára menntaskólann og fór aftur í inntökupróf um leið og ég var í stúdentsprófum. Það hjálpaði mér mjög mikið að það var stelpa sem sagði við mig þegar ég var í prófun- um: „Lolla vertu bara eins og þú ert og þá kemstu inn.“ Ég gerði það og komst inn. Að lokum Ég veit eiginlega ekki hvað ég ætti að segja að lokum. Ég held að unglingar viti alveg hvað þeim er fyrir bestu, það er erfið- ara að fara eftir því. Eftirfarandi grein um aðgerðir amer- ísku leyniþjónustunnar birtist í vikuritinu The Sun. Eftir að hafa mistekist að ráða niðurlögum Saddam Hussein í Persaflóastríðinu ákvað ameríska leyniþjónustan að reyna nýjar aðferðir. Þær felast í því að lauma kven- hormónum í mat Saddams og breyta honum þannig hægt en örugglega í konu án hans vitundar. Samkvæmt heimildum í Baghdad eru Bandaríkin með njósnara af írökskum upp- runa í höll Saddam Hussein og hafa þeir smyglað kvenhormóninu estrogen daglega í mat hans frá því í júlí. Með þessu hyggj- ast þeir gera einræðisherrann að athlægi í Mið- Austurlöndum með þeim að honum verði steypt af stóli. Sérfræðingar eru sannfærðir um að hormónaskammturinn muni duga til að Vil ríkisstjórn skipaða unglingu breyta honum í konu og hefur leyniþjónust- an staðfest að þegar sé farið að bera á árangri. „Saddam er nú þegar farinn að tapa svarta skegginu og rödd hans hefur greinilega hækkað,“ er haft eftir heimildar- mönnum úr röðum Bandaríkjastjórnar. Breytingin er ekki enn orðin það áberandi að hinn almenni borgari taki eftir henni, en hún fer ekki framhjá þjálfuðum augum leyniþjónustunnar. Það sem án efa er vandræðalegast fyrir Saddam er að það eru nú þegar farin að myndast á hann bijóst. „Hann reynir að fela þau með því að vera í aukafötum und- ir herbúningnum, en bijóstin voru samt sem áður greinileg. Ég er viss um að Saddam hefur ekki hugmynd um hvað er að gerast líkama hans. En eftir u.þ.b. ár ætti öllum að vera orðið ljóst að einræðisherran- um í írak hefur verið breytt í konu.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.