Morgunblaðið - 01.12.1993, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 01.12.1993, Blaðsíða 44
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 1. DESEMBER 1993 44 Minning Flosi Bjömsson á Kvískeijum Fæddur 13. desember 1906 Dáinn 19. maí 1993 Haustið hefur kvatt okkur, gróður 'er sölnaður og farfuglar flognir til sælli heimkynna. Síðustu fjárbílamir hafa verið á ferðinni að undanförnu austur á Höfn. Veturinn er framund- an. Þakklát megum við vera fyrir sumarið og stillur haustsins. Eitt er að baki, annað tekur við. Áfram skal haldið á vit hins óþekkta, klukk- an tifar og afmarkar okkur skeið, og fyrr en varir er dagurinn liðinn, eins og sumarið góða. Vinir berast burt með tímans straumi og heltast úr lestinni einn af öðram. Enn þeirra sem ekki leggur upp í nýjan vetur með okkur hinum er Flosi Bjömsson á Kvískeijum. Hann hafði, nú á útmánuðiftn, farið á Skjólgarð, Höfn, til aðhlynningar, enda heilsan tekin að daprast á langri vegferð, en andinn óbugaður. Allt virtist á góðri leið, og ekki stóð annað til en að Flosi færi aftur heim. Af því varð þó ekki, það var eins og Flosi vissi að hveiju dró, hann stóð til brautar búinn, uns þar kom að hann sofnaði hinsta svefninum inn í sumamóttina, er skammt lifði til hvítasunnu, hátíðar andans helga er gerir alla hluti nýja. Einn þáttur í lífssögu Öræfasveitar var á enda rakinn og kemur ekki aftur. Flosi var fæddur á Kvískeijum 13. desember 1906, einn af systkina-- hópnum stóra í fremsta háskóla í sveit, eins og Kvísker hefur stundum verið nefnt. Hann var elstur af níu bömum þeirra hjóna Bjöms Pálsson- ar og Þrúðar Aradóttur, er upp kom- ust. Björn var einstakt valmenni, traustur maður og úrræðagóður, er var öðram fremur kjörinn til ferða- laga og fylgdar yfir vötnin mörg og ströng. Þrúður Aradóttir Hálfdánar- sonar á Fagurhólsmýri var ein af þessum heilögu skaftfellsku konum, er jafnan mat skyldur sínar meir en réttindin. En jafnvel þar var ekki látið staðar numið. Um miðja öldina tóku þau hjón vangefna telpu í fóst- ur, og átti hún síðan öruggt skjól á Kvískeijum, allt fram á síðustu miss- eri. Efalaust hefur hún átt marga andvökunóttina á áram áður, þegar Bjöm var í tvísýnni ferð, bömin heima ung og smá, og annir miklar á fjölmennu heimili. Öllu var þar vel til skila haidið, eftir því sem aðstæð- ur leyfðu, enda minnist Ingunn frá Komsá fagurlega föður hennar fyrir höfðingsskap og snyrtimennsku, en Ari bjó þá á Odda á Mýram. Kvísker taldist engan veginn í röð betri jarða, en þó fór það orð af, að þar mætti löngum bjarga sér á sel- og silungsveiði. Framrás jökla og vatnaágangur á ofanverðri 19. öld léku jörðina grátt. Ótrúlegt er að hugsa sér alla þá erfiðleika og tor- leiði er þama vora á fyrstu áratugum þessarar aldar. Úthagar voru nánast engir, engjaheyskap varð að stunda úti á Fagurhólsmýri, e.t.v. var það lengsti engjavegur á landinu. Árnar að austan höfðu kastað sér í Eystri- Hvamm og slógu sér þaðan vestur að litla túnstæðinu á Kvískeijum, þaðan út alla aura og eirðu engu. Að vestan unnu Eystri-Kvíá og Vatt- ará sitt eyðingarverk. Allt var svart og gróðurvana. Það er erfitt að átta sig á fortíðinni, þegar horft er heim að þessum unaðsreit á Kvískerjum í dag. Náttúrafar hefur tekið svo stórkostlegum breytingum, umskipt- in hafa verið svo ör. Jöklar hopuðu, ámar fundu sér hagfelldari farveg. Nýtt landnám var hafíð með fyrir- hleðslum og nýrækt, ekki með neinni Ieiftursókn, heldur af þeirri útsjón og seiglu sem aldrei spyr um dag- laun að kvöldi. Þetta var staðurinn hans Flosa, og reyndar allra hinna líka, að Páli bróður hans undanskildum, er ólst upp hjá móðurfólki sínu í sveitar- miðju á Fagurhólsmýri, og varð þar heimili sínu og sveitarfélagi stoð og stytta æ síðan. í minningunni er saga Flosa svo samofin Kvískeija- fólkinu, að oft er eins og eigi verði aðgreiningar þörf. „Heimilisfólkið Kvísketjum", stóð gjarnan utan á jólapóstinum. Þar vora allir fyrir einn og einn fyrir alla. En þó hafði hver sinn sérstaka blæ, — blæ sem er umvafinn þokka, hlýju og birtu áranna liðnu, — ekki hvað síst hjá okkur sumarbörnunum, sem voram svo lánsöm að fá að dvelja þar ár eftir ár. Það var á við margan há- skólann, enda var þetta menningar- heimili. Vera má að Kvískeijamenn hafi ekki látið heillast af skarkala heims- ins, en þeir voru of hagsýnir til að vera kyrrstöðumenn. Þeir tileinkuðu sér fljótlega alla tækni og kunnu manna best að búa sér í hendur. Þar var ekki rasað um ráð fram. Þeir kunnu líka að umgangast böm, Kvískeijamenn. Aldrei hef ég séð kenningar Rousseu, hins mikla uppeldispostula, útfærðar á jafn sannfærandi hátt. Kynslóðabil fyr- irfannst ekki, þar var talað við böm- in eins og mynduga einstaklinga, aldrei aðfinnslur né nöldur, þar ríkti hlýja og eindrægni, ásamt þeirri hófstillingu sem er nauðsynleg til þroska. Húmor þeirra var smágervur og bjartur upp á skaftfellskan máta, aldrei meiðandi, þar var aldrei reynt að prédika né móralísera, en umræð- urnar vora uppbyggjandi og for- dæmið hollt. Þetta var með afskekktari bæjum á landinu, 16 kílómetrar til Hnappa- valla vestan Kambsmýrarkambs og stutt að jökulrótum. í austri gnæfðu Suðursveitarfjöllin í bláma fjarlægð- ar, og í suðri brotnaði úthafsaldan við sendna ströndina. Þetta stór- brotna og fagra umhverfi var þó vettvangur örlagaþrunginna atburða hér áður fyrr. Skipbrotsmenn hrökt- ust á eyðisöndum, Breiðármerkur- jökull varð bróður Björns að aldurt- ila, Sigurður á Kvískeijum féll í djúpa jökulsprangu, en varð borgið úr helgreipum íssins. Hann söng sálma og það varð honum til lífs, leitarmenn runnu á hljóðið. En ef til vill var ekki neitt er til frásagnar horfði á þessum áram um miðja öldina, engir stórviðburðir né æsileg tilvik á afskekktum bæ. Lífið gekk sinn vanagang við háttbundin störf á mannmörgu heimili í Öræfa- sveit. Þó var eins og alltaf væri eitt- hvað merkilegt að gerast á hveijum degi, alltaf til einhvers að hlakka, — hvort heldur var haldið í Ærfjall til rúnings, eða á töðuvöllinn út á túns- hala, — hvort heldur var verið að smala aurana, eða haldið út á Stóra- Svæðu eða Húsfit á Fagurhólsmýri með orfið og hrífuna. Smám saman held ég að við sumarbömin höfum sogast inn í þennan bjarta og bæt- andi heim, heim sem vissulega lét okkur ekki ósnortin. Það er að vísu aldrei hægt að endurvekja sæludaga æskunnar, aldrei að fullu, — en það er hægt að oma sér við minningarn- ar og þakka fyrir liðinn og ljúfan dag. Og því kviknar ljós af ljósi í endurminningunni. Þama var hann Flosi Bjömsson á heimavelli. Hann ólst upp á Kvískeij- um og átti þar heimili alla tíð. Óvenjulegir námshæfileikar hans vöktu snemma athygli, en um skóla- göngu fór að þeirra tíðar hætti, ein- hveijar vikur í farskóla, annað ekki. Fullur hugur mun hafa verið á því að senda Flosa til frekara náms, en af því varð þó ekki. Hygg ég að þar hafi komið til fjarlægðir til mennta- setra og hlédrægni Flosa sjálfs. En hann var í raun og vera allt lífið að læra, athyglisgáfan var rík, minnið trútt og vísindahyglin mikil. Honum auðnaðist að verða handgenginn höfuðtungumálum álfunnar með að- stoð málakennslu útvarpsins og orðabóka, en umfram allt eigin elju og staðfestu. Óhætt mun að segja að Flosi hafí verið þurftalítill um eigin hag, en hann veitti sér þann munað að kaupa bækur. Hann las óhemju mikið, íslensk rit og erlend, einkum um náttúravísindi og sögu. Honum var, eins og bræðrum hans, einkar hugleikið að gaumgæfa það er fyrir augu bar í ríki náttúrannar, og varð er tímar liðu að sérfræðingi í jarðvísindum og jöklafræði, enda var umhverfi hans einstakt í sinni röð. Oft var hann túlkur erlendra háskólamanna og jarðfræðinga, er kunnu vel að meta einstæða hæfí- leika hans á sviði fræðanna. Ætla má að mörgum nýliðanum í hópnum hafi rekið í rogastans, þegar þessi yfirlætislausi og hógværi bóndi kom með skarpar athugasemdir, studdar eigin ályktun og vísindalegum rök- um. Flosi vann lengi að mælingum á ferli jökla, breytingum á strand- lengjunni og sá um úrkomumælingar á Kvískeijum. Eins og fleiri góðir liðsmenn hins Unga íslands í árroða aldarinnar var hann áhugamaður um ræktun lands og lýðs og á undan sinni samtíð varðandi náttúru- og gróðurvemd. Ég sá hann stundum úða skordýra- eitri á gerðarlegustu birkihríslumar í Amarbæli í Eystri-Hvammi, og skrúðgarðurinn á Kvískeijum vakti almenna aðdáun. Flosi hafði ávallt mikinn áhuga á ýmsum jurtaafbrigð- um og tilraunir með þau, og íslenska gullaugað hér í Öræfum er að mestu komið út af fáeinum kartöflum sem Flosi útvegaði sér. Er ekki sönn menning í því fólgin að rækta garð- inn sinn í eiginlegri og óeiginlegri merkingu, — í því að klæða landið og rækta sinn innri mann með því að miðla þar öðram af góðu hjarta, að hætti Flosa? Hann var alvöramaður í sér þótt hann kynni vel að taka gamni, bjó að sterkri og agaðri skaphöfn og kunni að skipuleggja tíma sinn vel, — formfastur í háttum, þó án alls yfírlætis. Flosi var enginn auðráðinn persónuleiki, en það var hógvær og mildur ylur yfir öllu tali hans, innbor- in háttvísi án fordóma og alhæfinga. Auðvitað var hann okkur sumar- krökkunum hinn mesti happafengur. Það var ekki svo lítilsvert að eiga aðgang að slíkum viskubranni. Ung- lingar hændust að honum og þótti vænt um þennan sérstæða öðling. Flosi ritaði ýmislegt um hugðar- efni sín í tímarit, einkum á sviði jarðvísinda. Hann á tvær afbragðs- greinar í nýútkomnum Skaftfellingi, aðra um Breiðármerkurlón, hina um skipsstrand á Hnappavallafjöra 1817. Flosi var reyndar að vinna að sögu skipstranda í Öræfum og Suð- ursveit, er hann lést. Þar hefur ekki verið kastað til höndum, enda var Flosi prýðilega ritfær og jafnframt ráðinn í að hafa það eitt fyrir satt er sannara reyndist. En hann lét aldrei til sín taka á félagsmálasviðinu. Hann hafði hvorki áhuga né áráttu til að vasast í annarra málefnum, en var athug- Fæddur 16. mars 1920 Dáinn 20. nóvember 1993 Laugardaginn 20. nóvember lést á Hrafnistu í Hafnarfirði tengdafaðir minn Ólafur Kristj- ánsson, áður til heimilis í Löngu- hlíð 13. Foreldrar hans voru Guð- rún Ólafsdóttir og Kristján Kristj- ánsson. Hann var yngstur fímm systkina og eru þau öll látin.. Ólaf- ur var kvæntur Margréti Jónsdótt- ur úr Reykjavík sem látin er fyrir þremur árum. Þau áttu þijú böm. Elst er Guðrún Þuríður sem er ekkja eftir Charles Burrell, þau eiga tvo syni, Carl Ólaf og Christ- ian Friðrik; Jón Kristján sem býr með undirritaðri og eiga þau tvo syni, Ólaf Kristján og Davíð, einn- ig á Jón tvö fósturbörn, Huldu og Steingrím. Yngst er svo Jóna Guð- björg, gift Guðmundi Bjömssyni og eiga þau þijá syni, Bjöm, Hilm- ar og Hjört. Óli var mikill dugnaðarforkur og ósérhlífínn. Hann átti við göm- ul meiðsl að stríða frá því að hann var til sjós ungur maður. Meiðslin ull áhorfandi á það sem var að ger- ast á líðandi stund. Og ekki var honum orða vant, er honum þótti það ómaksins vert. Árið 1959 kom Flosi fram í hinum geysivinsæla spurningaþætti Sveins Ásgeirssonar, og skyldi svara spurn- ingum um Vatnajökul. Hann gisti í foreldrahúsum mínum í Reykjavík, og einhvem veginn skipuðust mál svo, að ég fór með honum og var þama viðstaddur í klappliðinu í út- varpssal. Énn í dag sé ég hann Flosa fyrir mér standa teinréttan upp við hljóð- nemann og öll þjóðin hlustaði í of- væni. Öllu var svarað viðstöðulaust af öryggi þess er veit, — og bætt um betur með ýmsum undantekning- um og vafaatriðum, enda sagði Ólaf- ur Hansson, sá fjölfróði maður, eft- irá að svona menn væri ekki hægt að spyija. Þeir hefðu hreinlega verið í vandræðum með að semja spurn- ingarnar. Auðvitað fylltist ég stolti fyrir Flosa hönd. Nokkrum áram síðar lék svo Hálfdán bróðir hans sama leikinn, er spurt var um grasa- fræði. Er ekki tilvera okkar á stundum undarlegt ferðalag, eins og Tómas skáld kveður. Öll eram við gestir á Hótel Jörð, þar sem óvægin sam- keppni ríkir um að krækja sér í nógu þægileg sæti. En eru sumir sem láta sér lynda það að lifa úti í homi, óáreittir og spakir. Því það er svo misjafnt sem mennimir leita að og misjafn tilgangurinn sem fyrir þeim vakir. (Tómas Guðmundsson) Ég er ekki viss um að Flosa hafí hentað að safna auðs- og hefðar- höfðu verið að ágerast í seinni tíð og tók hann þá áhættu að fara í aðgerð sem gæti brugðist til beggja vona. Svo illa fór að hann lamaðist að stórum hluta og var svo til algerlega upp á aðra kom- inn með allar daglegar þarfír. En á Grensásdeild Borgarspítalans náði hann sér það vel með sínum ótrúlega dugnaði og viljaþreki, að hann gat að mestu leyti bjargað sér á ný. Óli gat verið hijúfur á yfírborðinu en undir niðri leyndist gott hjarta. Við sátum oft og spjölluðum. Hann gat sagt mjög skemmtilega frá og þó að við værum ekki alltaf sammála kom okkur alltaf vel saman. Það líður að jólum og eigum við í Fjarðarásnum eftir að sakna þess að hafa ekki Óla afa hjá okkur eins og mörg undanfarin jól. Óla líkaði mjög vel á Hrafnistu og var búinn að koma sér vel fyr- ir. Þar eignaðist hann góða vini bæði meðal vistmanna og starfs- fólks. Þökkum við þeim vinsemd- ina og notalegheitin við hann. Nú að leiðarlokum þakka ég þér fyrir Olafur Krisijáns- son - Minning völdum á heimsins vísu, ekki heldur að sitja á prófessorstóli, sem hann hafði þó alla burði til. Hugur og heimur era stór orð, oft misskilin. Flosi undi sér á kæram reit í ró, á afskekktum stað að vísu, en hann hafði allan heiminn innan seilingar. Stundum virtist hann hafa sagnar- anda um allt það er máli skipti, ekki aðeins á sviði náttúruvísinda, heldur einnig í sögu, bókmenntum og listum. Hann var sín eigin aka- demía, og því er engin tilviljun að Kvísker hefur verið nefnt fremsti háskóli í sveit. Það er trúa mín að Flosi hafí lif- að innihaldsríku lífi í samræmi við eðli sitt og skaphöfn, átt sínar gleði- stundir í fræðunum og ræktun innri manns. Hann unni þeim stað er hann helgaði sér og missti aldrei löngun til þess að eiga sinn þátt í viðreisn hans og sæmd. Það er ipargs að minnast og margt að þakka frá áranum liðnu, svo ótal margt til umhugsunar og eftirbreytni er við leggjum nú upp í nýjan lífsáfanga um vetumætur. Af systkinahópnum stóra á Kví- skeijum era á lífi þau Guðrún yngri, Sigurður, Helgi og Hálfdán. Látin era, auk Flosa, þau Ingimundur, Ari, Guðrún eldri og Páll. Þau sótt- ust hvorki eftir viðurkenningu né mannvirðingum, utan þeirri einu sönnu viðurkenningu sem vel unnið verk og gott hjartalag skapar. Guð blessi horfna vini. Það var háttur Flosa að lesa lengi uppi í rúmi á síðkvöldum, en við sváfum andfætis í gömlu baðstof- unni á Kvískeijum. Öbrigðult merki þess að mál væri að sofna, var að Flosi slökkti á leslampanum síðastur manna, trekkti vasaúrið sitt og lagði á hilluna undir súðinni. Og þá varð allt svo öraggt og óhætt að láta sig líða inn í draumalandið og safna kröftum fyrir nýjan og heillandi dag. Úti fyrir ríkti heið sumamótt- in, þar sem ekkert rauf þögnina nema fjarlægur niður úthafsins og einstaka kjói, sem var að fara með kvöldbænina sína úti á Mosum. En nú hefur ljósið verið slökkt og úrið trekkt í hinsta sinn, og það er mál að kveðja og þakka fyrir langan og hugljúfan dag, — þakka fyrir alla þá sæmd og þolinmæði sem hann sýndi okkur er minna viss- um, — þakka fyrir alla góðvildina og tryggðina hans Flosa, sem var í senn trútt átthagabam og heims- borgari, eins og þeir gerast bestir. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. (V. Briem.) Einar G. Jónsson, Kálfafellsstað. allt, Óli minn, en ég veit að þér líður vel þar sem þú ert nú kom- inn. Endurminningin um góðan tengdapabba og vin mun lifa. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (V. Briem.) Guðlaug Steingrímsdóttir.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.