Morgunblaðið - 01.12.1993, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 01.12.1993, Blaðsíða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 1. DESEMBER 1993 Úrskurður kjaranefndar í launamálum um kjör presta lagður fram Laun presta í dagvinnu hækka um rúmlega 25% ÚRSKURÐUR kjaranefndar í launamálum presta sem lagður var fram I gær felur í sér, að þeir sem lengsta hafa starfsreynslu og mesta menntun fá litla hækkun að sögn formanns Prestafélags Is- lands, Geirs Waage. Hann sagði í samtali við Morgunblaðið í gær að prestar væru ánægðir með að hafa loks fengið niðurstöðu þótt deila mætti um ágæti hennar. Geir sagði mjög margt í úrskurðinum, sem er afturvirkur frá 1. júní á þessu ári, þarfnast nánari útskýr- inga. Til dæmis sé ekki tekið fram hvort þeir föstu yfirvinnutímar sem tilgreindir eru í niðurstöðunni vegna yfirvinnu, óreglulegs vinnu- tíma og bakvakta, komi í stað álags sem prestar fengu greitt fyrir vinnu á helgi- og frídögum. Formaður kjaranefndar, Guðrún Zoega, sagði úrskurðinn einfalda launakerfí presta, dagvinnulaun hefðu verið hækkuð, aukavinnugreiðslur ákvarðaðar og starfsaldurshækk- anir afnumdar. Laun presta, fyrr og nú 105-115.000 auk 28-32 yfirvinnu- stunda á mánuði 115-120.000 auk 36-38 yftvinnu- stunda á mánuði 81.844 86.828 86.828 FYRR, laun skv. taxtaskrá frá 1. maí 1992 NU, skv. úrskurði kjaranefndar I úrskurði kjaranefndar segir að dagvinnulaun sóknarprests, sem þjónar færri en 1.000 sóknarböm- um, skuli vera kr. 105.000 á mán- uði. Ennfremur skuli greiða honum 28 yfirvinnustundir á mánuði vegna yfirvinnu, óreglulegs vinnutíma og bakvakta. Dagvinnulaun sóknar- prests sem þjónar 1.000-4.000 sóknarbörnum skulu vera 110.000 á mánuði auk 30 yfirvinnustunda. Séu sóknarbömin fleiri en 4.000 skulu dagvinnulaun vera 115.000 á mánuði auk 32 yfirvinnustunda. Dagvinnulaun sérþjónustuprests, þ.e. fanga- eða sjúkrahúsprests, verða 115.000 á mánuði auk 35 stunda yfirvinnu. Dagvinnulaun prófasts sem þjónar sem sóknar- prestur skulu vera frá 115.000- 120.000 á mánuði, auk 36-38 yfír- vinnustunda, eftir fjölda sóknar- bama, samkvæmt sömu skilgrein- ingu og að framan greinir. Dag- vinnulaun dómprófasts verða kr. 125.000, auk 40 stunda yfirvinnu. Laun vígslubiskupa skulu vera 200.000 krónur á mánuði segir ennfremur í úrskurðinum. Starfsaldurshækkanir afnumdar Ef taxtaskrá fyrir félög utan bandalaga frá 1. maí 1992, sem prestar fengu greitt eftir, er tekin til hliðsjónar kemur fram að sóknar- prestur með þriggja ára starfs- reynslu fékk áður 81.844 krónur á mánuði í grunnlaun. Ef viðkomandi hafði aflað sér aukinnar menntunar vom grunnlaunin 84.299 krónur og 86.828 krónur fyrir prófasta og presta með doktorsgráðu og þriggja ára starfsreynslu. Ef laun prests í Reykjavík með próf frá 1961 eru tekin til hliðsjónar kemur fram að viðkomandi fékk 100.533 krónur í grunnlaun samkvæmt fyrri samn- ingi. Á dagvinnulaun fá prestar greitt óþægindaálag fyrir vinnu á helgi- og frídögum, persónuuppbót, fatapeninga, greiðslu fyrir akstur, húsaleigu, síma- og skrifstofu- kostnað auk póstkostnaðar. Þessir liðir heyra undir dóms- og kirkju- málaráðuneytið og hafa verið til endurskoðunar allt þetta ár því prestar vilja fá leiðréttingu á þeim líka að sögn Geirs Waage. Votviðrasamt 1 nóvember Mesta úr- koma frá árinu 1918 ÚRKOMA í Reykjavík í nóv- ember er sú mesta sem mælst hefur síðan samfelldar mæl- ingar hófust árið 1920 eða rúmlega 250 millimetrar sem er um þreföld meðalúrkoma í þessum mánuði, sem er 73 millimetrar. Trausti Jónsson, veðurfræðingur, segir að ill- viðriskaflar í nóvember séu engin nýlunda í veðurfari hér en eins og úrkomutölur beri með sér hafi ríkt slagveðurs- rigning og eigi tveir slíkir kaflar stærstan þátt í að óvenjulega bláutt hafi verið í mánuðinum,- Trausti segir allar kenningar þess efnis að haustlægðir séu óvenju harðar nú úr lausu lofti gripnar, og fyrir utan óvenjulega mikla úrkomu á suður- og suð- vesturlandi hafí veðurfar í nóv- ember verið innan eðlilegra skekkjumarka. „Við höfum meira að segja sloppið tiltölulega vel undanfarin ár miðað við það sem oft hefur verið áður,“ segir . Trausti. Hann segir að mesta úrkoma sem mælst hefur í Reykjavík í nóvember hafí verið á seinustu öld, um 292 millimetrar árið 1842, en mikið vanti upp á mælingar frá þeim tíma til 1920. Þjóðskjalasafn Islands Fram til fullveldis Sýning á skjölum og ljósmyndum SÝNINGIN Fram til full- veldis verður opnuð í húsa- kynnum Þjóðskjalasafns ís- lands á Laugavegi 162 í dag. Á sýningunni eru skjöl og myndir frá tímabilinu 1830 tU 1920. Forseti íslands, frú Vigdís Finnbogadóttir, mun verða viðstödd opnun sýn- ingarinnar kl. 11 en sýning- in verður opin almenningi frá kl. 14. Ólafur Ásgeirsson þjóðskjala- vörður sagði á blaðamannafundi, sem efnt var til vegna sýningar- innar, að með henni vildi Þjóð- skjalasafn íslands minnast þess að nú eru liðin 75 ár frá því ísland varð fullvalda ríki í konungssam- bandi við Danniörku. Skjölin á sýningunni spanna tímabilið frá 1830 til 1920, frá því er fyrst var farið að impra á breytingu á lands- réttindum og þar til Islendingar urðu fullvalda þjóð með eigin stjórnarskrá, þjóðfána og skjaldar- merki. Nýr sýningarsalur Sýningin er í nýjum sýningarsal í húsnæði Þjóðskjalasafns íslands á Laugavegi 162. Hún verður opin frá kl. 14 til 18 frá þriðjudegi til laugardags allan desembermánuð. Skjölin á sýningunni eru að mestu leyti úr Þjóðskjalasafni íslands en einnig úr Ríkisskjalasafninu danska, skjalasafni Alþingis og handritadeild Landsbókasafns. Myndir af mönnum og skjölum eru að mestu leyti eftirtökur af mynd- um og handritum í Þjóðminjasafni. Formaður bankaráðs íslandsbanka Ummælin hafa ekkert með formennsku í bankaráði að gera Morgunblaðið/RAX Sýningin kynnt FRÁ blaðamannafundi Þjóðskjalasafns íslands. F.v. Einar Laxness skjalavörður, Gunnar Sverrisson skjalavörður, Stefán Hjartarson skjalavörður, Ólafur Ásgeirsson þjóðskjalavörður og Björk Ingi- mundardóttir slqalavörður. KRISTJÁN Ragnarsson, formað- ur LÍÚ, sem jafnframt er formað- ur bankaráðs íslandsbanka, segir að ummæli hans um gífurlega rekstrarörðugleika Vinnslustöðv- arinnar í Vestmannaeyjum, og fullyrðing hans í þá veru að fyrir- tækið hefði enga fjármuni til þess að greiða veiðileyfagjald, séu ein- vördungn byggð á ummælum Sig- hvats Bjarnasonar, framkvæmda- stjóra Vinnslustöðvarinnar, í ræðu og riti. „Þessi ummæli mín hafa nákvæmlega ekkert með for- Meírihluti Alþýðuflokks í bæjarstjórn Hafnarfjarðar Séð til þess að húsnæðis- nefnd skfli hlutverki sínu MEIRIHLUTI Alþýðuflokks í bæjarstjórn Hafnarfjarðar vísaði frá til- lögu meirihluta húsnæðisnefndar, m.a. um að leggja niður stöðu for- stöðumanns og krefjast viðskiptafræðiþekkingar þegar ráðið yrði í nýja stöðu, á bæjarstjórnarfundi í gær. Ingvar Viktorsson, bæjarstjóri og fulltrúi Alþýðuflokks í bæjarstjóm, sagði að í tillögunni hefði í raun aðeins falist ítrekun á hlutverki hús- næðisnefndar. Hann sagði að bæjar- stjómin myndi sjá til þess að nefnd- armenn gerðu það sem þeim bæri í nefndinni. Þorgils Óttar Mathiesen, fulltrúi Sjálfstæðisflokks, sagði að því færi fjarri að hlutimir gengju eðlilega fyrir sig í nefndinni. Þorgils Óttar sagði að auk þess að vísa tillögunni frá hefði meiri- hluti bæjarstjómar lýst yfír trausti slnu á Jónu Ósk Guðjónsdóttur nú- verandi forstöðumann. Hún hefði verið ráðin í stöðuna af meirihluta bæjarstjómar gegn vilja meirihluta húsnæðisnefndarinnar og hefði í tíð hennar ríkt mikil óreiða í fjármálum nefndarinnar. Mætti þar nefna að ekki hefði verið séð um að halda lánum í skilum, skuldbreytingar og innheímtu virðisaukaskatts. „Menn vom alls ekki að persónugera mál- ið,“ sagði Þorgils Óttar en fulltrúar Sjálfstæðis- og Alþýðubandalags studdu tillöguna. „Það er alltof mik- ilvægt, gagnvart öllum bæjarbúum, að húsnæðisnefndin sé í lagi. Fjöldi fólks á undir því að hlutimir gangi eðlilega fyrir sig í gegnum nefndina. Og það er langt frá því að svo sé,“ bætti hann við. Mannahald ekki hlutverk nefndarinnar Ingvar Viktorsson sagði að tillaga meirihluta húsnæðisnefndarinnar hefði í raun aðeins verið itrekun á því sem henni bæri að gera. Tekið hefði verið fram að flýta ætti ein- stökum afgreiðslum o.s.frv. „Við vísuðum þessu frá og minntum menn á að það er ekki stjórnar húsnæðis- nefndar að sjá um mannahald. Sveitastjómir gera það. Svo var bent á ábyrgð meirihluta stjómar sem samanstendur af fulltrúum Al- þýðubandalags, Sjálfstæðisflokks og tveimur fulltrúum launþega,“ sagði Ingvar. Þá sagðist hann hafa lagt áherslu á að nefndarmenn einhentu sér í að fara að vinna sín störf og bæjar- stjóm Hafnarfjarðar myndi sjá til þess að hver og einn þeirra gerði sem þeim bæri að gera í nefndinni. Fundi bæjarstjómar var ekki lok- ið seint í gærkvöldi. mennsku mína í bankaráði ís- landsbanka að gera,“ sagði Krist- ján í samtali við Morgunblaðið í gær. „Að sjálfsögðu kom íslandsbanki viðtali mínu við útvarpið ekkert við. Ég viðhafði einungis þau ummæli um rekstrarstöðu fyrirtækis þess sem Sighvatur veitir forstöðu, sem hann hefur sjálfur verið að viðhafa í ræðu og riti marga undanfama rnánuði," sagði Kristján. Eins og greint var frá hér í Morg- unblaðinu i gær, ákvað stjórn Vinnslustöðvarinnar í fyrradag að óska eftir lögfræðilegri álitsgerð, vegna ofangreindra ummæla for- manns bankaráðs íslandsbanka, sem féllu í útvarpsviðtali í fyrradag. Vill stjóm fyrirtækisins fá úr því skorið hvort formaður bankaráðsins hafí með þessum ummælum sínum, brotið þau lög sem ríkja um bankaleynd. Um hina lögfræðilegu álitsgerð sem verið er að vinna að beiðni Sig- hvats Bjamasonar, sagði Kristján: „Hann má láta skoða það eins lengi og oft og hann langar til.“ Kristján var spurður hvort ekki kynni að vera ríkari ástæða til þess fyrir hann að tjá sig ekki um mál- efni einstakra fyrirtækja, þar sem hann væri ekki einungis formaður LIÚ, heldur einnig formaður banka- ráðs íslandsbanka: „Það má alltaf um það deila, þegar uppi em málefni eins og þessi. Tilefni þessara um- mæla er samt sem áður frá Sighvati sjálfum komið. Það sem mér finnst nú athyglisverðast í þessu öllu sam- an, er hins vegar að hann dregur til baka það sem þið, Morgunblaðsfólk, hafíð verið að hampa honum fyrir undanfamar vikur í ykkar skrifum, þar sem þið emð að gera mikið úr vilja hans til þess að borga veiðileyfa- gjald. Hann dregur það svo aftur til baka við hvert það tækifæri, sem hann getur fram komið og segist aldr- ei hafa sagt þetta. Hann segir að þið hafíð haft þessi ummæli ranglega eftir,“ sagði Kristján Ragnarsson.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.