Morgunblaðið - 01.12.1993, Blaðsíða 57

Morgunblaðið - 01.12.1993, Blaðsíða 57
Teiti“ / Teiti er \ samkoma þar sem margir tauta \ í kór J Hilmar Öm Hannibal Hrafn seei saawiagaa .1 M'JOAauxivaiM aiGAjanuoHOM MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 1. DESEMBER 1993 Mý bók komin út um Michael Jordan „Ég stökk bara upp, upp fyrir þá báða og tróð!" „MICHAEL Jordan er snjallasti körfuknattleiksmaður allra tíma.“ Þannig hefst bók um þennan bandaríska íþróttamann, sem ný- lega kom út hér á landi. Jordan lék með Chicago Bulls í bandarísku NBA-deildinni, og stýrði liðinu til sigurs þrjú ár í röð, síðast nú í vor, en lagði skóna á hilluna á haustdögum, öllum á óvart. í bókinni er ferill Jordans rakinn allt þar til hann hætti að keppa með Chicago Bulls fyrir stuttu. Þar segir meðal annars um hann á yngri árum: „En nú var komið að þætti móður náttúru. Líkamlega var Michael Jord- an ekki ólíkur öðrum strákum á hans i aldri. En á einu ári hækkaði hann svo að um munaði, úr 1,83 í 1,95 og ekki leið á löngu þar til hann tók að vekja | athygli á landsvettvangi. Háskólavist Jordans var tryggð og það getur hann þakkað Mike Brown, fijálsíþróttaþjálfara í Laney-mennta- skólanum. Hann hringdi til Deans Smiths körfuboltaþjálfara hjá háskól- anum í Norður-Karolínu og sagði við hann: „Ég er kannski með leikmann handa þér.“ Hann sagði honum reynd- ar ekki að Jordan væri mikill stuðn- ingsmaður hins háskólans í ríkinu, Sá besti MICHAEL Jordan, besti körfuknatt- leiksmaður sem uppi hefur verið. sem jafnframt var aðalkeppinautur Norður-Karolínuháskóla. Þetta stafaði meðal annars af því að átrúnargoð hans um þær mundir var David Thompson sem lék með því liði. Jordan hafði skoðað sérstaklega leikstíl Thompsons, sem var mjög frægur fyr- ir stökktækni sína. Það eina sem þurfti til að sannfæra Jordan um að ganga til liðs við Norð- ur-Karolínuháskóla var sumardvöl í körfuknattleiksbúðum í Chapel Hill. Hann efaðist reyndar lengi um að hann hefði næga getu til að leika með í Atlantshafsstrandardeildinni eða þar til hann lék valleikinn. Þar lék hann gegn þekktum leikmönnum Tar Heels eins og A1 Wood, Mitch Kupchak og James Worthy (tveir þeir síðamefndu léku með Los Angeles Lakers á níunda áratugnum). Talsverður fjöldi áhorf- enda var á leiknum og Jordan minnist þess að hafa verið talsvert taugaó- styrkur, eins og hlýtur að teljast vera eðlilegt með 18 ára gamlan pilt, sem var að fara að leika gegn þrautreynd- um leikmönnum með háskólaliði. Wood varðist gegn honum þegar skammt var til leiksloka og ljóst var að næsta karfa yrði úrslitakarfan. Hann dró Wood til sín og sömuleiðis Geoff Crompton. Jordan hélt að hann væri innilokaður og eins og hann sagði frá síðar: „Ég stökk bara upp, upp fyrir þá báða og tróð!“ Allir eru svo gráðugir Nilsína Larson Einarsdótt- ir 15 ára úr Njarðvík segir sína skoðun á græðgi í þjóð- félaginu. ÞAÐ er kreppa í landinu og allir vilja fá allt upp í hend- urnar án þess að hafa nokkuð fyrir því. Heimurinn er alveg að farast og öllum er alveg sama og fólk vill bara fá meira og gera meira fyrir sjálft sig. Fólk heimtar og heimtar og lemur svo bara næsta mann ef það fær ekki það sem það vill. Mér fínnst frekjan hafa ágerst hjá unglingum síðustu árin, það eru alltaf einhver slagsmál og læti hjá ungling- unum en fullorðnir geta þó allavega rökrætt um hlutina. Auðvitað lenda fullorðnir líka í handalögmálum út af ein- tómri græðgi, en það er samt ekki í eins miklu mæli og hjá unglingum. Fólk þarf að taka sig á og minnka græðgina. Tala sam- an áður en það lemur næsta mann í spað. Maður getur ekki leyft sér allt, maður verður að hugsa áður en maður framkvæmir hlutina. FRAMUNDAN í TÓNABÆ: Við höfum opið sem hér segir: Mánudaga: 15-18 og 20-23. Þriðjudaga: 15-18 og 20-23. Miðvikudaga: 15-18. Fimmtudaga: 15—23. Föstudaga: 15-18. Annað hvert fóstudagskvöld er haldið ball frá klukkan 20:30-23:30. í ÁRSELI: Opið hús frá 20 til 23 og 17 til 19 alla daga nema fímmtudaga. Morgunsala er í Árseli frá 9:30 til 10 og danssalurinn er opinn fyrir unglinga til 17. Nánari upplýs- ingar um dagskrá fást í síma 674044 og 671740. 'jl'Soe-. f|| jg $ :© 'S Qí m I « 1 í> S'ð Valur, 13ára: Rögnvaldur, 14 ára: Óskar, 14 ára. Anna Huld, 13 ára. Já, til tíu. Það er ömurlegt. Til tíu. Eins og ég vil, en til tíu samkvæmt Til tíu eða hálf eilefu á virkum lögum. dögum, en misjafnt um helgar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.