Morgunblaðið - 01.12.1993, Síða 7

Morgunblaðið - 01.12.1993, Síða 7
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 1. DESEMBER 1993 7 Kynning á debet- kortum að hefjast 87 þúsund kynning- arbréf sendút KYNNING á debetkortakerfinu fyrir almenna viðskiptavini hefst af hálfu banka, sparisjóða og kortafyrirtækjanna um næstu helgi. Þessir aðilar eru nú að ganga frá bréfi ásamt upplýsingarbæklingi sem serit verður til allra tékkareiknings- eigenda á landinu sem eru um 87 þús. talsins. Starfsmann þeirra bankastofnana sem standa að kortunum, um 3.000 talsins, verða fyrstir til að fá kortin og greiða þeir ekki ár- gjald af þeim. Áætlað er að kynningarbréfin berist til viðtakanda föstudag eða mánudag, en einnig hefjast almenn- ar auglýsingar í fjölmiðlum um helgina er miðast við að gera „við- skiptavinum grein fyrir að debet- kortin eru komin og verða ekki umflúin,“ segir Þórður Sverrisson forstöðumaður markaðsdeildar ís- landsbanka. Eftir helgi geta menn síðan sótt um kortin en nú hafa um 300 kaupmenn hafa gerst aðilar að debetkortakerfinu. Þórður segir að hinir 3.000 starfsmenn bankastofnana sem fá forskot á kortin muni ekki þurfa að greiða árgjaldið og sú síripan mála muni að öllum líkindum vera til frambúðar. „Starfsmenn banka og sparisjóða hafa fengið frí tékk- hefti hingað til eins og landsmenn vita,“ segir Þórður og kveðst telja líklegt að sami háttur verði viðhafð- ur vegna debetkorta. 90 hross fluttutan FLUGLEIÐIR fljúga í dag með um 90 hross til Svíþjóð- ar, Litháens og Þýskalands. 63 hross verða afhent í Vil- nius en fyrirtæki um hrossa- ræktarbú, tamningastöðvar, sölustöðvar og ferðamanna- þjónustu hefur verið stofnað þar í sameign Islendinga og Litháa. Stuðningur til stofnunar sam- eignarfyrirtækisins, ISASVA, sem er í meirihlutaeign íslend- inga, fékkst frá NOPEF (Nor- ræna áhættusjóðnum) sem fjár- magnaði undirbúningsstarf og aðdraganda félagsstofnunar- innar. Auk þess var leitað til Norræna fjárfestingabankans um lán úr sérstökum sjóði sem Norðurlöndin stofnuðu til að fjármagna sameiginleg verkefni Norðurlanda og Eystrasalts- þjóða. Nú eru þó taldar hverf- andi líkur á að það lán fáist. Því hefur verið leitað til aðila hér innanlands þar sem um sér- stakt viðfangsefni er að ræða. í frétt frá Félagi hrossabænda segir að það geti skipt sköpum um aukna sölu íslenskra reið- hesta til Finnlands, Svíþjóðar og austurhluta Þýskalands. Litháíski samstarfsaðilinn er búgarðurinn Krasuona í Utena- héraði, um 70 km frá Vilnius en af hálfu íslendinga stóðu Reynir Sigursteinsson, Hlíðar- bergi, A-Skaftafellssýslu, og fleiri bændur að stofnun IS- ASVA. Morgunblaðið/Þorkell Minnt á íslenskt á fullveldisdaginn SALOME Þorkelsdóttir, forseti sameinaðs Alþingis, sagði nokkur orð og félagar úr Kór Öldutúns- skóla sungu fáein lög við stutta athöfn á vegum kynningarnefndar fyrir átakið íslenskt, já takk! í Alþingishúsinu í gær. Við sama tækifæri afhentu forvígismenn þeirra heildarsamtaka sem _að átakinu standa - ASÍ, BSRB, ís- lensks landbúnaðar, Samtaka iðn- aðarins og VSÍ - þingmönnum barmmerki til að minna á íslensk- ar vörur, þjónustu og atvinnu. Með athöfninni var annars vegar árétt- að markmið átaksverkefnisins um að hvetja fólk til að velja íslenskt, hins vegar var þess minnst að í dag eru liðin 75 ár frá því íslend- ingar urðu fullvalda þjóð. Pepsi og Diet Pepsi til 1. Það er jólagjöf sem vert er að opna - og það strax. j/f'jj/eð þessu viljum við þakka frábærar viðtökur á Pepsi frá því Ölgerðin hóf framleiðslu á því, fyrr á þessu ári. Það er ljóst að íslendingar kunna vel að meta íslenskt Pepsi.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.