Morgunblaðið - 01.12.1993, Qupperneq 4

Morgunblaðið - 01.12.1993, Qupperneq 4
 4 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 1. DESEMBER 1993 Borgarráð vill fund með ráðherra um leikskólana BORGARRÁÐ hefur samþykkt ályktun stjórnar Sjúkrastofnana Reykjavíkurborgar þar sem farið er fram á fund með heilbrigðisráð- herra vegna reksturs á leikskólum sjúkrahúsa. í ályktun stjórnar Sjúkrastofnana, kemur fram að með ákvörðun sinni um fjárframlag til reksturs leikskóla Borgarspítalans hafí ráðherra stefnt framtíðarrekstri leikskólanna í mikla óvissu. Stjóm Borgarspítalans hafí fyrir skömmu kynnt tillögu sína um framtíðarfyrirkomulag á rekstri leik- skólana sem gerir ráð fyrir að rekstr- arstyrkur ríkisins verði 20 þús. á barn á mánuði. 14 þús. komi frá ríki og 6 þús. frá sveitarfélagi. Frek- ari breytingar yrðu ekki gerðar á rekstrarfyrirkomulagi leikskólanna þannig að þeir gætu áfram sinnt sértæku hlutverki fyrir spítalann. Gert var ráð fyrir að gjald foreldra yrði 16.400 krónur. Þá segir að ráðherra hafí ekki fallist á þessa tillögu og að stjórn Borgarspítalans geti því undir þess- um kringumstæðum, ekki tekið ákvörðun um framtíðarrekstur leik- skóla Borgarspítalans, en fer fram á fund með heilbrigðisráðherra nú þegar vegna þessa máls. I samþykkt borgarráðs er tekið í erindi rafmagnsstjóra til borgar- ráðs er vísað til samnings milii Raf- magnsveitu Reykjavíkur og Stanga- veiðifélags Reykjavíkur og lagt til að veiðileigan í ánum árið 1994 verði 6.160.000 krónur. Fram kemur að útgjöld leigusalans eru áætluð 3.500.000 krónur árið 1994 eða 0,5% undir tillögu stjórnar Sjúkrastofnana með þeim fyrirvara að fallist heil- brigðisráðuneytið á þær muni Reykjavíkurborg leggja fram sam- bærilegan styrk með hverju barni eins og hún gerir gagnvart börnum Ji einkareknum leikskólum. hækkun frá árinu 1993. Tekjur um- fram gjöld eru áætlaðar 2.660.000 krónur. Verður þeim varið til greiðslu á arði og til rannsókna á laxastofni Elliðaánna, sem unnar eru j samvinnu við Veiðimálastofnun. Arðgreiðslur eru áætlaðar 1.180.000 krónur og til rannsókna 1.480.000 krónur. Veiðileyfi í Elliða- ánum verða óbreytt BORGARRÁÐ hefur samþykkt, að veiðileiga fyrir laxveiði í Elliðaán- um verði óbreytt sumarið 1994 miðað við árið á undan. Jafnframt að verð veiðileyfa verði 14.700 krónur á dag fyrir hveija stöng en það er sama verð og síðastliðið sumar. VEÐUR VEÐURHORFUR I DAG, 1. DESEMBER YFIRLIT: Um 600 km vestsuðvestur af Reykjanesl er 968 mb. laegð sem hreyfist austnorðaustur og fer austur með suðurströnd landsins ó morgun. Milli (slands og Jan Mayen er 976 mb. laegö sem hreyfist norðnorðaustur. SPÁ: Þegar liða tekur á morguninn fer vindur að snúast til noröanáttar. Norðvest- an tif á landinu verður allhvasst eða hvasst en vindur verður mun hægari á öðrum landshlutum. Fram eftir morgni verður slydda eða rigning víða sunnanlands, snjó- koma norðvestan til en úrkomulítið norð8ustan lands. Uppúr hádegi má búst við snjókomu noröanlands, slyddu eða rigningu suöaustan tii en suðvestan lands verð- ur úrkomulaust að mestu. Veður fer kólnandi um ellt land. VEÐURHORFUR NÆSTU DAGA: HORFUR Á FIMMTUDAG: Norðan- og norövestan átt, víðast fremur hæg og svalt í veðri. Él um noröan- og vestanvert landið en annars þurrt. Léttskýjað á suðaust- urlandi og Austfjörðum. HORFUR Á FÖSTUDAG: Allhvöss norðan og norövestan átt og kalt. Snjókoma eða éljagangur um norðanvert landið en annars þurrt. Léttskýjað um sunnan- og 8uðaustanvert landið. HORFUM Á LAUGARDAG: Fremur hæg austan- og suðaustan átt og heldur hlýn- andi veður. Skúrir eða slydduél um sunnanvert landið en annars þurrt. Nýir veðurfregnatímar: 1.30, 4.30, 7.30, 10.45, 12.45, 16.30, 19.30, 22. 30. Svarsimi Veðurstofu Islands — Veðurfregnir: 990600. o Heiðskírt / / / / / / / / Rigning -a Léttskýjað * / * * / / * / Slydda Hálfskýjað Skýjað * * * * * * * * Snjókoma Alskýjað V Ý V Skúrir Slydduél Él Sunnan, 4 vindstig. Vindörin sýnir vindstefnu og fjaðrimar vindstyrk, heil fjöður er 2 vindstig.^ 10° Hitastig Súld Þoka stig.. FÆRÐA VEGUM: (Kl. 17.30ígær) Ágæt færð er um flest alla þjóðvegi landsins, nema að hálka er á heiöum viða, og fyrir vestan er þungfært um Hrafnseyrarheiði og ófært um Dynjandis- heiði. Upplýsingar um færð eru veittar hjá Vegaeftirliti í sima 91-631600 og í grænni línu 99-6315. Vegagerðin. VEÐUR VIÐA UM HEIM kl. 12.00 í gær að ísl. tíma hftl veöur Akureyri 6 alskýjað Reykjsvlk 2 léttskýjað Bergen 1 léttskýjað Helslnki +5 snjókoma Kaupmannahöfn *1 kornsnjór Narssarssuaq snjókoma Nuuk +8 alskýjað Osló -í-2 snjókoma Stokkhólmur +2 kornsnjór Þórshöfn 7 skýjað Algarve 16 súld Amsterdam -i-2 ískorn Barcelona 12 þokumóða Berlín Chieago +3 alskýjaö Feneyjar Frankfurt Glasgow 7 skýjað Hamborg London 9 skýjað Los Angeles 16 alskýjað Lúxemborg vantar Madríd 8 rigning Malaga 18 skýjað Mallorca 18 skýjað Montreal +7 léttskýjað New York 3 heiðskírt Orlando 10 léttskýjað París 0 rigning Madeira 19 léttskýjað Róm Vín 0 þokumóða Washington 2 léttskýjað Wlnnipeg +2 skafrenningur / DAG kl. 12.00 Heimíld: Veðurstofa íslands (Byggt á veðurspó kl. 16.30 f gær) Matthías Bjarnason. Bók um sambandslögin frá 1918 Island frjálst og fullvalda ríki ÍSLAND frjálst og fullvalda ríki, er heiti á bók sem Matthías Bjarnason alþingismaður hefur safnað efni í og búið til prentun- ar í tilefni þess að í dag, á fullveldisdeginum, eru 75 ár liðin frá gildistöku dansk-íslensku sambandslaganna. í formála bókarinnar er það riljað upp að Alþingi var kvatt saman tvívegis á árinu 1918 og var frumvarp dansk-íslensku samninganefndarinnar, sem nefndin undirritaði 18. júlí það sama ár og ráðuneyti íslands féllst á þann sama dag, sam- þykkt óbreytt 9. september með atkvæðum 37 þingmanna, en tveir voru á móti. Þjóðarat- kvæðagreiðsla fór fram 19. októ- ber og voru lögin samþykkt með 12.411 atkvæðum gegn 999. 43,8% kjósenda greiddu atkvæði. „Ljómi og bjartar minningar" Síðan segir Matthías meðal annars í formálanum: „Á ungl- ingsárum mínum og löngu síðar var mikill ljómi og bjartar minn- ingar tengdar þessum hamingju- degi í sjálfstæðissögu þjóðarinn- ar. Á síðustu áratugum hefur dofnað yfír þessari minningu. Það hefur því oft komið upp í mínum huga að gera tilraun til að vekja umhugsun ungs fólks og þeirra sem eldri eru um þennan dag og minnast þeirra mörgu sona og dætra íslands sem í meira en öld þar á undan börðust fyrir sjálf- stæði þjóðarinnar. Dagurinn 1. desember 1918 var lokadagur í þeim árangri að ísland varð sjálf- stætt og fullvalda ríki. Lýðveldis- stofnunin 17. júní 1944 var loka- takmark þess sigurs sem vannst 1. desember 1918.“ í bókinni eru sambandslögin birt ásamt undirskrift konungs og frumvarpi til sambandslag- anna, sagt er frá fánamálinu 1917, fyrra aukaþinginu 1918 og síðara aukaþinginu 1918, þjóðaratkvæðagreiðslunni, af- greiðslu í Ríkisþinginu, sagt frá 1. desember 1918 og birtar fund- argerðir sambandslaganefndar- innar. Þá er sagt frá Kristjáni konungi X., Carl Th. Zahle for- sætisráðherra Dana, ríkisstjórn Islands og samningamönnunum. Nokkrar ljósmyndir eru í bók- inni, meðal annars af þeim mönnum sem mest tengdust málinu. Bókin er 80 blaðsíður. Útgef- andi er Bókaútgáfan Skjaldborg hf. Birgir Andrésson hannaði bókina og G. Ben. prentstofa hf. sá um prentvinnslu. Menningar- sjóður styrkti útgáfuna. Raunávöxtun spariskírteina lækkað um 1,5% Hair vextir í alþjóð- legum samanburði RAUNÁVÖXTUN spariskírteina á eftirmarkaði er nú 5,3% og hefur lækkað um 1,5 prósentustig frá meðaltali októbermánaðar, sam- kvæmt upplýsingum Þjóðhagsstofnunar. Engu að síður eru raunvext- ir hér á landi háir í alþjóðlegum samanburði. í hagvísum Þjóðhagsstofnunar kemur fram, að í flestum rílqum innan OECD liggi raunvextir á bil- inu 3-4,5% og séu raunar enn lægri í Þýskalandi og Japan. Á síðustu misserum hafí raunvextir lækkað um 2-3 prósentustig í nær öllum ríkjum OECD og hafí stjórnvaldsað- gerðum á markaði verið beitt mark- visst í því skyni. Þá segir að vaxtalækkanirnar í Evrópu hafí ekki leitt til aukinnar eftirspumar á þessu ári þar sem fyrirtæki og heimili hafí frekar not- að svigrúmið tii að draga úr skuld- um. Fá teikn séu á lofti um þenslu og verðbólga sé lægri en hún hafi verið um áratugaskeið. Ennfremur segir, að skilyrði fyrir varanlegri lækkun raunvaxta hér á landi séu góð vegna lágrar verðbólgu, lágs raungengis og lægðar í þjóðarbú- skapnum. Forsenda þess að vaxta- lækkunin geti staðist til lengdar sé þó sú að hallanum á opinbera bú- skapnum verði hafdið í skefjum. ---» ♦ ♦- Pilturinn fundinn UNGLINGSPILTURINN sem lög- reglan lýsti eftir í fyrrakvöld og í Morgunblaðinu í gær kom í leitimar heill á húfí í gær. Hann gaf sig. fram og hafði að sögn lögreglu m.a. dvalist hjá félögum sínum frá því að hans var saknað um klukkan 11 að kvöldi sunnudags. I \ V

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.