Morgunblaðið - 17.01.1997, Page 4

Morgunblaðið - 17.01.1997, Page 4
4 FÖSTUDAGUR 17. JANÚAR 1997 MORGUNBLAÐIÐ FRETTIR | I I Stefnt að tölvutæk- um skattframtölum FYRIRTÆKJUM og sjálfstætt starfandi einstaklingum er boðið upp á að skila skattframtali ársins í tölvutæku formi. Að sögn Snorra Olsen ríkisskattstjóra standa vonir til að hægt verði að bjóða einstakl- ingum að skila skattframtalinu með sama hætti á næsta ári. Útbúið hefur verið framtalsforrit fyrir fyrirtæki og sjálfstætt starf- andi einstaklinga, sem þeir fá af- hent hjá ríkisskattstjóra og sagði Skúli að í ár gætu menn valið um hvort skattframtali væri skilað á disklingi eða eftir símalínu en á næsta ári yrði skylda að skila því í tölvutæku formi. Einstaklingar á næsta ári Sagði hann að í framhaldi af þeim breytingum sem gerðar verða á skattframtali einstaklinga í ár, þar sem tölvukerfi les sjálfkrafa allar tölur, væri hugmyndin að ganga skrefinu lengra og gefa ein- staklingum kost á að skila inn skattframtali með sama hætti og fyrirtækin. „Það forrit þarf að gera meira en að uppfylla kröfur skatts- ins,“ sagði hann. „Það þyrfti að gefa mönnum kost á að reikna út skattana sína og er það okkar von að hægt verði að taka skref í þessa átt á næsta ári fyrir einstaklinga. Þetta er ekki flókið mál en það þarf að leysa mál eins og til dæm- is kostnaðinn. Á að selja forritin eða dreifa þeim ókeypis? Og hver er sparnaður skattsins við að fá þetta í þessu formi? Það má segja að þetta skref, sem við erum að taka nú með því að draga úr handa- vinnunni leysi að mestu leyti okkar þarfir." Snorri sagði óvíst að einstakling- ar myndu vilja skila skattframtal- inu á tölvutæku formi og vænt- anlega myndu þeir einnig vilja fá það prentað út en stefnan væri að taka upp einfaldari framtalsskil einstaklinga árið 1999. Vantar aðgang að upplýsingum Kæra íslenska útvarpsfélagsins á hend- ur fyrrverandi starfsmönnum Stöðvar 2 Rannsóknarlögregl- an vísar málinu frá R ANN SÓKN ARLÖGREGLA rík- isins hefur vísað frá máli fjögurra fyrrverandi starfsmanna Stöðvar 2 sem lögmaður íslenska útvarps- félagsins hf. kærði til RLR síðastlið- inn laugardag. Rannsókn málsins ið eftir rannsókn RLR á hvarfí þess- ara gagna. í ljósi þessa lítur íslenska útvarpsfélagið svo á að atbeina lög- reglu í þessu máli sé lokið,“ segir í fréttatilkynningunni. „Að vísu eru nokkur ljón þar á veginum,“ sagði hann. „Við höfum ekki aðgang að þeim upplýsingum sem við þyrftum og þar á ég við bankaupplýsingar og er það ástæð- an fyrir því að það mál hefur frest- ast. Ég býst við að ef við hefðum haft þær upplýsingar þá værum við búnir að stíga þetta skref og árita nánast allar upplýsingar, sem við höfum aðgang að inn á framt- ölin þannig að einstaklingar séu ekki að setja þetta af einum miða yfir á framtalið en þessar upplýs- ingar liggja meira og minna í tölvu- kerfum. Það þarf bara að opna fyrir þann möguleika að hægt sé að keyra þær á milli og þegar það gerist þá munum við horfa á kerfi, sem er svipað og á Norðurlöndun- um, þar sem menn fá sendar frá skattyfirvöldum upplýsingar um þær launagreiðslur, vaxtagreiðslur, eignir og annað sem skatturinn veit um. Ef menn hafa engar at- hugasemdir eða engu við að bæta, þá þarf í mesta lagi að tilkynna skattinum um það. Sumir hafa far- ið þá leið að ekki þarf að svara ef menn eru sáttir við niðurstöðuna." Morgunblaðið/Ásdís GUÐMUNDUR Þ. Jónsson, formaður Iðju, (t.h.) afhenti Þóri Ein- arssyni, ríkissáttasemjara, kröfur félagsins um leið og hann vís- aði kjaraviðræðum til hans. Milli þeirra situr Garðar Vilhjálms- son, skrifstofustjóri Iðju. Iðja vísar til sáttasemjara IÐJA, landssamband verksmiðju- fólks, vísaði í gær kjaraviðræðum til ríkissáttasemjara. Guðmundur Þ. Jónsson, formaður félagsins, segir að ekkert hafi þokast í samkomulag- sátt frá því samningaviðræður hóf- ust og því hafi félagið ekki átt ann- an kost en að taka þetta skref. Hann segist ekki treysta sér til að spá fyrir um hvetju viðræður hjá sáttasemjara skili, en félagið myndi á næstu dögum fara að undirbúa sig undir atkvæðagreiðslu um verkfall. Guðmundur segir að Iðja krefjist þess að lágmarkslaun verði hækkuð í 70.000 kr. á mánuði á samnings- tímanum, sem verði 24-26 mánuðir. Félagið leggi áherslu á að laun hækki með krónutöluhækkunum en ekki prósentuhækkunum. 8,7 milljónir til ÍTRR BORGARRÁÐ hefur samþykkt til- lögu Atvinnu- og ferðamálanefndar um 8,7 milljóna króna stuðning við átaksverkefni á vegum íþrótta- og tómstundaráðs. í bréfi framkvæmdastjóra íþrótta- og tómstundaráðs kemur fram að um er að ræða kostnað vegna verk- efnis Hins hússins í starfsnámi fyrir ungt fólk árið 1997. hefur þvi verið hætt. í fréttatilkynningu frá íslenska útvarpsfélaginu segir að Rannsókn- arlögregla ríkisins hafi í fyrradag afhent fulltrúum íslenska útvarpsfé- lagsins meginhluta þeirra gagna sem félagið taldi vera í fórum fyrrver- andi starfsmanna sem létu fyrirvara- laust af störfum hjá félaginu fyrir síðustu helgi. í fréttatilkynningunni segir enn- fremur: „Þar var m.a. um að ræða einstaklingsmerkt gögn frá stjómar- fundi íslenska útvarpsfélagsins 4. janúar sl. sem innihalda bráðabirgð- auppgjör félagsins fyrir 1996, rekstraráætlun félagsins fyrir 1997 og langtímaáætlun til 2002, ein- staklingsmerkt gögn frá stjómar- fundi Islenska útvarpsfélagsins 23. júlí sl. og aðalfundi félagsins 28. maí sl., rekstraráætlun félagsins fýrir 1996, áhorfendakönnun sem Gallup gerði sérstaklega fyrir ís- lenska útvarpsfélagið í síðasta mán- uði, gögn varðandi PPV eða þátta- sölusjónvarp, ársreikninga fyrir ís- lenska útvarpsfélagið og Sýn fyrir árið 1995 og átta mánaða uppgjör fyrir sömu félög 1996. Við yfirheyrslur hjá RLR afhentu þrír ofangreindra starfsmanna gögnin hver í sínu lagi, en sem kunn- ugt er óskaði íslenska útvarpsfélag- Verkfall landverkafólks hefði mikil áhrif á loðnuvinnsluna ÖLL LOÐNUVINNSLA myndi að öllum likindum stöðvast hér á landi kæmi til verkfalls landverkafólks nú eftir mánaðamótin. Útgerðar- menn segja ekki grundvöll fyrir frystingu um borð í togurum ef til verkfalls komi og telja sömuleiðis litlar líkur á að loðnuskip sigli með aflann til bræðslu erlendis. Áætla má að útflutningsverðmæti loðnu- afurða verði um 10 milljarðar króna á þessu ári gangi vinnslan eðlilega fyrir sig. Mest verða áhrifin á vinnslu loðnu og hrogna fýrir Jap- ani, en þar eru útflutningsverð- mæti allt að 4 milljörðum króna í húfi. Sú vinnsla stendur aðeins yfir í stuttan tíma. Ljóst er að verkfall verkafólks í loðnuvinnslunni hefði gríðarleg áhrif á vinnsluna, ekki síst þann stutta tíma sem loðnan hefur þá hrognafyllingu sem gerir hana hæfa til frystingar á Japansmarkað en þá er hún verðmætust. Á síðustu vertíð voru fryst um 40 þúsund tonn af loðnu og er gert ráð fýrir að um svipað magn verði að ræða nú. Þá er búist við að hrognafram- Vinnsla og veiðar myndu stöðvast leiðslan verði heldur meiri en í fyrra eða um fjögur þúsund tonn og er áætlað útflutningsverðmæti frystr- ar loðnu og hrogna því um fjórir milljaðrar króna á þessu ári. Út- flutningsverðmæti loðnumjöls og lýsis var í fyrra um 6,3 mil(jarðar króna. Verði útflutningur mjöls og lýsis sá sami eða meiri á þessu ári gæti heildarútflutningsverðmæti loðnuafurða orðið um 10 milljarðar á þessu ári. Hér eru því miklir hags- munir í húfí fyrir bæði útgerð og vinnslu og reyndar þjóðfélagið í heild. Frysting í skipum ekki vænleg Gera má ráð fyrir að víða um landið verði frystitogarar í höfnum og frysti loðnuna á meðan hún er sem verðmætust, líkt og gert hefur verið síðustu ár. Hér er um mjög stutt tímabil að ræða en hrognafyll- ing loðnunnar nær tilsettum hlut- föllum um miðjan febrúar en loðnan hrygnir þegar líða fer á mars. Út- gerðarmenn sem Morgunblaðið ræddi við í gær vildu lítið tjá sig um málið en sögðu það vafasamt að frysting um borð í skipunum borgaði sig ef landverkafólk færi í verkfall. Frystigeta er mun meiri í landi en um borð í togurunum auk þess sem flokkunarstöðvar sem flokka hratið, eða hænginn, frá hrygnunni eru mun afkastameiri í landi en í þeim skipum sem geta flokkað út á sjó. Það er því ljóst að þó að einhveijir togarar færu þessa leið ef til verkfalls kæmi yrði verðmætasköpun um mun minni en ef fryst væri í landi. Frystiskipin þyrftu ennfremur að geta losað sig við hratið í bræðslu og í verkfalli legðist vinnsla í bræðslunum niður. Það þýðir að frystiskipin yrðu sjálf að geyma hratið sem aftur þýddi helmingi minna geymslupláss fyrir hrygnuna. Möguleiki á siglingum erlendis Viðmælendur Morgunblaðsins áttu einnig síður von á því að grip- ið yrði til þess að sigla með loðnuna til vinnslu erlendis þó að það væri möguleiki sem mætti vissulega skoða. í því sambandi voru Noregur og Færeyjar einkum nefnd. í raun er ekkert sem bannar loðnuskipum að sigla með aflann annað en líklegt er að verklýðs- hreyfingin setti afgreiðslubann á skipin erlendis í samvinnu við þar- lenda félaga sína. Ennfremur telst þessi kostur ólíklegur að því leyti að verksmiðjur í til dæmis Færeyj- um og Noregi eru tiltölulega fáar og myndu aldrei geta tekið á móti nema litlum hluta af því magni sem íslenski loðnuskipaflotinn getur veitt. Þá er loðnan viðkvæmt hrá- efni og þolir illa langan flutning, sérstaklega á þessum árstíma þegar allra veðra er von. Bræðsluskip ekki til Einnig hafa verið uppi hugmynd- ir um að leigja hingað bræðsluskip til að taka við hængnum frá þeim frystiskipum sem frysta hrygnuna um borð. Jón Reynir Magnússon, framkvæmdastjóri SR-mjöls, segir að slík skip séu reyndar ekki til lengur. „Það var bræðsluskip hér fyrir um 20 árum sem bræddi síld og loðnu inni á fjörðum hér við land. En bræðsluskip til að taka við öllum þessum afla úti á hafi er ekki tii,“ segir Jón Reynir. Þrír íslenskir frystitogarar,_ Siglir SI, Þemey RE og Guðbjörg ÍS, eru búnir bræðslu- búnaði en framleiðslugeta þeirra er mjög takmörkuð. Vinnslan stöðvast alveg ana. i I I I 1 I I i « I < N í i Sigurður Ingvarsson, formaður Alþýðusambands Austurlands, seg- ir ljóst að vinnsla myndi algerlega stöðvast kæmi til verkfalls. Hann segir það sama eiga við frystitogar- „Allir þurfa að koma frá sér þvi hráefni sem ekki fer í pakkning- amar. Það gera menn ekki ef engin vinnsla er í loðnubræðslunum. Ef atvinnurekendur em með aðrar lausnir á pijónunum eins og að sigla með loðnuna í bræðslur erlendis vil ég frekar benda þeim á að setjast niður og leysa málin. Það yrði að öllum líkindum ódýrara fyrir þá. En ef kemur til verkfalls mun það beinast fyrst og fremst gegn fyrir- tækjunum í landi og þá líða menn ekki að það verði bræðsluskip hér við landið,“ segir Sigurður. Fyrsti fundur atvinnurekenda og Alþýðusambandsins undir stjórn sáttasemjara var haldinn í fyrradag og segir Sigurður lítið hafa komið út úr honum. Hann segir atvinnu- rekendur greinilega ekki hafa unnið heimavinnuna sina og ekki vera til- búna með neitt. „Ég trúi því hins vegar ekki að atvinnurekendur kalli verkfall yfir sína félagsmenn," seg- ir Sigurður. M |< \ 1

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.