Morgunblaðið - 17.01.1997, Qupperneq 18

Morgunblaðið - 17.01.1997, Qupperneq 18
18 FÖSTUDAGUR 17. JANÚAR 1997 ERLENT MORGUNBLAÐIÐ Kúlnahríð í stað peninga Moskvu. Reuter. RÚSSNESKA kona og bankagjald- keri brást hart við þegar vopnaður maður kom í bankann og skipaði henni að afhenda sér peninga. Dró hún upp byssu og skaut hann til bana. Konan, sem starfar við Sberbank í borginni Vladímír, 170 km norð- austur af Moskvu, skaut bankaræn- ingjann tilvonandi fjórum skotum og þá flýðu tveir félaga hans af vett- vangi. Lögreglan náði þeim síðar. „Vegna þess, að flestir gjaldker- amir í Sberbank em konur, þá þurfa þeir að vera vopnaðir," sagði German Isajev, talsmaður lögreglunnar. Reuter Spilað með spariféð TIL átaka kom í Tirana, höfuð- borg Albaníu, í fyrradag þegar hundruð manna létu í ljós reiði sína vegna gjaldþrots ávöxt- unarfyrirtækisins Sude. Var það eitt af „píramíta-fyrirtækj- unum“ svokölluðu, sem skotið hafa upp kollinum á Balkan- skaga, en þau geta skilað mik- illi ávöxtun í stuttan tíma eða meðan nýjum fjárfestum fjölgar dag frá degi. Það var þrítug sígaunakona, Maksude Kadema, sem var með fyrirtækið, og hef- ur hún verið handtekin, sökuð um fjárdrátt.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.