Morgunblaðið - 17.01.1997, Side 19

Morgunblaðið - 17.01.1997, Side 19
MORGUNBLAÐIÐ ERLENT FÖSTUDAGUR 17. JANÚAR 1997 19 Ovissan eykst í Búlgaríu Sofia. Reuter. PRY STINGURINN á sósíalista- stjórn Búlgaríu jókst í gær þegar fjórir umbótasinnar úr Sósíalista- flokknum sneru baki við henni og birt var skoðanakönnun, sem sýndi að aðeins átta af hveijum 100 Búl- görum styðja hana. Mótmæli hafa nú staðið í landinu í 11 daga. Umbótasinnamir fjórir sögðu að þeir hefðu búist við endurreisn flokksins í anda jafnaðarmennsku, en þær vonir hefðu að engu orðið. Krassimir Premyanov, leiðtogi sósíalista á þingi, boðaði málamiðl- un og sagði að í nýrri stjórn mundu „hugmyndir hvors tveggja rúmast", sósíalista og andstæðinga þeirra á þingi. Stjómarandstaðan vill ekki mynda bráðabirgðastjórn við núver- andi skiptingu þingsæta. Stjómin kvaðst á miðvikudag reiðubúin til að koma til móts við kröfu stjómarandstöðunnar um að flýta kosningum. „Við erum reiðu- búnir til að halda kosningar í lok ársins og samningar ættu að hefj- ast hér og nú,“ sagði Premyanov. Þingkosningar voru haldnar í desember 1994 og stendur kjör- tímabilið til loka næsta árs. Stjórnarandstaðan sýndi einnig vilja að draga í land á miðvikudag. „Frá þessu augnabliki göngum við til samninga við sósíalista," sagði Ivan Kostov, leiðtogi Bandalags lýð- ræðisafla, eftir fund stjórnarand- stöðuforingja. Samkvæmt skoðanakönnun, sem birtist í dagblaðinu Novinar, hefur stuðningur við Bandalag lýðræðis- afla staðið í stað frá sigri þeirra í forsetakosningunum í nóvember í fýrra, en stuðningur við sósíalista, hrapað. Sagði Mira Yanova, sem stjómaði gerð könnunarinnar, að þetta sýndi að fólk væri að mót- mæla af efnahagslegum ástæðum, en ekki pólitískum. Bill Clinton nýtur vinsælda Washington. Reuter. BILL Clinton Bandaríkjaforseti sver öðru sinni embættiseið á mánudag og nýtur nú mikilla vinsælda ef marka má skoðana- könnun Pew-rannsóknarstofn- unarinnar, sem birt var í gær. Samkvæmt könnuninni eru 59% Bandaríkjamanna ánægð með frammistöðu forsetans og hefur sú tala aldrei verið hærri í könn- unum þessarar stofnunar. Ásak- anir á hendur Clinton um kyn- ferðislega áreitni og vafasöm fjármál i kosningabaráttunni hafa þó verið áberandi upp á síðkastið. Álíka margir lýstu yfir vel- þóknun sinni á störfum Ronalds Reagans þegar hann sór öðru sinni embættiseið forseta árið 1985. 65% aðspurðra lýstu yfir óánægju með frammistöðu Newts Gingrich, leiðtoga repú- blikana í fulltrúadeild Banda- rílgaþings. Hann hefur verið í sviðsþ'ósinu undanfarið vegna siðferðismála. KfíAFTVÉLAR ehf. FUNAHÖFÐA 6 -112 REYKJAVÍK SÍMI 577 3500 - FAX 577 3501 AUK/SÍAi

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.