Morgunblaðið - 17.01.1997, Síða 21

Morgunblaðið - 17.01.1997, Síða 21
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 17. JANÚAR 1997 21 ERLENT Áframhaldandi átök í S-Kóreu Seoul. Reuter. ÞÚSUNDIR suður-kóreskra verka- manna reyndu í gær að ganga að Myongdong-dómkirkjunni í Seoul þar sem sjö félagar þeirra hafa leit- að hælis en fjölmennt lið óeirðalög- reglumanna tók á móti þeim með táragasi. í fyrrinótt handtóku þeir þijá leiðtoga starfsmanna í skipa- smíðastöðvum. Fjórir fulltrúar al- þjóðlegra verkalýðssambanda fóru í gær frá S-Kóreu en þeim hafði verið hótað brottrekstri. Um 10.000 verkfallsmenn söfn- uðust saman í nálægum götum við dórpkirkjuna en hún er orðin að eins konar tákni fyrir andstöðuna við hina nýju vinnulöggjöf stjórn- valda. Með henni var vinnuveitend- um gert auðveldara að segja fólki upp störfum og þeir mega einnig ráða nýja starfsmenn í stað þeirra, sem fara í verkfall. Verkfallsmenn komust þó ekki að kirkjunni því að hún er umkringd lögreglumönnum. Lítil þátttaka Þátttaka í allsheijarverkfalli, sem boðað var til á þriðjudag og miðvikudag, var minni en búist hafði verið við. Talsmaður eins verkalýðssambandsins, sem nú hef- ur verið bannað, sagði, að 260.000 af hálfri milljón félaga þess hefðu lagt niður störf en talsmaður at- vinnumálaráðuneytisins sagði, að af 12 milljónum launþega hefðu aðeins 80.000 tekið þátt í verkfall- inu. Leiðtogar fjögurra alþjóðlegra verkalýðssambanda fóru frá S- Kóreu í gær en þeim hafði verið Reyter f BRÝNU sló með lögreglu og verkfallsmönnum í Seoul í gær þegar þeir síðarnefndu reyndu að komast að Myongdong- dómkirkjunni í borginni. hótað brottrekstri reyndu þeir að hafa samband við forystumenn verkfallsmanna. Mun einn þeirra gefa OECD, Efnahags- og fram- farastofnuninni, skýrslu um málið og Parísar-klúbbur ýmissa iðnríkja ætlar að kynna sér nýju vinnulög- gjöfína í S-Kóreu á fundi sínum í næstu viku. Tilkynnt var í Genf í gær, að verkalýðssambönd víða um heim ætluðu að senda leiðtoga sína til Suður-Kóreu í næstu viku til að kynna sér ástandið þar. Launagreiðslur - verktakagreiðslur Launamiðum þarfað skila 'Zm l . lanuar Allir þeir sem greitt hafa laun eða verktakagreiðslur á árinu 1996 eiga að skila launamiðum ásamt launaframtali til skattstjóra. Til að tryggja frádrátt frá tekjum af atvinnurekstri þurfa vinnu- veitendur að afhenda skattstjóra upplýsingar um launagreiðslur og/eða verktakagreiðslur vegna vinnusamninga á árinu 1996. Að öðrum kosti er skattstjórum heimilt að synja um frádrátt vegna slíkra greiðslna, sbr. breytingar sem gerðar hafa verið á 31.gr. skattalaganna. Munið því að skila tímanlega! RSK RIKISSKATTSTJORI Skilafrestur rennur út 21. janúar ' ' : •"___________!____i______ Við erum ktinni alla daga- allar vikur Lyf á lágmarksverði £b LYFJA Lágmúla 5 Sími 533 2300

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.