Morgunblaðið - 17.01.1997, Side 47

Morgunblaðið - 17.01.1997, Side 47
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 17. JANÚAR 1997 47 FRÉTTIR Fyrirlest- ur um aukið heilbrigði HALDINN verður fyrirlestur í Háskólabíói laugardaginn 18. janúar kl. 13 um Candida sveppasýkingu og afleiðingar hennar á ónæmiskerfi Iíkam- ans. Sífellt fleiri og fleiri þjást af þeim líkamlegu og andlegu einkennum, sem tengja má offjölgun þessarar sveppateg- undar í líkamanum. Hallgrímur Þ. Magnússon, læknir, mun fjalla um Candida sveppasýkingu í meltingarfærum og mataræði sem leiðir til bata. Guðrún G. Bergmann leiðbeinandi mun fjalla um Candida sveppasýkingu í innri og ytri kynfærum kvenna og batale- iðir. Hallgrímur er einn af fáum læknum hér á landi sem meðhöndlar Candida sveppa- sýkingu og náttúrulegar að- ferðir hans hafa reynst mörg- um vel. Guðrún sjálf hefur verið heltekin af sveppasýk- ingu en með breyttu matar- æði og ýmsum öðrum aðferð- um náð ótrúlegum bata. Hallgrímur og Guðrún munu kynna nýjar upplýs- ingar um orsakir og afleiðing- ar þessarar sýkingar. Aheyr- endum gefst kostur á að spyija fyrirlesarana eftir er- indi þeirra. Bók Hallgríms og Guðrúnar, Candida sveppa- sýking, verður seld á sérstöku tilboðsverði fyrir og eftir fyr- irlesturinn. Heilsuhúsið mun einnig verða með kynningu og til- boðsverði á fæðubótarefnum náttúrunnar sem hafa reynst vel við meðhöndlun á Candida sveppasýkingu. Síberíu- hraðlest- in í bíósal MÍR REGLUBUNDNAR kvik- myndasýningar MÍR í bíó- salnum, Vatnsstíg 10, hefjast að nýju eftir jólafrí sunnudag- inn 19. janúar kl. 16. Síðan verða bíósýningar hvern sunnudag á sama tíma fram á vor. Sýndar verða bæði leiknar kvikmyndir og heim- ildarmyndir og er fyrsta myndin sem sýnd verður á sunnudaginn Síberíuhraðlest- in eða „Transsíbirskíj eks- press“, spennumynd frá átt- unda áratugnum um atburði sem látnir eru gerast að mestu í lestarvögnum á leið frá Kyrrahafsströnd til Rúss- lands árið 1927. Aðrar kvikmyndir, sem sýndar verða í bíósalnum í janúar og febrúar eru: Sónata yfir vatninu 26. janúar, þijár heimildarmyndir tengdar síð- ar heimsstyijöldinni 2. febr- úar, Bréf látins manns 9. febrúar, Uppganga 16. febr- úar og Farðu og sjáðu 23. febrúar. Aðgangur að sunnudags- sýningum MÍR er ókeypis og öllum heimill meðan húsrúm leyfir. UMMERKI Skeiðarárhlaupsins mikla. Jakarnir yfirgnæfa manneskjurnar á Skeiðarársandi. Morgunblaðið/RAX Skipuleggja ferðir á Skeiðarársand ÁHUGI meðal fólks að skoða ummerki náttúruhamfaranna á Skeiðarársandi er mikill. Til að koma til móts við þessar óskir hefur Hótel Vík í Mýrdal boðið upp á tveggja nátta dvöl í Vík með afþreyingu og fullu fæði ásamt ferð yfir sandinn. Gert er ráð fyrir að fólkið komi á föstudagskvöld og fari á LEOFÉLAGAR á Norðurlöndum halda þing í Reykjavík (Leo-NSR) dagana 16.-18. janúar. I Leo starfar ungt fólk á aldrinum 14-28 ára gamalt, en Leo er innan Lionshreyfingarinnar, sem er stærsta þjónustuhreyfing í heimi. Leofélagar á íslandi hafa hingað til lagt áherslu á að styðja við bakið á unga fólkinu. Þingið er fjölmennt í ár og hafa aldrei komið jafn margir erlendir gestir á Leo-NSR-þing og nú. Skráð- ir þátttakendur eru um 80 frá öllum Norðurlöndum. Markmið með þing- um sem þessum er að stilla saman strengi, læra af reynslu hvors ann- ars, kynnast nýju fólki og efla tengsl- in milli Norðurlandanna, segir í sunnudegi. Föstudagskvöldinu er varið í gönguferðir og varðeld við ströndina. Á laugardeginum er lagt upp í ferð austur á sand þar sem farið er upp með Gígju og ummerki hlaupsins skoðuð. Um kvöldið er kvöldverður á veitingastaðnum Ströndinni í Vík þar sem gestir sjá sjálfir um kvöldvöku. fréttatilkynningu. Meðal umræðu- efna á þinginu er sameiginlegt verk- efni sem Leoklúbbar muni svo að þingi loknu taka fyrir í heimalandi sínu og leggja því lið. Mikill áhugi er fyrir því að aðstoða með einhveij- um hætti börn með krabbamein og af því tilefni verður rætt með hvaða hætti megi leggja því málefni lið. Á þinginu verður einnig margt til gamans gert. Meðal annars verður Hitaveita Suðurnejsa sótt heim, hald- ið verður matarboð þar sem íslenskir réttir verða kynntir, kaffihús og skemmtistaðir Reykjavíkur skoðir og forseti íslands heimsóttur. Leo er alþjóðlegur félagsskapur. Leoklúbbar eru nú starfandi í 137 löndum með 130.000 félaga. 10 ára afmælis- fundur Félags land- fræðinga FÉLAG landfræðinga varð nýlega 10 ára en það var stofnað 5. nóvember 1986. Af því tilefni verður haldinn afmælisfundur í Norræna húsinu í dag, föstudaginn 17. janúar, kl. 13.10. Aðgangur er ókeypis. Stjórnin ákvað að minnast afmælisins með viðeigandi hætti og í samstarfi við rit- nefnd Kortabókar íslands og forráðamenn Norræna húss- ins voru lögð drög að því að fá vísindalegan aðalritstjóra við hinn nýja Sveriges Nati- onalatlas, prófessor Staffan Helmfrid, til að halda erindi um þá reynslu sem fékkst við útgáfu þessa mikla sautján binda verks á árunum 1990-96. Auk þess skal rætt um Kortabók íslands sem marga dreymir um að geti orðið að veruleika á næstu árum. Fundarstjóri er Guðrún M. Ólafsdóttir. Þing Leo-félaga á Norðurlöndum Hæstaréttardómarar dæma frammistöðu laganema Athuga- semd MORGUNBLAÐINU hefur borist eftirfarandi athugasemd frá Jóni Hálfdanarsyni, forstöðumanni rannsókna og þróunardeildar ís- lenska járnblendifélagsins. „í grein Þorkels Hjaltasonar í Morgunblaðinu hinn 16. janúar er safn af röngum fullyrðingum um útblástur frá verksmiðju járn- blendifélagsins á Grundartanga. Meðal annars er því haldið fram, að í útblæstrinum sé kadmíum og aðrir þungmálmar, sem eru krabbameinsvaldandi. Vegna þess skal það tekið fram, að hvorki í sýnilegum né ósýnileg- um útblæstri frá jámblendiverk- smiðjunni eru neinir þungmálmar umfram þann vott sem finna má hvarvetna í náttúrunni. Þetta er upplýst fyrir þá, sem vilja hafa það sem sannara reyn- ist.“ ■ í HINU HÚSINU verða haldn- ir síðdegistónleikar þar sem hljóm- sveitin Q4U kemur fram kl. 17. Hljómsveitin mun þar leika efni af safnplötu sinni Q2 sem gefin var út um seinustu jól. Auk þess mun hljómsveitin kynna pönkhá- tíð sem haldin verður í norður- kjallara MH um kvöldið frá kl. 21-1 þar sem fram koma: Tríó Dr. Gunna, Q4U, Örkuml, For- garður Helvítis, Saktmóðigur, Kuml, Kvartett Ó. Jónsson & Grjóni, Fallega Gulrótin og Kúkur. Aðgangseyrir er 300 kr. ■ LUNDINN, Vestmannaeyj- um Hljómsveitin Gloss leikur föstudags- og laugardagskvöld. -------» ♦ «------- HALDIN verður í fyrsta skipti mál- flutningskeppni Örators, félags laganema, í dag og á morgun, í dómhúsi Hæstaréttar Islands og munu laganemar reyna með sér flutning dómsmála. Dóminn skipa hæstaréttardóm- ararnir Haraldur Henrysson, forseti Hæstaréttar, Pétur Kr. Hafstein og Gunnlaugur Claessen en auk þeirra sitja í dómi prófessorarnir Eiríkur Tómasson og Viðar Már Matthías- son. Keppnin verður haldin milli kl. 16 og 17 í dag og er aðgangur öllum frjáls meðan húsrúm leyfir. Keppn- inni verður síðan fram haldið á morgun kl. 11. í haust hefur verið haldin undan- keppni í félaginu og er lokakeppnin nú framundan. Þar hafa þijú fjög- urra manna keppnislið unnið sér rétt til þátttöku og hafa undanfarn- ar vikur unnið af kappi að undirbún- ingi málsins með aðstoð þriggja hér- aðsdómslögmanna. Öll liðin munu fjalla um sama málið sem prófessor- arnir Eiríkur Tómasson og Viðar Már Matthíasson hafa samið með það að markmiði að það mætti líkj- ast sem mestu venjulegu dómsmáli. Úrslit verða kynnt í lok keppninn- ar síðdegis á laugardag. Þá verður sigurlið valið sem og sá laganemi sem þykir hafa sýnt mesta færni í málflutningi og hlýtur hann nafnbót- ina Málflutningsmaður Orators. LEIÐRÉTT Röng höfundarmynd í GÆR birti Morgunblaðið grein eftir Þorkel Hjaltason, sumarbú- staðaeiganda í Hvalfirði, með yfir- skriftinni Umhverfísslys í Hvalfirði. Með greininni birtist vegna mistaka mynd af öðrum en höfundi. Velvirð- ingar er beðist á mistökum þessum.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.