Morgunblaðið - 17.01.1997, Page 55

Morgunblaðið - 17.01.1997, Page 55
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 17. JANÚAR 1997 55 EfQ SAGA-CiP BfÓH6llí ÁLFABAKKA 8 SÍMI 5878900 http://www.sainbioin.com/ SAGA AF MORÐINGJA Einnig sýnd i Borgarbíói Akureyri Sýnd kl. 5, 7, 9 og 11.THX. Enskt tal. ★ ★★’/z ★ ★★721 ★ ★★ R.H ★ ★★ Dags ★ A A Dagur- Framundan er frábær bæjarferð hjá Hringjaranum í Nortre Dame sem þú mátt ekki misssa af. Spenna, grín og gaman fyrir alla fjölskylduna þar sem Felix Bergsson, Edda Heiðrún Bachman, Helgi Skúlason og Hilmir Snær fara á kostum. DIGITAL Eiginkona Dr. Krane er myrt og hann verður að sanna sakleysi sitt. Ray Liotta (Unlawful Entry) og Linda Fiorentina. (Last Seduction) í kapphlaupi við tíman þar sem miskunnarlaus morðingi gengur laus. Mynd sem kemur á óvart Barnaverd Börn, sex ára og yngri Dagsverð 1, 3, 5 og 7 sýningar Kvöldverd 9 og 11 sýningar Eldri borgarar 63 ára og eldri V. sugum undir forystu Roberts Loggia. ★ ★ Stöð 3 ►20.20 Stöð 3 er enn við kanadíska heygarðshornið og er það í góðu lagi þar sem er Draumurinn (Beautiful Dreamers, 1990). Þar segir frá vináttu kanadísks geðlæknis og bandaríska skáldsins Walts Whitmans og áhrifum þeirra á líf og umhverfi hvors annars, sálfræðilegum, tilfinn- ingalegum og kynferðislegum. Rip Tom fer á kostum sem Whitman og Colm Feore er prýðilegur sem læknirinn Maurice Bucke, sem síðar ritaði ævi- sögu Whitmans. Leikstjóri John Kent Harrison. ★ ★★ Stöð 3 ►21.50 og 23.30 Umsagnir liggja ekki fyrir um spennumyndirnar Svikavefur (Web of Deceit, 1994) og Orþrifaráð (Desperale Rescue) sem báðar snúast um foreldra og börn. í þeirri fyrri takast Amanda Pays og Corbin Bernsen á um það hvort barn þeirra hafi verið myrt og af hverjum og í þeirri síðari leikur Mariel Hem- ingway móður sem fer með sérsveit til Jórdaníu til að sækja þangað dóttur sína úr prísund fyrrum eiginmanns. Sýn ^21.00 Ekki hef ég séð ungl- ingagrínmyndina Ökuskírteini (Lic- ence to Drive, 1988) en Maltin segir hana vel leikna og hávaðasama. Corey Haim leikur pilt sem fellur á bílprófí en nappar eðalvagni afa síns til að slá sér upp með stelpu. Maltin gefur ★ ★ en Martin og Potter skellihlógu og gáfu ★ ★ ★(af fimm). Leikstjóri Greg Beeman. Sunnudagur Stöð2 ►22.50 Emilio Estevez og félagar hans villast af öruggri leið í Chicago og aka inn í hverfi sem breyt- ir lífi þeirra í martröð í spennumynd- inni Dómsdagur (Judgment Night, 1993). Leikstjórinn Stephen Hopkins heldur athyglinni vakandi allan tímann og Denis Leary er magnaður höfuðand- skoti fjórmenninganna. ★ ★ 1/2 Sýn ►23.40 Ógnvekjandi og hörð er hún sögð í dagskrárkynningu, spennu- myndin Ógnir næturinnar með Step- hanie Powers. Meira er ekki vitað um hana. En sumsé: Ógnvekjandi og harð- ar næturógnir, geriði svo vel. Árni Þórarinsson STOLTUR Tico í nýja galleríinu sínu. Tico og Eva opna gallerí ► TÉKKNESKA fyrirsætan Eva Herzigova og eiginmaður henn- ar, trommuleikari hljómsveitar- innar Bon Jovi, Tico Torres, hafa opnað listagallerí, en áhugi þeirra á viðskiptum vaknaði þeg- ar þau fengu eignarhlut í veit- ingahúsi í brúðargjöf. Galleríið, Art De Tico, í Palm Beach í Flórída, mun sýna mynd- listarverk eftir Tico sjálfan en innblástur í verk sín sækir hann til Kúbu, þangað sem hann á ættir að rekja. Einnig er áætlað að sýna myndir af Evu sem tekn- ar eru baksviðs á tískusýningum sem hún hefur tekið þátt í. „Eg vil að fólk fái að sjá hvað ég er að gera í listinni. Ég nenni ekki að vera að stafla verkum upp í geymslum þegar þau eiga heima á galleriveggjum. Clooney snerist í hádegishléi LEIKARINN góðkunni, George Clooney, sem þekktur er fyrir leik sinn í hlutverki barnalæknis í sjónvarpsþáttunum Ráð- gátum var hætt kominn í vikunni þegar hann fór í körfubolta í tökuhléi á „Batman and Robin“, nýj- ustu leðurblökumanns- myndinni sem verið er að taka, en þar leikur Clooney sjálfan leð- urblökumanninn. í hádegishléi frá tökum fór hann í körfubolta og þegar hann ætlaði að snúa á andstæðinginn vildi ekki betur til en svo að hann sneri sig um ökklann. Framleiðendur myndarinnar, sem þolir engar taflr í framleiðslu, tóku andköf af hræðslu og óku honum samstundis í næsta sjúkrahús en betur fór en á horfðist, Clooney fékk bót meina sinna og gat haldið áfram að leika í myndinni. Læknarnir "V áminntu hann hins vegar um að fara varlega við íþrótta- iðkun á næstunni. Með Clooney í myndinni leika meðal annarra Chris O’Donnel, Alicia Silverstone og Arnold Schwarzenegger. Að sögn tals- manns Warner-kvikmyndafyrir- tækisins, sem framleiðir mynd- ina, eru tökur vel á veg komnar. Með egg og flöskur P 1 P P íbio KVIKM YND AHÚ S AEIGEND- UR í Síberíu, sem hófu í síðasta mánuði að taka egg sem greiðslu fyrir miða í bíó, vegna þess að landsmenn eiga ekkert fé aflögu, hafa nú ákveðið að taka tómar glerflöskur sem greiðslu í stað eggjanna en eggj- askorts hefur orðið vart upp á síðkastið á þessum slóðum. Tvö egg duga fyrir einum bíómiða en þegar vetrarhörkur eru hvað mestar í þessum heimshluta verpa hænumar færri eggjum og því fór aðsókn í bíó að dragast saman þegar kólnaði. Flöskumar koma nú í stað eggjanna en kvikmynda- ÞAÐ VERÐUR sjálfsagt einhver bið á því að íslensk- ir kvikmyndaáhugamenn geti fengið bíómiða i skipt- um fyrir egg, hvað þá flöskugíer. húsaeigendumir fara með flösk- umar til drykkjarvömframleið- enda þar sem þeir fá greitt skilagjald.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.