Morgunblaðið - 24.06.1998, Síða 10

Morgunblaðið - 24.06.1998, Síða 10
10 MIÐVIKUDAGUR 24. JÚNÍ 1998 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Ensím í lyf gegn sveppasýk- ingum unnið hér á landi ENSÍMIÐ er unnið úr ljósátu (Euphausia) sem veidd er í hafínu við Suðurskautslandið. LÍFTÆKNIFYRIRTÆKIÐ Norður ehf. og Raunvísindastofnun Háskóla íslands eiga nú í samstarfi við breska lyflæknisfyrirtækið Phairson Medical Itd. um fram- leiðslu ensíms í lyf gegn útvortis sýkingum, sem byrja á að prófa á mönnum í breskum sjúkrahúsum á þessu ári. Ef tilraunir á lyfinu bera tilætlaðan árangur er líklegt að framleiðsla ensímsins muni fai-a fram á íslandi, að sögn Jóns Braga Bjamasonar, prófessors í Háskóla íslands og forstjóra Norðurs ehf., en hann hefur yfirumsjón með verk- efninu. Líklegt er að lyfið gæti kom- ið á markað árið 2002. Lyfið sem hér um ræðir á að vinna gegn útvortis sveppasýking- um meðal annars, en það er þrálát- ur og algengur sjúkdómur, hér á landi sem annars staðar. „Það sem skiptir máli fyrir okkur er að þegar og ef lyfið verður fram- leitt til sölu þá kemur ísland mjög sterkt til álita sem framleiðslustað- ur á ensíminu, því hér er vel mennt- að og gott samstarfsfólk að mati Phairson ltd. Það yrði þónokkuð stór verksmiðja, kannsld 50-100 manns, og framleiðslan gæti síðan undið upp á sig ef fleiri ensím koma inn í dæmið síðar,“ sagði Jón Bragi í samtali við Morgunblaðið. Phairson Medical ltd. hefur nú þegar varið á milli 50 og 100 milljón- um króna í að setja upp búnað og að- stöðu hér á landi að sögn Jóns Braga. TILLAGA um uppsögn skólastjóra Tónlistarskóla Bessastaðahrepps var samþykkt á hreppsnefndarfundi í gær. Uppsögnin, sem samþykkt hafði verið af hreppsráði, var harð- lega gagnrýnd af Hagsmunasam- tökum Bessastaðahrepps, bæði í yf- irlýsingu sem samtökin sendu fjöl- miðlum og íbúum hreppsins og á fundinum í gær. Samtökin sögðu uppsögnina lögleysu og siðleysu og lögðu fram tillögu þess efnis að hún yrði dregin til baka. Mikið fjölmenni var á fundinum auk þess sem hreppsnefndinni höfðu borist undir- skriftalistar frá íbúum hreppsins og nemendum tónlistarskólans, þar sem uppsögninni var mótmælt. Forsaga málsins er sú að á fundi hreppsráðs hinn 18. júlí sl. sam- þykkti meirihluti ráðsins að segja Sveinbjörgu Vilhjálmsdóttur, skóla- stjóra Tónlistarskóla Bessastaða- hrepps, upp störfum. Samdægurs fékk hún uppsagnarbréf og var 50% staða forstöðumanns tónlistarskól- ans auglýst laus til umsóknar í Morgunblaðinu sl. sunnudag. Astæða uppsagnarinnar er að sögn Sjálfstæðisfélags Bessastaða- hrepps endurskoðun og breytingar á starfsemi skólans, sem gera ráð fyrir að tónlistarskólinn flytji í hús- næði grunnskólans á Álftanesi. Er það liður í einsetningu grunnskól- ans og verkefninu „Tónlistarskóli Bessastaðahrepps, tónlist fyrir alla, aukið samstarf við grunnskóla og leikskóla“. Skólastjóri grunnskólans verður þannig einnig skólastjóri tónlistarskólans, en ráðinn verður forstöðumaður tónlistarskólans í 50% starf og var það starf auglýst laust til umsóknar. Vinnubrögðin aðför að lýðræði Á fundinum í gær gagnrýndu full- trúar minnihlutans, Hagsmunasam- taka Bessastaðahrepps og Álfta- Ensímin eru unnin úr ljósátu úr Suðurskautshafinu en ljósátan, sem er skeldýr, er veidd og fryst af Japönum og flutt hingað til vinnslu. 10-15 manna hópur vinnur nú að verkefninu, annars vegar í húsnæði Norðurs ehf. á Grandavegi 27 og hins vegar í Raunvísindastofnun Háskóla Islands. Samstarfsmenn Jóns í verkefninu eru þau Bergur Benediktsson verkfræðingur og doktor Sigríður Ólafsdóttir lífefna- fræðingur. Fundu rétta hreinsunaraðferð Að sögn Jóns Braga fer verkefnið brátt á það stig á Bretlandi að til- raunir geti farið að hefjast á mönn- um. Næsta stig í núverandi ferli hér á landi er vinnsla á ensíminu í mikl- um mæli og flutningur þess til Bret- lands. Samstarf Jóns Braga og Phairson hófst haustið 1996 og komst á nú- verandi stig í apríl á síðasta ári. ís- land var, að sögn Jóns Braga, valið sem samstarfsaðili einkum vegna þess hve skjótt vísindamenn hér á landi gátu fundið rétta aðferð við hreinsun ensímanna, en því starfi lauk í júní á síðasta ári og þróaðist þá vinnslan úr tilraunastofustærð yfir í foriðnaðarstærð. Nú þegar er búið að framleiða all- margar lotur í foriðnaðarferlinu. „Á lokastigi þarf að frostþurrka vöruna og pakka henni en að því verkefni koma Isteka og Lyfjaverslun ís- neslistans, aðferðir sjálfstæðismeiri- hlutans við uppsögn skólastjórans og kváðu vinnubrögðin aðförð að lýðræði. Þeir sögðu engar ástæður hafa verið gefnar upp fyrir uppsögn skólastjórans aðrar en þær að end- urskoðun á skipulagi skólans stæði fyrir dyrum. Bent var á að ýmislegt hefði verið endurskoðað undanfarið í sveitarfélaginu en engum hefði dott- ið í hug að reka sveitarstjórann við upphaf þeirrar endurskoðunar, né að reka skólastjóra Álftanesskóla þegar skipulag hans var endurskoð- að. Því væri ekkert í málflutningi fé- lagsins sem segði að skólastjórinn yrði að hætta svo skjótt. Rök voru færð fyrir því að upp- lands. Þetta hefur gengið vonum framar og senn hefjast klínískar rannsóknir á lyfinu á spítulum á Bretlandi," segir Jón Bragi. Jón sagði að auk rannsókna Norðurs ehf. færu fram vísinda- rannsóknir á eðli þessa sama ens- íms við Háskólann. Einnig fara fram rannsóknir á klónun og tján- ingu ensímsins hjá Ágústu Guð- mundsdóttur, prófessor í matvæla- fræði við Háskóla Islands. Lítið og framsækið fyrirtæki Jón segir að mikill uppgangur sé í rannsóknum á ensímum og breska fyrirtækið tali um að fleiri ensím úr sinni framleiðslu muni koma hingað til lands í framtíðinni. Hann segir einnig að nám í líftækni til BS- og sögnin væri bæði brot á sveitar- stjórnarlögum og stjórnsýslulögum, auk þess sem andmælaréttur skóla- stjórans væri hunsaður. Uppsögnin væri því hugsanlega ólögmæt auk þess sem hreppurinn yrði líklega skaðabótaskyldur gagnvart skóla- stjóranum. Aðgerðin var sögð sið- laus og dæmi um að hinn nýi sjálf- stæðismeirihluti ætlaði ekki að við- hafa lýðræðisleg vinnubrögð. Sjálfstæðismenn neituðu því að hreppurinn væri skaðabótaskyldur vegna málsins, sögðust hafa leitað lögfræðilegs álits vegna þess. Þeir bentu á að verið væri að bera sveit- arstjóm þungum ásökunum þegar hún væri sökuð um lögleysu. Félag- MS-gráðu, sem farið var að bjóða upp á í Háskóla Islands fyrir fimm áram, skipti sköpum íyrir iðnaðinn núna. „Islensk þekking á þessu sviði er að fara að skila verðmætum. Það skiptir máli að hafa vel menntað fólk og námið við Háskólann er einn af þessum brunnum sem íslensk líf- tæknifyrirtæki súpa af. Það er al- veg klárt að ef ekki hefði verið byrj- að að bjóða upp á þetta nám hér á sínum tíma væri ekki grannur íyrir þessa starfsemi hér núna.“ Um Phairson ltd. segir Jón að það sé eitt af þessum litlu fram- sæknu fyrii'tækjum sem þróa nokkrar vörur og selja síðan stóru lyfjafyrirtækjunum sölurétt á þeim, þótt það haldi sjálft gjarnan utan um framleiðsluréttinn og sjái um að framleiða vöruna. ið ítrekaði að mikilvægt væri að komið yrði að endurskipulagning- unni með opnum huga því hún væri gerð með það fyrir augum að gera góðan skóla betri. Með uppsögninni hafi þeir ekki viljað hefja persónu- legar ávirðingar, enda hefði skóla- stjóranum verið boðið áframhald- andi samstarf, sem hún hefði þegar hafnað. Þeir kváðu staðhæfingar Hagsmunasamtakanna um lögleysi rangar og ekkert ólögmætt vera við uppsögnina. Tillögu minnihluta hreppsnefnd- ar um að uppsögnin yrði dregin til baka var hafnað en uppsögnin stað- fest með samþykkt meirihluta hreppsnefndar. Fyrstu ís- lensku kart- öflurnar í verslanir Ræktaðar í gróðurhúsi NÝJAR íslenskar kartöflur koma í verslanir Nýkaups í dag og eru þær fyrstu á þessu ári. Um er að ræða Gullauga kartöfl- ur og voru þær ræktaðar í gi'óður- húsum í Biskupstungum. Gullauga hefur venjulega komið á markað í byrjun ágúst, þannig að nú kemur Gullauga á markað rámlega mán- uði fyrr. í fréttatilkynningu segir að í nokkur ár hafi verið rætt um að flýta komu Gullauga á markað- inn og nú sé það orðið að veruleika. Kartöflurnar eru handtíndar þar sem þær eru ræktaðar í gróður- húsi. Þær voru settar niður í febrú- ar og eru nú tilbúnar til neyslu. Nýkaup hefur gert samkomulag um frekari ræktun, þannig að það má búast við nýjum íslenskum kartöflum í Nýkaup á „óhefð- bundnum" tíma ársins. Verð á nýjum íslenskum kartöfl- um er 398 kr./kg„ sem er sambæri- legt við það verð sem hefur verið á nýjum íslenskum kartöflum undan- farin ár. --------------- Borgarráð fjallaði um tvö erindi Hrannars B. Arnarssonar Oskar form- lega lausnar frá störfum Á FUNDI borgarráðs í gær vora lögð fram tvö bréf til borgarstjóra frá Hrannari B. Arnarssyni borg- arfulltrúa, dagsett 25. maí sl., þar sem hann óskar formlega lausnar frá tránaðarstörfum á vegum borg- arinnar. í öðru bréfinu óskar Hrannar eftir ótímabundnu leyfi frá störfum sem borgarfulltrúi og óskar jafn- framt eftir því að verða tekinn af launaskrá þann tíma í framhaldi af þeirri ákvörðun sinni að gegna ekki opinberum tránaðarstörfum á veg- um Reykjavíkurlistans um sinn, sem hann tilkynnti og útskýrði í yf- irlýsingu 25. maí sl. I hinu bréfinu segir Hrannar af sömu ástæðu af sér varamennsku í skólanefnd Menntaskólans við Hamrahlíð. Borgarstjóri lagði til að Pétur Jónsson tæki sæti Hrannars sem borgarfulltrái og að Kolbeinn Bjamason tæki sæti hans sem varamaður í skólanefnd MH. Báð- um bréfunum var vísað til borgar- stjómar. ---------------- Bílvelta í Skötufirði FARÞEGI slasaðist þegar stór jepjá valt við Hvítanes í Skötufirði í Isafjarðardjúpi um tvöleytið í fyrrinótt. Bflstjórinn missti stjórn á bílnum eftir að hafa næstum ekið á kind. Að sögn lögreglu á ísafirði var þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út en henni var snúið við eftir að læknir hafði skoðað manninn og í ljós kom að meiðsli hans voru ekki eins alvarleg og talið hafði verið í fyrstu. Hann var fluttur til Isa- fjarðar og þaðan með sjúkraflugi til Reykjavíkur snemma í gær- morgun. Bfllinn, sem fór eina til þrjár veltur, er mikið skemmdur en þó ekki ónýtur. Hreppsnefndarfundur hjá Bessastaðahreppi Uppsögn skólastjóra tónlistar skóla hreppsins samþykkt Morgunblaðið/Jim Smart ÓVENJUFJÖLMENNT var á hreppsnefndarfundi Bessastaðahrepps í gær, þegar uppsögn skólastjóra Tón- listarskóla Bessastaðahrepps var tekin til umfjöllunar.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.