Morgunblaðið - 24.06.1998, Side 23

Morgunblaðið - 24.06.1998, Side 23
MORGUNBLAÐIÐ LISTIR MIÐVIKUDAGUR 24. JÚNÍ 1998 23 Bækur í uppreisn gegn hefðinni RETTNEFNI sýningarinn- ar er vinnugerningur, því í á aðra viku hefur Ingólfur setið í Bjarta sal Nýlista- safnsins og farið yfir og skráð til varanlegrar varðveislu allan þann fjölda bókverka Dieters Roths sem er í eigu safnsins. Ingólfi telst þó til að ekki sé nema um helming allra bókverka listamannsins að ræða sem sýnir vel hversu afkastamikill Dieter Roth var. I því samhengi rifjar Ingólfur upp frásögn Dieters Roths frá því þegar Dieter kenndi honum um tíma við Myndlista- og handíðaskólann. Þá skýrði Dieter frá því hvemig hann hafði mænt upp í bókahilluna á æskuheimili sínu í Þýskalandi þar sem bækur eftir mörg mikilsvirt þýsk skáld stóðu í röðum og hvern- ig hann hafi þá hugsað með sjálfum sér: „Ég ætla að slá alla þessa karla út!“ Og hvort sem meira grín en alvara bjó að baki frásögn lista- mannsins hefur honum altént tekist að slá flest skáld út hvað fjölda út- gefinna bóka varðar. Sýningin er einungis opin undir leiðsögn Ing- ólfs á virkum dögum á milli kl. 14.00 til 18.00 Dieter Roth út þessa viku. Það fer því hver að verða siðastur að hand- leika bókverk Dieters en vinnu- gemingnum lýkur með því að búið verður vandlega um bækumar í kössum og ekki verður farið eins frjálslega með verkin á sýningum í framtíðinni. Ingólfur tekur það fram í byrjun að hann sé enginn sérfræðingur í list Dieters Roths og hann eigi því erfitt með að leggja mat á annað en það sem lýtur að sjónrænni upplifun á verkum listamannsins. „I mínum augum era þetta allt eins skúlptúr- ar og bækur,“ segir Ingólfur og bendir eftir endilöngum borðinu þar sem bækurnar liggja í röðum. Elstu verkin á sýningunni era í Nýlistasafninu stendur yfír óhefðbundin sýning á bókverkum Dieters Roths í tengslum við sýningu á íslenskum bók- verkum í Þjóðarbókhlöðunni. Hulda Stef- ánsdóttir leit inn á sýninguna og fræddist um verkin hjá umsjónarmanni hennar, Ingólfi Arnarsyni myndlistarmanni. meðal fyrstu bókverka Dieters, verk sem hann vann hér á landi í lok 5. og byrjun 6. áratugarinns og vin- ur hans, Ragnar Kjart- ansson myndhöggvari, færði Nýlistasafninu að gjöf en flest verkin era þó gjöf listamannsins sjálfs til safnsins. Þar er m.a. að finna bækur sem Dieter gaf út í samvinnu við Einar Braga skáld hjá forlagi þeirra, forlag ed. A þessum tíma var Dieter að fást við konkret- ljóðagerð og hann er undir sterkum áhrifum optískrar listar í bók- verkum með hand- skornum síðum þar sem hending ræður því hvemig geometrísk form raðast saman. Listamaður með mörg andlit Eftir 1960 fara áherslur í list- sköpun Dieters talsvert að breytast, hann hverfur frá reglufestu til óreiðukenndari og „skítugri" verka og ljóðabók hans frá 1968 er gott dæmi um slíkt. Inni í miðri bókinni era matarleifar, sem ganga má út- frá að skapi andrúmsloft í tengslum við innihald textans. Onnur bók hans frá svipuðum tíma ber heitið Skítur þótt þar sé á ferðinni hin vandaðasta bók, gerð úr fallegum pappír og inniheldur rómantísk ljóð, jafnvel væmin. „Mér finnst list Di- TIMARIT fyrir allt, frá 1975. eters vera mjög merkileg að því leyti að hann var stöðugt að kanna þanþol allra hluta; velta fyrir sér spurningunni um það hvar fegurð- armörkin liggja, á mjög ferskan og frjóan hátt,“ segir Ingólfur. „Ef til vill fólst í þessu ákveðin uppreisn gegn hefðinni. Þetta var maður sem þorði að spyrja erfiðra spurninga og upp frá þessu opnast verk hans í all- ar áttir." Dieter dvaldi oft við kennslu í Bandaríkjunum á 7. áratugnum og SÝNINGIN á bókverkum Dieters Roths er eingöngu opin gestum á virkum dögum undir leiðsögn Ingólfs Arnarssonar. Um helgar má njóta „bókaskúlptúranna11 í salnum um spegil við inngang salarius. lærða, börn, gamalmenni og geð- sjúka, því tímaritið átti að endur- spegla lífið í öllum sínum fjölbreyti- leika,“ segir Ingólfur. Kunni vel til verka Útlitið er jafn mikilvægur hluti verkanna og innihaldið, sama hvar er gripið niður. Það að láta hlið- arnar standa óskornar eða leika sér að „misheppnuðum" prentun- um í yfir- og undirlýstum grásköl- um, notast við blettótta pappírsaf- ganga, skera niður og binda inn sem bók afgangspappír sem notað- ur hefur verið til að hreinsa fals- ana í prentvélinni. Enn eitt ein- kenni á verkum Dieters eru fag- mannleg vinnubrögð hans við bókaprentun og Ijóst að hann var öllum hnútum kunnugur í prent- smiðjunni. „Þennan feril sem hann kunni frá a til ö spilar hann síðan endalaust með,“ segir Ingólfur. „Segja má' að hann prófi að gera allt það sem góður, faglærður prentari myndi aldrei leyfa sér að gera.“ Bókverk Dieters í eigu safnsins ná allt fram til um 1985, m.a. Dag- bók sem listamaðurinn vann fyrir þátttöku sína á Feneyjatvíæringn- um árið 1984. í bréfi sem hann rit- aði Nýlistasafninu árið 1995 lætur hann fylgja með neðst innan sviga: „(Gleymið mér ekki!)“ Og á meðan safnið geymir svo dýrmætt safn höfundarverka listamannsins þarf ekki að óttast að verk Dieters Roths verði tímanum að bráð. þar komst hann í alþjóðlegri tengsl innan listheimsins, varð þekktari og viðurkenndari en áður. Jafnframt er greinilegt að ísland hefur haft mikil áhrif á listsköpun Dieters. Ár- ið 1975 gaf hann út Tímarit fyrir allt, í 10 tölublöðum sem fóru ört vaxandi frá því fyrsta til hins síð- asta. Eins og nafnið gefur til kynna var þetta tímarit fyi-ir allt, - og alla. „Hver sem er gat sent inn efni og engu var hafnað. Þannig óx tímarit- ið og dafnaði með list eftir leika og Nýjar bækur • The Ally Who Came in from the Cold. A Survey of Icelandic Foreign Policy, 1945-1956 eftir Þór White- head, rann- sóknaprófessor í sagnfræði, er komin út. Bók- in er á ensku og er gefin út í tilefni af ráð- stefnunni „Norðurlöndin og kalda stríð- ið“, sem hefst í Reykjavík miðvikudaginn 24. júní. I kynningu segir að í bókinni lýsi Þór hvernig íslenskir ráða- menn sögðu skilið við „ævarandi hlutleysi" Islands í utanríkis- málum á mesta átakaskeiði kalda stríðsins. „Hann rekur upphaf núverandi utanríkis- stefnu til kreppunnar miklu á fjórða áratug aldarinnar og til átaka Breta og Þjóðverja um ítök í landinu á útþensluskeiði Hitlers og reynslu íslendinga í síðari heimsstyrjöld. Höfundur leggur mesta áherslu á sam- skipti íslendinga við Banda- ríkjamenn 1945-1956, hann rek- ur gerð Keflavíkursamningsins 1946, minnist á þátt Marshall- hjálpar, lýsir inngöngu íslend- inga í Atlantshafsbandalagið 1949, aðdraganda varnarsamn- ingsins við Bandaríkin 1951 og áformum vinstri stjórnar Her- manns Jónassonar 1956 um að láta bandaríska varnarliðið hverfa af landi brott. Þór rekur þessa sögu í samhengi við at- burðarás kalda stríðsins, en í frásögn hans fléttast saman samskipti stjórnvalda, efnahags- og stjórnmálaþróun innanlands, hermál og utanríkisviðskipti." Höfundur hefur viðað að sér heimildum úr bandarískum, breskum og þýskum skjalasöfn- um, en auk þess styðst hann meðal annars við gögn ráðherr- anna Bjarna Benediktssonar og Ólafs Thors og skjöl Thors Thors, sendiherra í Washington. Þór Whitehead hefur áður samið fimm bækur og ýmsar ritgerðir um utanríkis- og ör- yggismál Islands á dögum kalda stríðsins, en kunnastur er hann fyrir ritröð sína Island í síðari heimsstyrjöld. Fyrir síðasta bindi ritraðarinnar, Milli vonar og ótta, hlaut hann Islensku bókmenntaverðlaunin 1996. Útgefandi er Alþjóðamála- stofnun Háskóla íslands og Há- skólaútgáfan. The Ally Who Came in from the Cold er 128 blaðsíður að lengd, pappírskilja, prýdd all- mörgum ljósmyndum. I viðauk- um er að finna texta Keflavík- ursamningsins og varnarsamn- ingsins við Bandaríkin. Háskólaútgáfan sér um dreifingu og kostar bókin kr. 2.100. Þór Whitehead Tónleika- röð íIðnó HAFIN er tónleikaröð í Iðnó, og verða í því skyni haldnir tónleikar sérhvert þriðjudagskvöld árið um kring. í sumar verður byrjað á léttri tónlist, og nefnist sú tónleikaröð Tónlist úr öllum áttum, en stefnan er að þyngja dagskrána eftir því sem líður á veturinn. „Hugmyndin er að láta létta sumarstemmningu svífa yf- ir vötnum fram til hausts,“ segir Magnús Geir Þórðarson, listrænn stjórnandi Iðnó. Þessari tónleikai’öð lýkur 18. ágúst þegar nýrri tónleika- röð verður hleypt af stokkunum, en meðal atriða á sumardagskránni má nefna tónleika píanóleikaranna Þor- steins Gauta Sigurðssonar og Stein- unnar Bh-nu Ragnarsdóttur 30. júní, en þau leika fjórhent á píanóið. Tón- leikarnir 11. ágúst nefnast Lög Jóns Múla Anasonar hljóma í Iðnó á ný, en þar stýrir Óskar Guðjónsson sax- ófónleikari djasstónleikum. Magnús Geir segir að fyrirkomulag tón- leikaraðarinnar sé á þann veg að hver flytjandi standi fyrir sínum tón- leikum, en hlutverk Iðnó sé að raða saman viðeigandi dagskrá með tilliti til heildaráferðar. „Það er gríðarleg eftirspurn eftir því að leika í tón- leikaröðinni,“ segir Magnús Geir og bætir þvi við í lokin að kappsmál Iðnó sé að hafa tónleikadagskrána í föstum skorðum svo að fólk geti gengið að metnaðarfullri lifandi tón- list vísri sérhvert þriðjudagskvöld, sumar sem vetur. GLASADAGAR Einstakt tilboð á gullskreyttum glösum

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.