Morgunblaðið - 24.06.1998, Page 27

Morgunblaðið - 24.06.1998, Page 27
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 24. JÚNÍ 1998 27 AÐSENDAR GREINAR Þessa kolsvörtu sögu verður að segja ÞAÐ þarf að þvo þennan kol- svarta blett af þjóðfélaginu. Og reynslan sýnir að það verður ekki gert með hefðbundnum aðgerðum. Það gerist ekki nema fólkið sjálft - við - segjum hlutina umbúðalaust. Þau af okkur sem enn erum í gangi. Þau sem voru þolendur í þessum harmleik liggja nú í kirkju- görðunum og mega ekki mæla. Það er óhjákvæmilegt að segja söguna eins og hún er. Undanfarna áratugi, raunar allan seinni hluta aldarinnar, hefur verið níðst meira og minna á gömlu fólki í landinu. Ekki fyrst og fremst að það hafi verið svelt, heldur hefur gamalt fólk verið niðurlægt, það hefur ver- ið einangrað, það hefur verið sett í geymslur þegar ellin sótti á og halla tók undan fæti. Þetta fólk hafði sjálft ekkert um sín mál að segja þegar heilsan og starfsorkan tók að dvína. Þetta fólk fékk ekki að deyja með reisn. Þetta eru ekki litlar ásakanir. En staðreyndirnar eni þessar. Er það ekki siðlaust, spyr Hrafn Sæmunds- son, að gamalt fólk sé sett aftast í röðina og níðst á þeim sem ekki geta borið hönd fyrir höfuð sér? Upp úr þeim þjóðfélagsbreyting- um sem urðu í og eftir heimsstyrj- öldina flosnaði stór hluti af eldra fólki upp og þá byrjaði gamalt fólk að verða „vandamál“. I nýju „kjarnafjölskyldunni" fór gamalt fólk að verða fyrir ungu kyn- slóðunum. Það var þá sem byrjað var að byggja stór elliheimili. Þessi steinsteypa var framan af oftar en hitt staðsett sem fjærst mannabyggðum eða í útjaðri byggðar. Geymsluformið varð strax ráðandi. Fólk var flutt „hreppaflutn- ingum“ í þessar geymslur. Fólk var raunverulega ekki spurt. Þeir voru heppnir sem fengu „pláss“! Og margt gamalt fólk gekk brosandi í útlegðina. Þetta var það síðasta sem það gat gert fyrir blessuð börnin sín eftir að hafa oft kostað þau til mennta og hjálpað þeim að byggja nýju húsin. Gamla fólkið kvartaði ekki. Gamalt fólk hefur aldrei kvartað. Og hvernig er þetta í dag? Tök- um dæmi úr nútímanum. I einu al- fullkomnasta heilbrigðiskerfi í heiminum, sem er á Islandi, er barnadauði einn sá minnsti. Þetta stafar af því að þessi þáttur heil- brigðiskerfisins er rekinn á þann hátt að það sem hægt er að gera fyrir peninga er sett í að börnin, allt frá frjóvgun til fæðingar og eftir fæð- ingu og líka foreldrar barnanna, fá alla heilsufarslega og fé- lagslega þjónustu. Engum lifandi manni dettur í hug að breyta þessu og setja á kvóta- kerfi þarna. En hvað gerist á hinum endanum? Þeg- ar fólk leggur í ferða- lagið út úr heiminum? Fær þá hver einstak- lingur allt sem hægt er að fá fyrir peninga, alla þjónustu, fyrir sérþarfir hvers og eins, heilsufarslega og félagslega? Nei. Það eru ekki einusinni til „geymslur" fyrir alla! Staða gamals fólks sem er veikt er oft skelfileg. Er það ekki siðlaust og niðurlægjandi þegar „gamalt" veikt fólk „kemst“ inn á spítala að þá þurfi að skrifa undir yfirlýsingu um að aðstandendur taki aftur við fólkinu? Er það ekld siðlaust og nið- urlægjandi að „gamalt“ veikt fólk þui-fi að horfa upp á að böm þess eða aðstandendur þurfi að fara úr vinnu til að hugsa um það? Er það ekld siðlaust og niðurlægjandi að „útskrifa" gamalt fólk - ekki vegna heilsufarsástands heldur vegna lok- ana í sjúkrahúsum? Er það ekki sið- laust að gamalt fólk sé sett aftast í röðina og níðst á þeim sem ekki geta borið hönd fyrir höfuð sér? Að þessi þjóðfélagshópur fær ekki þá þjónustu sem nú er aðgengileg í endurhæfingu og félagslegri aðstoð. Vill kannski einhver láta gera könn- un á því á elliheimilum og stofnun- um fýrir aldraða, hvað einstakling- amir fá marga tíma á mánuði af „dýiTÍ“ sérhæfðri þjónustu sem nú er þekkt eins og í sálarfræði og öðr- um félagsvísindum? Þá þjónustu sem er fram yfir minnsta hugsan- legan „rekstrarkostnað"? Þorir ein- hver að láta gera slíka könnun? Hér skal enn og aftur tekið fram að ekki er verið að gagnrýna starfsfólk í öldranarþjónustu. Það fólk vinnur undir einu mesta álagi á vinnumarkaðinum. Og margt af þessu fólki tekur undir þessa gagn- rýni. Að lokum skal minnst á það að sú kynslóð sem tók þátt í og stóð fyrir þeirri stefnumörkun á sínum tíma að leysa „vandamál" gamla fólksins með steinsteypunni og geymslu, það fólk nálgast nú sjálft lífeyrisalduriunn. Kannski væri skynsamlegt að þetta fólk athugaði hvað hefur raunveralega breyst? Hvort eitthvað hefur breyst? Höfundur er fulltrúi. Hrafn Sæmundsson KRINGLUKASTTILBOÐ MIÐVIKUDAG, FIMMTUDAG, FÖSTUDAG OG LAUGARDAG KRATT JAKKI CARVESTl VOLLEN PEYSA BOLD BUXUR Kringlan sími 5811944 • Laugavegi 95-97 sími 5521844 Kringlan sími 568 6244 • Laugavegi 95-97 sími 552 1444

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.