Morgunblaðið - 24.06.1998, Side 47

Morgunblaðið - 24.06.1998, Side 47
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 24. JÚNÍ 1998 47 FOLK I FRÉTTUM Sidney Poitier heiðraður ► Óskarsverðlaunahafínn Sidney Poitier var heiðraður af bandarísku kvikmyndaakademí- unni fyrir farsælan feril sem leikari nú á dögunum. Boðið var til gleðskapar í Beverly Hills og mættu þangað vinir og fyrrver- andi mótleikarar og leikstjórar Poitier. Meðal þeirra voru leik- konan Diahann Carroll, sem lék á móti honum í „Porgy & Bess“ og „Paris BIues“, leikarinn James Earl Jones, sem lék með LEIKKONAN Diahann Carroll og Joanna Shimkus, eiginkona Poitier, samglöddust leikaranum á heiðurskvöldinu. Poitier í „Sneakers", og leik- leikstýrði honum í „Guess Who’s stjórinn Stanley Kramer, sein Coming To Dinner". Eyðnirannsóknir styrktar ► Sjónvarpsmaðurinn Larry King lét sig ekki muna um að taka dansdýfu með leikkonunni Sharon Stone á góðgerðar- samkomu sem var haldin til styrktar bandarísku eyðni- rannsóknasamtökun- um í New York um helgina. Auk King og Stone voru mætt leik- konan Lauren Bacall, fyrrverandi borgar- stjóri New York, Mario Cuomo og Henry Kissinger. MYNDBÖND Mikið meló- drama Bella Mafia___ S j « n v a r p s d r a m a ★★ Framleiðsla: Jack Clements. Leik- stjórn: David Greene. Handrit: Lynda La Plante. Kvikmyndataka: Gordon Lonsdale. Tónlist: Joseph Vitarelli. Aðalhlutverk: Vanessa Redgrave, Dennis Farina, Nastassja Kinski, Jennifer Tilly og Illeana Douglas. 113 mín. Bandarísk. Bergvík, júní 1998. Bönnuð börnum innan 16 ára. MICHAEL, elsti sonur Luciano fjölskyldunnar, sem býr á Sikiley eins og vera ber, er myrtur á hroðalegasta hátt áður en hann kynnir þungaða kærustu sína fyrir fjölskyldunni. Hún eignast barnið á laun en fer að lokum og bankar upp á hjá foreldrum barnsfóðurins. AJlt fer á annan veg en hún ætlar og fyrr en varir er hún orðin hluti fjölskyldunnar án þess að nokk- ur viti um sam- band hennar við látna soninn. Ör- lögin haga hlut- unum á þann veg að týndi sonurinn, Luka, er ættleiddur af höfuðóvini fjölskyldunnar og lætur ekki sitt eftir liggja í stríði og blóð- hefnd ættanna. „Bella Mafía“ er mikil og að mörgu leyti undarleg saga. Hún er líkust gotneskri skáldsögu eða end- urreisnarleikriti, því engin takmörk era fyrir ólíkindalegum söguþræði, ódýi’um lausnum og yfirgengileg- um tilviljunum. Dramatíkin er keyrð upp með öllum tiltækum ráð- um og útkoman er eitthvert mesta melódrama sem sést hefur árum saman. Einvala lið leikara er í helstu hlutverkum myndarinnar og stend- ur sá þáttur upp úr. Vanessa Red- grave hefur sjaldan verið glæsilegri og setur hún mikinn svip á mynd- ina. Þekkt andlit þaulreyndra leik- ara sjást í öðru hverju hlutverki, sem hlýtur að teljast óvenjulegt í sjónvarpsmynd af þessari gerð. Nokkuð vantar upp á tæknivinnuna og greinilegt að haldið hefur verið fast um budduna þegar ekki var verið að borga leikurum. Þetta er í raun epísk saga eigin- kvenna í mafíufjölskyldu og trúi ég að óhætt sé að mæla með henni við þá sem kunna að meta skrautlegar og dramatískar frásagnir. Hinsveg- ar er hætt við að hún fari í taugam- ar á þeim sem vilja halda frásögn- um í hóflegu samræmi við raun- veruleikann. Myndin er því að mörgu leyti hin þokkalegasta af- þreying, en trúlega ekki við allra hæfí. Guðmundur Ásgeirsson Brjálað Kringlukast í Cosmo __________aldrei betra ^ Ný sending síð pils - ótrúlegt úrval áður kr.^09ff nú aðeins kr. 3.990 ^ Bolir í stíl áður kr.^U99ff nú aðeins kr. 2.990 Frakkar áður kr&99tf nú aðeins kr. 4.990 Kápur m/loðkraga stuttar/síðar áður kr.A890 nú aðeins kr. 4.990 Meiriháttar stretsbuxur hvítar/svartar, munstraðar áður kr.A99tT nú aðeins kr. 3.990 Stórir bolir áður kr,&emr nú aðeins kr. 1.990 Hlýrabolir meiriháttar úrval áður kr. .l*09ff nú aðeins kr. 1.290 o.fl. o.fl. ótrúleg tilboð Laugavegi 44, Kringlunni

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.