Morgunblaðið - 22.08.1998, Qupperneq 19

Morgunblaðið - 22.08.1998, Qupperneq 19
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 22. ÁGÚST 1998 19 VIÐSKIPTI Hlutabréfasjóður Norðurlands og Sjávarútvegssjóður Islands Þróun í takt við markaðinn Gengishækkanir hafa orðið hjá sjóðunum í júlí og ágúst HLUTABRÉFASJÓÐUR Norðurlands hf. var rekinn með 23 millj- óna króna hagnaði og Sjávarútvegssjóður Islands hf. skilaði liðlega 4 milljóna króna hagnaði samkvæmt rekstrrareikningi fyrstu sex mánaða ársins. Hagnaður Hlutabréfasjóðsins er minni en á sama tíma í fyrra en þá var Sjávarútvegssjóðurinn rekinn með halla. Báðir sjóðirnir eru í umsjá Kaup- þings Norðurlands hf. Tryggvi Tryggvason, framkvæmdastjóri fyrirtækisins, segir að afkoma beggja sjóðanna sé mjög í sam- ræmi við þróunina á hlutabréfa- markaðnum. Heildareignir 725 milljónir króna Hlutabréfasjóðurinn er hefð- bundinn hlutabréfasjóður og er gengi hlutabréfa sjóðsins mjög í takt við almenna þróun á markaðn- um. Sjávarútvegssjóðurinn fjár- festir einkum í hlutabréfum sjávar- útvegsfyrirtækja, eins og nafnið bendir til. Heildareignir Hluta- bréfasjóðs Norðurlands námu 725 milljónum kr. í lok júm'. Þar af nam hlutabréfaeign 443 milljónum eða um 61% af heildareignum. Sjóðurinn á hlutahréf í 45 félög- um og eru 37 þeirra skráð á Verð- bréfaþingi íslands. Sjávarútvegs- sjóðurinn á eignir fyrir 259 milljón- ir kr., þar af hlutabréf í 24 félögum að verðmæti 219 milljónir kr. Gott útlit Tryggvi segir að gengi hluta- bréfa beggja sjóðanna hafí lækkað verulega fyrstu þrjá mánuði ársins. Það hafi heldur jafnast aftur, en aðalhækkunin hafi þó ekki orðið fyrr en í júlí og ágúst og komi því ekki fram í milliuppgjörinu. Að teknu tilliti til útgreidds arðs var ávöxtun hlutabréfa í Hluta- bréfasjóðnum um 5% fyrstu sex mánuði ársins en er að sögn Tryggva um 10% frá áramótum til dagsins í dag. Ávöxtun hlutabréfa í Sjávarútvegssjóðnum var um 1% fyrstu sex mánuðina en er 9,5% í dag. Telur Tryggvi að útlitið sé gott með rekstur sjóðanna á síðari árs- helmingi, að því gefnu að afkoma þeirra fyrirtækja sem eiga eftir að birta afkomutölur verði í samræmi við væntingar. Málþing um viðskipti íslenskra og breskra fyrirtækja Viðræð- ur hjá Hyundai FORSETI launþegasamtaka starfsfólks Hyundai-bifreiða- verksmiðjanna í Suður-Kóreu, Kom Kyong-sik, í fylgd lífvarða er hann yfírgaf verksmiðjurnar í gærmorgunn, en þá stóðu yfir samningaviðræður milli forystu- manna launþega, framkvæmda- sljórnar verksmiðjanna og s-kóreskra stjórnvalda. Hafa yfirvöld reynt að miðla málum í Iaunadeilu í fyrirtækinu, en um 5.000 starfsmenn og íjöl- skyldur þeirra hafa sest að í verksmiðjunum og vilja yfir- völd forðast að öryggislögregla verði kvödd til og Iátin rýma verksmiðjurnar. Reuters Landsbank- inn sýndur gestum LANDSBANKINN í Austurstræti 11 verður opinn í dag, laugardaginn 22. ágúst, frá kl. 18-21 í tilefni Menningamætur í Reykjvík. Þar mun Aðalsteinn Ingólfsson listfræðingur fara með gestum um húsakynni bankans í Austurstræti 11, kl. 18, 19 og 20 og segja frá veggmyndum Jóns Stefánssonar í afgreiðslusal, myndum Kjarvals á 2. hæð, og mósaik-mynd Nínu Tryggvadóttur í afgreiðslusal. Guð- jón Ketilsson myndlistarmaður heldur sýningu í afgreiðslusal á verkum sínum. Álfurinn Mókollur verður einnig á staðnum og leikur við bömin meðan foreldrarnir skoða listaverkin. ÍSLENSK fyrirtæki, sem valin hafa verið af viðskiptadeild Breska sendiráðsins, fá tækifæri til að kom- ast í kynni við bresk fyrirtæki á sér- stöku málþingi, sem haldið verður nk. mánudag í Hóteli Holti. Breska sendiráðið á Islandi stendur að málþinginu ásamt sam- tökunum „Furness Enterprise“ í N orðvestur-E nglandi. I frétt frá sendiráðinu kemur fram að samtökin telji að á starfs- svæði þeirra sé gott sóknarfæri fyr- ir íslensk fyrirtæki. Á svæðinu búi um sjö milljónir manna og þar sé mikið um hátæknivöra og -þjón- ustu. „Þetta málþing er kjörið tæki- færi fyrir Fumess Enterprise til að kynna fyrir forráðamönnum ís- lenskra fyrirtækja þá möguleika sem bjóðast og til að færa saman ís- lensk og bresk fyrirtæki, þar sem mikil þekking er fyrir hendi á báð- um stöðum. Heimsókn fulltrúa Fumess Enterprise til íslands kemur í kjöl- far heimsóknar íslenskrar sendi- nefndar, sem heimsótti Kumraland í október á síðasta ári. Forráðamenn samtakanna von- ast til að geta fengið fulltrúa ís- lenskra fyrirtækja í fremstu röð til fundar við sig mánudag til að sýna þeim þá vöra og þjónustu sem í boði er. Dagana 23.-25. ágúst gefst áhugasömum íslenskum fyrirtækj- um síðan tækifæri til að ræða þró- un nýrra viðskiptasambanda í einkaviðtölum. Sigurður Sigurðarson skoðar alþjóðlegt samfélag á hálendi íslands í blaðinu á sunnudaginn. -rOFN.^*’ ' „.. .tíér er- máðu'rinn a m ' • - einrí-með nátturunni...“ Igiil
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.