Morgunblaðið - 22.08.1998, Side 21

Morgunblaðið - 22.08.1998, Side 21
MORGUNBLAÐIÐ ERLENT LAUGARDAGUR 22. ÁGÚST 1998 21 Flóðin aukast í Bangla- desh FLÓÐIN í Bangladesh færast nú enn í aukana, en þau hafa þegar orðið yfir 360 manns að fjörtjóni. Monsún-rigningar hafa staðið yfir í sex vikur og veðurfræðingar segja ekki út- lit fyrir að stytti upp í bráð. Ár eru enn í vexti og 37 af 64 hér- uðum landsins eni að miklu leyti undir vatni. Gonzales und- irritar áfrýjun FELIPE Gonzales, fyrrver- andi forsætisráðherra Spánar, er meðal þeirra lögmanna sem undin-ituðu áfrýjunarbeiðni Joses Barrionuevos og Rafaels Vera, sem voru dæmdir í tíu ára fangelsi í síðasta mánuði fyrir aðild sína að „skítuga stríðinu" svokallaða gegn að- skilnaðarsveitum Baska. Barrionuevo gegndi embætti innanríkisráðherra í stjórn Gonzalesar á þeim tíma er af- brotin voru framin, en Vera var aðstoðarinnanríkisráð- herra. Seðlabanki Sviss aðstoðar ekki SEÐLABANKINN í Sviss neitaði í gær að veita tveimur svissneskum bönku'm aðstoð við fjármögnun skaðabóta, sem þeir þurfa samkvæmt ný- gerðu samkomulagi að greiða fórnarlömbum Helfararinnar gegn gyðingum íyrir að hafa fryst innistæður þeirra í síðari heimsstyrjöldinni. Slæmt veður hamlar leit LÍTIL von þykir nú til þess að fleiri fórnarlömb aurskriðna, sem féllu í Uttar Pradesh-hér- aði á Indlandi í vikunni, finnist á lífi. Miklar rigningar og slæmt skyggni hafa hamlað björgunarstarfi á svæðinu, auk þess sem enn er hætta á að fleiri aurskriður falli. I gær var 239 manna saknað, að sögn héraðsyfirvalda. Bonnie stefnir á Bahamaeyjar Hitabeltisstormurinn Bonnie færðist í aukana í gær, er hann stefndi í átt að Bahamaeyjum á Karíbahafi, og þar hefur nú verið gefin út stormviðvörun. Veðurfræðingar telja að Bonnie muni breytast í fellibyl, sem gæti ógnað suðaustur- strönd Bandaríkjanna á næstu dögum. Sprengjutilræðið í Omagh á Norður-frlandi Tveir menn enn í haldi Bejfast. Reuters. LÖGREGLAN á N-írlandi sleppti í fyrradag úr haldi þremur mannanna sem handteknir voru á mánudag í tengslum við sprengjutilræðið í Omagh sem varð 28 manns að bana. Tveir eru enn í haldi og getur lögreglan haldið þeim án ákæru fram á sunnudag. Lögreglu hefur nú tekist að rekja síðustu ferðir bifreiðarinnar sem flutti sprengjuna inn í miðbæ Omagh en tveir menn munu hafa sést yfirgefa bfl- inn, sem var af gerðinni Vauxhall Cavalier, fjöru- tíu mínútum áður en sprengjan sprakk. Greindi The Belíast Telegraph frá því í gær að vitni haldi því fram að sprengjumennirnir hafi blandað geði við fólk í verslunarmiðstöðinni í miðbæ Omagh eftir að þeir yfirgáfu bifreiðina. Er þetta talið af- sanna þá kenningu að sprengjumenn hafi yfirgefið bflinn í hasti án þess að koma honum alla leið að dómshúsi bæjarins, en þar átti sprengjan að vera samkvæmt viðvörun „hins sanna IRA“. Segja fulltrúar lögreglunnar því einungis tvennt koma til greina; að sá sem hringdi inn viðvörun vegna sprengjunnar hafi klúðrað verkefni sínu eða þá að markmið „hins sanna IRA“ hafi alltaf verið að myrða eins marga og hægt var, þótt samtökin haldi öðru firam. Yfirvöld á írlandi hafa enn ekki séð ástæðu til að handtaka hjónin Michael McKevitt og Berna- dette Sands McKevitt sem grunuð eru um að stýra samtökunum „hið sanna IRA“. Það vekur nokkra athygli að svo virðist sem búið sé að dæma þau opinberlega fyrir aðild að tilræðinu, en þau neita hins vegar að hafa átt hlut að máli. Greindi The Belfast Telegraph frá því í gær að hjónin hyggist nú höfða mál vegna ummæla ýmissa fjöl- miðla í þeirra garð. Jafnframt sagði The Belfast Telegraph frá því að Bill Clinton, Bandaríkjaforseti, hugleiddi nú að leggja leið sína til Omagh en hann mun heimsækja Belfast 3. september næstkomandi. Pottaplöntu Burkni kr. 499,- Keramikpotl fylgir -rM »7 Fíkus 1 m ^kr. 999,- IV t Verð áður kr. 1605- Stk. pálmar í bakka /V kr.999, fukkur kr. 399 Áður kr.J- Drekatré ^ 1 m. 2 í potti kr.999,- ^ Verð áður kr.395 Stofuai kr. 49i j'Áður kr. Bergpál: kr. 999 Verð áður kr. íseer Friðarlilja jök 599,- Aður kr.S93T HIÖÍ?Gróðurmold 61 kr. 159,- Verð áður kr.SkW Schefflera (stór) |r. 999,- '^0 1/21. Græna þruman Alpafjóla kr. 699,- Áður kr.,840' Græna þruman 11. kr. 299, Áður kr.A^ Drekatré kr. 399,- Áður kr.599" m| . ■ föt 1

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.