Morgunblaðið - 22.08.1998, Qupperneq 31

Morgunblaðið - 22.08.1998, Qupperneq 31
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 22. ÁGÚST 1998 31 i I i í i i i i i i i i i i i i i i i i I i i ■- $ i i w i AÐSENDAR GREINAR Hollywood 75 ára HIN heimsþekkta draumaverksmiðja sem hefur meiri áhrif á skoð- anir, tísku og strauma fólks en nokkurt annað fyrirbæri í heiminum, minnist merks áfanga á árinu. Engan óraði fyrir því á sínum tíma að Hollywood yrði að þeirri ótrúlegu kvik- myndaborg sem við þekkjum nú. En í apríl árið 1923 og á næstu tólf mánuðum urðu til fjögur af sjö risakvik- myndaverunum sem nánast ráða markaðin- um og grunnurinn var lagður. Fyrir 75 árum var Los Angeles mikill uppgangsbær. Bæði Warner Bros. og Disney Brothers Studio urðu til og snemma næsta ár stofn- uðu Jack og Harry Cohn Columbia Pictures. Skömmu síðar sameinuð- ust Louis B. Mayer Productions, Goldwyn kvikmyndaverið og Metro Pictures í MGM. Þessi harmóníska samleitni hafði verið í farvatninu í nokkur ár og var ástæðan aðal- lega aukin viðskipta- og peningaleg meðvit- und hjá Ameríkönum, gífurlegt fasteignaæði í Los Angeles og ný- sprottin hamslaus hrifning á kvikmynd- um. Einnig kom til gíf- urlegur hagvöxtur og urðu Bandaríkjamenn þjóðfélag viðskipta- manna í stað þjóðfé- lags bænda og kaup- manna. Á sama tíma fóru ungir kvikmynda- gerðai-menn og viðskiptajöfrar sínar eigin leiðir við uppgötvun á þessum nýja miðli og sáu fljótt fram á arð- semisgildi kvikmynda og er þetta sjónarmið allsráðandi í Hollywood með nýrri kynslóð nýrra herra. Áætlaðar tölur setja kvikmynda- aðsóknina í Bandaríkjunum á þess- um tíma í kringum 40 milljónir manna yfir árið. Þetta nýja Því meiri peninga sem kvikmyndastjörnurnar fengu, segir Guðmund- ur Breiðfjörð, því meira kvörtuðu þær. skemmtiform kom í stað fjölleika- sýninga, leikhúsa, göngugatna og skemmtigarða. Til að anna eftir- spurninni eftir blikkandi melódrama og ærslafullum gamanleikjum settu tugir kvikmyndagerðarmanna upp bæði verkstæði og vinnustofur, fyrst í New York, síðan í kringum 1920 í Los Angeles, þar sem sefandi milt andrúmsloft, stórfenglegt útsýni og ódýrt land, vakti upp freistingar í ungum athafnamönnum sem voru með ævintýraglampa í augum. Og framleiðslan í Hollywood á þessum tíma var að nálgast magnið sem draumasmiðjan sendir frá sér nú, eða nálægt 580 myndir á árinu 1923. Strax þá var eytt um 100 millj- ónum dala í þessa framleiðslu, þús- Guðmundur Breiðfjörð undir voru ráðnar í vinnu og launa- kostnaðurinn hljóðaði upp á 25 millj- ónir dala. Á þessu sama „fæðingarári" Hollywood, þegar íbúafjöldi Los Angeles var að nálgast eina milljón, vora reist 1200 kvikmyndabygging- ar, 60 hótel, 700 íbúðir og 25.000 hús. Þetta var líka árið sem Hollywood-skiltið fræga var reist. Var skiltið þá þrettán stafa, þ.e. „Hollywoodland" og reist sem aug- lýsingabrella vegna nýrra íbúða- bygginga, en er nú orðið eitt þekktasta kennileiti heims. Og undir lok ársins 1923 vora spekúlantarnir í skemmtanaiðnaðin- um farnir að kvarta yfir alltof háum kostnaði og hvað laun leikara væra orðin of há og spáðu því að Hollywood stæði ekki undir svona dýrum myndum! Og því meiri pen- inga sem kvikmyndastjörnurnar fengu því meira kvörtuðu þær. Rud- olph Valentino olli t.d. miklu írafári þegar hann neitaði að nota tunnu sem stól í búningsherberginu sínu! Eitt af því sem gerði stöðu Hollywood svo sterka þá og lagði granninn að veldinu nú, er að önnur samkeppnislönd, eins og England, Þýskaland og Frakkland, vora í miklum sáram eftir fyrri heims- styrjöldina og mikið mannfall tók sinn toll, svo að gróskumikil kvik- myndagerð sem átti sér stað í þess- um löndum fyrir heimsstyrjöldina, náði aldrei aftur að standa jafnfætis og keppa við „óþvingaða“ og ósærða Hollywood. Og stríðið varð einnig til þess að margir af bestu leikurum og leikstjóram þessara og annarra landa flúðu til Hollywood þar sem þeir gátu unnið að list sinni í friði og fengið vel borgað fyrir. Flestir frumkvöðlar kvikmynda- veranna sjö komu frá Austur-Evr- ópu og Rússlandi. Þetta vora harðir jaxlar sem höfðu brotist út úr fá- tækt og harðæri af eigin rammleik og urðu fyrir vikið enn ákveðnari að „öðlast ameríska drauminn“. Með þessa frumkvöðla í broddi fylkingar var Hollywood breytt úr paradís fyrir eftiriaunabændur frá Iowa, í himnaríki ungra athafna- manna. Fyiár uppgangstímabilið eft- ir 1920 vora engin listagallerí í Hollywood, fáar bókabúðir, engin al- mennileg leikhús, engin söfn og ekk- ert tónleikahús. Það ríkti algert menningarlegt tómarúm. 75 áram seinna, á demantsafmæli öflugustu draumaverksmiðju heims, finnst mörgum lítið hafa breyst! Höfundur ermarkaðs- og sölufulltrúi hjá ítí. Staðalbúnaður í öllum Fiat bílum: • ABS hemlalæsivörn • Tveir loftpúðar • Bílbeltastrekkjarar • Samlæsingar • Rafmagnsrúður • Styrktarbitar í hurðum • 8 ára ábyrgð á gegnumtæringu Kynntu þér glæsilega ítalska eðalvagna núna um helgina að Smiðsbúð 2 Garðabæ Opið frá kl. 13 - 17 laugardag og sunnudag y-‘i Istraktor MareaWeekend 1490.000 kr. SM3ÐSBUÐ 2 6A60ABÆ SIMl' 565 6580
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.