Morgunblaðið - 22.08.1998, Síða 41

Morgunblaðið - 22.08.1998, Síða 41
MORGUNBLAÐIÐ MESSUR A MORGUN LAUGARDAGUR 22. ÁGÚST 1998 41 t Guðspjall dagsins: Farísei og tollheimtumaður. (Lúk. 18.) í olíuvinnslu vegna þess að einn jarðfræðingur héldi því fram að ol- íu væri að finna á einhverjum ákveðnum stað. Hann segir að stjómendur fyrir- tækja sjái til þess að vísindamenn stjómi ekki of miklu innan þeirra. Það sé á vissan hátt gott mál þar sem vísindamenn sem standa of nálægt verkefninu séu sjaldnast reiðubúnir tU að skýra frá örðug- leikum, þeir séu undir miklum þrýstingi við að sýna árangur, enda séu miklir fjármunir í húfi. Miðlægur gagnagrunnur siðferðilega rangur? Það er ekki aðeins fróðlegt held- ur nauðsynlegt að fylgjast með þeim umræðu sem fer fram er- íendis í sambandi við gagnagrunna, erfðarannsóknir og ásælni lyfjafyr- irtækja og tryggingafélaga í per- sónuupplýsingar. Hér á landi geng- ur stefna í meðferð persónuupplýs- inga í þveröfuga átt við stefnu ann- arra vestrænna þjóða. Á sama tíma og aðrar þjóðir vinna að aukinni verndun persónuupplýsinga vilja stjórnvöld hér gera slíkar upplýs- ingar að söluvöru á heimsmarkaði. Miðlægur gagnagmnnur, eins og hér er fyrirhugað að setja upp með viðkvæmustu heilsufarsupplýsing- um þjóðarinnar, hefur ekki verið settur upp annars staðar, en það þýðir ekki að slíkt hafi ekki verið reynt áður. í umræðunni sem fór fram í Bretlandi í vor um uppsetn- ingu þjóðargagnagrunns kom fram, að lyfjafyrirtækið Hoffmann- La Roche hafi í sex ár reynt að fá einkaleyfi á slíkum gagnagrunni í Sviss, en þeirri beiðni verið hafnað tvisvar í kosningum, þrátt fyrir hótanir fyrirtækisins um að flytja starfsemina annars úr landi. Svissneskir læknar virðast einnig hafa tekið mjög ákveðna af- stöðu. Vitnað var í svissneskan vís- indamann sem rekur fyrirtæki í genarannsóknum í Basel. Hann sagði að fyrir sig myndi slíkt einka- leyfi þýða að hann yrði að senda vísindagreinar sínar til einkaleyfis- hafa til yfirlits, áður en hann gæti sent þær til birtingar, og það kæmi ekld til mála. I hinu endurskoðaða gagna- grunnsfrumvarpi hefur verið geng- ið gróflega á rétt almennings til friðhelgi einkalífs með því að fella út ákvæði, sem er eina öryggisnet fólksins í landinu í frumvarpinu, um að heilsufarsupplýsingum verði ekki ráðstafað nema fyrir liggi skriflegt samþykki viðkomandi. Ætlar verkalýðshreyfingin og aðrir launþegar virkilega að láta slíkt yf- ir sig ganga? Ef setja á allar heilufarsupplýs- ingar þjóðarinnar í miðlægan gagnagrunn er eðlilegt að spurt sé um siðferðisþáttinn. Er allt falt ef peningar eru í boði? Læknar sverja eið við upphaf starfsferils síns þar sem þeir heita trúnaði við sjúklinga sína. Verður þessi eiðstafur, aðals- merki stéttarinnar um aldir, gerð- ur ómerkur? Læknar verða að svara þessum siðferðisspurningum sjálfir vegna þess að heilsufarsupp- lýsingar fólksins eru í þeirra vörslu. Þegar heilsufarsupplýsingar voru gefnar á læknastofu eða heil- brigðisstofnun var ekki gert ráð fyrir að þær yrðu að söluvöru. Ekki er heldur víst að maður eða kona, sem hafa misstigið sig á vegi dyggðarinnar einhvern tíma á lífs- leiðinni og leitað til læknis til að fá lyf t.d. við kynsjúkdómi, hafi látið sér koma í hug að slíkar ujiplýsing- ar gætu orðið söluvara. Oþægileg- ar upplýsingar hafa ætíð haft til- hneigingu til að koma í bakið á fólki þegar þær hafa komið því verst. Miðlægur gagnagrunnur eins og sá sem nú er fyrirhugaður er óvið- unandi. Verði frumvarpið sam- þykkt þrátt fyrir mótmæli verður að fá úr því skorið hver eigi heilsu- farsupplýsingar. Það gæti orðið viðfangsefni Mannréttindadóm- stólsins. ÁSKIRKJA:Safnaðarferö Safnaðar- félags og Kirkjukórs Áskirkju í Hreppa og Biskupstungur. Farið frá Áskirkju kl. 9. Messa í Skálholtskirkju kl. 11. Kvöldverður snæddur á Laug- arvatni. Ámi Bergur Sigurbjömsson. BÚSTAÐAKIRKJA: Guðsþjónusta kl. 11. Organisti Guðni Þ. Guð- mundsson. Pálmi Matthíasson. DÓMKIRKJAN: Guðsþjónusta kl. 11. Prestur sr. Hjalti Guðmundsson. Organleikari Marteinn H. Friðriksson. ELLIHEIMILIÐ GRUND: Guðsþjón- usta kl. 10.15. Organisti Kjartan Ólafsson. Sr. Kjartan Öm Sigur- björnsson. GRENSÁSKIRKJA: Guðsþjónusta kl. 11. Organisti Ámi Arinbjarnarson. Sr. Ólafur Jóhannsson. HALLGRÍMSKIRKJA: Laugardagur: í tilefni af Menningarnótt í Reykjavík verður samfelld dagskrá í Hallgrims- kirkju frá kl. 17 og lýkur með mið- næturguðsþjónustu kl. 23 í umsjón presta kirkjunnar. Mótettukór Hall- grímskirkju syngur undir stjóm Harð- ar Áskelssonar. Organisti Douglas A. Brotchie. Sunnudagur: Messa og bamasamkoma kl. 11. Félagar úr Mótettukór Hallgrímskirkju syngja. Organisti Douglas A. Brotchie. Sr. Jón Dalbú Hróbjartsson. Orgeltón- leikar kl. 20.30. Hörður Áskelsson, organisti Hallgrímskirkju, leikur. LANDSPÍTALINN: Messa kl. 10. Sr. Bragi Skúlason. HÁTEIGSKIRKJA: Messa kl. 11. Sr. Tómas Sveinsson. LANGHOLTSKIRKJA: Kirkja Guð- brands biskups. Messa kl. 11. Fermdur verður Hlynur Fannar Bald- vinsson, Sólheimum 34. Prestur sr. Jón Helgi Þórarinsson. Organisti Jón Stefánsson. Félagar úr Kór Lang- holtskirkju syngja. LAUGARNESKIRKJA: Guðsþjón- usta kl. 11. Altarisganga. Samvera með bömum meðan á prédikun og altarisgöngu stendur. Organisti Bjarni Jónatansson. Prestur sr. Bjarni Karisson. NESKIRKJA: Guðsþjónusta kl. 11. Prestur sr. Halldór Reynisson. SELTJARNARNESKIRKJA: Messa kl. 11. Organisti Sigrún Steingríms- dóttir. Prestur sr. Sigurður Grétar Helgason. ÓHAÐI SÖFNUÐURINN: Fermingar- messa kl. 14. Fenndur verður Unnar Öm Rósinkransson, Krummahólum 6, Reykjavík. Guðsþjónusta kl. 20.30. Ólafur Þórisson guðfræðingur pré- dikar. ÁRBÆJARKIRKJA: Guðsþjónusta í Safnaðarheimili Árbæjarkirkju kl. 11. Organleikari Kristín G. Jónsdóttir. Engin guðsþjónusta verður sunnu- daginn 30. ágúst vegna safnaðar- ferðar Árbæjarsóknar vestur í Dali. Prestarnir. BREIÐHOLTSKIRKJA: Messur falla niður vegna sumarleyfa starfsfólks og uppsetningar orgels til ágústsloka. Bent er á guðsþjónustur í öðrum kirkjum í prófastsdæminu. DIGRANESKIRKJA: Kvöldsamvera kl. 20.30 með altarisgöngu. Lofgjörð- arhópur leiðir safnaðarsöng. Prestur dr. Sigurjón Ámi Eyjólfsson. Fríkirkjan t Reykjavík Kyrrðar- og tónlistarkvöld við kertaljós verður í Fríkirkjunni laugar- dagskvöidið 22. ágúst í tengsl- um við menningarnótt í Reykja- vík. Kirkjan verður opin frá kl. 20.00 til 23.30. Tónlistardag- skrá verður frá kl. 21.00 til 22.30. Allir hjartanlega velkomnir. Hjörtur Magni Jóhannsson. '■ s: tbb •• : ■ /t!\ BQ- r—■ rk t-—t ffli i i fi’á § i FELLA- OG HÓLAKIRKJA: Guðs- þjónusta í kvöld, sunnudagskvöld, á vegum Kvennakirkjunnar. GRAFARVOGSKIRKJA: Guðsþjón- usta kl. 11. Sr. Sigurður Amarson prédikar og þjónar fyrir altari. Kór Grafarvogskirkju syngur. Organisti Guðmundur Sigurðsson. Prestamir. HJALLAKIRKJA: Kvöldmessa kl. 20.30. Sr. íris Kristjánsdóttir þjónar. Félagar úr kór kirkjunnar leiða söng. Organisti Jón Ólafur Sigurðsson. Að messu lokinni er boðið upp á kvöld- kaffi í safnaðarsal kirkjunnar. Allir hjartanlega velkomnir. Prestamir. KÓPAVOGSKIRKJA: Guðsþjónusta fellur niður vegna sumarleyfa og framkvæmda við kirkjuna. SELJAKIRKJA: Messur falla niður fram til 30. ágúst vegna sumarleyfa starfsfólks. Bendum á guðsþjónust- ur í öðrum kirkjum prófastsdæmis- ins. Bænastundir em í kirkjunni alla miðvikudaga kl. 18. Sóknarprestur. FRÍKIRKJAN í Reykjavík: Kyrrðar- og tónlistarkvöld við kertaljós verður í Fríkirkjunni laugardagskvöldið 22. ágúst í tengslum við menningamótt í Reykjavík. Kirkjan verður opin frá kl. 20-23.30. Tónlistardagskrá verður frá kl. 21 -22.30. Allir hjartanlega vel- komnir. Hjörtur Magni Jóhannsson. FÍLADELFÍA: Almenn samkoma kl. 20. Ræðumaður Vörður L. Trausta- son. Allir hjartanlega velkomnir. fSLENSKA KRISTSKIRKJAN: Sam- koma verður sunnudaginn 23. ágúst að Bíldshöfða 10, 2. hæð, kl. 20. Mikil lofgjörð, vitnisburður og fyrir- bænir í lok samkomunnar. Ragnar Snær Karisson prédikar. Allir hjart- anlega velkomnir. FRfKIRKJAN VEGURINN: Sam- koma sunnudag kl. 20. Mikil lofgjörð, prédikun orðsins og fyrirbæn. Allir hjartanlega velkomnir. HJÁLPRÆÐISHERINN: Kl. 19.30 bænastund. Kl. 20 hjálpræðissam- koma. Kafteinn Miriam Óskarsdóttir talar. KFUM og KFUK, Holtavegi: Almenn samkoma kl. 20.30. Halldór Reynisson talar. KLETTURINN: Samkoma kl. 20. Jón Þór Eyjólfsson prédikar. Allir vel- komnir. KRISTSKIRKJA, Undakoti: Messur sunnudaga kl. 10.30, 14. Messa kl. 18 á ensku. Laugardaga og virka daga messur kl. 8 og 18. MARÍUKIRKJA, Raufarseli 8: Messa sunnudag kl. 11. Messa laug- ardag og virka daga kl. 18.30. JÓSEFSKIRKJA, Hafnarfirði: Messa sunnudag kl. 10.30. Messa virka daga og laugardaga kl. 18. KARMELKLAUSTUR, Hafnarfirði: Messa sunnudaga kl. 8.30. Messa laugardaga og virka daga kl. 8. BARBÖRUKAPELLA, Keflavík: Messa sunnudag kl. 14. STYKKISHÓLMUR, Austurgötu 7: Messa sunnudag kl. 10. Messa laug- ardag og virka daga kl. 18.30. RIFTÚN, Ölfusi. Messa sunnudag kl. 17. FÆREYSKA SJÓMANNAHEIMILIÐ: Samkoma á morgun kl. 17. LÁGAFELLSKIRKJA: Guðsþjónusta sunnudag kl. 11. Prestur sr. Sigurður Rúnar Ragnarsson. Organisti Hrönn S. Helgadóttir. HAFNARFJARÐARKIRKJA: Guðs- þjónusta kl. 11. Þema: Á ég að gæta BlLDSHÖFÐA - Blldshöfða 20 - Slmi: 510 8020 húfa • ••• •: :• & VINTERSPORT ÞlN FRfSTUND - OKKAR FAG bróður míns? Prestur sr. Þórhallur Heimisson. GARÐASÓKN, Garðabæ:Guðsþjón- usta verður í Garðakirkju sunnudag- inn 23. ágúst kl. 20.30. Kór kirkjunn- ar leiðir almennan safnaðarsöng. Organisti Jóhann Baldvinsson. Sr. Hans Markús Hafsteinsson sóknar- prestur. FRÍKIRKJAN ( Hafnarfirði: Kvöldguðsþjónusta í safnaðarheimil- inu kl. 20.30. Sigríður Valdimarsdóttir djákni prédikar. Organisti Þóra Guð- mundsdóttir. KEFLAVÍKURKIRKJA: Guðsþjón- usta á púttvellinum við Mánaflöt á sunnudag kl. 14. Prestur sr. Sigfús Baldvin Ingvason. Allir velkomnir. Hið árlega púttmót verður að guðs- þjónustu lokinni. Kaffi í boði Kefla- víkursóknar í Kirkjulundi að móti loknu. Guðsþjónustan færist I Röstina ef veður bregst. Starfsfólk Keflavíkurkirkju. ÚTSKÁLAKIRKJA: Guðsþjónusta kl. 11. Sóknarprestur. HVALSNESKIRKJA: Guðsþjónusta kl. 14. Barn borið til skírnar. Sóknar- prestur. LAUGARDÆLAKIRKJA: Fermingar- guðsþjónusta sunnudag kl. 14. Fermdur verður Magnús Þór Bjarna- son, Úthaga 8, Selfossi. Kristinn Á. Friðfinnsson. SKÁLHOLTSKIRKJA: Messa sunnudag kl. 11. Sr. Ámi Bergur Sig- urbjömsson prédikar. Sr. Egill Hall- grímsson þjónar fyrir altari. Kór Ás- kirkju syngur. Organisti Kristján Sig- tryggsson. SKÓGAKIRKJA: Guðsþjónusta verður í Skógakirkju sunnudaginn 23. ágúst kl. 14. Almennur kirkju- söngur. Sr. Halldór Gunnarsson þjónar. Verið velkomin. Þórður Tóm- asson safnstjóri. AKRANESKIRKJA: Guðsþjónusta sunnudag kl. 11. Sóknarprestur. BORGARPRESTAKALL: Messa í < Borgarneskirkju kl. 14. Sóknarprest- ur. BREIÐABÓLSTAÐARKIRKJA í Vesturhópi: Messa laugardag kl. 14. Altarisganga. Kór Víðidalstungu- kirkju syngur. Organisti Guðmundur St. Sigurðsson. Sr. Kristján Bjöms- son kveður söfnuð sinn. Sóknar- prestur. TJARNARKIRKJA á Vatnsnesi: Messa laugardag kl. 16. Altaris- ganga. Kirkjukór Vesturhóps og Vatnsness syngur. Organisti Helgi S. Ólafsson. Sr. Kristján Bjömsson kveður söfnuð sinn. Aðalsafnaðar- fundur eftir messu. Sóknarprestur og sóknamefnd. VESTURHÓPSHÓLAKIRKJA: Messa sunnudag kl. 14. Altaris- ganga. Kirkjukór Vesturhóps og Vatnsness syngur. Organisti Helgi S. Ólafsson. Sr. Kristján Bjömsson kveður söfnuð sinn. Aðalsafnaðar- fundur eftir messu. Sóknarprestur og sóknamefnd. HVAMMSTANGAKIRKJA: Kvöld- messa kl. 20. Altarisganga. Kirkjukór Hvammstanga syngur. Organisti Helgi S. Olafsson. Sr. Kristján Bjömsson kveður söfnuð sinn. Að lokinni messu, um kl. 21, verður sameiginlegt kirkjukaffi og kveðjuhóf á vegum sóknarnefnda prestakalls- ins, í Félagsheimili Hvammstanga. Sóknarprestur og sóknamefndir. ÞINGVALLAKIRKJA: Guðsþjónusta kl. 14. Organleikari Ingunn Hildur Hauksdóttir. Sóknarprestur. Innilegar þakkir fœri ég öllum þeim, sem glöddu mig á ýmsan hátt a sjötugsafmœli mínu þann 22. júlí. Lifið heil. Ingvar Helgason. HVERNIG EIGA STJÓRNVÖLD AÐ ÖRVA SPARNAÐ? Opinn morgunverðarfundur í veislusalnum Gullhömrum, Húsi iðnaðarins, Hallveigarstíg I, miðvikudaginn 2. september nk. frá kl. 8:00 til 10:00. Sveinn Hannesson Geir H. Haarde Halldór J. Kristjánsson FriSrik Hár Balduraon Framsögumenn: 08:00 Sveinn Hannesson, framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins. 08:20 Geir H. Haarde, fjármálaráðherra. 08:45 Halldór J. Kristjánsson, bankastjóri Landsbanka Islands hf. og formaður Sambands íslenskra viðskiptabanka. 09:10 Friðrik Már Baldursson, forstjóri Þjóðhagsstofnunar. 09:35 Almennar umræður og spurningar úr sal. 10:00 Fundarslit. SAMTÖK iÐNAÐARINS HALLVEIGARSTÍG 1 • PÓSTHÓLF 1450 • 121 REYKJAVÍK SÍMI 511 5555 • FAX 511 5566 • HEIMASÍÐA www.si.is TÖLVUPÓSTUR mottaka@si.is W * Höfundur er blaðamaður.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.