Morgunblaðið - 14.10.2001, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 14.10.2001, Blaðsíða 1
MORGUNBLAÐIÐ 14. OKTÓBER 2001 235. TBL. 89. ÁRG. SUNNUDAGUR 14. OKTÓBER 2001 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS STOFNAÐ 1913 Að vera maður sjálfur Stefán Karl Stefánsson er einn af okkar ungu upprennandi leikurum. Um síðustu helgi var frumsýnt leikritið Vatn lífsins þar sem hann fer með aðal- hlutverkið. Hann er því um þessar mundir í þrem aðalhlutverkum í Þjóðleikhúsinu og er að æfa fyrir það fjórða. Hildur Einarsdóttir ræddi við hann um starfið og um einelti en Stefán Karl hefur unnið að því að kynna voveiflegar afleið- ingar þess. Sjálfur var hann lagður í einelti sem barn og unglingur./B2 Morgunblaðið/Golli ferðalögHúsagarður í Berlín bílarTamið villidýr börnÆvintýraheimur bíóFlugur á vegg Sælkerar á sunnudegi Franskir kossar fyrir ríka frú Matur er menning fyrir þann sem getur melt hann. Prentsmiðja Morgunblaðsins Sunnudagur 14. október 2001 B Landhernaður undirbúinn 10 Bíóblokkirnar takast harðar á en áður 22 Leitin að nálinni í nálastokknum 24 BRESKUR ráðherra sagði í gær að bandamenn hefðu ekki í hyggju að gera allsherjar innrás í Afganistan. Landhernaður væri hins vegar lík- legur en þá yrði treyst á takmark- aðar aðgerðir. Clare Short, ráðherra alþjóðlegra þróunarmála, sagði að búast mætti við hernaðaraðgerðum á landi en ekki yrði um að ræða að gríðarlegur fjöldi hermanna yrði sendur inn í Afganistan í þeim tilgangi að leggja landið undir sig. „Stórfelld innrás verður ekki gerð,“ sagði Short í við- tali við breska útvarpið, BBC. Í máli hennar kom fram að bresk yfirvöld færu yfir og samþykktu eða höfnuðu öllum tillögum sem fram kæmu um skotmörk. „Sprengjuárás- irnar eiga að takmarkast við skot- mörk sem tengjast þeirri vernd sem talibanar veita al-Qaeda-samtökun- um. Við eigum ávallt að leitast við að þær bitni ekki á óbreyttum borgur- um og um þá stefnu ríkir sátt,“ bætti hún við. Short sagði að mikið af hjálpar- gögnum bærist þessa dagana til Afg- anistans. Þeim flutningum yrði hald- ið áfram næstu vikurnar til að koma í veg fyrir hungursneyð í landinu í vetur. Stórinn- rás ekki í vændum Lundúnum. AP. SIGURGLEÐIN varð norður- kóreskum knattspyrnumönnum að falli í heimsmeistarakeppninni árið 1966, en þeim var varpað í fanga- búðir eftir heimkomuna vegna „ósæmandi fagnaðarláta“, að því er fram kemur í nýrri bók. Franski rithöfundurinn Pierre Rigoulot rekur í bók sinni, Síðasta gúlagið, örlög norður-kóreska knattspyrnuliðsins sem kom öllum á óvart með því að sigra Ítali 1-0 í leik í heimsmeistarakeppninni árið 1966. Allir höfðu átt von á að Ítal- irnir færu með sigur af hólmi og var sigurgleði N-Kóreumannanna þeim mun meiri. Þeir freistuðust því til að fagna heldur óhóflega, að mati yfirvalda, og supu raunar seyðið af því í næsta leik er þeir töpuðu fyrir Portúgölum. Í bókinni segir að þáverandi leið- togi Norður-Kóreu, Kim Il-Sung, hafi álitið kvennafar, áfeng- isdrykkju og skrípalæti knatt- spyrnumannanna „borgaraleg, andbyltingarleg, til marks um spillta vestræna heimsvaldastefnu og ekki sæmandi þegnum komm- únistaríkis“. Við heimkomuna var allt liðið dæmt til 20 ára fangabúða- vistar. Pak Doo Ik, sem skoraði sig- urmarkið, var sá eini sem slapp en hann hafði ekki tekið þátt í fagn- aðarlátunum vegna flensu. Sigurgleðin varð þeim að falli Mílanó. AFP. ♦ ♦ ♦ VARNARMÁLARÁÐHERRA Úkraínu viðurkenndi í gær að úkraínski herinn ætti sök á því að Tu-154-flugvél á leið frá Tel Aviv til Novosibirsk hrapaði í Svartahaf 4. október sl. Yfirmað- ur úkraínska flughersins, Vol- odymir Tkashov, bauðst í gær til að segja af sér vegna slyssins. Varnarmálaráðherrann, Olex- ander Kuzmuk, bað aðstandend- ur fórnarlambanna afsökunar, en allir sem um borð voru, 78 manns, fórust. „Við vitum að við berum ábyrgð,“ sagði Kuzmuk, en kvaðst þó ekki vita hvað hefði valdið slysinu. Ummæli hans koma í kjölfar þess að rússnesk rannsóknar- nefnd staðfesti á föstudag að loftvarnaflaug hefði grandað flugvélinni. Evhen Martsjúk, formaður ör- yggisráðs Úkraínu, hafði einnig viðurkennt að úkraínskir her- menn kynnu að hafa skotið S-200-flugskeyti á vélina fyrir slysni, en úkraínski herinn stóð fyrir æfingum við Svartahaf er slysið varð. Úkraínumenn játa á sig sök BANDARÍKJAHER hélt uppi hörð- um loftárásum á skotmörk í Afgan- istan í gær, eftir hlé á árásum vegna heilags dags múslima á föstudag. Ótti við sýklahernað fer nú vaxandi í Bandaríkjunum, eftir að fjórða til- felli miltisbrandssýkingar greindist í New York. Að minnsta kosti fjórar sprengjur skóku Kabúl í dögun í gærmorgun og sprengjur og stýriflaugar héldu áfram að hæfa skotmörk í borginni Kandahar eftir sólarupprás. Árás- irnar á Kabúl beindust fyrst og fremst að flugvallarsvæðinu, en pak- istanska fréttastofan AIP hermdi að sprengjur hefðu einnig hæft þorp í nágrenninu og orðið nokkrum óbreyttum borgurum að bana. Bandarískar herflugvélar vörpuðu einnig þúsundum pakka af mætvæl- um og hjálpargögnum í ferðum sín- um yfir Afganistan í fyrrinótt. Hersveitir andstæðinga talibana í norðurhluta Afganistans sögðust í gær hafa haft betur í nokkrum við- ureignum við her talibana og fullyrtu að hundruð eða þúsundir talibana- hermanna hefðu gengið þeim á hönd. Heilbrigðisyfirvöld hvetja fólk til að halda ró sinni Fjöldi fólks leitaði til heilsugæslu- stöðva og sjúkrahúsa í Bandaríkjun- um eftir að fregnir bárust af fjórða tilfelli miltisbrandssýkingar á föstu- dag og alríkislögreglan gaf út við- vörun um að hætta væri á frekari hryðjuverkum á næstu dögum. Ótt- ast margir að hefðbundin flensuein- kenni séu merki um miltisbrand og læknar hafa greint frá því að fólk hafi hamstrað sýklalyf sem geta unn- ið á veikinni. Heilbrigðisyfirvöld hvöttu lands- menn hins vegar til að halda ró sinni og lögðu áherslu á að miltisbrandur smitaðist ekki milli manna. Óttinn við sýklahernað er ekki ein- skorðaður við Bandaríkin. Mikil hræðsla greip um sig í bænum Szeg- ed í Ungverjalandi eftir að lyfjabox með arabískri áletrun fundust þar á gangstétt, að því er embættismenn greindu frá í gær. Lék grunur á að boxin innihéldu miltisbrand eða ann- ars konar sýklavopn, en rannsókn leiddi í ljós að einungis var um þung- lyndislyf að ræða. Þá voru fimm lagðir inn á sjúkra- hús í Genúa á Ítalíu, þar af þrír her- lögreglumenn, eftir að hafa hand- leikið bréf með hótunum um sýklahernað. Ekkert smit hafði þó greinst í gær og var málið í rann- sókn. Arafat til fundar við Blair Breska utanríkisráðuneytið skýrði frá því í gær að Yasser Arafat, leiðtogi Palestínumanna, kæmi til fundar við Tony Blair, forsætisráð- herra Bretlands, í London á mánu- dag. Munu þeir ræða áhrif árásanna á Afganistan á arabaheiminn og um leiðir til að koma friðarferlinu í Mið- Austurlöndum aftur á rekspöl. Ara- fat mun einnig ræða við utanríkis- ráðherrann, Jack Straw. Bandaríkjamenn gera harðar loftárásir á Kabúl og Kandahar Mikill ótti við sýklahern- að í Bandaríkjunum Reuters Íbúar virða fyrir sér húsarústir eftir sprengjuárásir á Kabúl í fyrrinótt. Reuters Rannsóknarmenn í hlífðarföt- um halda inn í byggingu dag- blaðsins New York Times á föstudag, eftir að grunsamleg- ur pakki hafði borist þangað. Búdapest, Genúa, Islamabad, London. AFP, AP.  Sjá bls. 10–12
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.