Morgunblaðið - 14.10.2001, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 14.10.2001, Blaðsíða 28
28 SUNNUDAGUR 14. OKTÓBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ „Life could be a dream, If I could take you up in paradise up above, if you would tell me I’m the only one for you life could be a dream, sweetheart...“ Þessi glaðlegi, gamli slagari myndar eins konar tónramma utan um bíómyndina, sem Ágúst Guð- mundsson hefur gert um Mávahlátur og texti hans kallast á við hláturinn sem bók Kristínar Marju Baldurs- dóttur dregur titil sinn af. Eins og fjölmargir lesendur skáldsögunnar vita, ekki síður en gestir leiksýning- arinnar, sem sett var upp í Borgar- leikhúsinu, segir Mávahlátur sögu frá Íslandi 6. áratugarins um kvennaríki í litlu þorpi og karlmenn- ina, sem þangað slæðast, sem skaff- arar, vonbiðlar, elskhugar. Sagan, gamansöm, rómantísk, dramatísk, kaldhæðin, samfélagskrítísk, er sögð út frá sjónarhóli stúlkunnar Öggu, sem fylgist með því hvernig um- hverfi hennar umhverfist þegar frænka hennar, hin dularfulla Freyja, snýr heim frá útlöndum með afdrifaríkum afleiðingum. Sú saga er um leið eins konar þroskasaga Öggu, sem er á líður er ekki aðeins áhorf- andi, heldur þátttakandi og loks áhrifavaldur atburðarásarinnar. Kvenhetja úr Íslendingasögunum Ágúst Guðmundsson segir að það sem fyrst hafi heillað sig við Máva- hlátur hafi verið persónan Freyja. „Þessi kvenhetja úr Íslendingasög- unum sem á fullkomlega heima á miðri tuttugustu öldinni. Í öðru lagi var að sagan kom mér stöðugt á óvart, án þess þó að persónurnar gerðu neitt annað en það sem var eðli þeirra samkvæmt. Það þriðja var hve sagan var full af frumlegum myndum sem voru hlaðnar merk- ingu. Tökum hárið á Freyju sem dæmi, hvernig það er hengt upp til þerris og hvernig það er almennt notað sem tákn kvenleikans.“ Síðasta bíómynd Ágústs, Dansinn, sú fyrsta eftir 14 ára hlé, var einnig byggð á bókmenntaverki, sögu Will- iams Heinesens. Ég spyr hvort það eigi sérstaklega vel við hann að gera slíkar myndir. „Ekkert sérstaklega,“ svarar hann. „Meginmarkmiðið er einfald- lega að vinna að bestu hugmyndinni sem gefst hverju sinni, og sjálfur hef ég upp á síðkastið ekki haft betri sögu að segja en Mávahlátur. Hún kom líka inn á svið sem mér hefur löngum verið hjartfólgið, en það er kynjabaráttan eilífa með hæfilegri tilvísun til kvennabaráttu tuttugustu aldarinnar.“ Úr bók yfir á filmu Er markaðslega hagkvæmt í fá- menninu hér að velja til kvikmynd- unar verk sem hafa þegar fengið kynningu og hlotið vinsældir í öðrum miðlum, skáldsögum og leikhúsi? „Ég geri ráð fyrir því. Þær myndir sem mesta aðsókn hafa fengið und- anfarið hafa yfirleitt byggst á skáld- verkum. Annars er það ekki ástæðan fyrir valinu. Ef Kristín Marja hefði sent mér kvikmyndahandrit að Mávahlátri í stað þess að skrifa skáldsöguna, hefði ég vafalaust fallið fyrir henni. Svo má reyndar bæta því við að sú mynd sem mesta aðsókn hefur fengið á Íslandi, Með allt á hreinu, var ekki byggð á bók.“ Ertu hættur að frumsemja sögur fyrir kvikmyndir? „Síður en svo. Eftir að hafa unnið tvær myndir úr fortíðinni er mig far- ið að langa til að fjalla um eitt og ann- að úr nútímanum sem brennur á mér. Ég vonast til að fá ráðrúm til að sinna því á næstunni.“ Ágúst gerir sjálfur handritið að kvikmyndinni Mávahlátri. Hvað var erfiðast við að glíma þegar hann sett- ist niður til að yfirfæra söguna í kvik- myndahandrit eða var kannski ekk- ert erfitt? Lá hún í augum uppi? „Það sem yfirleitt blasir við þegar kvikmynda skal skáldsögu eru stytt- ingar. Mávahlátur var þar engin undantekning, eins þótt hún sé eng- inn doðrantur. Þetta er breið skáld- saga sem nær yfir tæplega þrjú ár, með helling af skrautlegum per- sónum og það gefst einfaldlega ekki tími til að gera þeim öllum sömu skil og í skáldsögunni. Það reynist óhjá- kvæmilegt að draga fram meginsög- una og láta minna fara fyrir öðru. Þráðurinn hlaut að snúast fyrst og fremst um ástir Freyju, ennfremur um áhrifin sem atburðirnir hafa á Öggu og hvernig hún mótast af þeim.“ Mun eitthvað koma lesendum bók- arinnar á óvart í myndinni? „Vonandi heilmargt. Annars finnst mér ég hafa verið trúr skáldsögunni í öllum grundvallaratriðum.“ Nálægð Öggu – fjarlægð Freyju Stúlkan Agga er í sjónarmiðju bókar og myndar; hún er í senn áhorfandi að og þátttakandi í at- burðarásinni. Var það sérstakt úr- lausnarefni við handritsgerð og tök- ur að koma hennar sjónarhorni, sjónarhorni barnsins, upp á tjaldið? „Áhorfandinn þarf stöðugt að finna fyrir nærveru hennar. Annað sérstakt úrlausnarefni var að lýsa Freyju án þess að fara of nálægt henni. Þetta er raunar leyst í bókinni sjálfri. Agga stendur á milli lesand- ans og Freyju og gefur atburðunum dýpri merkingu en ella. Sjónarmið barnsins reynist á endanum það eina rétta. Aðrir virðast ekki skynja hvað á spýtunni hangir hjá Freyju, á með- an barnshugurinn nemur það og greinir rétt.“ Ágúst segir höfund skáldsögunnar hafa lesið hinar ýmsu gerðir hand- ritsins og komið með athugasemdir, „að vísu ekki mjög margar, en alltaf mjög góðar og ég fór, held ég, alltaf eftir þeim. Síðan urðu ýmsar breyt- ingar, í tökunum og þá ekki síður í klippingunni, sem hún kom ekki ná- lægt, svo að handritið eitt segir ekki alla sögu. Hún segist hafa lært það af samstarfi okkar að þessi form, kvik- mynd og skáldsaga, séu gerólík. Ég lít svo á að verði útkoman slæm, eigi skáldsagnahöfundurinn enga sök á því. Verði útkoman hins vegar góð, á skáldsagnahöfundurinn hrós skilið. Ég hélt einu sinni yfir Kristínu Marju ræðu þar sem ég lýsti þeirri skoðun minni að vondar bíómyndir sem gerðar eru eftir skáldverkum hafi afar takmörkuð eyðileggingar- áhrif á framgang viðkomandi skáld- verka. Góðar skáldsögur lifa það af þótt slíkar bíómyndir hverfi í gleymsku og dá.“ Einstaklingsbundin kvennabylting Ég spyr leikstjórann hvernig hann skynji kjarna Mávahláturs, kjarna sögunnar? „Mikilvægasta vísbendingin felst í tímanum sem Kristín Marja velur verkinu: rétt eftir stríð, en fyrir kvennabyltingu,“ svarar hann. „Í tískuheiminum er aftur lögð megin- áhersla á kvenlegu línurnar, bæði í Evrópu og Ameríku eiga konur að fara aftur inn á heimilin eftir að hafa komist út á vinnumarkaðinn á stríðs- árunum. Lítt menntuð stúlka úr verkalýðsstétt sem hefur hug á að komast áfram í lífinu á ekki marga kosti aðra en að giftast rétt, eða eins og Agga segir: „Hún ætlar að vera hjá okkur þar til hún hefur fundið nýjan mann.“ Og þegar Freyju finnst að sér vegið bregst hún við af heift sem annars vegar skýrist af erf- iðum uppvexti og hins vegar af ís- lenskum kvenhetjum allra tíma, ekki síst sögualdarinnar. Útkoman er ein- staklingsbundin kvennabylting áður en konur fóru af alvöru að standa saman um þau mál.“ Höfundurinn er kona og í miðjunni er stúlka og þar fyrir utan eru flestar aðalpersónurnar konur á ýmsum aldri og spegla kvenviðhorf af ýmsu tagi. Þurftir þú að leita að konunni í þér til að ganga inn í verkið? Ágúst kímir. „Ég þurfti nú ekki að leita lengi að henni. Annars vil ég benda á að allt í kringum mig voru konur í mikilvægum stöðum, m.a. sjálfur framleiðandinn (Kristín Atla- dóttir) sem er minn nánasti sam- starfsaðili. Leikkonurnar (m.a. Mar- grét Vilhjálmsdóttir sem Freyja, Ugla Egilsdóttir sem Agga, Krist- björg Kjeld sem amman, Edda Björg Eyjólfsdóttir sem Dódó) höfðu líka margt til málanna að leggja. Svo var alltaf hægt að glugga í biblíuna okkar, skáldsöguna sjálfa sem er mjög greinilega skrifuð af konu.“ Heldurðu að myndin hefði orðið öðruvísi ef kona hefði gert hana? „Hún væri öðruvísi ef einhver ann- ar hefði gert hana, karl eða kona. Ég hef orðið þess var að margar konur líta á Freyju sem sanna feminíska hetju og harður femínisti hefði lík- lega farið slíka leið. Sjálfur les ég miklu tvíræðari túlkun út úr bókinni. Á rauðsokkutímunum var mikið lagt upp úr þeirri kenningu að konur og karlar væru í rauninni eins, að það væri mest uppeldið sem gerði út um kynhlutverkin. Konan var maður. Nokkrum árum síðar kom fram hrein kúvending og eftir það var áhersla lögð á allt sem skildi kynin að. Í kjölfarið kom kvennamenning, kvennabókmenntir, meira að segja kvenkyns guð. Ég geri ráð fyrir því að þegar þessar byltingaröldur lægir komi fram túlkun á þessu sem leyfir að karlar geti skilið konur og öfugt.“ Álfkona og tálkvendi Helstu pólar sögunnar eru stúlkan Agga og frænka hennar Freyja. Hvernig skilur leikstjórinn þær kvenlýsingar? Eru Agga og Freyja Lífið gæti verið „Ég verð taugaóstyrk- ari með hverri mynd. Það endar væntanlega með því að ég þoli ekki að vera á eigin frumsýningum.“ Sá sem þetta segir í samtali við Árna Þórarinsson er Ágúst Guðmundsson, sá íslenskra kvikmyndaleikstjóra, sem reið á vaðið á „íslenska kvikmyndavorinu“ fyrir rúmum 20 árum. Nú tekur á taugar Ágústs því ný mynd hans, Mávahlátur, eftir samnefndri skáldsögu Kristínar Marju Baldursdóttur, verður frumsýnd næsta laugardag. Morgunblaðið/Árni Sæberg Leikstjórinn og framleiðandinn við undirbúning að tökum Mávahláturs: Ágúst Guðmundsson og Kristín Atladóttir.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.