Morgunblaðið - 14.10.2001, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 14.10.2001, Blaðsíða 37
MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 14. OKTÓBER 2001 37 Inger Steinsson, útfararstjóri, s. 691 0919 Ólafur Ö. Pétursson, útfararstjóri, s. 896 6544 Bárugötu 4, 101 Reykjavík. S. 551 7080 Vönduð og persónuleg þjónusta.                                        !    ""#       !" !!    #$     $  $   !"  % $   !$  !!      &$$ ##    $   ' (                                                     ! "    !##          !          " #     $   %&   '  #   ( )&    "   '  '* '  '  '* &                                     ! "    #    $ % $  &'    &(() *   $   "          !  "## ## $#    # ! % ## ## $# $& #&' #                                         !""        ! "#$ %     %! &'  (")  ("  * +  " ,"   -  !  %!  '                                                 !""# $ " %& '  $(")& !""'  & *"# && !""'  " + ,)# - . /$0 !""'  ("'(!""# $0 1 ,"'  ../#.../2 sækja gamla vini, kunningja eða frændur. Þetta gerði hann svo árum skipti á hverju vori, sumri og hausti á sinni eðaldrossíu. Hjá honum var vissulega römm sú taug sem rekka dregur föðurtúna til. Fólksbílar voru almennt á þessum árum nefndir drossíur. Vel man ég þegar Guð- mundur kom í fyrsta sinn á drossí- unni að sunnan norður að Svertings- stöðum. Það var í fyrsta sinn sem ég sá slíkt farartæki. Sérstaklega man ég eftir stýrinu og mælaborðinu, hvað mér fannst það afspyrnu fag- urt, gyllt og glæsilegt, og svo var einhver framandi og seyðandi lykt hið innra. Maður þorði varla að koma við þetta djásn og starði í forundrun á krómgylltan hjólfærleikinn. Og vel man ég – strákurinn – þegar Mundi frændi vatt sér inn í krómaðan glæsileikann, ók niður heimreiðina, yfir ána á vaðinu og upp Bröttugöt- una, en jóreykurinn fylgdi á eftir á þurrum melgötunum í sólskininu allt niður á Skeiðmelinn. Þangað sást alla leið af skemmurisinu, sem ég hafði klifrað upp á, til að geta betur fylgst með akstrinum. Svo kom stríðið og herinn, fyrst sá breski og síðan ameríski og leysti þjóðina úr læðingi kreppunnar. Nóg var að gera og Guðmundur var mað- ur ötull og sá vel fyrir sér og lagði mörgum liðsinni sem minna máttu sín og voru að feta sig sín fyrstu spor á vettvangi borgarlífsins. Hann var ákaflega bóngóður maður og greið- ugur, hægur í fasi og framgöngu, smákíminn var hann og glettinn, nægjusamur og hafði góða nærveru. Hann byggði sér tvílyft einbýlishús að Kambsvegi 7, lét sér lengi nægja eitt lítið herbergi, en eftirlét systur sinni, stjúpu og mági hæðina að öðru leyti og frænku sinni neðri hæðina. Hann var frábitinn því að berast á eða sækjast eftir vegtyllum. Skoð- anir hans á málefnum samfélagsins voru yfirleitt vinstra megin við miðj- una, en hann var laus við allan dogma og tók afstöðu til málefna eins og hann vissi sannast og réttast. Guðmundur varð þeirrar gæfu að- njótandi, kominn nokkuð á aldur, að eignast góða konu, Gunnhildi Daní- elsdóttur, ættaða frá Víðastöðum í Hjaltastaðaþinghá. Var hún honum tryggur lífsförunautur, nærgætin og umhyggjusöm. Barn þeirra er Þröst- ur, yfirkennari við Garðaskóla, kvæntur og á tvær uppkomnar dæt- ur. Guðmundur lét sér mjög annt um fjölskyldu sína, var stoltur af henni, og styrkti hana með ráðum og dáð hvenær sem hann taldi þess við þurfa. Öll voru þau sem sólargeislar í lífi hans sem gáfu því tilgang og markmið. Frá frændum hans og vin- um fylgja honum nú árnaðar- og blessunaróskir á för hans yfir móð- una miklu. Snorri Jónsson. Móðurbróðir minn Guðmundur Gunnlaugsson lést á Hrafnistu í Reykjavík 8. þ.m. eftir rúmlega mánaðar sjúkdómslegu. Hann var fæddur að Reynihólum í Miðfirði og var fjórði í röð sjö systkina, sex kom- ust upp, en yngsta barnið dó dags gamalt og móðir þeirra tveimur dög- um seinna. Þá var Mundi frændi minn fjögurra ára gamall. Faðir hans bjó áfram að Reynihólum og kvæntist seinna Filippíu Jónsdóttur. Sem drengur var Mundi stundum lánaður á aðra bæi til hjásetu á sumrin, fyrst aðeins sex ára gamall með Margréti systur sinni sem þá var aðeins fimm ára gömul og gekk það vel, en sjö ára gamall er hann sendur einn í hjásetu og það leiddist honum mjög mikið. Hann lærði að lesa af gamalli konu, Lilju, sem dvaldi á heimilinu, en gekk síðan í sveitaskóla fram að fermingu, en þá tók hann fullnaðarpróf. Næstu árin vann hann heima í Reynihólum og var stofnandi Ungmennafélagsins Grettis í Miðfirði. 1929 fer hann til náms á Laugarvatnsskóla. Næstu árin eftir það vann hann í kaupa- mennsku og síðan við uppskipun á Ísafirði þangað til hann flutti suður 1937. 1938 tekur hann meirapróf á bíl. Ári síðar kemur herinn og hann vinnur fyrir hann í byggingarvinnu en síðan snýr hann sér að leigubíla- akstri, fyrst ekur hann fyrir annan mann á Leigubílastöðinni Geysi en 1943 verður hann einn af stofnend- um Leigubílastöðvarinnar Hreyfils og kaupir sér sinn fyrsta bíl. Á þess- um árum var verið að úthluta lóðum í Kleppsholtinu og hann fær lóð 1944 og byggir hús yfir sig, pabba sinn og Píu stjúpu sína. Svo hagaði til að sú lóð kom í horn við lóð sem foreldrar mínir fengu, Þórdís systir hans og Þórður Gestsson, og var mikill sam- gangur á milli eins og gefur að skilja. Stutt frá byggðu Ingólfur bróðir hans og Sesselja Sveinsdóttir. Stuttu seinna fluttu Ingunn systir hans og hennar maður, Guðmundur Bjarna- son, frá Ísafirði og bjuggu þau hjá Munda næstu árin. Margrét systir hans og hennar maður, Einar Guð- jónsson, bjuggu í Sogamýrinni. Ég minnist þessara ára með gleði og væntumþykju til alls þessa fólks, þetta var nokkurs konar fjöl- skylduparadís. Einn skugga bar þó á 1946 en þá lést faðir minn frá mömmu og fimm börnum. Þá reynd- ist Mundi frændi okkur sú stoð og stytta sem við þurftum á að halda ásamt hinumsystkinum mömmu. Mundi var þá ennþá einhleypur og gat þess vegna gefið okkur meiri tíma og hann var svo sannarlega óspar á hann, alltaf boðinn og búinn fyrir utan það að koma bara í heim- sókn til að stríða okkur og atast í okkur. Hann tók okkur í bónda- beygju og tróð nokkrum tóbaks- kornum í nefið á okkur og veltist um af hlátri þegar við hnerruðum hvað eftir annað og komum ekki upp nokkru orði til mótmæla og mamma reyndi að skamma hann í okkar stað en kom ekki upp orði fyrir niður- bældum hlátri. Hann var leigubíl- stjóri, stór, traustur og sterkastur af öllum og átti alltaf flottustu bílana, glansandi hreina utan og innan. Inn í þessa fínu bíla tróð hann stundum öllu krakkastóðinu og mömmu og fór í bíltúr, hvílík sæla. Árvisst fór hann með okkur að leiði pabba á aðfangadag og á jóla- böllin í Iðnó. Eftir að við uxum úr grasi og fórum að búa sjálf kom hann alltaf í heimsókn og fylgdist með hvernig gengi hjá okkur. Mér hefur alltaf þótt óskaplega vænt um Munda frænda minn og hef ekki get- að hugsað mér betri frænda, betri og heiðarlegri mann og þess vegna lét ég yngri son minn heita í höfuðið á honum og voru þeir nafnar jafnan miklir mátar. Haustið 1946 fluttu tvær systur suður, austan af Héraði frá Viðarstöðum í Hjaltastaða- þinghá, og fengu leigt herbergi hjá mömmu, þær voru Rúnhildur og Gunnhildur Daníelsdætur. Það fór svo að Mundi og Gunna felldu hugi saman og eignuðust soninn Þröst Viðar 1950. En 1958 byggir hann annað hús í Kópavogi í félagi við Guðmund mág sinn og Ingunni syst- ur sína, en árið 1971 flytja þau svo í Breiðholtið og búa þar þangað til þau fara á Hrafnistu 1999. Þá var heilsan farin að gefa sig. Í Breiðholt- inu kom hann sér upp aðstöðu til að binda inn bækur sem hann hafði lært og gerði listavel og naut þess að dunda sér við þetta. Leiguakstrinum hélt hann til sjötíu og átta ára aldurs, eftir það batt hann inn mikið af bók- um, en bíl ók hann til áttatíu og sjö ára aldurs. Nú er hann lagður af stað í sína síðustu ferð og ég veit að hún verður honum hindrunarlaus eins og allt annað sem hann hefur yfirunnið á sinni löngu ævi. Hann sagði að sín gæfa hefði verið þegar þær systur fluttu í herbergið hjá mömmu og það var svo sannarlega. Hamingjusam- ari og umhyggjusamari hjón hvort fyrir öðru en Mundi og Gunna eru vandfundin. Það sýndi sig best í veikindum hans hvernig hún annað- ist hann og bar velferð hans fyrir brjósti og gleymdi oft sjálf að borða og sofa. Elsku Gunna mín, Þröstur, Jór- unn, Sigríður Rúna og Margrét Hildur, ég sendi ykkur mínar inni- legustu samúðarkveðjur. Ég bið Guð að blessa elsku Munda frænda minn. Bergljót Þórðardóttir. Guðmundur Gunnlaugsson, góð- vinur minn og maðurinn hennar Gunnhildar vinkonu minnar, er lát- inn. Mig langar að minnast hans í fá- einum orðum. Guðmundur var Húnvetningur að uppruna. Ungur missti hann móður sína en ólst upp hjá föður sínum og stjúpu og vann að búinu eins og aðrir unglingar gerðu á þeim tíma. Síðar brá faðir hans búi og fjölskyldan flutti á mölina eins og kallað var. Ingunn systir Guðmundar bjó þá á Ísafirði og var hann þar fyrsta árið, en flutti svo til Reykjavíkur. Hann vann fyrst ýmsa vinnu en gerðist fljótlega leigubílstjóri og starfaði við það langt fram á áttræðisaldur. Stuttu eftir að Guðmundur kom suður fór hann að byggja hús í Kleppsholti, við Kambsveg. Það gerði hann að mestu leyti í frístund- um sínum, einn eða í vinnuskiptum við aðra. Þetta hús varð eins konar „stórfjölskylduhús“ og þar bjó Guð- mundur þangað til hann kvæntist og flutti í Kópavog. Guðmundur var hæglátur maður og traustur og góð- ur vinur vina sinna. Hann var prýði- lega greindur, launkíminn og sagði vel frá. Og hann var fjölskyldu og vinum einatt hjálparhella þegar á þurfti að halda. Guðmundur tók ekki opinberan þátt í stjórnmálum en var róttækur í skoðunum, verkalýðs- sinni og herstöðvaandstæðingur. Ég man vel eftir „Guðmundi hennar Gunnhildar vinkonu mömmu“ frá því að ég var barn, en eiginlega kynntist ég honum ekki að ráði fyrr en ég var 23ja ára og bjó eitt ár í sama húsi og þau í Kópavogi, en þá varð okkur líka fljótt vel til vina og hefur vináttan við þau hjón haldist æ síðan. Guðmundur eltist vel, var hraust- ur og hélt fullu minni og andlegu þreki fram á síðustu ár. En seinasta árið varð honum erfitt og nú er hann allur. Það er við hæfi að kveðja Guð- mund Gunnlaugsson að leiðarlokum með vísu eftir annan góðan vinstri- mann, Guðmund Böðvarsson. Sumardagsins ýrð og frið dreymi þig, og sólskinið langt frá hörmum, langt frá öllum hörmum. Gunnhildi vinkonu minni og fjöl- skyldu þeirra Guðmundar sendi ég samúðarkveðjur. Helga K. Einarsdóttir. EIGI minningargrein að birtast á útfarardegi (eða í sunnudagsblaði ef útför er á mánudegi), er skilafrestur sem hér segir: Í sunnudags- og þriðjudagsblað þarf grein að berast fyrir hádegi á föstudag. Í miðviku- dags-, fimmtudags-, föstudags- og laugardagsblað þarf greinin að ber- ast fyrir hádegi tveimur virkum dögum fyrir birtingardag. Berist grein eftir að skilafrestur er útrunninn eða eftir að útför hefur farið fram, er ekki unnt að lofa ákveðnum birtingardegi. Þar sem pláss er takmarkað getur þurft að fresta birtingu greina, enda þótt þær berist innan hins til- tekna skilafrests. Skilafrestur minningargreina
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.