Morgunblaðið - 14.10.2001, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 14.10.2001, Blaðsíða 30
30 SUNNUDAGUR 14. OKTÓBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ V ið Íslendingar erum miklir verkmenn og mikið fyrir að drífa í hlutunum, en kannski ekki eins umhugað um endanlegan árangur. Um þessar mundir er mikið byggt á Íslandi og þá auðvitað sérstaklega á svæðinu sem gjarnan er kennt við höfuðborgina. Maður ekur framhjá gamalkunnu hæð- ardragi einn daginn og sér að þar er hafið kranaþing í móanum og jarðýtur og vörubílar bægslast um. Fáeinum vikum síðar eru komnar gardínur og glerstyttur í glugga og börn stjákla yfir moldarhraukana með skólatöskur eins og snigilhús á bakinu. Satt best að segja skilur maður varla hvaðan allt þetta fólk kemur sem misseri síðar er búið að mála og parkettleggja hvern krók og kima og mætt út á grófjafnaðar lóðirnar með þökur og pallaefni. En það er óþarfi að vera eitthvað gáttaður á því að fólki og húsum fjölgi jafnt og þétt í landi þar sem elstu byggingarnar eru ekki nema rétt þrjú hundruð ára og fjölbýlishús tiltölulega ný uppfinning. Maður vonar líka heitt og innilega að blessað fólkið standi nú undir þessu öllu, nái hinum skreipu endum saman og komist án verulegra andlegra hremm- inga í gegnum þetta átaksverkefni sitt. Að manneskjurnar sjálfar verði jafn heilar og vænar og umbúðirnar þegar síðasta vegg- ljósið er komið á sinn stað. Að lífið geti haldið áfram eftir sem áð- ur. Svipað á við um önnur hús en íbúðir. Á þeim vettvangi hefur þessi vinnusama þjóð líka staðið í stórræðum síðustu hundrað ár- in og komið þaki yfir alls kyns stofnanir og starfsemi sem aðrar þjóðir geyma í gömlum höllum. Af þessum sökum búa margar menningarstofnanir okkar í ný- legum eigin húsum og mörgum glæsilegum, svo sem Háskóli Ís- lands, Þjóðleikhúsið, Þjóðminjasafnið, Borgarleikhúsið, Rík- isútvarpið og svo framvegis, eða þeim hefur verið fundinn staður í auknum og endurbættum eldri byggingum, líkt og Listasöfnum Íslands og Reykjavíkur. Loksins hillir líka undir alvöru tónlistar- hús. En í þessum dugnaði okkar við að byggja yfir menninguna felst ákveðin hætta sem ekki blasir við berum augum, en er graf- alvarleg engu að síður. Það er sú hætta sem felst í því að líta á byggingarnar sem einhvern lokapunkt og átaksverkefni, en gleyma að huga að innihaldinu sem á að þrífast innan veggjanna. Þá getur nefnilega farið svo að veggirnir verði smám saman nokkurs konar fangelsismúrar, sem hamla starfinu sjálfu, fremur en að stuðla að vexti þess og viðgangi. Manni verður til dæmis hugsað til þess þegar maður virðir fyr- ir sér fallega upplýst Útvarpshúsið að eitthvað sé það nú brogað að búa í slíkum kastala, en geta varla dregið fram lífið. Útvarpshúsið er ekkert einsdæmi í þessu tilliti. Þannig hefur Borgarleikhúsbyggingin einnig reynst Leikfélagi Reykjavíkur þung í skauti. Af einhverjum ástæðum virðist alltaf vera hægt að finna pen- inga í menninguna ef það á að byggja eitthvað, líkt og menning og listir séu þá fyrst einhvers virði ef hægt er að nálgast þau sem verklegar framkvæmdir og hægt að taka á málinu með stórvirk- um vinnuvélum. Hitt reynist oft erfiðara, að afla fjár til innihaldsins, sjálfrar starfseminnar. En við vitum öll að enda þótt hús sé fullbyggt eru lánin enn ógreidd og viðhaldið óunnið. Einhvers staðar þarf að taka fé til þess og auðsætt að þarmeð minnkar það sem verður af- lögu til ráðstöfunar. Þannig getur því farið að umbúðirnar gleypi á endanum innihaldið. Starfsmenn rölta þá loks um víða ganga og bjarta sali með ekkert fyrir stafni, því féð er allt fast í eigninni. Næst þegar við hyggjumst taka duglega til hendinni í menn- ingunni ættum við að gæta þess vel að hún sjálf lifi framkvæmd- irnar örugglega af og standi ekki eftir, líkt og spariklæddur flæk- ingur, með glæsilegt hús sitt níðþungt, en galtómt á bakinu. HUGSAÐ UPPHÁTT Eftir Sveinbjörn I. Baldvinsson Menning sem fasteign ÞETTA er sjöunda breiðskífa Ný- danskrar á 14 ára ævi, en að auki hef- ur hljómsveitin m.a. sent frá sér tvö- falda safnplötu, plötu með lögum úr leikritinu Gauragangi og Drög að upprisu Megasar. Þeir Björn Jörundur Friðbjörns- son, Jón Ólafsson, Ólafur Hólm Ein- arsson og Stefán Hjörleifsson gefa Pólfarir út sjálfir. Þeir segja að í hvert sinn sem þeir sendi frá sér plötu séu viðbrögðin þau að tala um endurkomu eða upprisu Nýdanskrar. „Við höfum hins vegar aldrei hætt, bara tekið okkur mislöng hlé. Á stærri mörkuð- um þykir ekkert tiltökumál þótt hljómsveitir gefi ekki út plötur í nokk- ur ár, en hérna telst plata vera ný frá október og fram í janúar. Þá er farið að kalla eftir nýju efni, en við viljum ekki vinna plötur nema okkur langi til þess.“ Tilfinningar og fullkomnun Nýdönsk hefur áður farið til út- landa í upptökur, því Himnasending var tekin upp í London árið 1992. Nýdanskir segja að þá hafi þeir verið í sex vikur fjarri fjölskyldum og platan hafi borið þess merki. Þar vísa þeir til dæmis í lagið Konur ilma. Eftir þá reynslu hafi hljómsveitin ákveðið að taka fjölskyldurnar með til útlanda í upptökur og sameina vinnu og sum- arfrí. Jón fór vítt og breitt um Netið og leitaði tilboða hjá hljóðverum. Temple Studios á Möltu varð fyrir valinu. „Þarna var allt til alls, hljóð- færi og magnarar og við tókum bara með okkur það nauðsynlegasta.“ Nauðsynjarnar voru einn raf- magnsgítar, kassagítar, bassi og uppáhaldstrommur Ólafs. „Þetta stúdíó hentaði okkur vel af því að þarna tókum við allt upp á segulband. Í dag er algengast að taka upp staf- rænt á disk, en okkur fannst spenn- andi að gera þetta upp á gamla móð- inn. Tilfinningin er á undanhaldi fyrir fullkomnuninni í popptónlist nú- tímans. Við vildum láta alla kosti og Pólfarir nýdanskra félagsvera Hljómsveitin Nýdönsk hefur gefið út nýjan disk, Pólfarir. Diskurinn var tekinn upp á þrem- ur vikum á eyjunni Möltu og hljómsveit- armenn segja hann létt- ari og poppaðri en síð- ustu plötur þeirra. þakka. Er fyrra bréfið dagsett 12. júní árið 1900 og hið síðara 9. nóv- ember sama ár og birtust hlutar úr þeim í skáktímaritinu „Í uppnámi“ á einmánuði 1901. Má leiða líkur að því, að fyrra bréfið hafi orðið til þess, að Fiske hóf útgáfu þessa merka íslenska skáktímarits tæpu ári síðar. Willard Fiske var Ameríkumað- ur, en hafði snemma mikinn áhuga á íslenskum fræðum og raunar öllu því, sem íslenskt var. Dvaldi hann mörg ár hér á landi við að rannsaka sögu skáktaflsins á Íslandi og gaf síðan út um þær rannsóknir bókina „Chess in Iceland“, sem er mikið rit og varð það til að vekja athygli út- lendinga á skák Íslendinga. Frá því í lok marsmánaðar 1900 vann hann í nærri þrjú ár stöðugt að því að út- breiða og vekja áhuga Íslendinga á skák. Voru fyrir hans tilstuðlan stofnuð skákfélög víða um landið og gaf Fiske þeim öllum töfl og skák- bækur. Landsbókasafninu í Reykja- vík gaf hann heilt skákbókasafn, eitt hið fullkomnasta, sem þá var til. Á hvert heimili í Grímsey sendi hann skákborð og bækur, en af skáksnilld Grímseyinga fóru þá miklar sögur. Saga skipulagðrar skákstarfsemi á Ísafirði spannar um þessar mund- ir heila öld, eða allt aftur til ársins 1901, er Taflfélag Ísafjarðar var stofnað, að frumkvæði Þorvaldar Jónssonar læknis. En við Djúp, sem annars staðar á Íslandi, þreyttu menn skáktafl löngu fyrir þann tíma sér til dægrastyttingar, annaðhvort „valdskák“ eða „hneftafl“, milli þess að bjóða óblíðum náttúruöflum birg- inn. Í þeim mörgu skákum, sem tefldar hafa verið á þessum slóðum á liðinni öld, hefur aldrei ríkt neitt Ísafjarðarlogn, heldur þvert á móti geisað skákstormar, þegar fast var att kappi á hvítum reitum og svört- um. Af ýmsum ytri ástæðum, heims- stríðum og aðstöðuleysi, og eins af því að skákáhugi gengur iðulega í bylgjum, hefur starfsemi félagsins ekki verið alveg samfelld. Engu að síður telst Taflfélag Ísafjarðar til elstu taflfélaga á Íslandi og hefur það, eins og önnur félög, átt þátt í að glæða og bæta menningarlífið. „…Síðan ég kom hingað fyrir nálega 37 árum hefur áhugi fyrir skák tals- vert glæðst á Vestfjörðum, eins og víðar á landinu, og hinar nú almennt gildandi útlendu skákreglur eru víð- ast hvar á landinu búnar að útrýma hinni íslenzku „valdskák“ og öðrum gömlum skákkreddum. En okkur vantar heppilega kennslubók í skák og skákdálk í einhverju vikublaðinu, til þess að áhuginn á þessu „nóbla“ spili verði almennari. …“ „…Hér í bænum koma nú nokkrir skákmenn saman einu sinni í viku til að tefla, og vona ég, að það verði byrjun til skákklúbbs, auðvitað „en miniature“, þar sem bæjarbúar eru alls ekki nema 1000. …“ Hér er vitnað í tvö bréf Þorvaldar Jónssonar, læknis á Ísafirði, til Will- ard Fiske, þess manns, sem íslensk- ir skákunnendur eiga hvað mest að Á þessum árum gaf hann út skák- tímarit á íslensku, sem bar nafnið „Í uppnámi“. Var það prentað vestan hafs og er enn í dag talið eitt vand- aðasta og best ritaða skákblað, sem út hefur komið í heiminum. Um aldamótin var Þorvaldur Jónsson læknir talinn einn hinn besti og sterkasti skákmaður á Ís- landi. Hann var sá eini, sem fylgdist eitthvað með erlendri skák og stúd- eraði skák af bókum. Hann skrifað- ist mikið á við Willard Fiske og gaf honum upp nöfn á þeim skákmönn- um, sem fremstir stóðu hér um slóð- ir og fengu þeir allir send töfl. Þegar stofnun Taflfélagsins var í bígerð gaf Fiske töfl og bækur. Voru tafl- mennirnir sérstaklega stórir og vandaðir, blýþyngdir, frá Ítalíu. Í bréfi Þorvaldar til Fiske dags. 15. júlí árið 1900 segir m.a.: „…Það hefir til þessa verið mjög sjaldgæft, að leikir íslenskra tef- lenda hafi verið skrifaðir upp jafn- óðum. Veit ég þess að eins dæmi hér á Ísafirði nokkrum sinnum milli mín og Helga gullsmiðs Sigurgeirsson- ar, og er eitt af þeim töflum prentað í skákdálkinum í National-Tidende 26. maí 1893 af tilviljun. …“ Er hér vitnað í fyrstu skák Íslend- inga á prenti, en Þorvaldur hafði verið í bréfskákasamskiptum við einn meðlim úr Kjöbenhavns Skak- forening og skiptust þeir á taflsýnis- hornum og sendi Daninn skákina til birtingar, en hún var tefld haustið 1892. Þorvaldur kom einnig á bréfs- kákasamskiptum við Reykvíkinga og hefur þannig verið frumkvöðull á því sviði skáklistarinnar hér á landi. Eins og fram kemur í bréfi Þor- valdar frá 9. nóvember árið 1900, hefur verið blómlegt skáklíf á Ísa- firði á þeim tíma og í reynd kominn vísir að taflfélagi löngu áður en formleg stofnun þess átti sér stað, SKÁK Á ÍSAFIRÐI Í HEILA ÖLD Öld er nú liðin frá stofnun Taflfélags Ísafjarðar og telst það til elstu taflfélaga landsins. Þeir Einar S. Ein- arsson, Guðfinnur R. Kjart- ansson og Matthías Krist- insson reifa hér sögu félagsins sem stofnað var af Þorvaldi Jónssyni lækni.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.