Morgunblaðið - 14.10.2001, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 14.10.2001, Blaðsíða 4
FRÉTTIR 4 SUNNUDAGUR 14. OKTÓBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ VÍÐTÆK Íslandskynning í tengslum við EXPO East matvæla- sýninguna í Washington og opnun sýningar Listasafns Íslands í Corc- oran-safninu þessa helgi þykir hafa farið vel af stað. Bandaríkjamenn virðast spenntir fyrir íslenskri fram- leiðslu hvort heldur um er að ræða lambakjöt, osta og snyrtivörur úr náttúruefnum eða ullarvöru og sér- hannaðar flíkur úr fiskiroði. Nafni Íslands var haldið hátt á lofti föstudaginn 12. október. Fyrri part dags flutti Jón Baldvin Hanni- balsson sendiherra erindi á EXPO sýningunni um vistvæna framleiðslu og nauðsyn þess að byggja á sjálf- bærum framleiðsluháttum. Þar kom fram að tveir þriðju hlutar orku- notkunar Íslendinga kæmu frá end- urnýjanlegum orkugjöfum og að stefnt væri að því að gera Ísland að fyrsta vetnishagkerfi heims. Jón Baldvin fjallaði um fiskveiðar Ís- lendinga og að stjórnun veiðanna byggða á vísindalegum grunni, en hann telur að í ljósi þess að upplýstir neytendur krefjist stöðugt meiri gæða væru nú að myndast sóknar- færi fyrir vottaðar, lífrænar íslensk- ar landbúnaðarafurðir á erlendum mörkuðum. Magnús Stephensen, markaðs- stjóri Flugleiða í Bandaríkjunum og Kanada, fjallaði síðan um vistvæna ferðaþjónustu og þá einstöku ná- lægð við náttúruna sem ferðamenn upplifa á Íslandi. EXPO sýningin er hin veglegasta og ætla má að 15.000 fagmenn heim- sæki hana um helgina. Magnea Guð- mundsdóttir, sölu- og markaðsstjóri Bláa lónsins, taldi að sýningin hefði farið mjög vel af stað og það væri mikill áhugi á Íslandi og þeirri vöru sem fyrirtækið hefði að bjóða. Aldrei hafa jafn mörg íslensk fyrirtæki sýnt saman á matvælasýningu er- lendis, en eftirtaldir aðilar sýna þar vörur sínar: Bláa lónið, Blómadrop- ar, Eggert feldskeri, ELM, Hand- prjónasambandið, Hexa, Iceland Spring, Jurtagull, Mjólkursamsalan, Móa, Móðir jörð, Norðlenska, Osta- og smjörsalan, Pottagaldrar, Spaks- mannsspjarir, Thorvin og Urta- smiðjan. Eins veita Flugleiðir og Ferðaþjónusta bænda upplýsingar um starfsemi sína. Nýir möguleikar Íslands „Við erum að uppgötva nýjan sannleika um möguleika Íslands, eyjunnar vistvænu með sjálfbæra orku og matvælaframleiðslu,“ sagði Guðni Ágústsson, landbúnaðarráð- herra, í samtali við Morgunblaðið. „Í því samhengi verður mér oft hugsað til orða Kristjáns Eldjárns að lífs- hættirnir væru tveir á Íslandi til sjávar og sveita. Við höfum fyrir löngu náð miklum árangri í hafinu, en nú finnst mér að við séum að skynja að við eigum líka mikla möguleika í hinni auðlindinni, land- inu sjálfu.“ Máli sínu til stuðnings bendir Guðni á að Íslendingar væru nú að fá hærra verð fyrir matvælaafurðir vegna þess hversu hreint landið sé og framleiðsluhættir vistvænir. Hann er ánægður með það hversu vel þessi glæsilega kynning fer af stað. Undirtektir hafi greinilega ver- ið miklar og Íslendingum hafi þegar tekist að ná sterkum tengslum við ýmsa seljendur, ekki síst við versl- anakeðjurnar Whole Foods og Fresh Fields. Íslendingar sýna að þeir kunna að nýta sér náin tengsl við náttúruna Vistvæn framleiðsla vekur athygli í Bandaríkjunum Washington. Morgunblaðið. FLUGHÁLT var víða á vestanverðu landinu í fyrrinótt og í gærmorgun og má rekja fjölda umferðaróhappa til hálkunnar. Lögreglan minnir þó á að orsakir þeirra séu ekki síður þær að öku- menn hafi ekki ekið í samræmi við aðstæður. Lögreglan í Keflavík hafði í nógu að snúast en alls var fjórum bílum ekið út af á Suðurnesjum á föstu- dagskvöld og í fyrrinótt. Stakkst á nefið ofan í skurð Fyrsta óhappið varð laust fyrir miðnætti þegar bíl var ekið ofan í djúpan skurð á Njarðarbraut, til móts við Steypustöð Suðurnesja, en þar er verið að grafa fyrir nýrri skólplögn. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni í Keflavík var bíln- um ekið í gegnum varúðarmerking- ar og síðan ofan í skurðinn. Öku- maður var einn í bílnum og slapp án teljandi meiðsla. Fyrripart nætur fór bíll út af Grindavíkurvegi og undir morgun var tveimur bílum ekið út af Reykja- nesbraut á Strandarheiði. Engin slys urðu á fólki í þessum óhöppum. Í Reykjavík urðu átta umferðar- óhöpp aðfaranótt laugardags en ekkert þeirra taldist þó vera alvar- legt, að sögn lögreglunnar í Reykja- vík. Harður árekstur varð á Bú- staðavegi og í Árbæ rann bíll yfir á rangan vegarhelming og skall fram- an á öðrum. Tveimur bílum ekið á ljósastaur í Kópavogi í fyrrinótt en ökumenn þeirra munu hafa misst stjórn á þeim vegna hálku. Ekið á hjólreiðamann Ekið var á hjólreiðamann í Ár- túnsbrekku um klukkan níu. Hjól- reiðamaðurinn var á leið upp Ár- túnsbrekkuna þegar hann varð fyrir bíl sem ekið var af afrein frá Reykjanesbraut. Hann var ekki tal- inn alvarlega slasaður en kenndi til eymsla. Hann var fluttur á slysa- deild Landspítalans í Fossvogi. Að sögn lögreglunnar í Reykjavík var aðfaranótt laugardags tiltölu- lega róleg. Einn maður var þó lam- inn fyrir utan skemmtistað í mið- borginni og var talið að hann hefði nefbrotnað. Mikil hálka og fjöldi umferðaróhappa Ljósmynd/Hilmar Bragi Bárðarson Bíll stakkst ofan í djúpan skurð á Njarðarbraut í fyrrakvöld. RJÚPNASTOFNAR eru í lágmarki víðast hvar um landið, aðeins á Aust- urlandi er varpstofninn yfir meðallagi að stærð. Ungatalningar Náttúru- fræðistofnunar Íslands síðsumars leiddu í ljós góða frjósemi hjá rjúp- unni, ungahópar voru stórir og nær allir kvenfuglar með unga. Í vor var talið á 29 svæðum í öllum landshlutum. Rjúpum fækkaði á taln- ingasvæðum á Suðausturlandi, Suð- urlandi og Suðvesturlandi. Eina und- antekningin frá þessu var talninga- svæði í nágrenni Reykjavíkur en þar fjölgaði rjúpum verulega. Þessi taln- ingareitur er innan marka þess svæð- is sem umhverfisráðherra lokaði fyrir rjúpnaveiði haustið 1999. Á Vestur- landi, Vestfjörðum, Norðurlandi, Norðausturlandi og Austurlandi fækkaði rjúpum. Íslenski rjúpnastofninn sveiflast mikið og hafa yfirleitt liðið um tíu ár milli toppa. Ólafur K. Nielsen fugla- fræðingur segir að nú sé rjúpna- stofninn í lágmarki, á næsta ári eða því þarnæsta muni hann taka að stækka aftur ef allt verður eðlilegt. Munurinn á stofnstærð milli há- marks- og lágmarksára hefur verið þre- til tífaldur. Fallið frá friðun Umhverfisráðuneytið hefur aflétt friðun rjúpu sem boðað hafði verið til vegna rannsóknar á áhrifum skot- veiða á vetrarafföll við vestanverðan Eyjafjörð sem átti að taka gildi nú í haust. Haustið 2000 var friðað austan Eyjafjarðar og var ætlunin að friða svæðið vestan fjarðarins nú í haust. Þar sem fuglarnir dreifðust ekki eins og búist hafði verið við, heldur dvöldu á merkingarstaðnum í Hríseyjar fram eftir öllu hausti, var ákveðið að aflétta friðuninni og halda ekki áfram með þessar rannsóknir að svo stöddu, en ekki fékkst sá samanburður sem sóst var eftir á afföllum rjúpna á frið- uðu og ófriðuðu svæði. Haustið 1999 var gripið til þess að friða rjúpuna á 730 ferkílómetra stóru landsvæði í ná- grenni Reykjavíkur og Mosfellsbæjar vegna ofveiði út veiðitímabilið 2001.              !  !  !   !  ! Rjúpnastofnar víða í lágmarki RÁÐNIR hafa verið yfirlæknar lyf- lækninga krabbameina og geisla- meðferðardeildar á Landspítala - há- skólasjúkrahúsi. Sigurður Björns- son er yfirlæknir lyflækninga og Þórarinn E. Sveinsson yfirlæknir geislameðferðardeildar. Þá hefur yfirstjórn spítalans einn- ig samþykkt að leita eftir samning- um við Helga Sigurðsson um að hann gegni stöðu yfirlæknis við Krabba- meinsmiðstöðina. Ráðningar þeirra eru á grundvelli umsókna þeirra um stöðurnar, um- fjöllunar í stöðunefndum landlækn- isembættisins og læknaráðs LSH, viðtala og að fenginni umsögn stjórnarnefndar LSH. Um stöðu yfirlæknis lyflækninga krabbameina sóttu auk Sigurðar þeir Þórarinn E. Sveinsson, Helgi Sigurðsson, Óskar Þ. Jóhannsson, Friðbjörn Sigurðsson og Jakob Jó- hannsson. Um stöðu yfirlæknis geislameð- ferðardeildar sóttu auk Þórarins þeir Jakob Jóhannsson, Helgi Sig- urðsson og Jón Hrafnkelsson. Um stöðu yfirlæknis Krabbameins- miðstöðvarinnar sóttu einning Óskar Þ. Jóhannsson, Valgarður Egilsson og Reynir Arngrímsson. Þórarinn E. Sveinsson Sigurður Björnsson Tveir nýir yfirlæknar á Landspítala
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.