Morgunblaðið - 14.10.2001, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 14.10.2001, Blaðsíða 6
FRÉTTIR 6 SUNNUDAGUR 14. OKTÓBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ VIKAN 7/ 10 - 13/10 ERLENT INNLENT  FYRSTU fjórhliða við- ræður fulltrúa Íra, Breta, Færeyinga og Íslendinga fóru fram í Reykjavík á fimmtudag. Halldór Ás- grímsson utanríkis- ráðherra sagði viðræð- urnar tímamót og að annar fundur hefði verið ákveðinn á næstunni.  SEÐLABANKINN greip inn í gjaldeyris- markað á miðvikudag til þess að fylgja eftir vax- andi styrk krónunnar. Styrktist hún um 2% og sagði seðlabankastjóri inngrip bankans byggjast á að krónan hefði verið orðin of veik.  VIÐ umræður á Al- þingi á miðvikudag setti Björn Bjarnason mennta- málaráherra fram þá hugmynd að flytja Rás 2 til Akureyrar. Með því mætti nýta betur krafta og húsnæði útvarpsins þar og væri þessi hug- mynd sett fram í ljósi þróunar í byggðamálum.  FULLTRÚAR frá Evr- ópuþinginu, fram- kvæmdastjórn ESB og nokkrum erlendum fyrir- tækjum sem heimsóttu Ís- land telja Íslendinga í fararbroddi í notkun og rannsóknum á umhverf- isvænni orku.  STEFNT er að því að kosið verði rafrænt í nokkrum sveitarfélögum við sveitastjórnarkosning- arnar næsta vor. Hefur dómsmálaráðuneytið und- irbúið tilraun á þessu sviði en breyta þarf lög- um. Um 70 verslanir í Smáralind SMÁRALIND, ný verslunarmiðstöð í Kópavogi, var opnuð miðvikudaginn 10. október og voru það þau Linda Mar- grét Gunnarsdóttir, íbúi í Lindahverfi og Smári Páll Svavarsson, íbúi í Smára- hverfi, sem opnuðu Smáralind með því að hleypa straumi á bygginguna. Í Smáralind eru um 70 verslanir og þjónustufyrirtæki. Gólfflötur hússins er 63 þúsund fermetrar en verslunar- rýmið um 33 þúsund fermetrar. Um 45 þúsund gestir komu í verslunarmið- stöðina á fyrsta degi sem var um 20% meira engert hafði verið ráð fyrir. Aðeins austur- vestur flugbraut MEIRIHLUTI skipulagsnefndar Reykjavíkur skipti um skoðun varðandi framtíðarskipan Reykjavíkurflugvallar eftir árið 2016. Er nú gert ráð fyrir að einungis verði austur-vestur flugbraut á næsta aðalskipulagstímabili en áður var hugmynd um að norður-suður brautin yrði framtíðarbrautin. Árni Þór Sigurðsson, formaður skipulagsnefnd- ar, segir að vegna fjölmargra athuga- semda hafi verið breytt um stefnu og að með þessu gefist tækifæri til betri teng- ingar Landspítala og Háskóla Íslands. Eignarskattar afnumdir í framtíðinni LANDSFUNDUR Sjálfstæðisflokks- ins var haldinn síðari hluta vikunnar og sagði Davíð Oddsson í setningarræðu á fundinum að báðir stjórnarflokkarnir væru því fylgjandi að eignarskattar á fólk og fyrirtæki verði afnumdir í næsta áfanga umbóta í skattamálum. Hann sagði um fiskveiðistjórnunarkerfið að hann hefði skipað sér í hóp þeirra sem andsnúnir væru því að setja á veiði- leyfagjald þar sem hann teldi það skaða útveginn og landsbyggðina. Árásir á Afganistan BANDARÍKJAMENN og Bretar hófu aðfaranótt sunnudags árásir á hernaðarskotmörk og stöðvar hryðjuverkamanna í Afganistan, með það að markmiði að uppræta hryðjuverkasamtök sádí-arabans Osama bin Ladens, sem grunaður er um að bera ábyrgð á hryðjuverk- unum í Bandaríkjunum 11. septem- ber. Loftárásum var fram haldið alla vikuna, yfirleitt að nóttu til en einn- ig í dagsbirtu. Bandaríkjamenn og Bretar segja árásirnar hafa skilað miklum árangri, en talibanastjórnin, sem skotið hefur skjólshúsi yfir bin Laden og samverkamenn hans, seg- ir þær hins vegar að mestu leyti hafa misst marks. Fullyrða tals- menn talibana að hundruð óbreyttra borgara hafi fallið á fyrstu fimm dögum aðgerðanna, en því vísa bandamenn á bug. Ekki hefur verið unnt að staðfesta tölur um mannfall, þar sem talibanar meina erlendum fréttamönnum að koma inn í landið. Gert var hlé á árásunum vegna heilags dags múslima á föstudag, en Bandaríkjamenn hófu loftárásir á skotmörk í Afganistan á nýjan leik aðfaranótt laugardags. Mary Rob- inson, mannréttindafulltrúi Samein- uðu þjóðanna, hafði fyrr um daginn farið fram á að hlé yrði gert á árás- unum svo koma mætti nauðþurftum til íbúa landsins áður en vetur gengi í garð. Sagði hún hættu á að tugþús- undir Afgana yrðu hungurmorða ef ekki tækist að koma matvælum og öðrum nauðsynjavörum til þeirra fyrir miðjan nóvember. Þess var minnst víða um heim á fimmtudag að mánuður var liðinn frá hryðjuverkaárásunum á Banda- ríkin. Fjölsóttar minningarathafnir voru haldnar í New York og Wash- ington og í mörgum löndum var flaggað í hálfa stöng við opinberar byggingar.  118 manns fórust við árekstur tveggja flugvéla á Linate-flugvelli í Mílanó á mánudag. Farþegaþota frá SAS-flugfélaginu rakst á litla þýska einkavél af gerðinni Cessna í þann mund er hún var að taka á loft. Við áreksturinn fór farþegavélin út af braut- inni og skall á farang- ursbyggingu, með þeim af- leiðingum að gífurlegt eldhaf blossaði upp. Allir um borð í vélunum fórust, auk fjögurra flugvall- arstarfsmanna. Cessna- vélin hafði farið inn á ranga flugbraut, að sögn vegna mannlegra mistaka og slæms skyggnis.  BANDARÍSK yfirvöld staðfestu í vikunni að þrjú tilfelli miltisbrandssýk- ingar hefðu greinst í Flór- ída. Starfaði fólkið allt í sömu byggingu í bænum Boca Raton. Einn mann- anna er látinn af völdum sýkingarinnar en hin tvö hafa hlotið sýklalyfja- meðferð. Þá var eitt tilfelli staðfest í New York á föstudag. Er málið rann- sakað sem hugsanlegt hryðjuverk.  FRAMKVÆMDA- STJÓRN Evrópusam- bandsins heimilaði rík- isstjórnum aðildarríkjanna á miðvikudag að hlaupa undir bagga með flug- félögum, sem orðið hafa fyrir miklu tjóni vegna af- leiðinga hryðjuverkanna í Bandaríkjunum. Banda- rísk stjórnvöld hafa veitt þarlendum flugfélögum 15 milljarða dollara aðstoð í kjölfar árásanna. ATVINNUREKENDUR vilja fækka starfsfólki um 230 manns, samkvæmt könnun Þjóðhagsstofn- unar á atvinnuástandinu september- mánuði, og fram kemur að fram á mitt næsta ár mun draga enn frekar úr eftirspurn eftir vinnuafli eða um rúmlega 3%. Þetta er veruleg breyt- ing frá sama tíma í fyrra, en þá vildu atvinnurekendur fjölga um tæplega 700 manns á landinu öllu. Fram kemur að þegar litið er til landsins í heild er enn skortur á vinnuafli í byggingariðnaði sem nemur 0,5% af mannafla að með- altali, en í iðnaði, verslun og sam- göngum vildu atvinnurekendur fækka starfsfólki. Vildu fækka um 200 manns á höfuðborgarsvæðinu Þegar eingöngu er litið til höf- uðborgarsvæðisins vildu vinnuveit- endur fækka fólki um 200 manns nú í haust, sem er um 0,5% af vinnuafl- inu. Það er mikil breyting frá sama tíma í fyrra þegar vilji var til að fjölga um rúmlega 1.000 manns sem er um 1,7% af vinnuaflinu. Fram kom að vilji var til að fækka starfs- fólki í verslun og veitingarekstri, samgöngum, iðnaði og ýmiss konar þjónustu við atvinnurekstur eða um 0,8–2,5% af vinnuafli. Eingöngu vantaði fólk til starfa í byggingar- iðnaði eða um 3,2%. Fram kemur að fyrri kannanir hafa sýnt að meiri sveiflur séu í þessum efnum á höfuðborgarsvæð- inu en annars staðar á landinu og að eftirspurn eftir vinnuafli muni minnka á næstu mánuðum á svæð- inu í flestum starfsgreinum. Sé áætlað að störfum muni fækka um 3% fram á vetur. Ástandið er nokkuð annað á landsbyggðinni en þar vildu at- vinnurekendur fækka starfsfólki um 20 manns sem er 0,1% af vinnuafli. Þetta er mun betra ástand en á sama tíma í fyrra, en þá vildu at- vinnurekendur fækka um 390 manns, að því er fram kemur í frétt Þjóðhagsstofnunar. Breytt staða skýrist einkum af lítilsháttar aukn- ingu eftirspurnar eftir vinnuafli í fiskiðnaði, verslun og í annarri þjón- ustu eða um 0,2–0,8%. Eftirspurn í byggingariðnaði minnkar hins vegar mikið eða um 5,4%. Almennt talað mun eftirspurnin á landsbyggðinni minnka lítillega fram á vetur, en áhrifanna kemur til með að gæta mismikið eftir landshlutum, að því er fram kemur í frétt stofnunarinn- ar. Atvinnukönnun Þjóðhagsstofnun- ar er framkvæmd þrisvar á ári, í janúar, apríl og september. Fjöldi fyrirtækja í könnuninni var 315 og eru þau í öllum atvinnugreinum nema landbúnaði, fiskveiðum og op- inberri þjónustu, að undanskildum sjúkrahúsum. Svör bárust frá 265 fyrirtækjum og 255 fyrirtæki eru í pöruðum niðurstöðum. Umsvif þess- ara fyrirtækja eru um 44% af at- vinnustarfsemi sem könnunin nær til sem er um 70% af atvinnustarf- semi í landinu. Atvinnurekendur vilja fækka um 230 manns "      #$% &  ' ( ) *' +(  (&  (&   &'%(     (        ,  -.    & ( *(    ( ) /    0 1$    & ) /( ) /( ) Umskipti í eftirspurn eftir vinnuafli, samkvæmt atvinnu- könnun Þjóðhagsstofnunar ÚTGÁFA nýrra ökuskírteina hefst hjá ríkislögreglustjóra á mánudag, en undirbúningur að framleiðslu nýju skírteinanna hefur staðið yfir frá því á síðasta ári. Um er að ræða nýja gerð ökuskírteina sem eru mun endingarbetri og öruggari, að því er fram kemur í fréttatilkynningu. Ekki er til tækjabúnaður hér á landi til að framleiða slík skírteini, skír- teinin verða framleidd hjá Bundes- druckerei í Berlín í Þýskalandi sem fékk verkefnið í útboði. Í tilkynningunni segir að nýju öku- skírteinin verði mun endingarbetri og öruggari með tilliti til fölsunar. Þau eru unnin með leysi-tækni þann- ig að upplýsingar á kortinu og mynd- in er grafin inní kortið sjálft. Vanda- mál hefur verið með þau kort sem nú eru í notkun vegna óeðlilegrar end- ingar, þ.e.a.s. að myndirnar hverfa stundum af skírteinum eða dofna þannig að fólk verður óþekkjanlegt. Smávægilegar breytingar verða á útliti skírteinanna. Við afgreiðslu ökuskírteina verða umsækjendur að láta ljósmynd fylgja með umsókninni þar sem ekki er lengur aðgangur að myndabanka Reiknistofu bankanna. Sólveig Pétursdóttir dómsmála- ráðherra og Haraldur Johannessen ríkislögreglustjóri munu taka við fyrstu ökuskírteinunum á morgun. Útgáfa nýrra ökuskírteina HÉRAÐSDÓMUR Reykjavíkur dæmdi á fimmtudag karlmann í 3 mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir kynferðislega áreitni gagnvart 11 ára stúlku. Maðurinn, sem er á fimmtugsaldri, var einnig dæmdur til að greiða stúlkunni 250 þúsund krónur í miskabætur auk alls sak- arkostnaðar. Stúlkan var með fjölskyldu sinni í Þórsmörk Atvikið átti sér stað á svefnlofti í skála Útivistar í Básum aðfaranótt 3. desember árið 2000 en fjöldi manns var samankominn í skálanum. Var stúlkan þar með fjölskyldu sinni. Maðurinn var ákærður fyrir að þukla á stúlkunni innanklæða á baki, maga og nálægt kynfærum. Hann neitaði sök og kvaðst ekki hafa mun- að eftir sér um nóttina vegna ölv- unar. Dómur héraðsdóms var fjölskipaður Dómur héraðsdóms var fjölskip- aður í málinu og töldu héraðsdóm- ararnir Valtýr Sigurðsson og Sigríð- ur Ingvarsdóttir ákærða sekan um þá háttsemi sem honum var gefin að sök í ákæru ríkissaksóknara. Pétur Guðgeirsson héraðsdómari taldi hins vegar að sýkna bæri ákærða. Taldi hann m.a. að ekki væri hægt að útiloka það að annar maður en ákærði hefði áreitt stúlkuna í um- rætt sinn. Skipaður verjandi ákærða var Sig- urður Georgsson hrl. og skipaður réttargæslumaður stúlkunnar Sif Konráðsdóttir. Sigríður Jósefsdóttir sótti málið af hálfu ákæruvaldsins. Dæmdur fyrir kyn- ferðislega áreitni gegn barni
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.