Morgunblaðið - 14.10.2001, Blaðsíða 64

Morgunblaðið - 14.10.2001, Blaðsíða 64
MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLUNNI 1, 103 REYKJAVÍK, SÍMI 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181, PÓSTHÓLF 3040, ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 569 1122, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI 1 SUNNUDAGUR 14. OKTÓBER 2001 VERÐ Í LAUSASÖLU 190 KR. MEÐ VSK. V i ð s k i p t a h u g b ú n a ð u r á h e i m s m æ l i k v a r ð a Borgar túni 37 Sími 569 7700W W W. N Y H E R J I . I S SJÓSLYSANEFND telur að senni- legasta skýringin á því að sjór lak inn í lest Ingimundar gamla HU 65, sem sökk á Húnaflóa hinn 8. október í fyrra, sé sú að rusl hafi safnast fyrir við dælu með þeim afleiðingum að hún varð óvirk. Skipstjóri Ingimundar gamla fórst með skipinu en hann náði ekki að klæðast flotgalla líkt og vélstjóri og stýrimaður sem báðir komust af. Í niðurstöðum sjóslysanefndar kemur fram að þar sem lögnin frá dælunni var undir sjólínu hafi ekkert hindrað að sjór rynni inn í lestina ef síðuloki væri fastur eða óþéttur og í gegnum dælu ef hún væri óvirk. Gildistími skoðunar á botn- og síðu- lokum var aðeins til maí 1999. Hefði ekki átt að sökkva Logn og spegilsléttur sjór var á Húnaflóa þegar slysið varð og engin undiralda og því engar veltuhreyf- ingar á skipinu. Sjóslysanefnd telur að miðað við þessar aðstæður hefði skipið ekki átt að sökkva jafnvel þótt lestin hafi verið full af sjó. Ástæður þess að skipið sökk hafi verið þær að vegna umgengni um bakborðsgang á aðalþilfari, eftir að hættuástand kom í ljós, hafi sjór átt greiða leið inn í afturskipið. Með fullkominni lokun á yfirbyggingu afturskips hefði skipið ekki átt að sökkva. Talið er að sjór hafi lekið inn í lest- ina í um 13-14 klukkustundir án þess að skipverjar yrðu þess varir. Þá var magn í lest orðið um 62 tonn og í vél- arrúmi um 7 tonn auk þess sem sjór lá á dekki. Frá því skipstjóri varð var við að sjór var farinn að fossa inn á dekk og þar til skipið sökk liðu um 5- 10 mínútur. Áður en skipið sökk tók það veltu á bakborð en reisti sig síðan við eftir að stýrimaður greip í stýrið og rétti það á stjórnborða. Skipið tók síðan djúpa veltu á bakborða og sökk hratt með skutinn á undan. Flotgallar mikilvægir Sjóslysanefnd vekur sérstaka at- hygli á mikilvægi þess að skipverjar klæðist strax flotgöllum þegar sýnt er að skipverjar gætu þurft að yf- irgefa skipið. Þá þurfi flotbúningar að vera á eða sem næst stjórnpalli. Þá bendir nefndin á mikilvægi þess að fylgt sé strangt eftir lögboðnum skoðunum á síðu- og botnlokum. Í áliti sjóslysanefndar kemur fram að rekstur skipsins síðustu misseri hafði verið stopull. Í október 1997 var því siglt til Afríku og kom þaðan aftur í apríl 1999. Skipið var síðan gert út í samtals 5½ mánuð frá því það kom aftur til landsins og þar til það sökk í október 2000. Sjóslysanefnd hefur skilað áliti vegna Ingimundar gamla HU 65 Óvirk dæla varð til þess að sjór lak inn í lestina UPPSELT hefur verið á nær allar sýningar í svokölluðum lúxussölum Sam-bíóanna við Álfabakka og Smárabíós í verslanamiðstöðinni Smáralind í Kópavogi. Forráðamenn Smárabíós hafa einnig ákveðið að hækka aldursmörk á kvöldsýningum kl. 20 og 22 upp í 18 ár. Í lúxussal Sam-bíóanna er aldurstakmarkið 16 ár á allar sýningar og yngri verða að vera í fylgd fullorðinna. Með þessum reglum eru kvikmyndahúsin að höfða frekar til eldri bíógesta. Að- gangseyrir í lúxussalina verður áfram sá sami eða um tvöfalt á við venjulegan miða. Smárabíó hefur vínveitingaleyfi fyrir sinn lúxussal og er barinn opn- aður eftir að sýningin kl. 18 er hafin. Hægt er að panta sæti í báða salina eða kaupa miða í forsölu nokkra daga fram í tímann. Með tilkomu lúxussalanna og allra þeirra framkvæmda sem eigendur kvikmyndahúsanna á höfuðborgar- svæðinu hafa staðið í að undanförnu mun samkeppnin á þessum markaði harðna. Talið er að tvær „bíóblokk- ir“, sem annars vegar tilheyra Sam- bíóunum og Háskólabíói og hins veg- ar Laugarásbíói og húsum í eigu Norðurljósa, muni einbeita sér frek- ar en áður að sýningum kvikmynda í eigin húsum í stað samstarfs.  Bíóblokkirnar/22 Lúxusbíósalirnir Alltaf upp- selt og ald- ursmörk hækkuð NAUTKÁLFUR var nýlega skot- inn, líklega í misgripum fyrir gæs, inni á túni hjá bænum Skálanesi í Austur-Barðastrandarsýslu. Að sögn lögreglunnar á Patreksfirði varð bóndinn á bænum var við það á fimmtudag að einn kálfinn vant- aði úr nautgripahópnum og eftir nokkra leit fann hann kálfinn dauðan á túninu. Hafði kálfurinn verið skotinn með haglabyssu að aftanverðu og segir Jónas Þór, varðstjóri á Pat- reksfirði, að sýnilega hafi það tek- ið hann nokkurn tíma að drepast. „Þetta var virkilega ógeðslegt að sjá. Það voru greinileg skotmörk á pungnum á honum og belgnum og svo á lærinu,“ segir Jónas. Hann vildi ekki segja til um hvort um óviljaverk hefði verið að ræða. „Það er náttúrulega vítavert að skjóta inni á túnum hjá fólki þar sem eru skepnur og við botnum engan veginn í svona háttalagi. Þetta er ekki veiðimennska heldur villimennska og ekki til framdrátt- ar skotveiðimönnum sem vilja þó ganga vel um náttúruna og bera virðingu fyrir bráðinni.“ Hann segir ekki mikið um gæsaskytterí á svæðinu. „Það voru einhverjir á ferðinni fyrir svona viku sem voru að þvælast inni á túnum hjá fólki og fóru á fleiri staði en við höfum ekki frétt af því að þeir hafi orðið skepnum að bana fyrr.“ Jónas segir lögregl- una ekki vita hverjir voru þarna að verki en að hún yrði þakklát ef fólk gæti veitt upplýsingar sem gætu komið að gagni. Nautkálfur skotinn á túni RÚMLEGA 200 manns mættu á fund í sjávarútvegsnefnd Sjálfstæð- isflokksins í Valhöll í gærmorgun þar sem tekist var á um stefnu flokksins í sjávarútvegsmálum í tengslum við 33. landsfund flokksins sem fram fer í Laugardalshöll og lýkur síðar í dag. Ljóst er að sjáv- arútvegsmálin eru mesta hitamálið á þessum landsfundi flokksins, sem mátti sjá á mætingu á fund sjávarút- vegsnefndar í gærmorgun. Húsfyllir var einnig á fundi nefndarinnar á föstudagskvöld. Fundurinn samþykkti með 63 at- kvæðum á móti 53 tillögu Gunnlaugs Sævars Gunnlaugssonar, formanns nefndarinnar, um að áfram skuli byggt á aflamarkskerfinu en útgerð- in greiði hóflegt gjald fyrir afnot af veiðiheimildum. Þannig er tekið und- ir álit meirihluta nefndar sem fjallaði um endurskoðun laga um stjórn fisk- veiða og skilaði tillögum sínum í lok september. Þá segir í tillögunni: „Samhliða þessu er nauðsynlegt að auka frjálsræði í rekstrarumhverfi fyrirtækjanna og að hluta gjaldsins verði varið til að byggja upp atvinnu- líf í þeim byggðarlögum sem treyst hafa á sjávarútveg.“ Tillaga Markúsar Möller, Tryggva Agnarssonar, Jónasar Elíassonar og Sigurðar Björnssonar, um að tillög- um meirihluta nefndarinnar verði hafnað og að unnið verði að breyt- ingu á lögum um úthlutun veiðiheim- ilda á grundvelli hugmynda auð- lindanefndar um fyrningaleið og þjóðareign á fiskistofnum, var felld með meirihluta atkvæða gegn 16. Tillaga sem Árni Mathiesen sjáv- arútvegsráðherra lagði fram undir lok fundarins var samþykkt sam- hljóða. Í henni er skorað á sjávarút- vegsráðherra að leita allra leiða til að bæta hlut hinna minni sjávarbyggða sem hafa treyst á aflakrókabáta. Breytingartillaga Guðmundar Hall- dórssonar í Bolungarvík, þar sem lagt var til að byggt yrði á samkomu- lagi sem gert var og fest í lög á Al- þingi á árunum 1995 og 1996, var felld með miklum meirihluta. Átakafundur í sjávarútvegsnefnd Sjálfstæðisflokksins Tillaga um hóflegt veiðigjald samþykkt Morgunblaðið/Golli Bekkurinn var þétt setinn á fundi sjávarútvegsnefndar Sjálfstæðisflokksins í Valhöll í gær. Rúmlega 200 manns tóku þátt í störfum nefndarinnar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.