Morgunblaðið - 14.10.2001, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 14.10.2001, Blaðsíða 35
MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 14. OKTÓBER 2001 35 ✝ Sigurbjörg P.Sigurhannesdótt- ir fæddist í Reykja- vík 9. febrúar 1931. Hún lést á Elli- og hjúkrunarheimili Grund 7. október síð- astliðinn. Foreldrar Sigurbjargar voru Ingibjörg Guð- mundsdóttir frá Ámundakoti í Fljóts- hlíð, f. 3.6. 1904, d. 16.7. 1971, og Sigur- hannes Petersen Ólafsson, frá Króki á Álftanesi, f. 26.3. 1905, d. 19.8. 1936 Eftirlifandi eiginmaður Sigur- bjargar er Sigurbjörn Bjarnason, f. 10.10. 1928. Þau hefðu átt gull- brúðkaup 28. októ- ber næstkomandi. Börn Sigurbjargar og Sigurbjörns eru: Sigríður Sjöfn, f. 26.3. 1956, gift Tryggva Rúnari Leifssyni, f. 2.10. 1951, og eiga þau saman eina dóttur; Hreiðar, f. 12.4. 1956, og á hann fjóra syni; Elfar, f. 4.8. 1959, og á hann tvö börn; Rósa María, f. 28.1. 1966, og á hún einn uppeldisson. Sigurbjörg ól upp barnabarn sitt, Ástu Rögnu Jónsdóttur. Útför Sigurbjargar fór fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu. Elsku mamma og amma okkar. Síðustu þrjú ár voru erfið, þá tók sjúkdómur þinn völd. Við sem eftir lifum trúum því að hvíldin sé þér kærkomin. Þú varst alltaf mikil baráttukona og varst ekki gömul þegar þú tókst að þér heimili móður þinnar eftir að faðir þinn lést og ólst upp tvær yngri syst- ur þínar. Eftir að þú og pabbi giftuð ykkur fyrir 50 árum eignaðist þú þín eigin fjögur börn og sinntir þeim og heim- ilinu. Pabbi var á sjónum og því kom það í þinn hlut að setja plástur á sár- in og kyssa okkur og hugga. Elsku amma mín, þú tókst mig að þér þegar ég var kornabarn og hugs- aðir um mig eins og ég væri þín eigin dóttir. Ég mun aldrei geta þakkað þér nóg fyrir það og virðast þessi orð mín fátækleg nú þegar þú ert farin. Þú greiddir á mér hárið áður en ég fór í skólann og á kvöldin lá ég stund- um með höfuð í kjöltu þinni og þú straukst mér um vangann og kallaðir mig Öddu þína. Þetta eru minningar sem ég kýs að geyma í hjarta mínu. Við finnum til trega við að rita þessar línur. Við misstum þig á viss- an hátt þegar þú veiktist og nú erum við að missa þig aftur og það er ótrú- lega sárt. Elsku mamma okkar, takk fyrir allt. Við trúum að nú sért þú á himnum hjá móður þinni. Guð geymi þig allt- af. Þínar dætur Ásta Ragna og Rósa María. Elsku langamma. Takk fyrir allar stundirnar sem við áttum með þér. Þær minningar sem koma fyrst í huga okkar þegar við hugsum til baka eru þær þegar Thelma var hjá þér og hvað þú varst þolinmóð þegar þú kenndir henni að teikna og lita. Eins þegar þið Aron lékuð ykkur saman á gólfinu hjá þér í Stórholtinu og byggðuð heilu borgirnar úr kubb- um. Tryggvi Rúnar minnist helst síð- ustu jólanna sem þú varst enn heima í Stórholtinu og þá var öll fjölskyldan saman komin og „amma Lilla“ að þeytast í kringum okkur öll eins og henni var einni lagið. Ekki brást það þegar við komum að heimsækja ömmu og afa í Stór- holtinu að þú varst nýbúin að baka eða hafa til eitthvert góðgæti handa okkur, frá þér fórum við alltaf södd og ánægð. Takk fyrir allt og þá helst að vera þú. Við munum alltaf sakna þín. Þín langömmubörn Aron Elí, Thelma Lind og Tryggvi Rúnar. SIGURBJÖRG P. SIG- URHANNESDÓTTIR Nú legg ég augun aftur, ó, Guð, þinn náðarkraftur mín veri vörn í nótt. Æ, virst mig að þér taka, mér yfir láttu vaka þinn engil, svo ég sofi rótt. (Sveinbjörn Egilsson.) Elsku afi, við viljum þakka þér fyrir allar góðu stundirnar sem við áttum með þér. Þú varst alltaf svo lífsglaður og góður afi, gast setið með okkur tímunum saman og teiknað og les- ið. Við eigum eftir að sakna þín mikið. Hvíldu í friði. Þín barnabörn Ása Katrín, Sara Ösp og Lárus Orri. Mágur minn Lárus fæddist í Súðavík fyrir vestan, elsti sonur í hópi ellefu systkina. Það var þröngt í búi á heimili þeirra Eng- ilberts og Ásu og því var Lalli ekki gamall þegar hann byrjaði að vinna. Daginn eftir fermingu var hann kominn á sjóinn sem full- burða sjómaður með Árna Guð- mundssyni á Valnum, sérstæðum og skemmtilegum manni sem Lalli sagði af margar sögur. Þegar ég kynntist Lalla, eftir að ég fluttist vestur í Súðavík, var hann við sjómennsku á Akranesi en kom alltaf heim milli vertíða, var þá farinn að keyra vélar, orð- inn mótoristi eins og það var kall- að. Hann lauk vélstjóraprófi árið 1949 og var eftir það vélstjóri á fiskiskipum árum saman, lengst af með frænda sínum og vini Þórði Óskarssyni. Þótt lífsbaráttan væri hörð við Djúpið var engu að síður oft glatt á hjalla. Ég á margar góð- ar minningar úr eldhúsinu á Grund, þar sem þau bjuggu Ása og Engilbert, þegar Lalli var búinn að LÁRUS JÓN ENGILBERTSSON ✝ Lárus Jón Engil-bertsson fæddist í Súðavík 23. maí 1924. Hann lést í Landspítalanum í Fossvogi 11. septem- ber síðastliðinn og fór útför hans fram frá Akraneskirkju 18. september. hreiðra um sig við eldhúsborðið og lét móðan mása. Hann hafði góða frásagnar- gáfu, var afskaplega hláturmildur og skap- aði góðan anda í kringum sig. Hann var hrókur alls fagn- aðar þegar það var sungið og dansað við harmonikkuspil á hrútaballinu og öðrum stórviðburðum í Súða- vík. Lalli flutti eins og margir Vestfirðingar suður á Akranes og bjó þar alla ævi síðan. Þar var hann lengst af vélstjóri á sjó og var fyrir all- nokkrum árum sæmdur heiðurs- merki sjómanna fyrir störf sín í þessari höfuðatvinnugrein þjóðar- innar. Eftir langa sjómannsævi fór hann þó að lokum í land og starfaði um árabil sem vélvirki í Vélsmiðju Þorgeirs og Ellerts. Hann var vin- sæll maður meðal vinnufélaga bæði á sjó og landi enda notalegur og skapgóður með afbrigðum. Á Akranesi kynntist Lalli konu sinni Gunnhildi Benediktsdóttur og eignaðist með henni fjögur börn. Hann helgaði líf sitt fjöl- skyldunni og hafði mikla ánægju af að fylgjast með börnunum og barnabörnunum sínum. Fráfall dóttursonarins Gunnars Hjartar varð honum því mikið áfall. Lalli var félagslyndur maður og uppruna sínum trúr studdi hann alla tíð vinstriflokka í pólitík. Það voru aldrei svo kosningar á Akra- nesi að hann væri ekki mættur til starfa og skrafs í Rein. Hann varð, eins og gjarnan gerist á Akranesi, áhugamaður um fótboltann og sleppti helst aldrei úr leik hjá liði Skagamanna. Við stóðum reyndar hlið við hlið mágarnir á leik þegar hann fyrst fann fyrir þeim verk fyrir brjósti sem tveimur vikum seinna dró hann til dauða. Og svo átti hann sinn kunningjahóp sem hittist og spjallaði um lífsins gagn og nauðsynjar í Skaganesti. En best naut Lalli sín þó á góðri stundu í systkinahópi sínum. Þar var glatt á hjalla þegar hópurinn hittist og fljótlega farið að syngja, oftast fyrir tilstilli Lalla. Og svo var sungið og sungið, við gítarund- irleik Vaddýjar systur hans, meðan hennar naut við. Við höfum fyrir satt að þau hafi sungið nær óslitið í ellefu klukkustundir í sextugsaf- mæli Lalla, og þar af Liljuna nokkrum sinnum. Lalla er sárt saknað hér á heim- ili Sólu systur hans. Við sendum Diddu og börnunum innilegar sam- úðarkveðjur, um leið og við þökk- um fyrir samfylgdina við einstakt ljúfmenni. Guðmundur (Mummi). Ég vil með nokkrum orðum minnast Lárusar frænda míns. Það fyrsta sem kemur upp í hugann, er að daginn eftir ferminguna fer hann út á sjó sem matsveinn á mb. Val ÍS 420 frá Súðavík sem stund- aði dragnótaveiðar, þetta var kunn afla- og happafleyta við Djúp undir farsælli stjórn Árna Guðmunds- sonar. Mér sem var nokkrum árum yngri fannst þetta mikið ævintýri hjá frænda mínum, en hann var hinn ánægðasti þegar í land kom og sagði nokkrar spennandi sögur af sjónum. Sjálfur átti ég eftir að byrja haust- og vetrarvertíð hjá Árna á sama bát 15 ára. Ég fann þá hvað Árni var hlýr og vinsam- legur þeim ungu og óreyndu sem byrjuðu til sjós hjá honum. Eftir nokkur ár bauð Árni honum vél- stjórastarf á bátnum og var hann þar vélstjóri um tíma og gekk vel. Fyrsta skipti sem við vorum samskipa var á Jóni Valgeiri ÍS 98 á Hvalfjarðarsíldinni 1947, miklum ævintýratíma. Við lönduðum í Reykjavík, mannlífið við höfnina og umsvifin gjörbreyttust meðan á þessum veiðum stóð. Þaðan lá leið okkar til Akraness á vetrarvertíð á mb. Val AK 25. Skipstjóri var Elí- as Guðmundsson og var Lárus þar 2. vélstjóri. Þá ms. Sigríður SH 97, síðar mb. Svanur AK 101 og mb. Keilir AK 92. Lárus var 1. vélstjóri á þeim bátum og þá var hann á ms. Sólfara AK 170 og ms. Óskari Magnússyni AK 177. Það sem ein- kenndi frænda minn var dugnaður, samviskusemi og létt lund og stutt var í hláturinn en skapið var til staðar ef á þurfti að halda. Við frændur sigldum ungir lífs- ins ólgusjó saman um langa hríð og áttum margar góðar og glaðar stundir saman á sjó og í landi. Ég kveð hann með þakklæti og sökn- uði. Gunnhildi og fjölskyldunni færi ég og fjölskylda mín innilegar samúðarkveðjur. Blessuð sé minn- ing hans. Þórður Óskarsson.                             !  !    "#  "$%%                                                          ! "# "#$   %  #   "#$#     &'    "'% (  ) ! ( %%  "'%!    * '      #+#  ,% % -! . +!'   ,%    $ "#$# ! *-   "#$# !                                                        ! "         #$  #%  # &  #         !    !"" # $%" & ' " () *   %% +  "    ,% *- #.  "      % !"" /  " 0  &.%%  1     2                                      ! "!      !"# #$%"&&'                                          !!"   !   " #"!  $#"% & '  " &'  !  ' " #"% ( #"!  )" &  % %*  *)+
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.