Morgunblaðið - 14.10.2001, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 14.10.2001, Blaðsíða 40
MINNINGAR 40 SUNNUDAGUR 14. OKTÓBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ ✝ Hreinn Þor-steinn Garðars- son fæddist í Reykja- vík, 4. maí 1929. Hann lést á St. Jós- efsspítala í Hafnar- firði 7. október síð- astliðinn. Foreldrar Hreins voru Garðar Þorsteinsson, hæsta- réttarlögmaður og alþingismaður, f. 29.10. 1898, d. 29.5. 1947, og kona hans Anna Pálsdóttir hús- móðir, f. 25.8. 1896, d. 11.10. 1978. Systk- ini Hreins eru Hilmar, f. 5.12. 1922, Rannveig María, f. 1.9. 1927, og Anna, f. 23.11. 1939. Hreinn kvænt- ist Elsu Jóhannesdóttur, f. 7.7. 1929, árið 1949. Þau slitu samvist- um. Börn þeirra eru: 1) Garðar, f. 4.9. 1950, kvæntur Ástu Gestsdótt- ur, f. 9.9. 1955. Börn þeirra eru Garðar Þór, f. 29.7. 1986, og Tanja Bryndís, f. 11.12. 1991. Áður átti Garðar soninn Eggert f. 7.2. 1972. kona Elín Ósk Þorsteinsdóttir, f. 22.9. 1970. Sonur þeirra er Þor- steinn, f. 15.7. 2000. 2) Elín Anna, f. 12.12. 1971, sambýlismaður Helgi Vigfússon, f. 5.5. 1974. Dóttir þeirra er Líney f. 7.6. 2000. Hreinn fæddist í Reykjavík og ólst þar upp hjá foreldrum sínum. Hreinn stundaði nám við Mennta- skólann á Akureyri en varð síðan framkvæmdastjóri Nýja Bíós á Ak- ureyri 1951-60. Hann var jafnframt starfsmaður Búnaðarbanka Ís- lands og Útvegsbanka Íslands á Akureyri þessi ár. Hreinn flutti til Reykjavíkur 1960. Þar starfaði hann hjá Landsbanka Íslands til ársins 1964. Hann starfaði hjá Varnarliðinu á Keflavíkurflugvelli árin 1964-77. Hreinn stundaði síð- an eigin rekstur og starfrækti þá m.a. Sælgætisgerðina Víking hf. til 1982. Hreinn var skrifstofustjóri hjá SÁÁ 1982-89. Frá árinu 1991 vann Hreinn hjá Bæjarsjóði Hafn- arfjarðar þar til hann lét af störfum árið 2000, fyrst sem verkefnastjóri en síðan sem húsnæðisfulltrúi og innkaupastjóri. Hreinn var félagi í Oddfellow-reglunni frá 1952. Útför Hreins fer fram frá Hafn- arfjarðarkirkju á morgun, mánu- daginn 15. október og hefst athöfn- in klukkan 15. Sambýliskona hans er Laufey Alda Sigvalda- dóttir, f. 30.12. 1972. Sonur þeirra er Sig- valdi, f. 9.6. 2000. 2) Anna Karólína, f. 1.12. 1952, gift Guðbergi Rúnarssyni, f. 11.7. 1951. Börn þeirra eru: Jóhann Rúnar, f. 20.3. 1974, sambýliskona hans er Dagný Guð- jónsdóttir, f. 24.10. 1979, og er sonur þeirra Aron Bergur, f. 29.10. 1999; Garðar Thor, f. 3.9. 1977; og Elsa Kristín, f. 2.6. 1980. 3) Rann- veig María, f. 29.10. 1959, gift Gesti Valgarðssyni, f. 2.2 1955. Þeirra börn eru Valgarður Daði, f. 18.3. 1980, Hildigunnur Jóna, f. 29.1.1990, og Brynhildur María, f. 17.7. 1992. 28. maí 1966 kvæntist Hreinn eftirlifandi konu sinni Helgu Friðfinnsdóttur, f. 8.3. 1936. Börn þeirra eru: 1) Friðfinnur Valdimar, f. 7.12. 1967, sambýlis- Að leiðarlokum langar okkur til að kveðja Hrein og þakka honum fyrir að hafa verið svo lánsöm að eiga hann sem eiginmann og föður. Á milli okk- ar fjögurra mynduðust órjúfanleg tengsl mörkuð af kærleika, um- hyggju og vináttu. Síðast liðið sumar, og það sem af er hausti, reyndist okk- ur erfiður tími. En þá sýndi Hreinn okkur svo sannarlega hvaða mann hann hafði að geyma, hefðum við ver- ið í vafa áður. Frá því að hann varð fyrir slysi í lok júní í sumar háði hann baráttu við að halda velli og sigrast á afleiðingum slyssins. Við sem tókum þátt í þessari baráttu með honum dáðumst takmarkalaust að honum; hann sem var svo veikur gerði barátt- una léttbærari með skopi og spaugi. Alltaf sá hann það jákvæða og bros- lega, hvað sem á gekk. Þótt Hreinn hafi beðið lægri hlut í þessari baráttu við dauðann finnst okkur hann samt hafa staðið uppi sem sigurvegari. Honum tókst að heyja baráttuna í samræmi við eigið lífsmottó: taka hlutina ekki of alvarlega, gráta ekki yfir spilltri mjólk og sjá það skoplega við allar aðstæður. En ekki er unnt að sjá eitthvað skoplegt við dauðann, mölduðum við í móinn. En Hreinn var ekki á sama máli, einmitt þá og að- allega þá – fyrir þá sem eftir lifa. Lífið heldur áfram þó að ástvinur kveðji. Hreinn var ævinlega þakklátur ónafngreindum manni, sem dvaldi á heimili foreldra hans þegar faðir hans lést í flugslysi. Þessi maður sá æv- inlega bjartar hliðar lífsins, hvað sem á gekk. Það var Hreini og fjölskyldu hans ómetanlegt á þeim erfiðu stund- um sem í hönd fóru. Þetta viðhorf til- einkaði Hreinn sér ungur og missti aldrei sjónar á því. Margs er að minnast, margt höfum við brallað saman; öll ferðalögin okk- ar, allt frá því að Elín Anna og Frið- finnur voru lítil kríli. Við höfum skoð- að heiminn saman, farið til Ameríku, til sólarlanda og ferðast um þvera og endilaga Evrópu. Ekki má gleyma innanlandsferðunum, þær voru bæði margar og skemmtilegar. Nú ber hæst samverustundirnar okkar á Reykjabóli í Hrunamannahreppi og Miðkoti í Þykkvabæ. Minningarnar um þær verma nú á skilnaðarstundu. Í lífinu skiptast á skin og skúrir og við höfum ekki farið varhluta af því frekar en aðrir. Svo lánsöm vorum við að erfiðleikarnir þjöppuðu okkur æv- inlega saman en sundruðu okkur ekki. Líka lokasennan sem var háð við ósigrandi andstæðing. Í minningu okkar verður Hreinn ávallt kletturinn sem aldrei brást. Sá sem var alltaf til staðar og reiðubúinn að hjálpa, hvort sem var á nóttu eða degi. Eitt lítið dæmi: Þegar ég gekk með Friðfinn, var ég rúmliggjandi í fimm mánuði á sjúkrahúsi. Hreinn kom til mín í hverjum einasta heimsóknartíma. Á daginn leit hann í gættina en væri einhver hjá mér, brosti hann bara, veifaði og fór aftur í vinnuna en kom svo ævinlega um kvöldið. Við söknum Hreins öll og hefðum viljað gefa mikið til þess að fá að hafa hann lengur hjá okkur. Hann langaði svo sannarlega til þess að fá að fylgj- ast með litlu gimsteinunum okkar tveimur, barnabörnunum Líneyju og Þorsteini, sem bættust í hópinn og kynnast enn frekar tengdabörnun- um, Elínu Ósk og Helga, sem urðu honum strax svo kær. Áætlanirnar voru svo ótalmargar en mennirnir áætla en það er guð sem ræður. Nú reynir á okkur sem eftir lifum að lifa eftir boðskap hans; taka því sem að höndum ber með æðruleysi, sjá björtu hliðarnar, nota skopið og njóta lífsins. Við kveðjum þig, elsku Hreinn, með bæninni okkar: Guð gefi mér æðruleysi til að sætta mig við það sem ég get ekki breytt, kjark til þess að breyta því sem ég get breytt og vit til að greina þar á milli. Við felum þig guði og þökkum þér fyrir allt. Helga, Friðfinnur og Elín Anna. Elsku afi. Ég veit að Guð þig mun geyma þó glitrar mér tár á kinn, við elskum og virðum allt heima vökum og biðjum um sinn. Við kveðjumst með klökkva í sinni er kallinu þú hefur hlýtt, en lífsstarf þitt lifir í minni þín leiðsögn og viðmótið blítt. (Reynir Hjartarson.) Líney og Þorsteinn. Vertu ekki grátin við gröfina mína góða, ég sef ekki þar. Ég er í leikandi ljúfum vindum. Ég leiftra sem snjórinn á tindum. Ég er haustsins regn sem fellur á fold og fræið í hlýrri mold. Í morgunsins kyrrð, er vakna þú vilt ég er vængjatak fuglanna hljótt og stillt. Ég er árblik dags um óttubil og alstirndur himinn að nóttu til. Gráttu ekki við gröfina hér gáðu – ég dó ei – ég lifi í þér. (Ók. höf., þýð. Ásgerður Ingimarsdóttir.) Mig langar til að minnast Hreins Þorsteins Garðarssonar með nokkr- um fátæklegum orðum. Hann var giftur eldri systur minni, Helgu, sem nánast gekk mér í móðurstað er mamma okkar lést þegar ég var að- eins fjórtán ára. Hjá því varð því ekki komist að ég kynntist Hreini nokkuð vel. Hann bar nafn sitt með rentu, var hreinn og beinn og stóð eins og klett- ur við hlið Helgu og barna þeirra, Friðfinns og Elínar Önnu. Helga var oft önnum kafin við sín störf sem skólastjóri og var Hreinn þá heldur betur hjálplegur við heimilisstörfin og taldi það ekki eftir sér. Áberandi var hve samheldin og kærleiksrík þessi fjölskylda var. Margar minningar og myndir koma upp í hugann: Hver getur gleymt fjölskylduboðunum, sem Hreinn og Helga buðu til ár eftir ár þar sem höfðinglegar kræsingar voru fram bornar. Þar stóð Hreinn við hliðina á sinni konu og sýndi að á ferð var snillingur í matargerð og ekkert til sparað, þótt kjörin væru kannski stundum kröpp eins og gengur í lífs- ins ólgusjó. Hver getur gleymt ynd- islegum ferðum til þeirra í rauða hús- ið góða á Reykjabóli í Hrunamannahreppi og ógleymanleg- um útreiðartúrum, sem Hreinn bauð í um nágrennið á úrvalsgæðingum og var „Prinsinn“ þar fremstur í flokki, svo þýður að það var sem maður svifi um á arabísku töfrateppi, sem stjórn- aðist af hug manns? Og svo í ylvolga sundlaugina, sem var í garðinum á Reykjabóli og grillveislur með til- heyrandi á eftir. Hreinn var mat- reiðslumaður af fyrstu gráðu og grill- meistari „par excellence“. Hann var alveg einstaklega skapgóður maður, sem hafði upplífgandi áhrif á alla, sem í nánd hans voru, og hjálpsamur með afbrigðum. Ég gæti talið upp ótalmargar ljúf- ar minningar um Hrein en læt þessar nægja, því þær segja sitt um góðan dreng með hlýtt hjartalag. Blessuð sé minning hans. Að leiðarlokum viljum við Reynir þakka fyrir kynnin við Hrein og votta öllum aðstandendum dýpstu hlut- tekningu. Líney Friðfinnsdóttir. Hreinn Þ. Garðarsson kvaddi þennan heim aðfaranótt sunnudags- ins 7. október eftir að hafa háð erfiða baráttu fyrir lífi sínu um nokkurra vikna skeið. Þegar við kvöddum hann skömmu fyrir andlátið einkenndi hann það æðruleysi, sem þeir einir öðlast, sem gefist hafa upp og sætt sig við það sem þeir ekki fá breytt. Við skildum því við hann með þakklæti fyrir það að fá að kveðja hann með þessum hætti. Við Hreinn höfum verið mágar og vinir í fjóra áratugi. Kynni okkar eru í raun enn eldri, því að þau hófust er hann var forstjóri Nýja bíós á Akur- eyri. Þessi langi tími hefur gefið mér tækifæri til að kynnast kostum hans, sem hann hafði marga, en hér verða aðeins örfáir taldir. Hreinskiptni hans var viðbrugðið, hann kom ætíð til dyranna eins og hann var klæddur. Hann var sérstaklega greiðvikinn og gekk enginn bónleiður til búðar hans. Einnig var hann einstaklega jákvæð- ur og geðgóður maður og man ég varla til þess að hafa séð hann skipta skapi. Hreinn tók þátt í starfi Oddfellow- reglunnar í hartnær hálfa öld. Hann var sannur Oddfellowi og bar heill reglunnar mjög fyrir brjósti. Þessari löngu reynslu miðlaði hann til ann- arra og taldi það ekki eftir sér frekar en annað. Nú skiljast leiðir um stund. Viljum við fjölskyldan þakka Hreini vináttu hans og tryggð. Þá ekki síður það góða fordæmi sem hann sýndi með æðruleysi sínu í vonlausri baráttu við manninn með ljáinn. Við biðjum al- góðan Guð að geyma góðan dreng. Styrkja og hugga Helgu og börnin hans og að blessa minningu hans í huga okkar sem eftir lifum. Marinó. Þakklæti er mér efst í huga er ég minnist Hreins Garðarssonar. Hreini kynntist ég fyrst er ég var fimm ára gamall er hann og móður- systir mín Helga Friðfinnsdóttir felldu hugi saman. Ég var svo hepp- inn að fá að vera mikið í samvistum við þau hjónakorn og börn þeirra tvö Friðfinn og Elínu, fyrst á Álfhólfs- veginum og síðar í Goðatúninu, og einnig fór ég í ófáar sumarbústaðar- ferðir með þeim og var oft mikið fjör í þeim ferðum. Á þessum tíma mynduðust mikil og sterk tengsl sem aldrei hafa rofnað. Hreinn var einstaklega glaðlyndur maður og hjartahlýr og fékk ég notið þessara kosta í ríkum mæli. Einhvern veginn lágu leiðir okkar Hreins alltaf saman þar til yfir lauk. Stundum var það tilviljun en oftar en ekki var það Hreinn sem passaði upp á það. Þegar ég var nítján ára vann ég á tímabili fyrir Hrein og fór ég þá stundum með honum í söluferðir. Við keyrðum þá um landið og naut ég þess að vera með Hreini vegna þess að á þessum tíma var ég villuráfandi unglingur. Ég og Hreinn glímdum báðir við Bakkus á sama tíma og reyndist Hreinn mér betri en enginn í þeirri baráttu og í hvert skipti sem hann hitti mig spurði hann mig áhyggju- fullur á svip hvort ég færi ekki á fundi og þegar ég kvað já við hýrnaði yfir kalli, því Hreini var umhugað um fólk en hvort það var beygla á bílnum skipti ekki máli. Nú í seinni tíð hefur Hreinn tekið þátt í öllum stórviðburðum í lífi mínu og verður mikill missir að honum í veislum framtíðarinnar. Þar var hann ávallt í forystusveit þegar kom að því að ganga til matar því matmaður var Hreinn af guðsnáð, og fékk ég ósjald- an að kynnast því í hans eigin veislum. Ég er búinn að vera í Hveragerði í átján ár og hefur Hreinn verið ötull að heimsækja mig, bæði heim og í gróðurhúsið, og undanfarin þrjú ár hefur hann komið til mín með reglu- legu millibili og höfum við ávallt sest niður, fengið okkur kaffisopa og rætt um allt milli himins og jarðar. Það var einstaklega gaman að tala við Hrein, hann hafði einstakt lag á að gera gott úr öllu þannig að alltaf stóð ég upp frá borði með ró í hjarta. Mig var farið að lengja eftir Hreini í vor en einmitt er ég var að hugsa til hans var barið á rúðurnar og þar var Hreinn kominn. Hann spurði hvað væri að frétta af mér og mínum og þegar ég sagði að það væri allt gott glaðnaði yfir kalli. Mér þykir vænt um þá umhyggju sem þú sýndir mér og minni fjöl- skyldu Hreinn minn. Einn af stærri vinningum mínum í lífinu er að hafa fengið að verða samferða þér, það er til fullt af fólki sem er líkt en það er bara til eitt eintak af Hreini Garð- arssyni og kveð ég þig með orðunum sem þú kvaddir mig ávallt með: Vertu blessaður kallinn minn og hafðu þökk fyrir allt. Hreinn skilur eftir sig stóra minningu með gleði og manngæsku í öndvegi, sem við, sem eftir stöndum, getum yljað okkur við um ókomin ár og deilt til niðja okkar. Helgu, börnum Hreins og öðrum aðstandendum votta ég mína dýpstu samúð og megi guð gefa ykkur styrk á þessum erfiðu tímum. Andrés Úlfarsson. „Glaður og reifur skyli gumna hver uns sinn bíður bana.“ Ég hafði ekki þekkt Hrein lengi þegar mér varð ljóst að ættu þessar ljóðlínur úr Hávamálum við nokkurn mann, þá væri sá hinn sami Hreinn Þorsteinn Garðarsson. Aldrei víl eða vol, aldrei ráðaleysi, aldrei úrtölur, aldrei uppgjöf. Nei, stuttu lífi skyldi ekki varið í harmatölur. Lífið var til þess að lifa og njóta. Lokaðar leiðir? Þetta eða hitt útilokað? Nei, ekki þeg- ar Hreinn var annars vegar. Allt hægt, ekkert mál – og sjálfsagt, hver sem í hlut átti. Nú að leiðarlokum koma upp í hug- ann hinar margvíslegustu aðstæður, þar sem þetta sannaðist: Hreinn að grilla löngu áður en íslenskir heim- ilisfeður tóku ástfóstri við það tæki. Stundum við aðstæður sem voru ekki beinlínis hinar ákjósanlegustu. En hvað gerði það til þó að svolítill sand- ur slæddist á kóteletturnar eða rign- ingin slökkti í kolunum? Ekkert til að nefna. Bara dusta burt sandinn og kveikja upp aftur. Hreinn í sveitinni í sælureitunum að Reykjabóli og í Mið- koti. Hann eins og heima hjá sér með bændunum og ráðagóður, ef á bját- aði. Hreinn að leika sér við krakkana og busla með þeim, ýmist í sundlaug- inni eða gamla fjárbaðinu í Hruna. Og hver nema Hreinn lá rifbeinsbrotinn utan við dyrnar heima hjá sér í kulda og trekki og Helga brunuð burt á bílnum. Ja, hvað gerir maður þá? Kallar á hjálp? Liggur og króknar? Nei, maður mjakar sér að dyrunum, teygir sig í hurðarhúninn, skríður inn og að símanum og hringir eftir hjálp. Og hlær svo að öllu saman. Þetta var Hreinn, æðrulaus eins og hetjurnar til forna, og brá sér hvorki við þetta sár né önnur þau, er hann hlaut á lífsleiðinni. Í „bylnum stóra seinast“ brá hann sér ekki heldur, en varð þó að lúta þar í lægra haldi eins og aðrir dauðlegir menn. En þetta var ekki maðurinn allur. Skáldið Einar Benediktsson vissi, að „maðurinn einn er ei nema hálfur“ og að „með öðrum er hann meiri en hann sjálfur“. Þetta vissi Hreinn Garðars- son líka og hafi nokkur maður nokkru sinni átt skilið heitið félagsvera, þá var það hann. Hreinn hafði yndi af að umgangast fólk, en best naut hann sín þó í sveitinni og meðal fólks sem stundum er nefnt óbrotið alþýðufólk. Þar var Hreinn á heimavelli. Hann þekkti sögur þessa fólks, hann skildi harða lífsbaráttu þess fyrr á tíð í köld- um kofum og dimmum, þegar hver dagur var barátta upp á líf og dauða. Hvers vegna? Hvers vegna skildi Hreinn Garðarsson, kaupstaðar- drengurinn með gullskeið í munni, þetta fólk og fann til með því? Það var af því að Hreini þótti vænt um fólk. Og ekki aðeins íslenskt alþýðufólk til sjávar og sveita heldur alla menn. Slíkan þroska öðlast ekki nema fáir menn í þessari jarðvist. Að leiðarlokum þökkum við Þórir tryggð Hreins og vináttu. Börn okkar þrjú Brynjólfur, Herdís og Gísli Frið- rik, þakka honum líka og ekki síður. Ævinlega voru þau velkomin á heimili hans til lengri eða skemmri dvalar. Þar sem þau dveljast öll erlendis um þessar mundir geta þau ekki fylgt honum síðasta spölinn. Það hefðu þau þó svo gjarnan viljað en segja þess í stað: Hjartans þakkir fyrir allt, góði vinur. Helga Sigurjónsdóttir. Hreinn Garðarsson vinur minn er látinn um aldur fram. Mér fannst það bera of brátt að, allt of brátt. Einhvern streng áttum við sameig- inlegan, líklega var það gildi Mýrdæl- inga, ef það er eitthvað slíkt gildi til. Hann var í sveit á Syðra-Hvoli strák- ur, ég hjá Ingu frá Syðra-Hvoli strák- ur minnar æsku. Í það minnsta áttum við einhvern streng sameiginlegan. Ég sá Hrein fyrst sumarið ’61 eða 2, þá var sonur hans Garðar sendur í sveit hvar ég var hjá Ingu í Norð- urgarði. Hreinn var hress, hló hátt og gerði grín við okkur krakkana. Næst hitti ég hann feginn og glað- an að losna úr þjónustu Bakkusar og fáa hefi ég hitt sem fannst sér jafn- létt. Hann fylltist strax eldmóði sem beindi honum inn í hóp einlægustu baráttumanna SÁÁ á erfiðum tímum. Hreinn vann nánast ómögulegt starf við skelfilegar aðstæður þá hann var orðinn gjaldkeri og skrif- stofustjóri SÁÁ upp úr miðjum ní- unda áratugnum. Viðleitni hans og HREINN ÞORSTEINN GARÐARSSON
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.