Morgunblaðið - 14.10.2001, Blaðsíða 56

Morgunblaðið - 14.10.2001, Blaðsíða 56
„ÞEGAR ég leit í kringum mig, eft- ir að hafa keyrt af stað frá flugstöð- inni í Keflavík, og sá í fyrsta sinn umhverfið fékk ég vægt áfall,“ seg- ir Che fremur skömmustulega þeg- ar talið berst í upphafi að því hversu undarlegt það hlýtur að hafa verið fyrir stelpu frá Hong Kong að berja Ísland augum í fyrsta sinn. „Þá rann nefnilega fyrst upp fyrir mér hverskonar ranghugmyndir ég hafði gert mér um landið. Til að byrja með þá var allt grænt en ekki hvítt og kuldinn bara þolanlegur. Það var líka allt eitthvað svo autt og yfirgefið, ekkert fólk, engin hús. Ég vissi hreinlega ekki hvaðan á mig stóð veðrið og fór að velta fyrir mér hvað ég hefði eiginlega verið að láta narra mig út í.“ Þessi unga og fjölhæfa dís er frá fyrrum borgríkinu Hong Kong sem nú tilheyrir Kína. Gullfalleg og fín- gerð. Blátt áfram og vingjarnleg. Dúðuð í dúnúlpu spyr hún blaða- mann á kaffistofu Hótels Loftleiða hvort honum sé sama þótt hún snæði morgunverð meðan á viðtal- inu stendur því dagurinn sé þétt- skipaður, hver mínúta dýrmæt. Á diskinum hefur hún valið sér skinkusneiðar með sultu, tvö egg og dreypir varlega á rjúkandi hvítu kaffi. Tilgangurinn með Íslandsreis- unni er að leika í Maður eins og ég, annarri kvikmynd Róberts Douglas í fullri lengd, sem sló svo eft- irminnilega í gegn með Íslenska draumnum. Í myndinni leikur hún asíska konu sem búsett er hér á landi og kynnist íslenskum manni, sem Jón Gnarr leikur. Þau fella hugi saman og lýsir myndin sam- bandi þeirra og viðbrögðum um- hverfisins, fjölskyldna og vina. „Ég get ekki annað en dáðst að því fólki sem kýs að búa hérna en þó sérstaklega þeim er numu landið og völdu að festa rætur og byggja sér bú á þessari litlu afskekktu eyju. Ég hef líka orðið vör við að hér leggja sig allir fram um að geta verið stoltir af þjóð sinni og fóst- urjörð.“ Fræg poppstjarna Stephanie er landsfræg popp- söngkona í Kína og þá sérstaklega Hong Kong. Hún hefur gefið út fjöldann allan af metsölulögum og -plötum og unnið til margra verð- launa. Hún er aukinheldur þekkt- ara andlit en gengur og gerist í poppheimi Hong Kong sökum þess að hún hefur fengist talsvert við fyrirsætustörf. Fyrir nokkrum ár- um opnuðust síðan enn nýjar dyr fyrir hana þegar henni bauðst kvik- myndahlutverk. Vakti hún mikla at- hygli fyrir frammistöðu sína og vann til verðlauna. Síðan þá hefur hún leikið í einum tíu myndum. Það tók þá Róbert og Júlíus Kemp framleiðanda nokkurn tíma að finna réttu leikkonuna í hlut- verkið. Þeir sáu hana fyrst í mynd með annarri leikkonu sem þeir voru að spá í. Þeim leist strax vel á kraftinn í henni og settu sig í sam- band við hana. – Hvað var það fyrsta sem þú hugsaðir þegar þér bauðst hlut- verkið? „Hvort ég myndi lenda í tungu- málaörðugleikum. Fyrst hafði ég ekki hugmynd um hvaða tungumál ég þyrfti að tala og með hvaða hreim. Hvort ég ætti að tala ís- lensku, ensku eða kínversku. Það olli mér miklum áhyggjum.“ Ævintýraþrá – Hvað réð því að þú slóst til? „Það var trúlega sambland af góðu handriti, áhugaverðu hlutverki og sannfæringarkrafti Róberts, Júl- íusar og umboðsmannsins. Þeir þurftu reyndar um leið að sannfæra sjálfa sig um að ég væri sú rétta.“ Hérna hinkraði Stephanie við í skamma stund, fékk sér kaffisopa og var hugsi. Svo hélt hún áfram: „Samt held ég að það sem réð mestu sé óbilandi þörf fyrir að reyna eitthvað nýtt og framandi, gera eitthvað sem engum í kringum mig hefur dottið í hug að gera áður. Ég hef ríka ævintýraþrá.“ – Hvernig brugðust þínir nánustu við þegar þú sagðir þeim að þú værir að fara að vinna á Íslandi? „Þeir gáfu mér trefil,“ segir Stephanie og hlær dátt. „Prjónuðu handa mér þykkan trefil og skildu ekki alveg hvað ég var að hugsa. „Hvers vegna?“ var ég reglulega spurð.“ – Hvað var það sem heillaði þig við handritið og hlutverk þitt? „Hvað ég átti auðvelt með að setja mig í spor beggja aðalpersón- anna, asíska „útlendingsins“ og ís- lenska karlmannsins. Þetta er venjulegt fólk í hversdagslegum að- stæðum. Sagan er þannig allt í senn mjög einföld, mannleg og kröftug. Sjálf hef ég upplifað að vera asísk- ur „útlendingur“ þegar ég var við nám í hagfræði í Los Angeles. Þrátt fyrir opið og hömlulaust sam- félagið var mjög margt sem ég þurfti að venjast og laga mig að. Þar að auki grassera örugglega svipaðir fordómar hér og í Hong Kong. Maður „á“ að vera með sín- um líkum.“ Stórt hjarta Jóns Gnarr – Hefurðu eitthvað kynnt þér af- drif asískra kvenna sem verið hafa í sömu stöðu og persóna þín? „Já, aðeins. Allir segja mér að það sé lögð gríðarlega mikil áhersla á að maður aðlagist sem best ís- lensku samfélagi og læri tungu- málið sem allra fyrst. Annars nái maður aldrei að komast inn í sam- félagið, hvað þá fá vinnu. En á end- anum hafa allir ólíka sögu að segja, hvernig þeir komu hingað og hvern- ig viðtökurnar hafa verið. Persóna mín er sterk og reynir eftir bestu getu að leiða hjá sér neikvæða strauma, láta umhverfið ekki hafa áhrif á markmið sitt sem er að búa barni sínu örugga og hamingjuríka tilveru.“ Stephanie fer því næst að ræða um mótleikara sinn Jón Gnarr. Hún segist hafa komist á snoðir um orð- spor hans, að hann sé vinsæll grín- ari en um leið umdeildur náungi sem sumum finnist svolítið skrítinn. „Ég kann ákaflega vel við hann. Hann er mjög umhyggjusamur, jarðbundinn náungi með stórt hjarta. Hann hefur reynst mér vel og okkur kemur vel saman.“ – Eru vinnubrögð manna bak við myndavélarnar mjög frábrugðin því sem þú átt að venjast í heimaland- inu? „Ekki svo mjög. Maður eins og ég á að vera raunsæ og hrá og kannski þess vegna er minna um- stang í kringum tökurnar og þær ganga hraðar fyrir sig. En annars sýnist mér þið nálgast kvikmynda- gerðina á mjög svipaðan máta.“ Hlakka til hvers tökudags – Er Róbert Douglas leikstjóri ólíkur þeim sem þú hefur unnið með áður? „Það rann ekki upp fyrir mér fyrr en ég hitti hann í eigin persónu hversu ungur hann er. Samt er hann mjög þroskaður náungi og ég á afar auðvelt með að skilja hvert hann er að fara og hvers hann væntir af mér. Hann á mjög auðvelt með að skýra út hvað hann vill sem gerir vinnuna svo miklu auðveldari og skemmtilegri. Þannig hlakka ég til hvers einasta tökudags.“ – Hvað tekur svo við að lokinni þessari mynd? Stefnirðu á að láta enn frekar til þín taka á Vest- urlöndum – jafnvel freista gæf- unnar í Hollywood? „Næst er að taka upp meiri tón- list, því ég er enn að reyna að sinna henni af bestu getu. Síðan er aldrei að vita hvað gerist. Hollywood heillar vissulega og auðvitað vona ég að Maður eins og ég opni nýjar dyr fyrir mig. Ef ekki mun ég samt alltaf búa að þessari skemmtilegu lífsreynslu.“ Gefinn þykkur trefill fyrir Íslandsreisuna Leikkonan og söngkonan Stephanie Che frá Hong Kong er stödd hér á landi við tökur á kvikmyndinni Maður eins og ég. Skarphéðinn Guðmundsson drakk með henni morgunkaffi fyrir erfiðan tökudag. Ljósmynd/Jean Marie Babonneau Róbert Douglas leiðbeinir leikurunum Jóni Gnarr og Sigurði Sigurjónssyni. Ljósmynd/Jean Marie Babonneau Che kann mótleikara sínum góða söguna og segir hann umhyggjusaman. Morgunblaðið/Jim Smart Stephanie Che segist hafa mjög mikla þörf fyrir að reyna eitt- hvað nýtt og framandi. Stephanie Che frá Hong Kong leikur annað aðalhlutverkið í íslensku myndinni Maður eins og ég FÓLK Í FRÉTTUM 56 SUNNUDAGUR 14. OKTÓBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ Nemaafsláttur 15%
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.