Morgunblaðið - 14.10.2001, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 14.10.2001, Blaðsíða 41
MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 14. OKTÓBER 2001 41 óbilandi elja, dugnaður, útsjónarsemi og mat á hverju bjargað yrði fannst mér á stundum líkjast austri úr bát um 2 m undir vatnsyfirborði. Bjart- sýni hans og von á þeim tíma hefur æ síðan vakið hjá mér aðdáun og til- raunir annarra til að upphefja sig á hnútum í Hrein vin minn um það leyti hafa alltaf sviðið mér sárt. Ég veit að allt var það unnið af heil- um hug og djúpu þakklæti Hreins til samtakanna, sem hann í einlægni unni. Hreinn var ákaflega blátt áfram og dró fólk ekki í neina dilka. Ég gleymi aldrei þegar við vorum í London í janúar ’87 í slyddu og köld- um raka. Á hraðleið okkar gegnum bæinn bað ég hann staldra því mig langaði að skoða Rolls Royce bíla. Þar var í miðju einn alhvítur blæju- bíll, innan sem utan, leður og allt. Snarlega sneri starfsmaður sér að mér og ég spurði í þaula enda bíla- dellumaður lengi. Annar sneri sér að Hreini, sem stóð álengdar og hvað mér þótti það tært og líkt vini mínum, praktíska Íslendingnum, þegar hann spurði í einlægni; „Og hvað eyðir nú svona bíll á hundraðið?“ Allt vildi hann leggja til betri vegar og ógleym- anlegt er mér þá ég dró hann á kvöld- sýningu á langa, listræna, hæga bíó- mynd í sömu ferð. Fljótlega eftir að filman skreytti tjaldið varð ég var við að Hreinn svaf vært og gerði út alla mynd með örfáum undantekningum. Að lokinni sýningu hældi ég mynd- inni og Hreinn gaf þetta ógleyman- lega svar: „Já veistu, ég FANN það!“ Vertu sæll, kæri vin. Þakka samfylgd og bið þér Guðs blessunar og huggunar til þinna nán- ustu. Hreinn er alltaf í mínum huga drengur góður. Pjetur Þ. Maack. Okkur starfsfólkið í Hvaleyrar- skóla setti hljóð sl. mánudag er við heyrðum af andláti Hreins Garðars- sonar. Hann hafði reyndar átt við erf- ið veikindi að stríða í nokkra mánuði, en vonin um bata var ætíð til staðar. Helga þráði ekkert heitar, því milli þeirra hjóna var afar kærleiksríkur strengur er batt þau saman bæði í blíðu og stríðu. Hreinn vann síðustu æviárin hjá Hafnarfjarðarbæ, en hafði fyrir skömmu látið af störfum fyrir aldurs sakir. Þau hjónin voru búin að koma sér vel fyrir í Vogunum og ætluðu að verja þar saman notalegu ævikveldi í bland við margbreytileika náttúru Suðurnesjanna. En það fór á annan veg og á Helga og öll ættmenni Hreins nú um sárt að binda. Fjöl- skyldan stækkaði mikið sl. sumar því í hópinn bættust við tvö yndisleg afa- og ömmubörn, sannkallaðir auga- steinar, sem vonandi geta mildað bæði sorgina og söknuðinn. Við minnumst Hreins sem hátt- prúðs heimsborgara er lagði ætíð gott til málanna, var glaðvær og vildi öllum vel. Þau hjónin voru höfðingjar heim að sækja, en við gleðjumst yfir ánægjulegri heimsókn til þeirra í Miðkot í Þykkvabænum, þar sem þau eiga notalegan hvíldar- og unaðsreit. Við vitum að Helga okkar óskaði þess svo sannarlega að hafa Hrein sinn lengur sér við hlið, því hvað er betra en að eiga góðan maka sem stoð og styttu eftir langan og strangan vinnudag, og einnig til að geta notið með frístundanna. En æðri máttar- völd gripu í taumana og þó erfitt sé verðum við öll að reyna að sætta okk- ur við þá ákvörðun þeirra. Um leið og við þökkum Hreini fyrir samfylgdina, óskum við honum Guðs blessunar á hans vegum. Megi okkur auðnast að styrkja Helgu í sinni miklu sorg, en þótt bæði sorgin og söknuðurinn hvíli yfir núna, þá vonum við að það birti upp um síð- ir. Innilegar samúðarkveðjur til þín og allra þinna. Fyrir hönd starfsfólks Hvaleyrar- skóla, Marsibil Ólafsdóttir, aðstoðarskólastjóri. Það var í sumar í yndislega fallegu veðri sem við hittumst úti á Álftanesi á heimili Líneyjar og Reynis, í glað- værum hópi. Þá hvarflaði það ekki að okkur að Hreinn væri á förum, úr þessum heimi. Hreinn var hrókur alls fagnaðar eins og að vanda. Skemmti okkur með gullkornum og lét móðan mása. Það var stutt í hláturinn hjá Hreini og það var auðvelt að hlæja með honum. Hann hlakkaði til að flytja í nýja húsnæðið í Vogunum og hafði gaman af að grínast að tilburð- um sínum við tilvonandi flutninga. Minningarnar um atburðina þyrl- ast upp. Hann var einnmitt að gera við gamla húsið, þegar hann varð fyr- ir alvarlegu slysi. Þegar Helga færði mér þessa dapurlegu frétt, sagði ég við hana. Hreinn hefur fyrr orðið fyr- ir áfalli og risið upp heill á húfi. Við biðjum Guð um að hann megi fá heilsu á ný. Stuttu seinna heyrði ég í Helgu og þá fluttti hún mér þau gleði- tíðindi að Hreinn væri allur að hress- ast og trúðum við því svo sannarlega að hann myndi ná sér aftur. En Hreinn fékk hvert áfallið á fætur öðru, en hristi þau jafnan af sér, en að lokum sofnaði hann værum svefni eft- ir mikla baráttu. Helga mín, ég veit að þetta er mik- ill missir fyrir þig og börnin ykkar, en það er huggun harmi gegn hversu góðar minningar þið eigið um góðan vin og eiginmann, föður og afa. Þið áttuð sannarlega góðar stundir sam- an og það var gaman að sjá hvað þið áttuð margt sameiginlegt. Við eigum góðar minningar úr Þykkvabænum. Ég sé Hrein fyrir mér svo glaðan og kátan þegar hann var að segja okkur frá kaupunum á húsinu. Gleðin skein út úr hverjum drætti. Þetta var ykkar Paradís. Það var virkilega ánægjulegt að fá að samgleðjast með ykkur. Þarna áttu þið ykkar góðu stundir úti í náttúrunni, í burtu frá öllum erlinum í bænum og þarna undu þið í friði og ró. Börnin og barnabörnin flykktust í kringum ykk- ur og færðu ykkur gleði. Já við eigum margar góðar minn- ingar um Hrein. Mér er það mjög eft- irminnilegt í sjötugsafmælinu hans, þegar hann reytti af sér brandarana. Ég get enn hlegið með honum og ég veit að minningin um hann mun lifa í huga okkar, um góðan dreng og góð- an vin. Helga, börn, tengdabörn, barna- börn og barnabarnabörn. Guð blessi ykkur og huggi og gefi ykkur frið. Sigríður Einarsdóttir og Sigurður Friðfinnsson. Við vinirnir viljum í örfáum orðum minnast góðs vinar okkar Hreins Garðarssonar og þakka þær sam- verustundir sem við áttum með hon- um í gegnum tíðina. Það eru margar minningar um Hrein sem koma upp í hugann þegar við hugsum til baka og sér í lagi til þess tíma þegar við vorum unglingar og fastagestir á heimili Helgu og Hreins. Hreinn var alltaf afar áhuga- samur um það sem við strákarnir vor- um að eiga við, hvort sem það voru skemmtanir, körfubolti eða alvarlegri málefni. Sér í lagi var hann áhuga- samur um ferðalög og hvatti okkur til að fara og sjá heiminn. Hann var oft á tíðum eins og einn af okkur strákun- um og oft átti hann það til að skella fram einhverri skemmtilegri sögu eða slá á létta strengi, en á sama tíma var hann lærifaðir og átti til handa okkur heilræði. Hreinn var vel að sér í sögu 20. aldarinnar og hafði frá mörgu skemmtilegu að segja, ekki síst ef umæðan snerist um seinni heimstyrjöldina eða kalda stríðið. Hreinn var gangandi alfræðiorðabók um bíómyndir, það var ekki komið að tómum kofanum þar enda var hann bíóstjóri á Akureyri á sínum yngri ár- um. Hann hafði alltaf gaman af því að fara með okkur strákunum í bíó og alltaf var það Hreinn sem bauð okkur með stæl. Hreinn var höfðingi heim að sækja og sælkeri mikill. Hann hafði gaman af því að bjóða fólki til góðrar veislu og nutum við vinir því oft góðs af eldamennsku hans og Helgu. Þó sam- skipti okkar við Hrein hafi verið held- ur minni í seinni tíð eftir að við vorum sjálfir komnir með fjölskyldur, þá var hann alltaf jafn ánægður og hress þegar hann heyrði í okkur hljóðið og áhugasamur um hvað við vorum að gera. Með Hreini er genginn góður vin- ur. Hafðu þökk fyrir allar stundirnar. Guð blessi minningu þína. Megi Guð leggja líknandi hönd yfir fjölskyldu þína, Helgu, Friffa, Elínu og aðra ástvini. Jón Þór, Bogi og Sigurgeir. Í dag kveðjum við Hrein Garðars- son vin okkar og fyrrum samstarfs- félaga. Á síðustu starfsárum sínum vann Hreinn hjá Hafnarfjarðarbæ sem innkaupafulltrúi og var jafnframt í forsvari fyrir leiguíbúðum bæjarins. Í byrjun árs 1999 kom hann til sam- starfs við okkur á Húsnæðisskrif- stofu Hafnarfjarðar þegar leiguíbúð- irnar voru sameinaðar félagslega húsnæðiskerfinu. Störfum sínum sinnti hann af áhuga og eljusemi og gerði ekki síður kröfur til sjálfs sín en annarra. Á vordögum síðastliðins árs þegar hann lét af störfum fyrir aldurs sakir fundum við að það togaðist á hjá hon- um eftirsjá vegna þeirra starfa sem hann hafði annast og borið ábyrgð á og tilhlökkun að geta nú haft meiri tíma fyrir áhugamál sín og notið þess að dvelja lengur en áður á sælureit þeim sem hann hafði búið sér og fjöl- skyldu sinni austur í Þykkvabæ. Þótt daglegri vinnuskyldu væri lokið leit hann við í kaffi og spurðist fyrir um hvernig gengi á gamla vinnustaðnum og sagði okkur af sínum högum. Okkur er það minnisstætt, þegar hann kom í heimsókn í byrjun síðasta sumars og sagði frá því hvað hann væri að fást við, hversu hress og full- ur tilhlökkunar hann var að takast á við þau verkefni sem framundan voru. En skjótt skipast veður í lofti, komið er að leiðarlokum. Við varð- veitum minningu um góðan dreng sem genginn er. Við sendum Helgu eiginkonu hans, börnum þeirra og öðrum aðstandend- um innilegar samúðarkveðjur. Guð blessi minningu Hreins Garð- arssonar. Guðbjörn, Guðmunda, Guðmundur og Guðrún. Fallinn er frá góður vinur og sam- starfsmaður til margra ára. Kynni okkar Hreins urðu á vordögum 1982 þegar hann hóf störf sem skrifstofu- stjóri hjá Samtökum áhugafólks um áfengisvandamálið. Góð vinátta tókst strax á milli okkar Hreins sem hélst ætíð síðan. Hreinn starfaði hjá SÁÁ frá 1982-1989 en starfaði síðan hjá Hafnafjarðarbæ frá 1991 þar til hann lét af störfum fyrir tveimur árum. Hreinn hafði fjölbreyttan starfs- feril að baki þegar hann hóf störf hjá SÁÁ og kom víðtæk reynsla hans ásamt lipurð og tillitssemi í mannleg- um samskiptum að góðu gagni í störf- um fyrir samtökin. Hreinn var af- skaplega velviljaður maður, vildi allt leysa og öllum hjálpa ef hann greindi einhvern möguleika til þess. Hann átti auðvelt með að umgangast fólk, gefa af sér og rækta jákvæðni og bjartsýni í umhverfi sínu. Hann var ávallt hrókur alls fagnaðar, glaðvær og jákvæður. Það var gott að vera í návist hans. Hreinn var sérstaklega óeigin- gjarn og ósérhlífinn í öllu sem hann tók sér fyrir hendur. Skipti ekki máli hvort í hlut átti heimili, vinna eða ým- is tómstundaiðja. Dugnaði hans var viðbrugðið, hvort sem hann vann að eigin málum eða annarra. Hreinn var mikill fjölskyldumaður og lét sér mjög annt um Helgu eiginkonu sína, sem var hinn styrki bakhjarl í lífi hans og börnin sín, þau Friðfinn Valdimar og Önnu. Utan vinnutíma áttum við Hreinn saman margar ánægjustundir. Hreinn var mjög fróður um menn og málefni, enda tekið þátt í margvísleg- um atvinnurekstri og kynnst mörg- um. Það var gaman að hluta á Hrein þegar hann sagði frá ýmsum ævintýr- um sem á daga hans dreif og hann var óspar á að gera létt grín að sjálfum sér þegar honum fannst það eiga við. Nú er Hreinn vinur minn allur. Að leiðarlokum er mér efst í huga þakk- læti fyrir að hafa eignast vináttu hans og fjölskyldunnar. Ég þakka honum samstarfið og samveruna. Blessuð sé minning hans. Helgu, konu hans, og fjölskyldu hans allri sendi ég mínar innilegustu samúðarkveðjur. Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson.                                       !"#!$          !  %&''  '(%&''       #  )%&''    *# +%&''   (%&''  ,-(   (../$                                !              ! " #$  %   "#!   $  %    && $  '& ( %!  $ %  ) &&  $  '&  $ $  %  #*& &%+ '& &,& '$ &$#,&                                           !     " # $  %&  '  (        !" !#  $ %      #& ' !"    !#  & !" $ () !# *#$ $ $+  ,-.     " *#$ $                                           !          " #   $% " #&'    ! (&  )     )&*+*&' , &            - * .'+&' $$ $$$!                                                   !" "  "#   $ % !"   $ % %&  $ "     ' %       $ % ( )& *+" "      $ "  #  + &  " (  $ %   %   ,% ,
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.