Morgunblaðið - 14.10.2001, Blaðsíða 47

Morgunblaðið - 14.10.2001, Blaðsíða 47
HUGVEKJA MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 14. OKTÓBER 2001 47 Staður Nafn Sími 1 Sími 2 Akranes Jón Helgason 431 1347 431 1542 Akureyri Skrifstofa Morgunblaðsins 461 1600 Bakkafjörður Stefnir Elíasson 473 1672 Bifröst Bára Rúnarsdóttir 435 0054 Bíldudalur Pálmi Þór Gíslason 456 2243 Blönduós Gerður Hallgrímsdóttir 452 4355 868 5024 Bolungarvík Nikólína Þorvaldsdóttir 456 7441 867 2965 Borgarnes Þorsteinn Viggósson 437 1474 898 1474 Breiðdalsvík Skúli Hannesson 475 6669 894 2669 Búðardalur Víðir Kári Kristjánsson 434 1148 Dalvík Halldór Reimarsson 466 1039 862 1039 Djúpivogur Sara Dís Tumadóttir 478 8161 Egilsstaðir Páll Pétursson 471 1348 471 1350 Eskifjörður Björg Sigurðardóttir 476 1366 868 0123 Eyrarbakki R. Brynja Sverrisdóttir 483 1513 699 1315 Fáskrúðsfjörður Jóhanna Sjöfn Eiríksdóttir 475 1260/853 9437/475 1370 Flateyri Hjördís Guðjónsdóttir 456 7885 Garður Álfhildur Sigurjónsdóttir 422 7310 699 2989 Grenivík Björn Ingólfsson 463 3131 463 3118 Grindavík Kolbrún Einarsdóttir 426 8204 426 8608 Grímsey Ragnhildur Hjaltadóttir 467 3148 Grundarfjörður Bjarni Jónasson 438 6858/854 9758/894 9758 Hella Brynja Garðarsdóttir 487 5022 892 1522 Hellissandur Sigurlaug G.Guðmundsdóttir 436 6752 855 2952 Hnífsdalur Auður Yngvadóttir 456 5477 893 5478 Hofsós Jóhannes V. Jóhannesson 453 7343 Hólmavík Jón Ragnar Gunnarsson 451 3333 Hrísey Siguróli Teitsson 466 1823 Húsavík Bergþóra Ásmundsdóttir 464 1086 893 2683 Hvammstangi Stella Steingrímsdóttir 892 3392 894 8469 Hveragerði Imma ehf. 483 4421 862 7525 Hvolsvöllur Helgi Ingvarsson 487 8172/893 1711/853 1711 Höfn Ólafía Þóra Bragadóttir 478 1786 896 1786 Innri-Njarðvík Eva Gunnþórsdóttir 421 3475 862 3281 Ísafjörður Auður Yngvadóttir 456 5477 893 5478 Keflavík Elínborg Þorsteinsdóttir 421 3463 896 3463 Kirkjubæjarkl. Birgir Jónsson 487 4624 854 8024 Kjalarnes Haukur Antonsson 566 8372 895 7818 Kópasker Hrönn Guðmundsdóttir 465 2112 Laugarás Reynir Arnar Ingólfsson 486 8913 Laugarvatn Valdimar Ingi Auðunsson 486 1136 Mos./ Teigahv. Jóna M. Guðmundsdóttir 566 6400 Neskaupstaður Sólveig Einarsdóttir 477 1962 848 2173 Ólafsfjörður Árni Björnsson 866 7958 466 2575 Ólafsvík Laufey Kristmundsdóttir 436 1305 Patreksfjörður Björg Bjarnadóttir 456 1230 Raufarhöfn Agnieszka Szczodrowska 465 1399 Reyðarfjörður Guðmundur Fr. Þorsteinsson 474 1488/868 0920/866 9574 Reykholt Bisk. Guðmundur Rúnar Arneson 486 8797 Reykhólar. Ingvar Samúelsson 434 7783 Reykjahlíð Mýv. Pétur Freyr Jónsson 464 4123 Sandgerði Sigurbjörg Eiríksdóttir 423 7674 895 7674 Sauðárkrókur Ólöf Jósepsdóttir 453 5888/854 7488/865 5038 Selfoss Jóhann Þorvaldsson 482 3375 899 1700 Seyðisfjörður Margrét Vera Knútsdóttir 472 1136 863 1136 Siglufjörður Sigurbjörg Gunnólfsdóttir 467 1286 467 2067 Skagaströnd Þórey Jónsdóttir 452 2879 868 2815 Stokkseyri Halldór Ásgeirsson 867 4089 Stykkishólmur Erla Lárusdóttir 438 1410 690 2141 Stöðvarfjörður Sunna Karen Jónsdóttir 475 8864 Suðureyri Tinna Sigurðardóttir 456 6244 Súðavík Gunnhildur Eik Svavarsdóttir 456 4936 Tálknafjörður Sveinbjörg Erla Ólafsdóttir 456 2676 Vestmannaeyjar Jakobína Guðlaugsdóttir 481 1518 897 1131 Vík í Mýrdal Hulda Finnsdóttir 487 1337 869 7627 Vogar Hrönn Kristbjörnsdóttir 424 6535 557 5750 Vopnafjörður Svanborg Víglundsdóttir 473 1289 473 1135 Ytri-Njarðvík Eva Gunnþórsdóttir 421 3475 868 3281 Þingeyri Sigríður Þórdís Ástvaldsdóttir 456 8233 456 8433 Þorlákshöfn Ragnheiður Hannesdóttir 483 3945 483 3627 Þórshöfn Ragnheiður Valtýsdóttir 468 1249 Dreifing Morgunblaðsins Hér eru upplýsingar um þá sem dreifa blaðinu á landsbyggðinni FYRIR mörgum árum var ég á gangi við Reykjavíkurtjörn með börnin mín þrjú. Þar rakst ég á gamlan kunningja, sem ég hafði ekki séð lengi. „Mikið ertu rík- ur,“ sagði hann og leit öfund- araugum á barnahópinn minn. Ég varð í fyrstu hálfundrandi á þessum orðum hans, en svo rann upp fyrir mér ljós; sjálfur átti hann „bara“ eitt. Ég benti honum þá á að hann væri líka ríkur, að eini munurinn á okkur væri sá, að ég ætti fleiri gimsteina. Og hann tók undir það, eftir andartaks umhugsun. Og brosti. Ef hratt er farið yfir sögu varð þetta litla, óvænta atvik til þess, að ég taldi mig upp frá því í hópi ríkustu manna landsins. Og geri enn. Af guðspjöllunum má ráða, að Jesú þótti vænt um börn og oftar en ekki tók hann málstað þeirra. Hér mætti nefna dæmi úr 10. kafla Markúsarguðspjalls. Þar reyndu foreldrar að koma börn- um sínum til Jesú, í von um að hann blessaði þau, en lærisvein- arnir settu ofan í við þá og mein- uðu aðgöngu. En Jesú sárnaði þessi framkoma lærisveinanna og sagði: „Leyfið börnunum að koma til mín, varnið þeim eigi, því að slíkra er Guðs ríki. Sann- lega segi ég yður: Hver sem tek- ur ekki við Guðs ríki eins og barn, mun aldrei inn í það koma.“ Og hann faðmaði börnin, lagði hendur yfir þau og blessaði þau. Og í 18. kafla Matteusarguð- spjalls segir hann berum orðum: „Nema þér snúið við og verðið eins og börn, komist þér aldrei í himnaríki… Hver sem tekur við einu slíku barni í mínu nafni, tek- ur við mér.“ Gleði þeirra, einlægni, hrein- skilni og falsleysi var Jesú að skapi; þeir eiginleikar, sem hina fullorðnu vantar gjarnan. Jafn- framt vissi hann, að ef guðsríkið ætti nokkru sinni að vera á þess- ari jörðu, yrði það að gerast fyrir áhrif barnanna. Þau voru fram- tíðin. Og lengi býr að fyrstu gerð. Í málgagni ASÍ, Vinnunni, 4. tbl. 1999, kemur fram að mikið af ofbeldisefni sé á boðstólum í ís- lenskum fjölmiðlum. Orðrétt seg- ir þar: „Samkvæmt rannsókn sem Viðhorf hf. gerði fyrir menntamálaráðuneytið árið 1995 á ofbeldisefni í sjónvarpi kemur fram að hlutfall þess efnis sem inniheldur slíkt efni er hátt. Könnunin náði til tæplega 72 klukkustunda. Beitt var svokall- aðri innihaldsgreiningu. Grein- ingareiningin var „þáttur“. Þann- ig var fréttatími ein eining og kvikmynd ein eining. Ofbeld- isverknaðir voru greindir innan hverrar einingar samkvæmt fyr- irframgefinni skilgreiningu. Þann tíma sem rannsóknin náði til, var barnaefni um 23% útsends efnis, nokkru meira á Stöð 2 en sjón- varpinu. Rannsóknin leiddi í ljós, að rúm 40% af öllu efni á sjón- varpsstöðvunum innihélt a.m.k. eitt ofbeldisatriði. Þá viku sem greind var, voru alls tæplega 1.400 ofbeldisatriði sýnd í ís- lensku sjónvarpi… Þessa viku var merkjanlegur munur á sjón- varpsstöðvunum hvað þetta varð- ar. Þannig fundust ofbeldisatriði í tæplega 32% efnis í Sjónvarp- inu, en í rúmlega 47% efnis á Stöð 2. Alls voru 259 ofbeldis- atriði í efni í Sjónvarpinu, en 1.119 á Stöð 2.“ Og svo kemur það, sem hvað mestan óhug vekur: meira of- beldi var að finna í barnefninu en hinu. Um það segir í umræddri grein: „Alls var ofbeldi að finna í næstum tveimur þriðju þess efn- is sem er skilgreint sem barna- efni. Munurinn á stöðvunum var sláandi í þessu sambandi. Ofbeldi var að finna í innan við helmingi efnis í Sjónvarpinu, en í um 80% efnis á Stöð 2. Mestur hluti bæði þolenda og gerenda ofbeldis í sjónvarpi voru karlar samkvæmt þessari greiningu. Næstum 90% allra kvikmynda innihéldu ofbeldi og alls voru framin 37 morð í kvikmyndum umrædda viku.“ Ekki veit ég hvort einhver breyting hefur orðið á þessu síð- an könnunin var gerð, og á reyndar ekki von á því, enda fjölgar stöðvunum frekar en hitt. En víst er, að það læra börnin sem fyrir þeim er haft. Til að mæta neikvæðum áhrifum fjöl- miðla og annars efnis á börn, s.s. margra tölvuleikja sem í umferð eru, þar sem ofbeldisefni er að finna, verður kirkjan að halda stöðugt á lofti boðskap Jesú Krists. Og það gerir hún reyndar á öflugan hátt í því barnastarfi, sem hefst yfirleitt í september eða október ár hvert og er til staðar fram á vor eða jafnvel lengur. En til að það virki eins og að er stefnt verða foreldrar að halda vöku sinni, eins og á dög- um Nýja testamentisins, því meistarinn vill enn taka börnin sér í faðm og blessa þau. Í þessu sambandi er rétt að minna á, að þeir umhverfisþættir sem mest hafa áhrif á þroska barna eru einmitt þeir sem eru viðvarandi. Og hinum ríku, eins og mér og kunningja mínum, er engan veg- inn sama um hvernig auðæfin eru ávöxtuð. Við tökum aðeins því besta. Morgunblaðið/Ásdís Það læra börnin… Sjónvarpsstöðvar og tölvuleikir eru á meðal þess sem keppir um hylli barna nú á tímum og á jafnframt greiðastan aðgang að ómót- uðum huga þeirra. Sigurður Ægisson fjallar hér um nauðsyn þess að halda á lofti kristn- um gildum til að vega upp á móti óæskileg- um áhrifum sem að börnum landsins steðja. saeson@islandia.is FRÉTTIR SVEITARSTJÓRN Biskupstungna gekkst fyrir vegahátíð þriðjudag- inn 9. október í tilefni þess að fram- kvæmdum er lokið við uppbygg- ingu vegar frá bænum Heiði að Múla sem er síðasti áfangi að lagn- ingu bundins slitlags að Geysi. Þá er því einnig fagnað að hafnar eru framkvæmdir við endurbætur og breikkun vegarins á milli Geysis og Gullfoss. Báðir þessir kaflar eru um 7,5 km. Samgönguráðherra og aðrir for- ráðamenn vega- og ferðamála sem og hreppsnefndarmenn úr Bisk- upstungum komu saman í Geysis- stofu ásamt fleiri gestum. Ragnar Sær Ragnarsson, sveitarstjóri, ávarpaði gesti og sagði tilefnið ær- ið, að gleðjast yfir þeim miklu og góðu framkvæmdum sem hafa ver- ið unnar og verið er að vinna að í vegagerð, sem og nýjum áfanga- stað við Faxa. Einnig ekki síður samnings við eigendur Geysisstofu, svipað og gert hefur verið annars staðar á landinu, um þátttöku rík- isins við að byggja upp móttöku- stað fyrir erlenda ferðamenn sem ferðamálaráðherra undirritaði. Steingrímur Ingvarsson, um- dæmisstjóri vegagerðarinnar, greindi í ávarpi sínu frá hvað gert hefði verið í vegagerð í Tungum síðustu misseri og hverjar yrðu helstu framkvæmdir á næstu árum sem felast aðallega í að breikka brýr, m.a. báðar brýrnar á Brúará, og að hækka akvegi sem og að leggja reiðvegi. Til gamans má geta þess að byrjað var á að byggja upp 1,6 km kafla af Biskupstungna- braut upp með Ingólfsfjalli árið 1980, nú væri verkinu lokið og til- efni til að fagna, sagði Steingrímur. Aukin umferð ferðamanna Ásborg Arnþórsdóttir, ferða- málafulltrúi uppsveita Árnessýslu, minnti á mikilvægi góðra sam- gangna í ferðaþjónustunni og kynnti tvo ferðaþjónustuaðila, þá Sigmund Jóhannesson sem verið hefur með hestaferðir um Bisk- upstungur og hestaleigu við Geysi og Garðar Vilhjálmsson sem boðið hefur uppá ferðir á Langjökul und- anfarin ár. Þeir greindu frá reynslu sinni í ferðaþjónustunni. Sigmundur þakkaði fyrir það sem vel hefði ver- ið gert í lagningu reiðvega, en þar þyrfti þó að gera enn betur og auka fjármagn til reiðvegagerðar. Garð- ar þakkaði velvilja sveitarstjórn- armanna í Biskupstungum og vega- gerðarinnar. Nú væri svo komið að nokkur þúsund manns hefðu átt leið um svæðið í sumar og nýtt þá aðstöðu sem byggð hefði verið upp við jökulinn. Næsta stóra átakið væri að leggja veg yfir Langjökul, það yrði mikil lyftistöng fyrir ferðamennskuna að fá þar veg á milli landsfjórðunganna, sagði Garðar, einskonar demantshring þar sem Langjökull yrði demant- urinn. Sturla Böðvarsson, sam- gönguráðherra, þakkaði í ræðu sinni heimamönnum á Geysi fyrir frábært og í rauninni einstakt átak sem þar hefur verið unnið í þágu ís- lenskrar ferðaþjónustu og færði þeim hamingjuóskir með þá miklu uppbyggingu sem þar hefur verið. Hann sagði m.a. að ráðamenn á vegamálaskrifstofu mætu hárrétt þá miklu þörf fyrir uppbyggingu reiðvegakerfisins, tillögur þeirra væru raunsæjar og miðuðust við þau efni sem við höfum um þessar mundir. Framlög hafa verið að aukast til þessa málaflokks, en bet- ur má ef duga skal, sagði ráð- herran. Sturla ræddi einning m.a. um mikilvægi ferðaþjónustunnar og minnti á hve gjaldeyristekjur þjóðarinnar af ferðaþjónustu væru miklar. Eftir rausnarlegar veitingar heimafólks við Geysi var haldið að fossinum Faxa í Tungufljóti sem er fagur og tilkomumikill. Um hundr- að metra afleggjari er af nýju Bisk- upstungnabrautinni að fossinum, skammt ofan við Heiði. Þar er nú komið útsýnisplan sem á þó að stækka og lagðir verða göngustíg- ar að fossinum. Gott tjaldstæði hefur verið gert á túninu við hinar landsfrægu Tungnaréttir og er ekki vafi á að þessi glæsilegi foss á eftir að heilla marga til sín. Morgunblaðið/Sigurður Sigmundsson Vegahátíðargestir við fossinn Faxa í Tungufljóti. Sturla Böðvarsson, samgöngu- og ferðamálaráðherra, flytur ræðu í Geysisstofu. Vegahátíð í Biskupstungum Biskupstungur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.