Morgunblaðið - 14.10.2001, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 14.10.2001, Blaðsíða 24
24 SUNNUDAGUR 14. OKTÓBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ ÍSLENSK erfðagreining (ÍE)tilkynnti hinn örlagaríka 11.september sl. að tekist hefðiað staðsetja erfðavísa semtengjast tveimur af helstu heilbrigðisvandamálum Vestur- landa, kvíðaröskun og offitu. Í til- kynningu fyrirtækisins kom fram að þetta væri í „fyrsta sinn sem erfða- vísar sem tengjast þessum flóknu og algengu sjúkdómum eru kortlagðir með aðferðum lýðerfðafræðinnar“. Þessi árangur Íslenskrar erfða- greiningar er til marks um hvað þekkingu á erfðaefni mannsins hefur fleygt fram frá því Kári Stefánsson kynnti stofnun fyrirtækisins í Reykjavík í maí 1996. Tilgangur fé- lagsins var að vinna að rannsóknum í mannerfðafræði og leita í erfðaefn- inu að orsökum algengra sjúkdóma. Ísland þykir ákjósanlegt til slíkra rannsókna vegna einsleitni þjóðar- innar, einangrunar landsins um ára- bil og góðra ættfræðiupplýsinga. Ör þróun í erfðavísindum Um mitt sumar í fyrra var tilkynnt í Bandaríkjunum og Bretlandi að tekist hefði að kortleggja erfðamengi mannsins í stórum dráttum. Var þeirri uppgötvun jafnað við stærstu skref í vísindasögunni, áfanga á borð við afstæðiskenningu Einsteins árið 1905, beislun kjarnorkunnar 1945 og fyrstu tunglferðina 1969. Talið er að erfðamengi mannsins geymi allt að því 100 þúsund gen. Nú er um þriðjungur þeirra þekktur og segja má að ný gen finnist nær dag- lega. Leit að meingenum í erfðaefni mannsins á sér ekki mjög langa sögu. Bylting varð í mannerfðafræði þegar kom fram á 9. áratug 20. aldarinnar. Framfarir sem orðið höfðu í sam- eindalíffræði gerðu vísindamönnum kleift að finna staðsetningu margra meingena á litningum. Eins að finna stökkbreytingar sem valda því sem kallað hefur verið „hefðbundnir erfðasjúkdómar“. Þeir sjúkdómar erfast eftir lögmáli sem munkurinn Gregor Mendel (1823-1884), oft nefndur faðir erfðafræðinnar, setti fram 1866. Flestir sjúkdómar erfast eða hafa greinilegan erfðaþátt. Nú eru þekkt- ir nokkur þúsund sjúkdómar sem hafa „hefðbundið“ erfðamunstur. Oftast er ferlið flóknara og á það við um algenga sjúkdóma á borð við hjarta- og æðasjúkdóma, krabba- mein og sykursýki. Þar koma við sögu bæði áhrif erfða og umhverfis. Kostnaðarsamur kvíði Þorgeir Elís Þorgeirsson, lífefna- fræðingur og aðstoðarforstöðumað- ur rannsóknastofu ÍE í erfðafræði, og Högni Óskarsson geðlæknir hafa leitt leit starfsmanna ÍE að staðsetn- ingu kvíðagensins. Högni er sam- starfslæknir ÍE við verkefnið ásamt kollegum sínum, þeim Jóni G. Stef- ánssyni og Halldóri Kolbeinssyni. Kvíði er algengt geðrænt vanda- mál og er talið að 15-20% íslensku þjóðarinnar fái kvíðaraskanir ein- hvern tíma á ævinni. Kvíðaraskanir leggjast frekar á konur en karla, þannig er talið að 22% kvenna verði einhvern tíma fyrir kvíðaröskunum en 15% karla. Talið er að á hverjum tíma líði 12-14% þjóðarinnar af kvíð- aröskunum. Rannsóknir hafa t.d. sýnt að um 12% Íslendinga eru haldnir félagsfælni um lengri eða skemmri tíma á lífsleiðinni. Um 2% Íslendinga geta búist við að fá felmt- ursröskun, eða ofsakvíða, einhvern tíma á lífsleiðinni. Þótt kvíðaraskanir séu jafn al- gengar og raun ber vitni sagði Högni Óskarsson geðlæknir að margt hafi verið á huldu um orsakir þessara sjúkdóma. „Fólk heldur gjarnan að kvíði sé eitthvað sem allir eru með. Það er út- af fyrir sig rétt, en sjúklegur kvíði er vangreint fyrirbæri og það skiptir máli, ekki aðeins vegna vanlíðunar heldur vegna þess að sjúkdómurinn tengist svo mörgum öðrum líkamleg- um og geðrænum sjúkdómum. Kvíðasjúkdómar einir og sér verða, samkvæmt spám Alþjóðaheilbrigðis- stofnunarinnar, WHO, í hópi tíu dýr- ustu sjúkdóma á næstu 10-15 árum. Það er því bæði mikilvægt út frá heill einstaklingsins og samfélagsins að við náum að skilja þennan sjúkdóm betur. Finna bæði betri forvarnir og meðferðarlausnir við honum.“ Ástæða þess að Alþjóðaheilbrigð- isstofnunin, WHO, metur kvíðasjúk- dóma svo dýra er m.a. vegna þess hve algengir þeir eru. Högni segir að einnig sé tekið tillit til þeirra áhrifa sem þeir hafa á lífsgæði og afköst. Veikindaforföll vegna kvíða og þung- lyndis séu nokkuð algeng og eins dragi sjúkdómurinn úr afköstum þeirra sem eru veikir en mæta til vinnu. Kvíðasjúkdómar hafa og slæm áhrif á hvernig fólk hugsar og upp- lifir sjálft sig. Margir kvíðasjúkdómar Kvíðinn getur birst á ýmsan hátt og meðal algengra kvíðaraskana má nefna fælni, eða fóbíur af ýmsu tagi. Þær skipta hundruðum, eins og sjá má ef flett er upp í fælnilistanum phobialist sem vísað er til í meðfylgj- andi tenglasafni. Þekkingu á kvíða- tengdum sjúkdómum hefur fleygt fram á undanförnum árum. Í kjölfar- ið hafa menn skilgreint marga sjálf- stæða kvíðasjúkdóma. Algengasti kvíðasjúkdómurinn er félagsfælni, algengari en almenn kvíðaröskun, víðáttufælni, felmturs- röskun, áráttu- og þráhyggjuröskun og áfallsstreituröskun, að því er fram kemur í bæklingi sem lyfjafyrirtækið GlaxoSmithKline gaf út á íslensku um félagsfælni. Minnihluti þeirra sem þjást af félagsfælni leitar sér hjálpar hjá lækni vegna kvillans. Í fyrrnefndum bæklingi er félagsfælni lýst þannig að hún sé „varanlegur og áberandi ótti við að lenda í félagsleg- um aðstæðum þar sem sjúklingurinn ímyndar sér að hann verði sér til minnkunar“. Félagsfælni á það sameiginlegt með öðrum tjáningarformum kvíða og fælni að erfðir koma við sögu, að því er segir í fyrrnefndum bæklingi. Samspil umhverfisþátta og erfða er flókið og fylgir kvíðinn oft öðrum geðröskunum, til dæmis þunglyndi. Í fjölskyldum um fjórðungs felmturs- röskunarsjúklinga er talið að sé ann- ar fjölskyldumeðlimur sem einnig þjáist af felmtursröskun, eða ofsa- kvíða. Umfangsmikil leit Leitin að staðsetningu kvíðagens- ins hófst með póstkönnun sem var gerð undir stjórn samstarfslækna ÍE vorið 2000. „Þar sem fólk með kvíða leitar oft ekki til læknis beinlínis vegna kvíða sendum við spurningalista til 10 þús- und manna þjóðskrárúrtaks,“ sagði Högni. „Úr þeim svörum unnum við svo eftir ákveðnum leiðum og höfð- um samband við þá sem uppfylltu þau greiningaskilmerki sem við sett- um með spurningalistanum. Það fólk fór í skyldleikakönnun í ættfræði- grunninum. Þeim sem við völdum þar úr var boðið að koma í annan þátt rannsóknarinnar, sem var nánari greining á kvíða og öðrum geðrösk- unum. Þá voru einnig tekin blóðsýni í erfðaefnisleitina.“ Það var starfsfólk Þjónustumið- stöðvar rannsóknarverkefna (ÞR) sem tók við útfylltum spurningalist- um svarenda. Eins annaðist það töku blóðsýna og vann að nánari grein- ingu. Öll sú vinna var því unnin utan Íslenskrar erfðagreiningar sem fyr- irtækis. Niðurstöður voru síðan sendar dulkóðaðar til ÍE. Þjónustu- miðstöð rannsóknarverkefna annast móttöku allra sem taka þátt í rann- sóknum og dulkóðun gagna undir eftirliti Tölvunefndar, nú Persónu- verndar. Hjá ÞR starfa nú um 50 manns auk lausráðinna starfsmanna sem koma inn í sérstök verkefni. Auk þeirra sem fundust með hjálp spurningalistanna var einnig rann- sakað fólk sem hafði leitað til lækna og samþykkt að taka þátt í rannsókn- inni. Það var enda eitt af hlutverkum samstarfslæknanna að afla sam- vinnu sjúklinga í verkefninu, að sögn Högna. Þegar hafa tekið þátt um 450 ein- staklingar með skilgreindan kvíða eftir alþjóðlegum skilmerkjum. Við þessa frumrannsókn hefur athygl- inni sérstaklega verið beint að fjöl- skyldum þar sem að minnsta kosti einn hefur greinst með felmturs- röskun (ofsakvíða). Högni sagði að enn væri verið að vinna úr gögnum og því mætti búast við að fleiri ein- staklingar yrðu með í rannsókninni. Fólk er misjafnlega viðkvæmt „Kvíði er einn af þessum kvillum sem flokkast undir flókna erfðasjúk- dóma,“ sagði Þorgeir. Auk erfðaþátt- arins koma meðal annars umhverf- isþættir einnig við sögu. Þorgeir sagði að fólk væri ekki kvíðið að ástæðulausu. Hins vegar væri mis- jafnt eftir einstaklingum hve mikið áreiti þeir þyrftu til að kvíða færi að gæta. „Það sem nútíma erfðafræði er að fást við varðandi kvíða er að finna þá þætti í efðaefninu, og þar með lík- amsstarfseminni, sem gera suma einstaklinga viðkvæmari en aðra fyr- ir aðstæðum sem í sjálfu sér eru ef til vill kvíðavænlegar. Til þess að skilja hvað kvíði er má segja að við séum að nota okkur upplýsingar í erfðaefni þeirra sem eru viðkvæmari en aðrir. Út úr þeirri rannsókn hlýtur að koma aukinn skilningur á kvíða al- mennt og hvað það er sem stjórnar kvíða, einnig miðtaugakerfinu og heilastarfseminni almennt.“ Er það svo að þeir viðkvæmu þurfi samt ekki að verða sjúklega kvíðnir? „Við getum tekið áfallaröskun sem dæmi,“ segir Högni. „Hundrað ein- staklingar verða allir fyrir sama áfallinu, en þeir bregðast misjafn- lega við. Þetta er tengt því hvernig heili þeirra er „forritaður“ af erfða- þáttum og hvernig þeir svara svona miklu áreiti. En það skiptir líka máli hvaða viðbrögð þeir hafa lært áður og hverju þeir hafa vanist. Þetta verður alltaf samspil erfðaefnis- fræðilegrar uppbyggingar einstak- lingsins og ytra umhverfis eða reynslu hans.“ Þorgeir bendir á að geðraskanir séu ekki frábrugðnar öðrum sjúk- Leitin að nálinni í nálastakknum Starfsfólk Íslenskrar erfða- greiningar hefur nú staðsett erfðavísa sem tengjast tveimur flóknum og erf- iðum sjúkdómum, kvíða- röskun og offitu. Guðni Einarsson ræddi við Þorgeir Elís Þorgeirsson lífefnafræð- ing og Högna Óskarsson geðlækni sem stýrðu leit- inni að kvíðageninu. Morgunblaðið/Kristinn Ingvarsson Þorgeir Elís Þorgeirsson (t.v.), lífefnafræðingur og aðstoðarforstöðumaður rannsóknastofu ÍE í erfðafræði, og Högni Óskarsson geðlæknir.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.